Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988.
17
DV
Lesendur
Ætti að vera hægt að greiða í stöðumæla samkvæmt tímalengd, að mati bréfritara.
Hvergi dýrara í stöðumæla:
AIKaf 50 krónur
Borgarbúi skrifar:
Þurfi maður að skreppa niður í mið-
bæ á bílnum sínum og sé svo „hepp-
inn“ að finna bílastæði kostar þaö
50 krónur að staldra við, þótt bíllinn
standi aðeins í 10 mínútur eða skem-
ur. - Ætli þetta sé ekki það dýrasta
sem gerist í þessum efnum hvar sem
leitað væri?
Ég var staddur í Hamborg fyrir
nokkrum dögum. Ég man ekki ná-
kvæmlega hve há stöðumælagjöldin
voru þar fyrir mismunandi langan
tíma en fyrir tíu mínútur greiddi
maður 20 pfenninga eða rúmar fimm
krónur. - Og það sem meira var, það
Leiðrétting frá Eurocard:
Ekki
Rafmagns-
veitur
ríkisins
Grétar Haraldsson hringdi:
í svari frá Eurocard í lesenda-
bréfi, sem birtist í DV sl, þriðju-
dag var minnst á Rafmagnsveitur
ríkisins sem byöu viðskiptavin-
um að greiða með korti okkar.
Þar átti að standa Rafmagnsveita
Reykjavíkur. Þetta leiðréttist hér
með.
var hægt að greiða fyrir 10 mínútur
nákvæmlega!
Hér verður þú aö greiða þinn fimm-
tíukall og færð fyrir hann hálftíma
eða klukkutíma (man ekki hvort er
eftir síðustu breytingu). Það sem
samt skiptir máh er aö þú þarft oft
ekki nema aðeins að skreppa í hús,
stundum nokkrar mínútur, og samt
kostar það 50 krónur. Þetta er út-
gjaldafrekt ef þú þarft að fara á
nokkra staði með of löngu millibili
til þess að geta, svo vel sé, notað sama
stöðumælinn.
Það er bót í máh að viö eigum yfir-
leitt ekki mikið erindi niður í miðbæ.
Ásdís hringdi:
Ég ætlaði að kaupa matvörur á
sunnudegi fyrir nokkru í Litlabæ í
verslanasamsteypunni á Eiðistorgi,
eins og maöur þarf svo oft að gera
um helgar. En þá hafði þessari versl-
un verið lokað. Þetta er mikið óhag-
ræöi, því eins og ahir vita er hvergi
opin matvöruverslun hér í Reykja-
vík.
Við höfuðborgarbúar þurfum alltaf
að fara ýmist út á Seltjarnarnes eða
í Garðabæ til að geta náð í matvörur
á sunnudegi. Og hvers vegna eiga
allir að þurfa að sæta því að geta
ekki keypt mat á sunnudögum? - Að
vísu bjargar verslunin Vegamót
mjög miklu fyrir fólk víðs vegar að,
en þar er alltaf fuht út úr dyrum
Við höfum t.d. nóg af jafngóðum og
jafnvel betri verslunum annars stað-
ar þar sem ekki er okrað á bhastæö-
um. Það er aðeins ef við þurfum
nauðsynlega að sækja heim stofnanir
á þessu dýra bílastöðusvæði sem viö
verðum aö sætta okkur við shkt pen-
ingaplokk.
Ég hélt annars að það væri hægt
að ganga þannig frá sjálfsölum að
þeir tækju ýmsa mynt þannig að
maöur ætti að geta notaö jafnvel
krónupeninga og þá fengið aðeins
þann tíma sem maður greiðir fyrir,
hvorki lengri né skemmri.
þegar líður aö hádegi á sunnudögum
og svo aftur að kvöldinu og þá var
gott að geta einnig notiö verslunar-
innar í Litlabæ. - Skyldi þessi versl-
un vera hætt að fullu og hvers vegna
er hún hætt?
Lesendasíða DV hafði samband við
verslunarstjóra hjá Hagkaupum á
Eiðistorgi. Hann upplýsti að þessari
verslun hefði verið lokað á sínum
tíma vegna manneklu. Síðan hefðu
mál þróast þannig að ekki þætti ráð
að opna hana aftur, jafnvel þótt
starfsfólk lægi á lausu. - Bæöi mætti
segja ástæðuna vera dýran rekstur
þarna og ónóga aðsókn eftir að opnað
var á laugardögum á ný yfir vetur-
inn.
Búið að loka Litlabæ
BÓKHALD
Getum bætt viö okkur verkefnum í bókhaldi, launum
o.fl. Tökum einnig að okkur skammtímaverkefni í
bókhaldi, t.d. fyrirtæki, sem eru eftir á með bók-
haldið, og færum það til dagsins í dag.
Hafið samband í síma 672450 milli kl. 14.00 og
17.00.
RAÐGJAFASTOFAN
REKSTRAR- OG TÖLVURÁÐGJÖF
íi BLAÐ
'|f BURDARFOLK
á öfátvrw adcbtA ÓA/iaótr
f f
f1
t í
11
t i
1.1
t i
~r' Gnoðarvog “V *jjTf
i1) f\ Ljósheima f\ 1\
i f
i i i i ^rríMi m
f f
Reykjavik
Karlagötu
Skarphéðinsgötu
Flókagötu
Skeggjagötu
Fellsmúla 7 - út
Skeifuna
Grensásveg 1-18
Gnoðarvog
Ljósheima
ÞVERHOLTI 11
SÍMI 27022
Það er mikið um að vera á menn-
ingarsviðinu um þessa helgi. Má
þar fyrst nefna frumsýningu á
kvikmynd Hrafns Gunnlaugs-
sonar í skugga hrafnsins sem al-
menningur bíður spenntur eftir.
Þá er frumsýning á óperunni
Ævintýri Hoffmanns í Þjóðleik-
húsinu. Er það ein viðamesta
sýning sem verður sett á svið á
þessu ári. Opnun Listasafns Sig-
urjóns Ólafssonar er einnig
merkilegur atburður í menningar-
lífi höfuðborgarinnar en það
verður vígt nú um helgina. Þá
má geta þess að Alþýðuleikhúsið
frumsýnir á sunnudagskvöld
Koss kóngulóarkonunnar og
kvennakabarett verður á Hótel
íslandi. Frá þessum viðburðum
og mörgum öðrum verður greint
í helgarkálfi DV á morgun.