Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Page 38
50 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. Kvikmyndir Nýjar kvikmpdir vestanhafs í sumarbyqun: Krokódíla Dundee og Rambo í nýjum ævintýrum Bob Hoskins og Stubby Kaye ásamt teiknimyndafígúru í Who Framed Ro- ger Rabbit? Óvenju mikið hefur komið og er væntanlegt af nýjum kvikmyndum vestanhafs, þegar haft er í huga að sumarið er gengið í garð. Sjálfsagt stafar þetta af því mikla góðæri sem einkennt hefur kvikmyndafram- leiðsluna í Hollywood að undanfömu. Að sjálfsögðu em gæðin æði misjöfn og megnið er hin dæmigerða Hollywoodafþreying, með mynd- um á borð við Rambo III og Krókódíla-Dundee II fremstar í flokki, en þær vom frumsýndar sama dag og er greinilegt að hress Dundee hefur vinninginn á þreyttan Rambo í baráttu um vinsælustu kvikmynd sumars- ins. Hér verður siklað í stuttu máli um forvitnilegustu kvikmyndirnar. Susan Sarandon og Kevin Costner i Bull Durham. Jeff Bridges leikur bjartsýnismanninn Tucker í nýjustu kvikmynd Francis Richard Dreyfuss, Sonia Braga og Raul Julia leika aðalhlutverkin í Moon Ford Coppola, Tucker: The man And His Dream. Over Parador. Tucker: The Man And His Dream Francis Ford Coppola lætur ekki deigan síga þrátt fyrir misjafnt gengi. Hann er enn á ný mættur með nýja kvikmynd. Að þessu sinni fjallar mynd hans, Tucker: A Man And his Dream, um Preston Tucker, banda- rískan bjartsýnismann og bílafram- leiðanda. Tucker var mikiU uppfinn- ingamaður sem fyrstur manna kom á framfæri bílbeltum, beinni inn- spýtingu og fleiri hugmyndum í bíla- iðnaðinum sem þykja sjálfsagðar í bílum í dag. Stóru fyrirtækin í Detro- it voru samt ekki hrifin af honum og reyndu hvað eftir annað að gera hann gjaldþrota. Það er hinn geð- þekki Jeff Bridges sem leikur bjart- sýnismanninnTucker. Sumirhafa séð Coppola sjálfan í lýsingu á Tuck- er, en eins og menn rekur í minni stofnaði hann Zoetrope fyrirtækið sem átti aö hjálpa ungum og efnileg- um kvikmyndagerðarmönnum á átt- unda áratugnum en fór næstum með allt á hausinn vegna bjartsýni og trú- aiánáungann. Moon Over Parador Moon Over Parador er gaman- mynd með póhtískum undirtóni. Ric- hard Dreyfuss leikur leikara sem er að leika í kvikmynd í ónefndu landi suður af Bandaríkjunum. Þegar ein- ræðisherra landsins deyr er leikar- inn hnepptur í varðhald og neyddur til að fara í gervi hins nýlátna ein- ræðisherra. Eins og góðum leikara sæmir leggur hann alúð í hlutverk sitt og er þar meðtalin hjákona ein- ræðisherrans. „ Þetta er kvikmynd um leikara," segir leikstjórinn Paul Mazurski, „um það hve taugaveikl- aðir þeir verða þegar þeir þurfa að glíma við raunveruieg vandamál. Á hinn bóginn er myndin póhtísk, við erum með okkar hugmyndir um ein- ræði.“ RedHeat Hér er ein fyrir spennumynda- aðdáendur. Vöðvatrölhð Arnold Schwarzenegger leikur sovéskan lögreglumann sem kemur tU Banda- ríkjanna í leit að fyrrverandi sam- starfsmanni sem grunaður er um eit- urlyfjasölu. Jim Belushi leikur kænílausan Chicago lögreglumann sem fenginn er til að aðstoða rúss- ann. Leikstjóri er Walter HUl og þyk- ir Red Heat minna óþægUega á aðra mynd er hann leikstýrði, 48 hrs., sem fjallaði einnig um tvær ólíkar löggur að vísu báðar bandarískar. Kvikmyndir Hilmar Karlsson Who Framed Roger Rabbit? Hér er á ferðinni allsérkennileg kvikmynd sem er eins gott fyrir framleiðendur hennar að fólk flyk- kist tU að sjá, því sagt er að kostnað- ur við hana hafi verið 40 milljónir dollara. Bob Hoskins leikur vafa- sama löggu sem á við áfengisvanda- mál aö stríða. Hann er í leit að morð- .... . .. ...... Bardaginn um dollarana Miövikudagínn 25. mai voru frumsýndar vestanhafs þser myndir sem búist var við að mest aðsókn yrði að sumarið 1988, Krókódíla Dundee li og Rambo III. Strax í fyrstu viku kom í ijós að Krókódíla Dundee myndi hafa vinningin og þaö margfalt. Ekki góðar fréttir fyrir framleiðend- ur Rambo, þvi sú mynd kostaði litlar sextíu og þrjár mílljónir doilara. Aftur á móti getur Paul Hogan brosað þessa daganna, þvi miiljónirnar eru strax farnar að streyma i vasa hans. ingja. Leitin gengur vægast sagt Ula. Hann er handjárnaður og færöur tU kanínu sem er saklaus sökuð um morð. Það sem gerir þessa mynd sér- kennUega er að teiknimyndafígúrum er lætt inn í myndina í hin ýmsu hlutverk. Það hefur sjálfsagt verið erfitt fyrir Hoskins og aðra leikara að leika í þessari kvikmynd því teiknimyndafígúrurnar voru settar inn eftir á. Leikstjóri Who Framed Roger Rabbit? er Robert Zemeckis en hans síðasta mynd var Back To The Future. Og hver annar en Steven Spielberg þorir að framkvæma stór- virki sem þetta, en hann er aö sjálf- sögðu einn framleiðenda myndar- innar. Married To The Mob Jonathan Demme, er leikstýrði hinn ágætu Something Wild í fyrra, er komin með aðra „svarta kómed- íu“. Nefnist hún Married To The Mob. Fjallar myndum um ekkju at- vinnumorðingja og samband hennar við alríkislögreglumann sem hún hrífst af og mafíuforingja sem eltir hana á röndum. Aðalhlutverkin leika Michele Pfeiffer, Matthew Mod- ine og Dean Stockwell. BuUDurham Myndir um homabolta hafa verið vinsælt viðfangsefni í Hollywood að undanförnu og er Bull Durham ein slík. Hefur hún fengiö ágætar við- tökur. Aöalhlutverkin leika Kevin Costner og Susan Sarandon. Hefur Kevin Costner fengið hrós fyrir leik sinn í hlutverki hornaboltaspilara á síðasta snúningi. Leikstjóri og hand- ritshöfundur er Ron Shelton sem áður fyrr lék hornabolta. Hann hætti slíku tuttugu og fimm ára gamall og sneri sér að kvikmyndagerð. BigBusiness Sumarmyndin frá Touchstone fyr- irtækinu er Big Business. Þar leika Lily Tomlin og Bette Midler tvö sett af eineggja tvíburum. Það slys skeð- ur á sjúkrahúsinu eftir fæðinguna að tvíburarnir víxlast. Eitt settið af Tomlin-Midler elst upp í fátækt. Hitt settið Iendir hjá ríku foreldri. Mis- tökin koma svo í ljós þegar tvíbur- amir eru komnir á fulloröinsár. Leikstjóri er Jim Abrahams. Coming To America Gullkálfurinn Eddie Murphy birt- ist í nýrri gamanmynd undir stjórn John Landis. Leikur hann afrískan prins sem kemur til New York í leit að kvonfangi. Hefur hann mikið álit á sjálfum sér og ætlast til aö tilvon- andi kona hans uppfylli allar hans kröfur. Sérstaka áherslu leggur hann á að hún elski hann vegna greindar hans en ekki peninga hans. Cocktail Cocktail er mynd barþjónanna í sumar. Tom Cruise leikur einn slík- an sem græðir á eigin hyggjuviti og á auðvelt með að komast yfir hvern þann kvenmann sem hann lystir. Kennara hans í barþjónalistinni leik- ur Bryan Brown. Glansinn fer þó fljótt af starfinu og klækjunum. Leik- stjóri er Roger Donaldson sem síðast leikstýrði hinni vinsælu No Way Out.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.