Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. Persónuleikapróf Hefur þú áhyggjur af áliti annarra á þéi? Líður þér vel við aðstæður sem þessar? Þetta próf er um kvíðann sem allir fmna fyrir þegar þeir standa and- spænis nýjum aðstæðum. Við slík- ar aðstæður ímyndum við okkur öll að neyðarleg staða geti komið upp og fyllumst ótta við að verða metin ranglega. Þetta þekkja allir sem mætt hafa til viötals vegna nýrrar vinnu eða þurfa oft að fara á mikilvæga fundi. Oftast reynist þetta ástæðulaust og allt fer vel. Stundum þróast málin þó á verri veg. Með þessu prófi getur þú komist aö því hve miklar áhyggjur þú hef- ur af áliti annarra á þér. Prófið á einkum við ef þú óttast að áhtið sé ekki þér í hag. Lestu nákvæmlega fullyrðingarnar þrjátíu sem birtast hér á eftir. Svaraðu síðan sjálfum þér hvort þú ert sammála eða ósam- mála. Ef þú ert sammála setur þú S í reitinn aftan við spuminguna. Ef þú ert ósammála setur þú Ó. Best er að svara spurningunum viðstöðulaust og velta þeim ekki of mikið fyrir sér. 1. Þaö veldur mér sjaldan áhyggj- um þótt aðrir telji mig bjána. () 2. Ég hef áhyggjur af þvi hvað fólk heldur um mig, jafnvel þótt það skipti engu máh. () 3. Það veldur mér hugarangri ef ég veit að verið er að tala um mig. () 4. Mér er alveg sama þótt einhver hafi ekki mikið áht á mér. () 5. Mér verður órótt ef ég kem klaufalega fram. () 6. Áht þeirra sem ég á eitthvað undir að sækja skiptir mig htlu máh. () 7. Ég hræðist oft að verða sjálfum mér til skammar. () 8. Ég læt mér í léttu rúmi hggja þótt aðrir sé óánægðir með mig. () 9. Ég óttast oft að aðrir uppgötvi takmarkanir mínar. () 10. Óánægja annarra með mig skiptir mig htlu máli. ( ) 11. Ef ég er metin(n) af öðrum ótt- ast ég að áhtið sé á verri veg. () 12. Ég hef sjaldan áhyggjur af því hvaða áhrif framkoma mín hefur á aðra. () 13. Ég óttast oft að faha ekki öðrum í geð. () 14. Ég óttast oft að aðrir setji út á framkomu mína. () 15. Skoðanir annarra hafa ekki áhrif á mig. () 16. Það veldur mér ekki áhyggjum þótt framkoma mín falli ekki öðr- um í geö. () 17. Þegar ég tala við fólk hugsa ég oft um hvað það heldur um mig. () 18. Ég hugsa stundum sem svo að ég ráði ekkert við klaufaskap minn og ætti þess vegna ekki að hafa áhyggjur af honum. () 19. Ég hugsa mikiö um hvernig ég kem öðrum fyrir sjónir. () 20. Það veldur mér áhyggjum hvað yfirmenn mínir halda um mig. () 21. Það veldur mér litlum áhyggj- ■ um þótt ég viti að aörir eru að dæma mig. () 22. Það veldur mér oft áhyggjum aö aðrir telja mig ef til vih einskis nýta(n). () 23. Mér er sama hvað aðrir haldá um mig. () 24. Stundum fmnst mér að ég hafi of miklar áhyggjur af hvað aðrir halda um mig. () 25. Ég óttast oft að segja eitthvað heimskulegt. () 26. Ég læt mér álit annarra á mér í léttu rúmi liggja. () 27. Ég er oft viss um aö aðrir hafa mikið álit á mér. () 28. Ég óttast oft að áhrifamikið fólk hafi ekkert álit á mér. () 29. Ég geri mér oft rellu út af áliti vina minna á mér. () 30. Ég verð óörugg(ur) ef ég veit að yfirmenn mínir eru að meta verk mín. () Niðurstaða Berðu niðurstöðu þína saman við svörin í töflunni hér fyrir neðan. Gefðu þér eitt sig ef svar þitt er það sama og gefið er upp í töflunni. Greining 21 til 30 stig Ef stig þín eru á þessu bili bendir það til að þú hafir miklar áhyggjur af áliti annarra á þér. Það bendir líka til að þú forðist mjög að lenda í vandræðalegum aðstæðum þar sem þú gætir fallið í álitj. Þú óttast að lenda í slíku. Þetta þýðir ekki að þú hafir lítið álit á þér en þú óttast stöðugt að aörir vanmeti þig og það hefur slæm áhrif á sjálfsáhtið. Þú reynir að forðast gagnrýni og ert oft í vöm. 13 til 20stig Ef stig þín eru á þessu bili getur framkoma þín oft bent til að þú forðist gagnrýni og veigrir þér við að lenda í vandræðaleginn aðstæð- um. Sumum finnst þó að þú sért mjög öruggur með sjálfa(n) þig og látir þér á sama standa um álit annarra. Þetta em tvær andstæðar ímynd- ir sem báðar eiga ítök í þér. Á sum- um sviðum óttast þú gagnrýni en yfirleitt ertu ömgg(ur) með sjálf- a(n) þig. Ólíkar aðstæður hafa ólik áhrif á þig. Otil 12stig Þessi niðurstaða bendir til að þú sér mjög ömgg(ur) meö sjálfa(n) þig. Þér stendur á sama um álit annarra. Það er reyndar líklegast að þú hafir vitað þetta áður en þú tókst prófið. Það hvarflar ekki að þér að aðrir hafi lítið álit á þér. Því finnst mörgum að þú sért góð(ur) með þig. Þú ættir að nota sjálfsör- yggi þitt til að hjálpa öðrum að auka sjálfsöryggi sitt. 1. ó 7. S 13. Ó 19. S 25. S 2. S 8. Ó 14. S 20. S 26. Ó 3. S 9. S 15. S 21. Ó 27. S 4. Ó 10. Ó 16. Ó 22. S 28. Ó 5. S 11. Ó 17. S 23. Ó 29. S 6. Ó 12. S 18. Ó 24. S 30. S ER ÞAÐ 1 EÐA X EÐA 2 24 A Leikarar í íslenskri kvikmynd hafa verið útnefndir til Kvikmyndaverðlauna Evrópu. Hvaða mynd er þetta? 1: Morðsaga X: Hrafninn í skugganum 2: í skugga hrafnsins B Rætt hefur verið um kunnan verkalýðsleiðtoga sem næsta forseta ASÍ. Hann heitir: 1: Pétur Sigurðsson X: SigurðurPétursson 2: Sigfinnur Karlsson C Eftirminnilegur sigur vannst í happdrætti þar sem vinn- ingslíkur voru 1 á móti 512. Dregið var í happdrættinu í: 1: Háskólanum X: Alþingishúsinu 2: Hjáborgarfógeta D Þettaermerki: 1: Loftflugs X: Arnarferða 2: Þrastar E Enska knattspyrnuliðið Liverpool tapaði um síðustu helgi fyrir: 1: Norwich X: Derby 2: Newcastle F í sjó við Austfirði hefur fundist eiturefnið: 1: ATF X: CTC 2: PCB G í síðustu viku varð maður nokkur frægur fyrir sprenging- ar. Hann heitir: 1: Andreas Baader X: Steirigrímur J. Sigfússon 2: Stefán Valgeirsson H Málsháttur hljóðar svo: Seint er að byrgja... 1: markiðþegarboltinnerkominninn X: brunninn þá barnið er dottið ofan í 2: sýn þegar sólin er komin upp Sendandi Heimili _____________________________________________________ I Réttsvar: A □ B □ C □ D □ E □ F □ G □ H □ Hér eru átta spurningar og hverri þeirra fylgja þrír mögu- leikar á réttu svari. Þó er aðeins eitt svar rétt við hverri spurn- ingu. Skráið réttar lausnir og sendið okkur þær á svarseðlin- um. Skilafrestur er 10 dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veit- um þrenn verðlaun, öll frá póst- versluninni Primu í Hafnar- firði. Þaueru: 1. Fjölskylduteppi að verðmæti kr. 5.430,- 2. Fjölskyldutrimmtækiað verðmæti kr. 2.750,- 3. Skærasett að verðmæti 1.560,- í öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en nýjar spumingar koma í næsta helgarblaði. Merkið umslagið 1 eða X eða 2, c/oDV,pósthólf 5380,125 Reykjavík. Vinningshafar fyrir 1 eða X eða 2 í tuttugustu og annarri get- raun reyndust vera: Sveinbjörg Jónsdóttir, Drápuhlíð 44,105 Reykjavík (hitateppi); Brynjólf- ur Magnússon, Vesturbergi 78, 111 Reykjavík (trimmtæki); Oddný Steingrímsdóttir, Njörvasundi 9,104 Reykjavík (skærasett). Vinningarnir verða sendir heim. Rétt lausn var: X-2-X-X-1-1-2-X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.