Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. Viðtal DV við Geir Hallgrímsson seðlabankastjóra Aðgerðir ríkisstjómarmnar erueldd nógu markvissar - andvígur gengis- lækkun nú Spuming: Er gengið ekki of hátt? Geir: Ég tel, að gengið sé ekki of hátt. Eins og kunnugt er gerði Seðla- bankinn fyrir síðustu gengisfell- ingu tiliögu um 10 prósent gengis- breytingu. Það var samþykkt. Seðlabankanum er heimilt að víkja 3 prósent frá þessu. Ég hef talið, að slíkt sé ekki á dagskrá. Sp.: En staða útflutningsatvinnu- veganna er slæm. Geir: Nú hafa ýmsir forystumenn atvinnuveganna sagt, að bæri að hafa gengið frjálst og láta framboð og eftirspum ráða gengisskrán- ingu. Markaðshyggjan hefur vissu- lega gefið bestu raun. En þjóðir hafa engu síður lagt áherslu á að halda genginu fóstu til þess að ráða við verðbólgu, einkum í opnu kerfi eins og við búum við. Eg tel, að með stöðugu gengi fáist eðlilegur mælikvarði á getu þjóðarbúsins í heild. Það er í raun og vem það mat, sem aðrar þjóðir leggja á verð- mæti framleiðslu okkar. Auðvitað eiga sér stað verðsveiflur í útflutn- ingsatvinnuvegunum, alveg eins til hækkunar og til lækkunar. Þá mætti koma við sveiflujöfnun, sem hefur skort hér. í góöum árum hef- ur ekki verið safnað í sjóði. Verð- jöfnunarsjóður sjávarútvegsins hefur ekki náð tilgangi sínum. En best væri, aö eðlileg sjóðsmyndun yrði í fyrirtækj unum sjálfum á góð- um árum, sem er í sjálfu sér for- senda þess, aö ábyrgðin sé á herð- um fyrirtækjanna sjálfra. Ég býst við því, að útflutningsat- vinnuvegirnir geti lent í einhveij- um vanda. En útflutningsatvinnu- vegimir sem aðrar atvinnugreinar verða að hafa aðhald, sem leiði til hagkvæmni og endurskipulagning- ar í fyrirtækjunum. Á höfuðið? Sp.: En á að láta atvinnuvegi fara á höfuðið? Geir: Nýlega hefur verið birt skýrsla um vinnuaflsþörf. Þar segir, aö skorti 3000 manns í störf. Meðan svo er, er ekki hætta á atvinnuleysi og að um stöðvun atvinnuveganna verði að ræða. Útflutningsgreinamar verða að haga rekstri sínum svo, að þær séu reknar með hagnaði. Ekki má alltaf vera hægt að leita til ríkisins. Gengislækkun hefur verið líkt við, að móðir setji vatn 1 mjólkina, sem hún gefur bömum sínum. Eða jafnvel við sprautu af eiturlyfi fyrir eiturlyfjasjúkling. Gengisbreyting getur auðvitað verið eðlileg við ákveðnar kringumstæður, en ég er í grundvallaratriðum fylgjandi fasts gengis. Sagt er, að hér sé frjálst verð- myndunarkerfi og þess vegna eigi verð á erlendum gjaldeyri að vera frjálst. Einhvers staðar verðum við að hafa viðmiðun, sem segir, hvert er mat viðskiptavina okkar erlend- is á því, hver framleiðsla okkar þjóðarbús sé. Innan þeirra marka verðum við að skipta þjóðarkö- kunni. Sp.: En þegar verðbólga hér er margfalt meiri en í viðskiptalönd- unum? Geir: Þá er Ijóst, að ekki er alltaf unnt að halda fóstu gengi til lengd- ar. En það sýnir líka að höfuðatriði er að ráða niðurlögum verðbólgu og til þess er stöðugt gengi og að- hald í ríkisfjármálum og peninga- málum vænlegast. Sök ríkisbankanna Sp.: Felldu ríkisbankarnir gengið i raun og veru með þvi að taka út svo mikinn gjaldeyri með spákaup- mennsku í byrjun maí? Geir: Útstreymi gjaldeyris var vegna almennrar eftirspurnar eftir gjaldeyri, sem meðal annars stafaði af ummælum ábyrgra stjómmála- manna um, aö fella ætti gengið, og kröfum forystumanna atvinnuveg- anna. Mat okkar er, aö viðbrögð bank- anna hafi verið eðlileg þessa dag- ana. Þegar rætt er um gróða ban- kanna í þessu sambandi, verður að hafa í huga, að gjaldeyrisjöfnuður þeirra var nær 100 milljón krónum slakari 17. maí en 1 lok apríl. Sp.: En eiga bankarnir ekki að afhenda ríkinu til baka sinn gróða? Geir: Það er erfitt að draga álykt- anir um gróða og tap viðskipta- banka með því að taka þrjá daga út úr. Viðskiptin eiga sér lengri aðdraganda og slóða. Gjaldeyris- deild Seðlabankans áskilur sér tveggja daga frest til að afgreiða beiðnir um gjaldeyri. Fijáls gjald- eyrisverslun gerir kröfu til, að bankarnir eigi til nægan gjaldeyri. Sp.: Á að setja löggjöf til að hindra slíka spákaupmennsku? Geir: Við teljum ekki, að um spá- kaupmennsku hafi verið að ræða, en Seðlabankinn hefur til athugun- ar, hvort ástæða sé til að breyta reglum um kaup og sölu gjaldeyris í samráði við viðskiptaráðuneytið. Seðlabankinn hefur fylgt þeirri venju, sem ríkir almennt í gjaldeyr- isverslun meðal vestrænna ríkja. Verðtryggingin Sp.: Nú hafa sumir háttsettir stjórnmálamenn beitt sér fyrir af- námi lánskjaravísitölu. Væri það til einhvers? Geir: Lánskjaravísitalan er byggð að tveimur þriðju á framfærslu- vísitölu og einum þriðja á bygging- arvísitölu. Hún er bara mælikvarði á verðmætabreytingar í krónum talið. Aðalatriðið er, að menn geri sér 23 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. ljóst, að til þess að unnt sé að fá lánaða peninga, verða þeir, sem spara, að fá að minnsta kosti sömu verðmæti til baka. Við íslendingar höfum dýrkeypta reynslu af því, að menn viður- kenndu ekki þessa staðreynd í fjölda ára og vextir voru miklu lægri en verðbólgan. Auðvitað væri æskilegast, að verðbólgan væri innan viö 4 prósent eins og í viöskiptalöndum okkar og þá væru menn ekki að tala um nauðsyn verðtryggingar. Vextir eru nú frjálsir og framboð og eftirspurn eftir lánsfé ræður vaxtastiginu. Mestu skiptir, að tryggður sé auk- inn sparnaður og framboð á lánsfé til arðbærra framkvæmda. Nei- kvæðir raunvextir hafa á liðnum árum valdið offjárfestingu og fjár- festingu í óarðbærum atvinnu- rekstri, sem við súpum seyðið af í dag. Menn verða líka að skilja, að nið- urgreiddir vextir til dæmis til hús- bygginga og íbúðarkaupa, þýða, að vextir verða hærri að öðru leyti. Mér er til efs, að það sé húsbyggj- endum til gagns að njóta lágra Viðtal: Haukur Helgason vaxta frá Byggingarsjóði ríkisins, því þá þurfa þeir að greiða hærri vexti af öðru lánsfé. Skyssur ríkisstjórnar Sp.: Svo við víkjum að ríkisstjórn- inni. Hefur hún ekki gert skyssur? Geir: Ég hef álitið, að síðustu ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar séu því miður ekki nægilega markvissar, aö því leyti að gengislækkun og ráðgeröar lántökur erlendis valda aukinni þenslu og um leið vaxandi verðbólgu þegar skortur er á vinnuafli. Því er brýn nauðsyn, að aöhaldi sé beitt og ríkissjóður sé rekinn með greiðsluafgangi. í peningamálum verður einnig aö vera strangt aöhald og draga verður úr fjármagni í umferð og eftirspurn eftir vöru og þjónustu og bæta þar með viðskiptajöfnuð við útlönd. í því skyni lagði Seðla- bankinn til hækkun bindiskyldu, en ríkisstjórnin féllst ekki á það. Klandur bankanna Sp.: Er staða Landsbankans ekki hættulega slæm? Geir: Ég tel, að staða Lands- bankans fari batnandi. Ég hef enga ástæðu til aö halda annað en aö Landsbankinn standi traustum fótum og geti sjálfur jafn- að út þær sveiflur, sem eru í eftir- spurn eftir lánum og innlánaaukn- ingu á hverjum tíma. Sp.: En dómar í Hafskipsmálinu, sem skerða stöðu Útvegsbankans? Geir: Það breytir auðvitað ekki stöðu Útvegsbankans hf., en hins vegar eykst tap ríkissjóðs. Ljúka ætti þeim skiptum næsta ár. Sp.: Eru bankarnir of margir? Geir: Engum blöðum er um það að fletta, að bankarnir eru of marg- ir. Stefna ætti að samruna Útvegs- bankans, Iðnaðarbankans og Verslunarbankans og raunar samruna fleiri banka. En til að fá hagkvæmara skipulag bankakerf- isins má ekki beita neinu valdboði. Ég tel, að aukin samkeppni banka og sparisjóða og annarra fjármögn- unarfyrirtækja leiði til skilvirk- ustu og ódýrustu þjónustu á þessu sviði. Þá yrði sjálfsagt að gera bæði Landsbankann og Búnaðarban- kann að hlutafélagsbönkum, þótt einhver bið yrði á sölu hlutabréfa í þeim. Æskilegast væri að flýta sölu hlutabréfa í Útvegsbankanum eins og markaðurinn þolir. -HH theraiomur STEYPUMÓTAEININGAR THERMOHÚS-BYGGINGARKERFIÐ SPARAR TfMA OG PENINGA Thermomur er án efa einfald- asta steypumótakerfi sem nú fyrirfinnst. Þetta eru steypumót sem hægt er að raða upp og steypa í samdægurs. Fyrir utan að spara bæði fé, fyrirhöfn og stytta byggingartíma er þó einn mikilvægur þáttur ónefndur sem ere.t.v. sá mikilvægasti fyrir íslenskar aðstæður, en það er í sambandi við steypu- skemmdir. Thermomurveggur er byggður upp þannig: 5 cm einangrun að utan, 15 cm steyptur veggur með járnabindingu, síðan er 5 cm einangrun að innan. K-gildi veggjarer K = 0,24 Tæknilegar upplýsingar veitir IÐNVERK hf. byggingarþjónusta Hátúni 6A - 105 Reykjavík - PO.Box 5266 © 91-25945 og 91-25930 10.0GII. |UN11988 FYRIR ENDURHÆFINGARSTÖÐ H|ARTAS|UKLINGA LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKUNGA HAFNARHÚSINU v/TRYGGVAGÖTU - PÓSTHÓLF 830 - 121 REYKJAVÍK - SÍMI 25744 IHILDUfVSlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.