Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Side 9
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988. 9 Utlönd Handtökuskipun á Marcos Imelda og Ferdinand Marcos syngja hér fyrir áhangendur sina i kosn- ingabaráttunni í desember árið 198S. Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur nú staðfest handtökuskipun á hendur þeim fyrir lítilsvirðingu við réttinn og fjársvik. Sitnamynd Reuler Áfrýjunardómstóll í New York staöfesti í gær handtökuskipun sem gefin var út á hendur Ferdinand og Imeldu Marcos í ágúst. Ástæða hand- tökuskipunarinnar er lítilsvirðing við réttinn og einnig fiársvik. Dómararnir þrír komust aö þeirri niðurstöðu að Marcoshjónin hefðu ásamt öðrum á sviksamlegan hátt, aö mati bandarisku ríkisstjórnarinn- ar, flutt inn á eigin reikninga geysilegar íjárupphæðir sem voru í eigu ríkisstjórna Filippseyja og Bandaríkjanna, ætlaöar til notkunar fyrir filippseysku þjóöina. Peningamir hafi síöan verið notaöir til að kaupa fasteignir og annaö í eigin þágu í Bandaríkjunum. Þeim er einnig gefið aö sök að hafa ekki sinnt stefnum sem þeim hafi verið afhentar. Hjónin bera þvi við að þeim sé ekki skylt að sinna slíkum stefiium vegna þess aðþau njóti allra fríðinda sem þjóðhöfðingjar njóti. Nóbelsverðlaun auka sólu Mikil söluaukning hefur orðiö á verkum eftir bókmenntaverðlaunahafa Nóbels í ár, Naguib Mahfouz, bæöi á arabísku og einnig þýddum á erlend tungumál Bandariski háskólinn í Kairo, sem hefur útgáfurétt erlendis á öllum verkum Mahfouz, hefur heldur betur dottið í lukkupottinn því háskólinn annar hvergi nærri eftirspum og um allan heim virðist nærri allt sem hann hefur skrifaö vera uppselt. ísraelsmenn hóta hefndum Við sprengjutilræði í suðurhluta Líbanons í gær biðu sjö ísraelskir her- menn bana. Simamynd Reuter Leiðtogar stjómarinnar í ísrael, sem nú heyja harða kosningabaráttu sín á milli, hafa heitið hefndum gegn þeim sem stóðu fyrir sprengjutilræði nálægt landamæmm Israels og Líb- anons í gær. Sjö ísraelskir hermenn létu lífið í sprengjutilræðinu og átta særðust. Auk þess særðust tvær lib- anskar konur við sprenginguna. Talsmaður ísraelska hersins sagði að atburðurinn hefði átt sér stað í suðurhluta Líbanon um þijú hundr- uð metra frá landamærunum þar sem ísraelskir herflutningabílar vom á ferð. Hvítum fólksbíl með um hundrað og fimmtíu kíló af sprengi- efnum var ekið inn í ísraelsku bíla- lestina. Ökumaður bifreiðarinnar Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, á tali við arabískan embætt- ismann. Shamir er nú á kosninga- ferðalagi í arabískum borgum í norðurhluta ísraels. beið bana við sprenginguna sem eyðilagði fjóra jeppa. ísraelskir hermenn og líbanskir þjóðvarðliðar hafa eftirlit með hinu svokallaða öryggissvæði Líbanon- megin við landamærin. ísraelsmenn hafa verið þar frá því að þeir drógu til baka herlið sitt frá Líbanon árið 1985 eftir innrásina þremur árum áður. Sagt er að hermönnunum hafi verið tjáð að þeir mættu búast við sprengjutilræði. Hizbollah samtökin í Líbanon, sem hhðholl eru írönum, tóku á sig ábyrgö á tilræðinu og kváðu það vera gjöf til Palestínu- manna. ísraelskir hermenn myrtu 40 með- hmi samtakanna í maí í árás á þorp- ið Maidoun. Japanskeisari tekinn að lýjast Hirohito Japanskeisari virtist í morgim sýna merki þess að hann væri tekinn að lýjast í baráttu sinni við dauðann, en sú barátta hefur nú staðið í heilan mánuð. Talsmenn keisarahahariimar sögðu að keisarinn, sem er áttatíu og sjö ára gamall, sýndi nú greinileg þreytumerki og aht benti til þess að skammt væri til endalokanna. Keisarinn hefur lést mikið en talsmenn hallarinnar vildu ektó staðfesta fregnir um aö hann væri nú aðeins þrjátíu tóló. í lok ágúst var hann um fimmtíu tóló. Útvarpsbann á írska ófjgamenn Keflaðir mótmælendur mótmæla hér vlð Downingstræti banni við Ijós- vakasendingum um Sinn Fein. Simamynd Rauier Breskir fjölmiðlar sögðu í morgun aö bann við þvf að senda út viðtöl við meðlimi Sinn Fein, sljórnmálaanns írska lýðveldishersins, væri skerð- ing á frelsi fjölmiðla en rétt væri að bíða og sjá hvern árangur þetta bann bæri áður en það yrði dæmt. Douglas Hurd innanríkisráðherra tilkynnti um bannið í gær og sagði að það væri th að koma i veg fyrir að þeir sem styðja hryðjuverk geti látið ljós sitt stóna. Bannið keraur í veg fyrir að útvarpað eða sjónvarpað sé viðtölura við öfgamenn á írlandi eöa að þeir fái að flytja bein ávörp. Blöð verða ektó fyrir þessu banni. Þeir hópar, sem helst verða fyrir þessu banni, eru írski lýðveldisher- inn, Sinn Fein, sfjóramálaarmur hans, og Vamarsamtök Ulster, UDA, sem eru samtök öfgasinnaðra mótmælenda. Spánverjum settur stóHinn fyrir dymar Ráðherrar Evrópubandalagsins samþykktu i morgun reglur sem þrengja mjög möguleika Spánveija á að nýta sér fiskveiðikvóta annarra ríkja bandalagsins. Það hefur verið stundað að skrá spönsk skip undir fána aimarra ríkja, aðallega Bretlands, og fá þannig úthlutaö kvóta af heildarkvóta þeirrar þjóðar. Síðan hafa skipin siglt til Spánar og landað afla sínum þar. Nýju reglurnar eiga að mestu leyti að koraa í veg fyrir þetta. Reuter Miðstjómarmenn reknir Flokkur Najibuhahs, forseta Afg- anistans, rak í gær tvo meðlimi mið- stjómarinnar. Tilkynningin um brottvikninguna á fundi miðstjórnar flokksins, sem greinilega hafði verið frestað vegna innbyrðis dehna í flokknum, kom rétt eftir að sovéska fréttastofan Tass greindi frá því að skæruliðar hefðu skotið sextíu flug- skeytum að höfuðborginni Kabúl í gær. Fundurinn íjallaði einmitt um öryggi höfuðborgarinnar. Árásin í gær var sú mesta frá því í júlí þegar hundrað og sjötíu flug- skeytum var skotið á borgina á nokkrum dögum. í gær féllu þrjátíu og átta eldflaugar á þrjú íbúðarhverfi í Kabúl. Ein lenti á húsi nálægt flugvellinum með þeim afleiðingum að níu manns biðu bana og átján særðust. Tveir létust við verslun í miðborginni. Skæruhðar hafa undanfama daga gert eldflaugaárásir á borgir úti á landsbyggðinni sem stjómin hefur umráð yfir. Skæruliðar hafa hafnað öllum friðarumleitunum stjórnarinnar, þar á meðal þátttöku í samsteypustjóm eftir að Sovétmenn hafa flutt heim alla hermenn sína frá Afganistan um miðjan febrúar á næsta ári. Þeir sem réknir vom tilheyrðu sitt hvomm vængnum innan flokksins, annars vegar liðsmönnum forsetans, sem vilja sættir, og hins vegar þeim sem vfija berjast. Reuter Teiknarinn Lurie sér Najibullah, for- seta Afganistans, sem leikbrúðu Sovétmanna. ^brosum/ Í/L r\ alltgengurbetur * HEMLAHUJTIR í VÖRUBÍLA ®] Stilling Skeifunni 11,108 Reykjavík Simar 31340 & 689340 Hemlaborðar í alla vörubíla. Hagstætt verð. Betri ending.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.