Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Qupperneq 60
F.RÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið ( hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. Helgarpósturinn: Goðgá iíklega lýst gjaldþrota ___- skuldimar 15 milljónir „Það bendir flest til þess að óskað verði eftir því að Goðgá verði tekin til gjaldþrotaskipta á þriðjudaginn. Það verður stjómarfundur á mánu- daginn þar sem endanleg ákvörðun um málið verður tekin,“ sagöi Valdi- mar Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Helgarpóstsins. Við endurskoðun á fjármálum Goðgár hefur komið í ljós að skuldir umfram eignir em allavega 15 millj- ónir og er talið ólíklegt að hluthafar vilji auka hlutafé sitt í fyrirtækinu til aö bjarga því. Hugsanlegt er þó að minnihluti hluthafa kaupi fyrir- tækið en það er ólíklegt. Þá hefur heyrst að minnihlutinn vilji leigja .„gtarfsmönnum fyrirtækið en starfs- mönnum mun ekki lítast vel á þá fyrirætlan enda eiga þeir laun inni hjá fyrirtækinu. Valdimar leist held- ur ekki á þá fyrirætlan. „Ég verð að segja að það er furðu- legt aö starfsmenn skuli ganga út af vinnustað aðeins 14 tímum eftir að átti að greiða út laun. Það er liklega einsdæmi á íslandi. Starfsmenn HP eiga því ef til vill stærsta sök á því hvernig komið er,“ sagði Valdimar . Hann sagði að vissulega væri leiðin- legt að skulda laun en starfsmönnum "•fiefði verið boðin full greiðsla í vik- unni en þeir hins vegar ákveðið að sitja af sér tilboðið og því gætu þeir sjálfum sér um kennt hvemig komið væri. Þá sagöi Valdimar að menn þyrftu varla að velkjast í vafa um aö Goðgá hf. ætti nafn Helgarpóstsins. Nafnið væri bundið fyrirtækinu í firmaskrá og þá væri hefð fyrir eign Goðgár á nafninu. Sagði Valdimar að mönnum væri ekki sæmandi að reyna að stela nafninu. -SMJ Góð færð víðast hvar Samkvæmt upplýsingum Vegaeft- ■yýlits ríkisins er færð góð víðast hvar a landinu. Ekki hafa allir Qallvegir verið ruddir og eru vegir á hálendinu lokaðir. í Eyjafirði hafa verið nokkrir vatnavextir og er vegurinn fyrir Ól- afsfjarðarmúla varhugaverður á köflum. -StB LOKI Það er jafngott að menn séu- ekki mjög tapsárir hjá SiS. Taprekstur Sambandsins heldur áfram á þessu ári: Hátt í 200 milljóna tap á fjórum mánuðum A fyrstu fjórum mánuðum þessa árs tapaði Sambandið hátt í tvö hundruð milijónum á rekstri sín- um. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, staðfesti þetta 1 sam- tali við DV. Þetta tap bætist við 220 milljóna króna tap síðasta árs. Guðjón vildi ekki tilgreina ákveðnar tölur um taprekstur ein- stakra deilda en samkvæmt heim- ildum DVnemur tapið áfyrstu fjór- um mánuðum ársins um 120 millj- ónum á verslunardeildinni einni. „Það eru ekki sjáanleg nein bata- merki á afkomu deildanna. Það er því full ástæða til þess að hafa þungar áhyggjur af þeim erfiðleik- um sem eru fram undan í rekstri Sambandsins,“ sagði Geir Geirs- son, endurskoðandi Sambandsins, á aðalfundi fyrirtækisins aö Bif- röst. Á fyrstu mánuðum ársins var einnig gríðarlegt tap á rekstri kaupfélaganna en samanlagöur rekstrarreikningur þeirra kom í fyrra út með tæplega 360 milljóna króna tapi. Á aðalfundinum var lítið fjallað um til hvaða aðgerða ætti að grípa til að rétta við rekstur Sambands- ins. Stofnun Sambands sambands- verslana var kynnt en margir fund- armenn lýstu yfir vantrú sinni á að sú aögerð myndi duga til að bjarga verslunardeildinni og versl- unarrekstri kaupfélaganna, þar á meöal sjálfur stjómarformaður- inn, Valur Arnþórsson. í lok aðalfundarins benti Þröstur Ólafsson, sfjómarformaöur Kaup- félags Reykjavíkur og nágrennis, á að í samþykktum Sambandsins er gert ráð fyrir þeim möguleika að kalla saman aðalfundarfulltrúa á milli aöalfunda. Þessi ábending sýnir þann ugg sem var í fundar- mönnum bæöi vegna lélegrar af- komu fyrirtækja samvinnuhreyf- ingarinnar og einnig gagnvart þeim aðgerðum sem forsvarsmenn þeirra kunna að grípa til í tilraun- um sínum til að snúa rekstrinum við. -gse sjá bls. 4 I gær hófst laxveiði í þremur af þekktustu laxveiðiám landsins, Laxá í Kjós, Laxá i Aðaldal óg Eiliðaánum. Á hádegi i gær voru komnir 10 laxar upp úr Laxá í Kjós og voru þeir á bilinu 10-12 pund og allir veiddir á maðk. Davíð Oddsson fékk þá fjóra laxa sem veiddust í Elliðaánum fyrir hádegi í gær. Fimm laxar komu á land í Laxá í Aðaldal og var sá stærsti hvorki meira né minna en 26 pund. Á myndinni sjást þeir Þórarinn Sigþórsson og Bolli Kristinsson með fjóra laxa sem þeir fengu í Laxá í Kjós í gærmorg- un. Þórarinn fékk þrjá þeirra. -SK/DV-mynd S Jökulfell í Bandaríkjunum: Grænfriðungar hlekkj- uðu sigfasta um borð „Þetta leystist allt með góðu á rétt rúmlega klukkutíma og þeir tóku niður hlekkina og hurfu á braut eftir að hafa spjallað lítillega við lögregl- una sem var kvödd þarna að,“ sagði Stefán Eiríksson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Skipadeildar Sam- bandsins. Rétt fyrir hálffimm í gærmorgun, þegar Jökulfell, skip Sambandsins, átti um hálftíma siglingu eftir að höfninni í Gloucester í Massachuss- etts, renndi bátur með 8-9 Grænfrið- ungum að skipshlið. Þeir fóru um borð og hlekkjuðu sig við kranann og einhverja aðra hluta skipsins. „Það kom nú aldrei skýrt fram hverju þau voru að mótmæla en skipverjar létu þau ekkert trufla sig heldur héldu áfram vinnu sinni, sigldu inn í höfnina og byrjuðu að losa skipið,“ sagði Stefán Eiríksson. JFJ Ölduselsskóli: Kennarar íhuga uppsagnir Að sögn eins kennara við Öldusels- skóla er fjarri því að öll kurl séu komin til grafar vegna setningar Sjafnar Sigurbjörnsdóttur í stöðu skólastjóra þar. Munu margir kenn- arar alvarlega hafa íhugað aö segja störfum sínum lausum enda ráðning Sjafnar fullkomlega í andstöðu við vilja þeirra. Þá er hugsanlegt að Reynir Daníel Gunnarsson yfirkenn- ari, sem sótti um starfiö gegn Sjöfn, segi stöðu sinni lausri, enda segist hann ekki njóta trausts Fræðsluráðs og að erfitt sé að starfa við þau skil- yrði. Það er hins vegar meðal foreldra sem hugurinn er þyngstur út af af- greiðslu málsins.- Þeir verða með mikinn fund á mánudaginn þar sem reynt verður aö meta hvaö sé til ráða. Það eru reyndar flestir á því að ákvörðun ráðherra verði ekki hnik- að og því óttast foreldrar að vekja upp mikinn styr áður en nýr skóla- stjóri tekur til starfa. Miðað er við að Sjöfn hefji störf 1. ágúst. -SMJ Veðrið á sunnudag o| mánudag: Afram suðvest- læg átt Á sunnudag og mánudag verð- ur áfram suðvestlæg átt á landinu, skýjað og súld eða rign- ing öðru hverju vestanlands en þurrt og sums staðar bjart veður austan til. Hiti verður 7-17 stig. Seinkanir hjá Flugleiðum Seinkun varð á flestum ferðum Flugleiða innanlands í gær en þó minni en undanfarna daga. Seinkan- irnar virðast vera af svipuðum toga og verið hefur, það er þær eiga sér enga augljósa skýringu en menn geta sér þess til að orsakir þeirra séu að flugmenn flýti sér ekki við störf sín. Vilji ílugmenn þannig minna á að kjarasamningar þeirra hafa verið lausir frá áramótum. í millilandaflugi var eitthvað um seinkanir en þær áttu sér eðlilegar skýringar og orsökuðust af veðri eða mikilli umferð í lofti. -JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.