Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Síða 16
16
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988.
Séra Róbert Jack meö bikar böðulsins i kirkjunni á Tjörn á Vatnsnesi. Séra Róbert ræður mönnum frá því að
taka bikarinn úr kirkjunni. DV-myndir GVA
Á altari kirkjunnar á Tjörn á
Vatnsnesi stendur silfurbikar með
danskri áletrun og ártalinu 1853 og
lætur lítið yflr sér. Það er þó trú
margra norður þar að þessi bikar
hafi kostað mörg mannslíf og fari
hann út fyrir dyr kirkjunnar fylgi
honum slík örlög að best sé láta hann
standa um aldur og ævi á altarinu.
í þjóðsögunni, sem enn lifir góðu
lífi á Vatnsnesinu og víðar í Húna-
vatnssýslu, fara álögin, sem hvíla á
bikarnum, ekki milli mála. Þessi
saga er það lífseig að það eru aðeins
þrettán ár síðan bikarinn kom í
kirkjuna í annað sinn og nú til að
vera þar til frambúðar. Hann hafði
þá verið utan kirkju í nokkra áratugi
með ógnvænlegum afleiðingum.
Seinasta
fórnarlambið
„Veturinn sem Sigurbjörn, sonur
minn, lá banaleguna var komið að
máli við mig og mér bent á að best
væri að ég skilaði bikarnum í kirkj-
una,“ sagði Auðbjörg Guðmunds-
dóttir, húsfreyja á Syðri-Þverá í Vest-
urhópi, í samtali við DV. Þetta var
árið 1975 og sonur Auðbjargar á aö
vera sá seinasti sem veröur fyrir
álögum bikarsins.
Þannig halda gamlar þjóðsögur
áhrifum sínum því upphaf sögunnar
má rekja 160 ár aftur í tímann. Þá
voru hrottaleg morð framin á Vatns-
nesinu og í kjölfarið fylgdu einhveij-
ar sögufrægustu aftökur á íslandi.
Húnvetningar hafa aldrei gleymt
þessari sögu.
Norður á Vatnsnesi í Húnavatns-
sýslu þekkir hvert mannsbarn Guð-
mund Ketilsson sem oft er kenndur
við Illugastaði eins og ættin sem orð-
ið hefur fyrir álögum bikarsins í
kirkjunni á Tjörn. Það er ekki laust
við að menn fyllist beyg við að heyra
nafn hans, rétt eins og eitthvað ógn-
vænlegt liggi í loftinu. Það er vissara
aö tala um Guðmund Ketilsson í hálf-
um hljóöum og þó er liðin meira en
öld frá því hann lést og öllum ber
' saman um að hann hafi verið traust-
ur maður og gegn bóndi í sinni sveit.
Hann fékk meira að segja forláta
bikar frá Konunglega danska búnað-
arfélaginu fyrir árangur í ræktun
æðarfugls. Og það er þessi bikar sem
Vatnsnesingum stendur ekki á sama
um - ekki frekar en Guðmund.
Böðull
Agnesar og
Friðriks
„Það er eins og þessi ætt ætli aldr-
ei að losna undan því oki að maöur
af henni hjó þau Agnesi og Friðrik,“
segir Auðbjörg á Syðri-Þverá. Þar er
komin skýringin á því hvers vegna
nafn Guðmundar Ketilssonar lifir
enn þrátt fyrir aö hann lifði sín ár á
síðustu öld. Hann reiddi öxi böðuls-
ins yfir þeim Agnesi Magnúsdóttur
Bikar
böðulsins
krafist
mannslífa