Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Qupperneq 3
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. 3 Fréttir Innsetningarbeiðni í Vemdardeilunni: Verndarfólk frá fangelsunum Innsetningarbeiönin afhent. Baldur Guölaugsson, lögmaöur Verndar, tekur við kröfu af hálfu Jóns Oddssonar, lögmanns þeirrar stjórnar er Guðmund- ur Jóhannsson stýrir en hann situr einmitt á milli þeirra lögmanna. Valtýr Sigurðsson fógeti mun dæma í málinu. DV-mynd Brynjar Gauti Dómsmálaráðuneytiö hefur sent út bréf til fangelsisstofnana á landinu þar sem er kveðið á um að starfs- menn á vegum fangahjálparinnar Verndar fái ekki að starfa í fangels- unum. Á þetta að gilda á meðan á deilum innan félagsins stendur. Þá sagði Þorsteinn Jónsson, deild- arstjóri i dómsmálaráðuneytinu, að Jónu Gróu Sigurðardóttur, formanni Verndar, hefði verið aflient bréf frá ráðuneytinu. Hann vildi ekki tjá sig um innihald bréfsins en sagði að ráðuneytið hefði miklar áhyggjur af því hvernig komið væri. Samkvæmt heimildum DV munu í bréfinu vera fyrirmæli um að starfsmönnum Verndar sé óheimilt að koma nálægt fangelsum. Munu fulltrúar hinnar stjórnarinnar hafa fengið sams'kon- ar bréf. Þá var þingfest hjá borgarfógeta í gær innsetningarbeiðni af hálfu lög- manns andstæðinga Jónu Gróu um innsetningarbeiðnin tekin fyrir á að þeir fái yfirráð í félaginu. Verður mánudaginn. -SMJ Eldbakaðar plzzur, Ijúffengar og glrnllegar - eins og pizzur eiga ad vera. Oplð öll kvöld og nætur frá kl. 18:00. Ókeypis heimsendingar. Sími 72177 Pizzu-smiðjan Smiðjukaffi • Smiðjuvegi 14d • 200 Kópavogi Borpallamiölumn: Númerið aftengt Svo virðist sem atvinnumiðlun sú, sem starfrækt hefur verið uppi á Akranesi og bauð milligöngu um störf á olíuborpöllum, samyrkjubú- um, hótelum og fleiru, hafi lagt upp laupana. Miðlanir af þessu tagi eru ólöglegar og hafði félagsmálaráðu- neytið sent aðvörunarbréf til eiganda hennar. Hann hefur nú látið aftengja símanúmer það sem miðlunin aug- lýsti. Þeir sem hugðust njóta aðstoðar umræddrar atvinnumiðlunar urðu að greiða 1400 krónur fyrir umsókn- areyðublað og ýmsar upplýsingar sem áttu að koma þeim til góða í nýju starfi. Þá rak sami aðili at- vinnumiðlun, sem hann nefndi Vinnuafl, að Ármúla 36. Þar auglýsti hann að hann hefði milligöngu um að útvega ræstingastörf og mörg störf önnur. Kostaði umsóknareyðu- blaðið 200 krónur. Að sögn Óskars Hallgrímssonar hjá Vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins var einnig skrifað viðvörunarbréf þang- að. Þar er ekki lengur svarað í síma. „Það má alltaf búast við að þessir aðilar stingi upp kollinum aftur,“ sagði Óskar. „Við munum því hafa góðar gætur á öllum hræringum í þessum efnum.“ -JSS Gjaldþrot Nesco Manufacturing: Tveir mánuðir í dóm Að sögn Gests Jónssonar, bústjóra í gjaldþrotamáli Nesco Manufactur- ing hf„ er dóms í málinu í fyrsta lagi að vænta eftir tvo mánuði. Hann hefur farið fram á riftun á samning- um um ráðstöfun hlutafjár fyrirtæk- isins í öðrum fyrirtækjum sem stofn- uð hafa verið undir nafni Nesco. Það eru Nesco Laugavegi hf. og Nesco Kringlu hf. Málið hefur nýlega verið dómtekið. Með riftunarkröfunni er bústjóri að vemda hagsmuni þrotabúsins og ná inn þeim fjármunum sem hann telurbúinu bera. Reyndar mun ekki flýta fyrir niðurstöðu í málinu að þetta þykir með flóknari riftunar- málum sem hér hafa komið upp enda Nesco-fyrirtækin mörg. Munu rift- unarmálin, sem þarf að taka afstöðu til, vera um 15-20. -SMJ Þú finnur yfirburði F-tiyggingarflesta íveskinuþínu: F-trygging nær ekki til bifreiöatrygginga - en hún tekur myndarlegt tillit til þeirra! Þeir sem kaupa F-tryggingu, þ.e. heimilis-, húseigenda-, ábyrgöar-, slysa- og sjúkratrygg- ingu í einum pakka, fá 15% afslátt af venjulegum iðgjöld- um þessara trygginga. Ef. keypt er ábyrgðartrygging fyrir einn bíl fæst 10% viðbótarafsláttur af framangreindum iðgjöldum og 15% viðbótarafsláttur ef bifreiðarnar eru tvær. Heildarafsláttur af iðgjöldum í Kjarna er þá orðinn 30%. Það munarum minna! Eitt símtal er allt sem þarf! SAMVINNU TRYGGINGAR SÍMI 91 -68-14-11 \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.