Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Qupperneq 14
14
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Gjaldþrot Halldórs
Ekki má kenna Steingrími Hermannssyni einum um
hrun sjávarútvegsins, sem hann segir sjálfur, að nálgist
þjóðargjaldþrot. Höfuðpaur miðstýringarinnar, sem hef-
ur leikið sjávarútveginn grátt í tíð nokkurra skaðlegra
og síversnandi ríkisstjórna, erHalldór Ásgrímsson.
Steingrímur afsakar sig líka með því að hafa verið í
fílabeinsturni, meðan hann fékk ekki að vera forsætis-
ráðherra. En nú er hann orðinn landsfaðir að nýju og
ætlar sér að ganga lengra á braut miðstýringarinnar,
sem stefnir að gjaldþroti sjávarútvegs og þjóðfélags.
Fastgengisstefna síðustu stjórnar var einn mikilvæg-
asti þátturinn í hruni sjávarútvegsins. Hún hefur löng-
um verið trúaratriði Steingríms og hin síðustu ár notið
óverðskuldaðs stuðnings úr hópi hagfróðra manna. Með
henni keypti þjóðin meira vandamál fyrir minna.
Steingrímur og raunar fleiri höfðu séð, að gengis-
lækkanir átust yfirleitt upp á nokkrum tíma. Þær voru
yfirleitt undanfari kröftugrar sveiflu verðbólguhjólsins.
Því var farið að kenna þeim um ýmislegt, sem aflaga fór
í þjóðfélaginu. Þær fengu á sig illt orð.
Þótt segja megi, að áhrif gengislækkana séu slæm,
eru þó margfalt verri áhrif gengisfrystingar. Þjóðin hef-
ur lifað af ótal gengislækkanir og eflt hag sinn um leið.
En hún hefur ekki þurft nema tveggja ára fastgengis-
stefnu til að komast í námunda við gjaldþrot Halldórs.
Steingrímur og félagar hans í fyrri ríkisstjórn losn-
uðu við vandamál gengislækkana með því að fá í stað-
inn margfalt hættulegri vanda fastgengi.sstefnu. Með
henni neita menn nefnilega að gefast upp fyrir stað-
reyndum lífsins og berjast um á hæl og hnakka.
Persónugervingur þrjózkunnar er ekki Steingrímur,
heldur Halldór Ásgrímsson. Hann mun seint gefast upp
í hvaladeilunni, hvernig sem viðrar, því að hann kann
ekki að hætta. Hann mun ekki heldur hætta við miðstýr-
inguna, sem hann hefur leitt yfir sjávarútveginn.
Bezt væri auðvitað að hætta þessari gengisskráningu
af hálfu stjórnmálamanna. Bezt væri að leyfa genginu
að skrá sig sjálft frá degi til dags, án kollhnísanna, sem
stjórnmálamenn miðstýringarstefnunnar framleiða,
þegar þeir viðurkenna staðreyndir seint og um síðir.
Til þessa er Steingrímur ófáanlegur, enda telur hann,
aö svart sé hvítt og hvítt sé svart. Að hans mati er það
ekki miðstýring ráðherranna, sem hefur gert sjávarút-
veginn gjaldþrota, heldur stefna frjálshyggjugaura úti í
bæ og úti í Efnahagsframfarastofnuninni, OECD.
Sú ágæta stofnun, sem fer í taugar Steingríms, hefur
ekki alltaf rétt fyrir sér og fylgist of seint með breyttum
aðstæðum á íslandi. En pappírar hennar segja þó í stór-
um dráttum ekki aðra sögu en heilbrigð skynsemi sagði,
löngu áður en hagfræðingagengin komu til sögunnar.
Efnahagsframfarastofnunin hefur lagt til, að milduð
verði miðstýring kvótakerfisins með því að kvótar verði
seldir og keyptir á opnum markaði. Þessi sjálfsagða til-
laga hljómar eins og grimmasta frjálshyggja í eyrum
Steingríms Hermannssonar og Halldórs Ásgrímssonar.
Þessir tveir menn hafa meira eða minna stjórnað sjáv-
arútveginum um langt skeið. Þeim hefur með aðstoð
Sjálfstæðisflokks tekizt að breyta góðæri í heimatilbúna
kreppu á aðeins tveimur árum. Samkvæmt síðustu upp-
hrópunum Steingríms verður kreppan nú enn hert.
Forsenda þess, að þjóðinni fari að vegna betur að
nýju, er að hún losi sig við þessa tvo ráðherra, einkum
þó þann, sem hefur límt sig við stól sjávarútvegsins.
Jónas Kristjánsson
Frumkvæði
Gorbatsjovs í
veikri stöðu Bush
Þegar helsta kaupsýslublaði
Bandaríkjanna, fremsta heims-
fréttablaðinu og ráðunautum Gor-
batsjovs Sovétleiðtoga í utanríkis-
málum ber saman um stöðuna í
skiptum risaveldanna að nýaf-
stöðnum forsetakosningum í
Bandaríkjunum þarf vart frekari
vitna við. Tilkynning Mikhails
Gorbatsjovs um að hann eigi brýnt
erindi á Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna og vilji gjarnan hitta frá-
farandi og tilvonandi forseta
Bandaríkjanna í leiðinni sýnir að
Sovétmenn gera sér engu síður en
Wall Street Journal og Internatio-
nal Herald Tribune grein fyrir því
að lykillinn að farsælu upphafi for-
setaferils George Bush felst í veru-
legum árangri i afvopnunarvið-
ræðum Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna.
í helgarblaði Wall Street Journal
um síðustu helgi greinir James M.
Perry frá áliti stjórnmálasérfræð-
inga blaðsins sem „spá aðallega
svartnætti og óförum á næstu vik-
um og mánuðum". Fræðimenn úr
hópi repúblikana, þeir John Sears
og Kevin Phillips, leggja áherslu á
að Bush komi umboðslaus í for-
setaembættið, íhaldsarmur eigin
ilokks vantreysti honum og stjórn-
arandstöðuflokkur demókrata hafl
eílt þingmeirihuta sinn. Ofan á allt
þetta bætast svo horfurnar á að
bakslagið eftir fyrirhyggjulausa
fjármálastefnu undanfarinna ára
sé yfirvofandi.
„Niðurstaðan er,“ segir Perry,
„að það verður erfitt og máske
ógerlegt fyrir Bush að ná marktæk-
um árangri í innanlandsmálum
snemma á forsetaferlinum. Því er
það, segir Sears, næstum öruggt,
að Bush „efnir til fundar með Rúss-
um og reynir að koma einhverju
jákvæðu á skrið áður en hann fær
yfir sig öll hin vandræðin. Hann
höndlar við Rússa, og það verður
vinsælt" hjá flestum Bandaríkja-
mönnum en gerir líklega hægri
sinnaða repúblikana enn tor-
tryggnari en fyrr.“
í sama eintaki Wall Street Jour-
nal útlista fréttamenn blaösins í
Washington hvernig Bush og utan-
ríkisráðherraefni hans, James Ba-
ker, séu líklegir til að fjarlægjast
stefnumál Ronalds Reagans í því
skyni að komast á samstarfsgrun-
dvöll við meirihluta demókrata á
þingi. Ljóst sé að þeir muni sýna
alvarlega viðleitni til að finna lausn
eftir diplómatiskum leiðum á il-
lindunum við stjórn sandínista í
Nicaragua. Sömuleiðis muni það
mælast vel fyrir á þingi ef reynt
verði með viðræðum við Sovét-
menn að komast að samkomulagi
um túlkun gagneldflaugasamn-
ingsins frá 1972 og þar með setja
geimvarnaáætlun Reagans skorð-
ur.
Hægri menn verða auðvitað æfir
yfir slíku, en það er bara betra,
hafa fréttamennimir eftir Brent
Scowcroft, flughershöfðingja á eft-
irlaunum, sem talinn er manna lik-
legastur til að verða settur yfir
Þjóðaröryggisráöið í stjórn Bush.
Bjóði nýi forsetinn ekki hægri öfl-
unum birginn, segir Scowcroft,
„verður forsetaferill hans ömur-
legur“.
I mánudagsblaði International
Herald Tribune hefur Joseph Fitc-
hett meira að segja af kostunum
sem Bush og menn hans sjá við að
leita eftir víðtæku samkomulagi
við Sovétríkin um niðurskurð
vopnabúnaðar. Þar sé ekki aðeins
um að ræða að komast í takt viö
þingmeirihluta demókrata, heldur
einnig að efla sambandið við Evr-
ópuríkin í Atlantshafsbandalaginu.
Mestu skiptir þó, að sögn Fitchett,
að á þessu sviði er að finna út-
gönguleiö úr fjárhagsþrengingum
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
ríkissjóðs Bandaríkjanna. Nógu
skjót niðurstaða í viðræðum um
helmings fækkun langdrægra
kjarnorkuvopna ætti til dæmis að
duga til að knýja landvarnarráðu-
neytið til að sleppa annarri hvorri
tveggja rándýrra, nýrra kjarna-
vopnaflauga, MX flauginni eða
Midgetman.
Anthony Harris, fréttaritari
breska kaupsýslublaðsins Finan-
cial Times í Washington, útlistar
sama efni af enn meiri nákvæmni
í mánudagsblaði. Eina ieiðin til að
koma böndum á fjárlagahallann,
sem varð hömlulaus í stjórnartíð
Reagans, er að leggja til atlögu við
útgjöldin til hermála. Á næstu
árum koma til greiðslu óhemjufjár-
hæðir vegna vopnakerfa sem
heimiluð voru að frumkvæði Reag-
ans. Fjárhæðin er talin 300 til 350
milljarðar dollara næstu fimm ár-
in. Carlucci landvarnarráðherra
hefur ekki dregið dul á að valið
stendur milli þess, eins og fjárhag
Bandaríkjanna er nú komið, að
skera niður einhver þessara
vopnakerfa eða láta niðurskurðinn
bitna á almennum viðbúnaði og
baráttuhæfni heraflans. -
Við þetta bætist, segir Harris í
Financial Times, að á síðustu mán-
uðum hefur orðið að loka af örygg-
isástæðum gömlum og úr sér
gengnum framleiðsluverum fyrir
kjarnorkusprengihleðslur og
kveikjur, öllum með tölu. Kveikj-
urnar endast aðeins takmarkaðan
tíma, svo ef kjarnorkuverin komast
ekki í gang aftur innan árs hefur
það i för með sér sjálfvirka, ein-
hliða afvopnun Bandaríkjanna.
Auk þess að endurbæta verin þarf
að þrífa óhemjumengun umhverfis
þau. Kostnaðurinn, sem hvergi er
enn kominn inn á fjárlagaáætlanir,
gæti numið allt að 100 milljörðum
dollara.
Fjárhagsleg endimörk vígbúnað-
arkapphlaupsins blasa því við, í
Bandaríkjunum jafnt og Sovétríkj-
unum. Af venjulegri pólitískri
leikni hefur Mikhail Gorbatsjov
séð sér færi að verða fyrri til, bjóða
sjálfum sér til Bandaríkjanna á
fund Bush og koma um leið fram
með nýjar tillögur og nýtt frum-
kvæði á Allsherjarþinginu.
Ekki kæmi á óvart að þar yrði
sérstök áhersla lögð á niðurskurð
hefðbundins vopnabúnaðar og
fækkun í herjum í Evrópu. Fyrir
liggur tilboð Sovétstjórnarinnar
um fækkun til jafnvægis eftir
vopnategundum og hergreinum,
þannig til dæmis að Sovétríkin
yrðu að fækka í skriðdrekaskara
sínum margfalt meira en Vestur-
veldin. Markmiðið á að vera að
herbúnaði Atlantshafsbandalags
og Varsjárbandalags verði með
gagnkvæmri afvopnun og eftirliti
komið í það horf að varnir séu fyr-
ir hendi en ekki árásargeta svo tor-
tryggni valdi.
Ríki Atlantshafsbandalagsins
hafa ekki enn getað komið sér sam-
an um svar við síðustu tillögum
Varsjárbandalagsins um þetta efni.
Þar á ofan er kominn upp ágrein-
ingur um samhengi milli afvopn-
unarviðræðna og endurnýjunar
skammdrægra kjarnorkuvopna í
Atlantshafbandalagsríkjum.
Stjórnir Bandaríkjanna og Bret-
lands vilja taka ákvörðun um end-
urnýjun sem fyrst, en stjórnir Vest-
ur-Þýskalands, Frakklands og
Belgíu slá þvi á frest.
Svona aðstöðu kann Gorbatsjov
að nota sér, enda er hann orðinn
sá stjórnmálamaður sem fólk ber
mest traust til víða um Vestur-
Evrópu, sér í lagi i Vestur-Þýska-
landi.
Andófshetjan Andrei Sakharov,
höfuðsmiður sovésku vetnis-
sprengjunnar, sat á miðvikudag
áttræðisafmælisveislu frumkvöð-
uls þeirrar bandarísku, dr. Ed-
wards Tellers. Sakharov notaði
tækifærið til að rústa stjörnustríðs-
drauma afmælisbarnsins, en Teller
var sá sem kom flugunni um geim-
varnaáætlun til að gera kjarnorku-
vopn úrelt í kollinn á Ronald Reag-
an.
Meiri firru getur ekki, sagði Sa-
harov, en að geimvarnaáætlun
stuðh að friði -og stöðugleika. Hún
væri þvert á móti líkleg til að valda
kjarnorkustyrjöld, því í henni felst
sífelld freisting fyrir hugsanlegan
andstæðing að ónýta búnaðinn í
geimnum. Þar að auki standa
áformin ein um geimhernað nú
þegar í vegi fyrir merkum árangri
í afvopnunarsamningum og á Sak-
harov þar við hugmyndina um
helmings fækkun langdrægra
kjarnavopna.
Magnús Torfi Ólafsson
Kjarneðlisfræðingnum og andófsmanninum Andrei Sakharov (t.h.) var
tekið með kostum og kynjum i Bandaríkjunum þegar hann fékk i fyrsta
skipti að fara úr landi í Sovétríkjunum, Hér ræðir hann við George
Bush forsetaefni í Hvíta húsinu, daginn áður en hann varaði við geim-
varnaáætluninni í afmælisveislu Edwards Tellers. Túlkur í miðið.