Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Qupperneq 18
18
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988.
Persónuleikapróf
Átt þú í erfiðleikum vegna
streitu og álags í yinnunni?
Er streitan í starfi þínu svo mikil að þú veldur þvi ekki?
Allir fmna einhvem tíma til leið-
inda vegna þess að vinnan gengur
ekki sem skyldi. Menn óttast að yfir-
mennimir vanmeti verkin eða finnst
sem álagið sé of mikið. Stundum
gengur allt á afturfótunum og verk-
efnin, sem lágu fyrir að morgni, eru
enn óleyst að kvöldi og þannig mætti
lengi telja.
Prófið, sem fer hér á eftir, sýnir
hversu erfitt þú átt með að valda
vinnunni þinni. Með því að svara
fullyrðingunum, sem settar eru fram
í prófmu, kemst þú að því hve álagið
áþig er mikið. Fimm svör eru mögu-
leg við hverri fullyrðingu og þú gefur
þér stig í samræmi við það.
Möguleikarnir eru þessir:
(5) Veldur mér stöðugum áhyggjum.
(4) Veldur mér oft áhyggjum.
(3) Veldur mér stundum áhyggjum.
(2) Veldur mér sjaldan áhyggjum.
(1) Veldur mér aldrei áhyggjum.
Ef þú velur svar (5) gefur þú þér 5
stig, 4 stig ef þú velur svar (4) og svo
framvegis. Að lokum leggur þú stigin
saman og berð niðurstöðuna saman
við greininguna sem fylgir á eftir.
1. Þér finnst sem þú hafir lítil tök á
að uppfylla þær skyldur sem lagðar
eru þér á herðar.
(...)
2. Þú hefur óljósa hugmynd um
hversu langt ábyrgð þín í vinnunni
nær.
(...)
3. Þú veist ekki hvaða möguleika þú
átt á frama í starfi.
(...)
4. Þér finnst álagið á þér of mikið og
venjulegur vinnudagur endist ekki
til að ljúka við verkin.
(...)
5. Þér finnst sem þú eigir erfitt með
að uppfylla ólíkar kröfur sem gerðar
eru til þín af yfirmönnunum.
(...)
6. Þér finnst sem þú sért tæpast hæf-
(ur) til aö gegna starfi þínu.
(...)
7. Þú veist ekki hvaða álit yfirmenn
þínir hafa á verkum þínum.
(...)
8. Þér finnst sem þú fáir ekki þær
upplýsingar sem þú þarft til að vinna
verkin vel.
(...)
9. Þú verður að taka ákvarðanir sem
geta komið illa við samstarfsmenn-
ina.
(...)
10. Þér finnst að samstarfsmennirnir
hafi horn í síðu þinni.
(...)
11. Þú hefur lítil áhrif á ákvarðanir
yfirmanna þinna um starf þitt.
(...)
12. Þú veist ekki nákvæmlega til
hvers samstarfsmennirnir ætlast af
þér.
(...)
13. Því meira sem þú vinnur því erf-
iðara áttu með að vinna verkin vel.
(...)
14. Þú neyðist stundum til að vinna
verk á annan hátt en þann sem þú
telur heppilegastan.
(...)
15. Vinnan hefur oft óæskileg áhrif á
einkalífið.
(...)
16. Þér finnst að árangur þinn í vinn-
unni sé ekki sá sem hann gæti verið
og ætti að vera.
(...)
17. Þér finnst að þú eigir á hættu að
missa starf þitt í hendur annarra.
(. • •)
18. Þér finnst sem of mikil ábyrgð og
völd séu lögð þér á herðar.
(...)
Greining:
Ef stig þín
eru 45 eða fleiri
Þessi niðurstaða bendir til að þér hði
illa í vinnunni. Álagið á þér er svo
mikið að verk þín líða fyrir það. Ef
þetta ástand varir lengi missir þú
trúna á sjálfan þig og hættir að ná
árangri ef ástandið er þá ekki þegar
orðið svo slæmt.
Prófiö sýnir þó ekki af hverju þú
ert undir svo miklu álagi heldur að-
eins hve mikið álagið er. Þú ættir því
að athuga þín mál betur og reyna að
finna leiðir til að bæta ástandið.
Ástæðurnar fyrir álaginu á þér
geta verið margar. Þú ættir að lesa
aftur fullyrðingarnar þar sem þú
gafst þér 5 stig og hugleiða betur
hvaða atriði það eru í vinnunni sem
valda því að þú ert svo ósátt(ur) við
ástandiö. Verið getur að starfið, sem
þú gegnir, leiði allajafna til mikillar
streitu. Ef svo er ættir þú að gera
allt til að njóta næðis í frístundum.
Ef stigin eru
28 til 44
Þessi niðurstaða bendir til að þú sért
undir álagi í vissum þáttum starfsins
en ekki þó svo miklu að þú ráðir
ekki við ástandið. En ef þú gætir
ekki að þér gæti staða þín versnað
skyndilega því allt bendir til að þú
gætir þín ekki á að lenda undir miklu
og jafnvel óþörfu álagi. Það skiptir
þó ekki mestu máh hve mikið álagið
er heldur hvað þú veldur miklu án
þess að það komi niður á starfinu.
Ef stigin eru
27 eða færri
Ef stig þín eru svo fá bendir það ann-
aðhvort til að þú hafir sérstaka hæfi-
leika til að bregðast við streitu eða
að álagið í starfmu er mjög lítið.
Hvort heldur er þá getur þú verið
sátt(ur) við stöðu þína í vinnunni.
1 Héreruáttaspurningarog pD jh AIT 1 EÐA V EÐA O i hverriþeirrafylgjaþrírmögu- ^AV ^ 1 leikaráréttusvari.Þóeraðeins
A Rj úpnaskytta varð fyrir sérkennilegri árás í vikunni. Á hana réðst: 1: hópurkarra X: geithafur 2: veiðimálastjóri | eiu svar reu vio nvern spurn- F mmm Þettamerkiernotaðáþekktabifreiðateg- | ingu.Skráiðréttarlausnirog . - nnd nún hpitír- 1 sendið okkur þær a svarseðhn- 1- Lada 1 um- Skilafrestur er 10 dagar. X- Chrvsler Að þeim tíma liðnum drögum 2: Chevrolet 1 viðúrréttumlausnumogveit- i. umþrennverðlaun,ollfrapost-
B Knattspyrnuliðið Iraklis Saloniki hefur lýst áhuga á að fá Arnljót Davíðsson í sínar raðir. Frá hvaða landi er liðið? 1: Möltu X: Tyrklandi 2: Grikklandi ' versluninniPrimuíHafnar- G Sjálfstæðisflokkurinnhefurákveðiðaðtakauppnýttmerki 1 ílr~Zf^ueru; . , , á 60 ára afmælinu. Á merkinu verður: i 1-Fjolskylduteppiaðverðmæti 1: fálki 1 kr-5.430,- x: | 2.Fjölskyldutrimmtækiað 2: sólskríkja verðmæti kr. 2 TOO,- 1 3. Skærasett að verðmæti 1.560,-
c Þetta merki er notað á nýtt greiðslukort. Kortið ÉWjm ergefiðútaf: m m i: sís ~-*m X: KEA 2; SÍBS D Jón Baldvin Hannibalsson hefur fengið óvenjulegt heim- boð. Ef af verður er ferðinni heitið: 1: til Sovétríkjanna X: tilPalestínu 2: tilBandaríkjanna £ Stöð 2 og Sjónvarpið hafa keppt um réttinn til beinna út-. sendinga frá íþrótt nokkurri. Iþróttin er: 1: handknattleikur X: knattspyrna 2: ísknattleikur 1 I öðru helgarblaði heðan í fra H Málsháttur hljóðar svo: Þeir sletta... birtast nöfn hinna heppnu en 1: útlenskunni sem kunna hana 1 nyjar spurnmgar koma i næsta X: úrklaufunumsemgetaþað i ;1f,r?aöl'1 v „ 2- Skvrinn sem pira 1 Merkið umslagið 1 eða X eða 2, ‘ y 8 | c/oDV,pósthólf5380,125 4% | Vinningshafar fyrir 1 eða X eða 1 2 í tuttugustu og sj öundu get- conrianHi ' raun revndust vera: Aðalsteinn | R. Björnsson, Ferjubakka 16, . 109Reykjavík(hitateppi);Guð- 1 bjartur Haraldsson, Esjugrund i 32,270 Kjalarnesi (trimmtæki); Heimiií MatthildurÓskarsdóttir,Faxa- | braut38D,230Keflavík(skæra- Réttsvar: A IZH B LZ C IZZ D ZZl 1 Vinningarnir verða sendir E □ F □ G □ H □ Réttlausnvar:X-2-l-X-2-l-2-l