Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Síða 25
LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. 25 Breiðsíðan Ljósmyndari DV brá sér á fót- boltaleik á dögunum. Og þessi mynd varð afraksturinn. í Kópavoginum háðu harða keppni lið Breiðabliks og Sel- foss. Sagt er að leikurinn hafi bara verið þó nokkuð spenn- andi....en skyndilega birtist þessi listfluga yfir leikvangin- um og vildi sko að eftir sér væri tekið. Þegar nokkrar mín- útur voru eftir af fyrri hálfleik leystist knattleikurinn upp í list- flugsýningu, við góðar undir- tektir áhorfenda sem og fót- boltakappa. í leikhléi voru svo sýndir enn frekari tilburðir. Óvenjulegt innlegg í fótbolta- leik, enda gleymdist að spyrja hvernig leikarfóru. RóG/DV-mynd EJ Hljómsveitin Búningamir sem Bjarni stofnaði fyrir skömmu og ætlar að þeysast um landið í sumar. Tónleikar verða með strákunum i Laugardalshöll þegar Blow Monkeys kemur fram. Bjami Arason kominn á fullt: Fordstúlkan 1988: „Hlakka til keppninnar - segir Ágústa Ema sem fer til Kalifomíu „Spenningurinn er að koma yfir mig. Eg vonast eftir að mér bjóðist vinna erlendis út á þátttöku mína,“ sagði Ágústa Erna Hilmars- dóttir, Fordstúlkan 1988, er Breiðsíðan sló á þráðinn til hennar en nú er einn og hálfur mánuður þar til Ágústa fer til Kaliforníu til að taka þátt í Face of the 80’s. Þar munu minnst 25 stúlkur keppa til úrslita og sigurvegarinn fær um tíu milljónir króna í verðlaun auk annarra veraldlegra hluta. Ágústa lauk grunnskólaprófi í vor úr Breiða- gerðisskóla og sagðist hafa náð ágætis ein- kunnum. Hún hefur nú sótt um í Menntaskó- lanum við Hamrahlíð. „Ég sótti um í tveimur skólum ef svo færi að ég yröi heima næsta vetur.“ í sumar starfar Ágústa í eldhúsinu á Borgar- spítalanum þar sem hún býr til sérfæði. „Þetta er alveg ágætt starf. Ég læri ýmislegt í mat- reiðslu en mér hefur alltaf þótt gaman að elda mat. Oft elda ég mat þegar foreldrar mínir eru að heiman." Agústa sagðist hafa fengið senda heim ýmsa samninga og skjöl varöandi keppnina sem verður 3. ágúst. Móðir hennar ætlar með henni í ferðina. Face of the 80’s er ein glæsilegasta keppni sinnar tegundar í heiminum og er sjón- varpað um öll Bandaríkin. Ágústa sagði að ef hún fengi starfssamning eftir keppnina kæmi til greina að fara til New York um tíma. „Mig langar til þess en allt veltur á að foreldrar mínir leyfi mér að fara,“ sagði Ágústa sem er ekki nema sextán ára gömul. Eileen Ford er ströng „móðir” og tekur allar stúlkur undir tvítugu í sína umsjá ef þær starfa hjá henni. Þær stúlkur búa á heimili hennar og verða að fylgja húsreglum sem stundum þykja strangar. Eileen Ford er til dæmis hörð á kílóunum og skammtar stúlkunum mat ef henni finnst þær þurfa að léttast. í staðinn fá þær mjög gott heimili og góð laun. Eileen Ford býr á Manhattan í afar glæsilegu húsi. ELA „Er að skapa mér eigin stíl" Bjarni Arason er kominn á fullt skrið aftur eftir nokkurt hlé. Drengurinn hefur sett á stofn hljómsveit sem hann nefnir Búningana og þar eru fimm röskir strákar á aldrinum 15-22 ára. Búningarnir hafa farið í nokkrar ferðir út á land og skemmt á sveitaböllum. Ætlunin er að þeir spili fyrir gesti á tónleikum The Blow Monkeys næstkomandi fóstudagskvöld. „Við spilum bæði fyrir og eftir tónleikana en ball verður fram eftir nóttu,“ sagði Bjarni í sam- tali við DV. Bjarni er að gefa út sína fyrstu hljómplötu um næstu mánaðamót en hann hefur unnið hana frá áramótum. „Ég er mjög ánægður með plötuna. Á henni eru fjörug lög í meirihluta, dálítið í anda gömlu rokklaganna. Inn á milli skýt ég rólegri lögum,“ sagði Bjarni sem er að veröa sautján ára. Á meðal laga á hljómplöt- unni er lagið sem hann söng í Söngvakeppni sjónvarpsins. Reyndar náði það ekki mörgum stigum, enda kannski fullrólegt í slíka keppni. Bjarni lætur slíkt ekki á sig fá og segir að vel geti farið að hann sendi inn lag í næstu keppni. Bjarni Arason hefur gert samning við Skíf- una um útgáfu á þremur plötum og er þessi sú fyrsta þeirra. Væntanlega á því drengurinn eftir að láta að sér kveða, enda segir hann að hljómsveitin hafi verið stofnuð til að starfa áfram. „Þetta eru dugmiklir strákar, ungir og flinkir,” sagði Bjarni og bætti við að nú væru þeir að skipuleggja sumarið. „Stærsti bitinn er verslunarmannahelgin en það er ekki kom- ið endanlega á hreint hvar við munum spila þá.“ Hann sagði jafnframt að hann gæti lifað á tónlistinni og hyggst gera það áfram. „Maður er að skapa sinn eigin stfl,“ sagði Bjarni og bætti við að Búningarnir ætluðu ekki að vera með Presley lög í svo ríkum mæh sem Vax- andi, sem hann starfaði með áður. Með honum í hljómsveitinni eru Arnar Freyr Gunnarsson, Einar Bergur, Þórir Úlfarsson, Rúnar Guð- jónsson og Pétur Jónsson. ELA Agústa Erna við störf í eldhúsi Borgarspitalans þar sem hún starfar i sumar. DV-mynd Kristján Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.