Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 27
LAÚGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. 27 r»v Popp Nýjarplötur sem eru starfandi í Reykjavík í dag, skortir sárlega, frumleika. Ef maður ætti að staösetja þessa hljómsveit í einhverju samhengi viö annaö í rokkinu (sem er frekar gagnslaust) er Ham aö spila tónlist sem er á svípaðri línu og New York hljómsveítímar Sonic Youth og Swans leika. Su tilvísun nægir samt ekki því að hún fellur ekki i þá gryfju að taka sjálfa sig of alvar- lega, er með lævisan „svartan" húmor í anda gamallrar b-hryll- ingsmyndar frá sjötta áratugnum með Vincent Price í aðalhlutverki. Má segja að það eina sem er neðan- jarðai' við Ham sé uppruni þessar- ar kímni: beint úr gröfmni. Þetta kom glögglega frara í laginu Tran- sylvanía seth er við texta sem er eitthvað á þessa leið: Við viljum meiða hana saman Við viijum drekka hennar blóð Hún kem urí heimsókn í hvíta kast- alann til okkar Við berjum hana með svipum og kyssum blíðlega á vangann Hún fyllir lífokkar ijósi, við emm hamingjusamir Viö elskum hana svo heitt að við gefum hemú Fresca... Þessi absúrdkímni ásamt sérvitr- um söng Sigurjóns og Óttars er með því fyndnasta sem ég hef heyrt hjá íslenskri hljómsveit og alveg ómissandi sem mótvægi viö hávært og óvægið rokk hljómsveitarinnar. Ef fnnm laga platan Hold, sem Smekkleysa s/m gefur út eftir nokkra daga, er í einhverju sam- ræmi viö frammistöðu Hams á tón- leikunum í Duus-húsi er komin kærkomin sprauta ferskleika í held- ur staðnaö tónlistarlif landsins. í viðtali um daginn sögðust þeir fé- lagamir í Ham vera „dætur djöfuls- ins“. Hvernig var það aftur með þann heiðursmann, er það ekki ein- mitt hann sem á öíl bestu lögin? Helgarpopp Þorsteinn Högni Gunnarsson Bandaríski tónlistarmaðurinn Prince er einn umdeildasti poppari heimsins. Sérstaklega fer hann fyrir brjóstið á skinheilögum siðferðis- prédikurum í heimalandi sínu en það fólk má vart sjá bert hold án þess að fá útbrot og skjálfta. Blautlegur kveðskapur Prince og skírskotun hans til kynlífs í orði og æöi hefur meðal annars gert það að verkum $ð þessi nýja plata hans er á bannhsta fjölda verslana í Bandaríkjunum enda er prinsinn berstrípaður á mynd sem prýðir umslag plötunnar. Allt er þó innan þeirra velsæmis- marka sem við íslendingar setjum okkur. Nafn þessarar nýju plötu Prince sýnir svo ekki veröur um villst að enn ér hann viö sama heygarðs- hornið í kveðskapnum. Lovesexy er nafnið og gefur ótvírætt til kynna um hvað listamaöurinn er að Kugsa. En það var ekki meiningin að ein- beita sér að textagerð Prince hér heldur tónlistinni því að hún skiptir okkur vísast meira máli. Og það er Prince - Lovesexy Gæðin koma í ljós skemmst frá því að segja að ekki hefur tónlist Prince tekið miklum stakkaskiptum frá síðustu plötu; hann heldur sig við þessa fónkblön- duðu soultónlist sem einkennist af þéttum, fóstum takti sem núorðið er sleginn af trommuheilum mestan- part. Fyrir vikið er þetta tónhst sem nýtur sín betur á stöðum þar sem fótmennt er í hávegum höfð en það á þó ekki við öh lög plötunnar; hér eru melódíur sem láta vel í eyrum innanum og kæmi mér ekki á óvart þó einhverjar þeirra ættu eftir að gista vinsældalista heimsins. Reynd- ar má finna melódíur í öllum lögum plötunnar; það er bara mismunandi djúpt á þeim. Eins og fyrri plötur Prince þarf þessi töluvert mikla hlustun áöur en hlustandinn fær „rétta“ mynd af innihaldinu en þegar því stigi er náð er ljóst að Lovesexy er með bestu plötum Prince og það eru ekki svo htil meðmæli. -SþS- 10.000 Maniacs - In My Tribe í gamla andanum Einhvern veginn passar það ekki þegar dökkhærðri stúlku er gefið nafnið Mjallhvít eöa er sú ljóshærða er látin heita Kolbrún. Svo ekki sé minnst á rauðhærðar Tinnur. Sömu- leiðis hljómar þaö hálf-ankannalega að gefa „softrokk“hljómsveit nafnið 10.000 Maniacs eða tíuþúsund brjál- æðingar. Maöur býst vitaskuld viö því að slík sveit flytji tryllta ný- bylgju. Sú er aldeihs ekki raunin meö 10.000 Maniacs. Hljómsveitin sú er alfarið á mjúku nótunum. Ekki kann ég aö segja sögii brjálæöinganna. Veit þó aö þeir eru fimm talsins og að söngkona hópsins heitir Natalie Merchant. Hún hefur þægilega rödd en fuhblæbrigðálausa fyrir minn smekk. Að minnsta kosti fyrir tólf lög í einni bunu. Mín reynsla er því sú að best sé að innbyrða 10.000 Maniacs í smá- skömmtum. Sem slíkir eru þeir vel áheyrilegir. Engin lög standa þó áberandi upp úr en What’s the Matt- er Here, Like the Weather og gamla Cat Stevens-lagið, Peace Train, eru vel bærileg. Þess má geta að 10.000 Maniacs hafa með sér fornfrægan upptöku- stjóra, Peter Asher. Sá söng True Love Ways og fieiri grátklökka slag- ara í gamla daga í dúettinum Peter and Gordort. Þá vann Asher með Lindu Ronstadt og James Taylor í gamla daga, svo að fáir einir séu nefndir. Þaö hlýtur því að teljast 10.000 Maniacs til hróss að slíkur karl fáist til að vinna með þeim. Enda eru lög hljómsveitarinnar og útsetn- ingar þeirra síður en svo framúr- stefnulegar. Hljómboröin hljóma meira að segja eins og í gamla daga þegar Farflsur og Vox-orgvélar voru notaðar af hljómborðsleikurum bítlasveitanna. Áhugamenn um góðan hljóm á geisladiskum verða ekki sviknir af In My Tribe með 10.000 Maniacs. Stafræn tækni er notuð við vinnslu plötunnar frá upphafi til enda. Hún er með öðrum orðum DDD plata. - ÁT - FERÐAKYNNING RUTUDAGUR í UMFERgARMIÐSlÖÐINNI I DAG Rútusýning, ferðakynning og margvísleg skemmtiatriði í Umferðarmiðstöðinni frá kl. 10.00—18.00. Stærsta rútusýning á íslandi með um 40 rútur af öllum stærðum og gerðum. Nýjar rútur, gamlar rútur, fjallabílar, eldhúsbílar, boddýbílar, snjóbílar og fornbílar. Yfirgripsmesta ferðakynning sem haldin hefur verið á íslandi, þar sem yfir 30 aðilar kynna starfsemi sína. Ferðamálaráð íslands Upplýsingamiðstöð ferðamála Ferðamálanefnd Reykjavíkurborgar Ferðamálasamtök Vesturlands Ferðamálasamtök Vestfjarða Ferðamálasamtök Suðurlands Ferðamálasamtök Norðurlands Ferðamálasamtök Austurlands Ferðamálasamtök Suðurnesja Ferðaþjónustuaðilar í Vestmannaeyjum Félag íslenskra ferðaskrifstofa Ferðaskrifstofa ríkisins — Hótel Edda Ferðafélag íslands Útivist Bandalag íslenskra farfugla Ferðaþjónusta bænda Fólag eigenda sumardvalarsvæða Náttúruverndarráð Samband veitinga- og gistihúsaeigenda Útgefendur blaða og bóka um ferðamál: — örn og Örlygur, Ferða- handbókin Land Tjaldaleigan við Umferðar- miðstöðina Landmælingar íslands Slysavarnarfólag íslands Framleiðendur ferðafatnaðar: — Álafoss, Fínull. Henson, Max Fornbílaklúbbur Islands BSÍ hópferðabílar Ferðaskrifstofa BSÍ Fólag sérleyfishafa Skemmtiatriði: Lúðrasveitin Svanur leikur. Sterkasti maður heims, Jón Páll, dregur rútu. Félagar úr Flugbjörg- unarsveitinni sýna fallhlífastökk. Fornbilasýning. Hljómsveitin Tríó '87 leikur. Ökeypis skoðunarferðir um Reykjavík. Ferðagetraun í gangi allan daginn. Hinir einu sönnu Sykurmolar leika. Vörukynning á vegum Nóa, Mjólkursamsölunnar og AÐGANGUR ÓKEYPIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.