Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Side 48
64 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. Afmæli Rögnvaldur Kristján Sigurjóns- son píanóleikari, Þórsgötu 21a, Reykjavík, er sjötugur í dag. Rögn- valdur Kristján er fæddur á Eski- firði og ólst upp í Rvík. Hann braut- skráðist úr Tónlistarskólanum í Rvík 1937. Aöalkennari hans var Árni Kristjánsson. Hann fór sama haust til Parísar og var í píanónámi hjá Marcel Ciampi og kontrapunkti í Schola Cantorum. Rögnvaldur var aðstoðarkennari í Tónlistarskólan- um í Rvík 1939-1942 og var í fram- haldsnámi í New York 1942-1945, kennari hans í píanóleik var Sascha Gorodnirski, og orkestration í Juill- ard skólanum, kennari hans Vitt- orio Giannini. Hann lauk próíi í þeirri grein 1944, var kennari í Tón- listarskólanum í Rvík frá 1945 og síðar yflrkennari framhaldsdeildar í píanóleik. Rögnvaldur hefur leikið í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum og mörgum öðrum ríkjum Evrópu. Hann var formaður Félags íslenskra tónlistarmanna um árabil, forseti Einleikarasambands Norðurlanda 1979-1981 ogheiðursborgari Winnipegborgar. Rit: Endurminn- ingabækur skráðar af Guðrúnu Eg- ilson, Spilað og spaugað, 1978, og Með lífið í lúkunum, 1979. Rögn- valdur kvæntist 20. janúar 1940 Helgu Egiison, f. 13. nóvember 1918. Foreldrar hennar voru Gunnar Eg- ilson erindreki og kona hans, Guð- rún Thorsteinsson. Synir Rögnvalds og Helgu eru Þór, f. 12. desember 1944, heimspekingur, kvæntur Að- albjörgu Traustadóttur, og Geir, f. 22. mars 1949, sölumaður hjá Sölu- stofnun lagmetisins, kvæntur Guö- laugu Ólafsdóttur. Systkini Rögnvalds eru Markús Finnbogi, f. 11. júlí 1910, d. 7. janúar 1968, sjómaður í Bandaríkjunum; Björg, f. 17. júní 1912; Jóhanna, f. 9. ágúst 1914, gift Theodor Sigurðs- syni, presti frá Kanada; Kristján Páll, f. 27. september 1916, d. í maí 1917; Hlíf, f. 16. ágúst 1920, gift Haf- steini Ólafssyni; Bjöm, f. 25. febrúar 1920, d. 4. mars 1920; og Hörður, f. 27. júlí 1921, flugmaöur, kvæntur Ólöfu Magnúsdóttur. Foreldrar Rögnvalds voru Sigur- jón Markússon, sýslumaður á Eski- firði, og kona hans, Sigríður Þor- björg Björnsdóttir. Sigurjón var sonur Markúsar, skólastjóra Stýri- mannaskólans, Bjarnasonar, skip- stjóra í Bauluhúsum í Arnarfirði, Símonarsonar, bróður Kristjáns, afa Símonar, afa Friðriks Ólafsson- ar stórmeistara og Halls Hallssonar fréttamanns. Móðir Markúsar var Sigríður, systir Matthíasar, afa Ás- geirs Ásgeirssonar forseta. Sigríður var dóttir Markúsar, prests á Álfta- mýri, Þórðarsonar, stúdents í Vigur, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jóns- sonar, ættföður Eyrarættarinnar, langafa Jóns forseta. Móðir Sigur- jóns var Björg Jónsdóttir, timbur- manns á Tjörn á Skagaströnd, Jóns- sonar. Móðurbróðir Rögnvalds var Bjami, eftirhermuleikari oggaman- vísnasögvari. Sigríðurvardóttir Bjöms, b. í Álftártungu á Mýrum, Björnssonar. Móðir Bjöms var Guð- rún Ólafsdóttir, b. í Álftártungu, Brandssonar, bróður Helga, afa Bjarna Þorsteinssonar, prests og tónskálds á Siglufirði. Annar bróðir Ólafs var Helgi yngri, langafi Hauks Helgasonar, aöstoðarritstjóra DV, og Steinars B. Jakobssonar, for- Rögnvaldur Kristján Sigurjónsson stjóra Vestumorræna fjárfesting- arlánasjóðsins. Móðir Sigríðar var Jensína Bjarnadóttir, systir Mark- úsar skólastjóra. Kjaitan Ó. Þorsteinsson Kjartan Ó. Þorsteinsson vélstjóri, Ólafsbraut 42 í Ólafsvík, er 75 ára á morgun, sunnudag. Kjartan er fæddur í Hlíðarkoti í Fróðárhreppi en níu ára flutti hann til Ólafsvíkur og hefur verið þar síð- an. 15 ára gamall byrjaði Kjartan sjómennsku á árabátum. Upp úr 1943 fóru vélar að koma í bátana og fljótlega byrjaði hann að eiga við þær. Arið 1945 réðst Kjartan sem vélgæslumaður til Hraðfrystihúss Ólafsvíkur og hefur verið þar síöan. Kjartan er með vélstjórapróf og hef- ur endurmenntað sig í stjórnun og viðgerð véla. Árið 1932 kynntist Kjartan Ingi- björgu Ólafsdóttur sem þá var ekkja og átti þijú börn. Tvö þeirra, Ás- björn Pétursson og Guörúnu Pét- ursdóttir, ólu þau upp. Börn Kjart- ans og Ingibjargar eru Haraldur Sævar, f. 8.11.1933, framkvæmda- stjóri; Theódóra Sigrún, 13.8.1935, d. 10.1.1960; Gunnleif, f. 29.1.1941, rannsóknarlögreglumaður; Pétur, f. 27.11.1946, verkstjóri. Kjartan og Ingibjörg slitu sam- vistumárið 1955. Árið 1957 giftist Kjartan Ólafíu Huldu Siguröardóttur, dóttir Sig- urðar Eyjólfssonar og Kristjönu Þórðardóttur. Fósturdóttir þeirra er Ástrós Gunnarsdóttir, f. 4.12.1959, fædd og búsett i Ólafsvík. Systkini Kjartans voru átta en fimm eru látin. Foreldrar Kjartans voru Kristjana Jónatansdóttir og Þorsteinn Þórðar- son, skipasmiður í Ólafsvík. Kjartan Ó. Þorsteinsson Kjartan tekur á móti gestum í sal lögreglumanna, Brautarholti 30, kl. 17-19 í dag, laugardag. Salvör Guðmundsdóttir Salvör Guðmundsdóttir Salvör Guömundsdóttir, Hraun- bæ 36, Reykjavík, er sjötug á morg- un, sunnudag. Salvör tekur á móti gestum milli kl. 15 og 19 í Félagsheimili múrara, Síðumúla 25, Reykjavík. Jóhann E. Sigurðsson Jóhann E. Sigurðsson rafvéla- virkjameistari, Sólheimum 56 í Reykjavik, er sextugur í dag, laugar- dag. Jóhann hóf störf hjá Flugfélagi íslands, síðar Flugleiðum, 4.4.1961 og hefur unnið þar síðan. Jóhann og fiölskylda hans taka á móti gestum í dag milli kl. 16 og 19 á heimili sínu að Sólheimum 56. Jóhann E. Sigurósson Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstand- endur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Bergþóra Guðmundsdóttir Bergþóra Guðmundsdóttir, Sléttu- vegi 7, Selfossi, verður sjötug mánu- daginn7.október. Bergþóra er fædd og uppalin á Sæbóli í Aðalvík, dóttir hjónanna Margrétar Þorbergsdóttur frá Efri- Miðvík og Guðmundar L. Her- mannssonar, útvegsbónda á Sæbóli. Bergþóra giftist 24.6.1944 Páli M. JÓnssyni byggingameistara og eignuðust þau fiögur börn. Barna- börnin eru sjö og barnabarnabörnin eru núna tvö. Bergþóra og Páll taka á móti vin- um og vandamönnum á heimili sínu á morgun, sunnudag, kl. 16 til 19. Bergþóra Guðmundsdóttir Asdís Þórkatla Magnúsdóttir Ásdís Þórkatla Magnúsdóttir Ásdís Þórkatla Magnúsdóttir hús- móðir, Hörgatúni 7 í Garðabæ, er 75 ára á morgun, sunnudag. Ásdís er dóttir Magnúsar Hjalta- sonar Magnússonar skálds, en hann var fyrirmyndin að Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi í skáldsögunni Heims- ljós eftir Halldór Laxness, og Guð- rúnar Önnu Magnúsdóttur. Ásdís giftist Guðmundi Alberts- syni, f. 7.10.1907, fórst með línuveið- aranum Erninum tæplega þrítugur. Barn Ásdísar og Guðmundar er Helga María, f. 24.3.1935, var gift Hafsteini Sigurðssyni og átti með honum sex börn. Þau skildu. Ásdíseraðheiman. Jóhann Sæmundsson Jóhann Sæmundsson, starfsmað- ur Búnaðarbankans í Búðardal, er sextugur á morgun, sunnudag. Hann er sonur Margrétar Jóhanns- dóttur ljósmóöur og Sæmundar Guðmundssonar, bónda á Neðri- Brunná. Kona Jóhanns er Jarþrúður Ingi- björg Kristjánsdóttir frá Efri-Múla í Saurbæjarhreppi. Þau eignuöust sjö börn og eru sex á lífi. Jóhann tekur á móti gestum á morgun, sunnudag, eftir kl. 14 í veiðihúsi Laxdæla (Þrándarkoti). Albert Hólmsteinn Norðdal Valdimarsson Albert H.N. Valdimarsson fram- haldsskólakennari, Öldugötu 13 í Hafnarfirði, veröur fimmtugur í dag, laugardag. Albert er fæddur aö Hreiðri í Holtahreppi, Rangárvallasýslu. Hann varð stúdent frá MR1961, cand.mag. í jarðeðlisfræði og stærö- fræði frá Oslóarháskóla 1967, lauk prófum í uppeldis- og kennslufræð- um frá Háskóla íslands, varð kenn- ari við Héraðsskólann að Laugar- vatni, starfaði á Veöurstofu íslands 1968-1969, kenndi viö Iðnskólann í Rvík 1969-71, við MH1971-78 og við Fjölbrautaskólann í Flensborg í Hafnarfirði frá 1978. Albert hefur frá 1970 veriö mjög virkur í blakíþróttinni og félags- starfi blakmanna. Hann er formað- ur blakdeildar íþróttafélags stúd- enta, fyrsti formaður Blaksambands íslands, sat lengi í stjórn Blaksam- bandsins, formaður blakdeildar HK frá stofnun 1974 og þjálfari sama félags frá stofnun. Hann hefur bæði frumsamið og þýtt rit um blak. Al- bert hlaut gullmerki Blaksam- bandsins 1974. Albert er kvæntur Ingibjörgu Sig- mundsdóttur, f. 23.3.1942, læknarit- ara, dóttur Sigmundar Ámundason- ar, bónda í Hraungerði í Hraungerð- ishreppi, látinn, og konu hans, Guð- rúnar Guðmundsdóttur frá Túni í sömu sveit, nú búsett í Rvík. Fósturbarn Alberts er Óskar BergmannTraustason,f. 14.10.1974. Systkini Alberts eru Siguijón M., f. 22.7.1937, bóndi og hreppstjóri á Ghtstöðum í Norðurárdal, kvæntur Auöi Eiríksdóttur og eiga þáu þrjú börn; Laufey S„ f. 26.1.1940, gift Hafsteini Kristinssyni, þau búa í Hveragerði og eiga fiögur börn; Jóna H„ f. 11.10.1943, Raftholti Holtahreppi, gift Hjalta Sigurjóns- syni og eiga þau fiögur börn, og Valgerður, f. 24.31946, Egilsstöðum, gift Einari Orra Hrafnkelssyni og eigaþaufimm börn. Faðir Alberts var Valdimar Sigur- jónsson, f. 9.8.1900, d. 31.7.1986, bóndi að Hreiöri. Móðir Alberts var Guðrún Margrét Albertsdóttir hús- móðir, f. 4.2.1902, d. 29.4.1970. Albert tekur á móti gestum í Fé- lagsheimili Kópavogs, Fannborg 2 (2. hæð), í dag, laugardag, frá kl. 15. Albert Hólmsteinn Norðdal Valdimarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.