Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Page 19
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988.
19
Tímarit íyrir aUa
NÓVEMBER1988
HEFT1-47.AR-
FíkniefnakóngarKomonbKu
Ameríku-.RÍkiíríkmu... 3
Súeðlalistaðsnúa
ánáungann... H
[eturskaðað
Rokktónlistg'
bömin... lo
Hláturinn er það bes
Árdýranna-kínvi
stjömuspeki...
Hvaðersvefn?...
Huasun í orðum.
Eldflaugum skono ur
glerhúsi...
Tíu ósiðir sem geta spiflt
kynlífi— 82
Hvaðvarðumkonu
forsætísráðherrans....
\ 1 i ^ Q6ÍU1 KnkkiOmlSl bom skaðað m - bls. 18
Vísnaþáttur
Ekki hafa allir
yfirgefið rímið
Sandkorn við sæ
Eins og allir vita er sú tíð ekki í
miklum Qarska þegar fleiri rímaðar
ljóðabækur komu út hérlendis en
órímaðar. Einn mannsaldur, jafnvel
dijúgan, hefur það oft verið áhta-
mál, hvort ekki myndi vera hægt að
jafna rímbókum við fingur annarrar
handar, svo mjög hefur rímleysis-
tískan unnið sigm- á okkar fomu
hefð. Enn eru þó nokkur hög skáld
beggja blands. Einhver, kannski
flestir, myndu nú halda að undirrit-
uðum væri þetta mikið gleðiefni en
þeir sem þekkja mig best vita að svo
er ekki. Ég hef aldrei sýnt góðum
rímskáldum fálæti eða haldið að nú-
ríkjandi tíska muni alla tíð standa
yfir höfuðsverði góðskálda, sem
tryggð halda við höfuöstafi og stuðla.
Ég hef aþeins sagt, að rímheföin
þarfnaðist hvíldar og væri mörgum
andans manni nútímans fjötur um
fót.
Síðan ég fór að fást við gerð vísna-
þátta hef ég oft vitnað í nýútkomnar
bækur. Þorvaldur Sæmundsson,
kennari frá Stokkseyri, f. 1918, hlaut
fyrir nokkrum árum verðlaun fyrir
minningabók ætlaða ungmennum og
nú er komið út ljóðakver með frum-
sömdu og þýddu efni, heitir Sand-
kom við sæ. Á kápubaki er mynd
höfundar og má þar þekkja sterkt
ættarmót með kunnum rithöfundi,
bróður Þorvalds.
Hér eru teknar vísur úr lengra
máh. En fyrstu þrjár vísurnar hér
eru lokakvæði bókarinnar, þar öllu
til skila haldið:
Glysið vih gjaman svíkja,
gimtist hann beitunnar liti,
varúð aha lét víkja,
varð því hans síðasti bití.
Gírugur ginnast lætur,
og gín við agninu snauða.
Bíður þess ekki bætur,
borgar með köldum dauða.
Næst er höfundur við Norðurá:
Stendur keikur strauminn við.
Stundar leik við elfarnið.
Köstin eykur, kannar mið.
Kænn út reiknar laxins sið.
En þessar stökur má yrkja hvar
sem er:
Að reyna að ráða í
rúnir tilverunnar,
líkast er því að losa ský
um loftin sem að bmnar.
Minningar margvíslegar
mannshugimir geyma.
Einatt þær gerast ásæknar
sem óskum við helst að gleyma.
Um atburð liðinn oft er reimt,
er tíl baka við rýnum.
Því vilja flestir geta gleymt
gömlu syndunum sínum.
Æskan er flestum unaðsleg
eins og blómskrúð á vori.
Brunum við áfram beinan veg
blóm er í hverju spori.
Sigurður Z
íslenskt skáldatal hefur Menning-
arsjóður gefið út í tveimur bindum,
viðráðanlega bók að þyngd og blað-
síðutali, hið allra þarfasta rit. Saman
hafa tekið þeir Hannes Pétursson og
Helgi Sæmundsson. Þar á meðal er
Sigurður nefndur, sem var ívarsson
f. 1890, d. 1937. Gagnfræöingur í Rvík,
en hætti námi í 4. bekk Menntaskól-
ans. Vann ýmis störf framan af ævi,
hehsa bilaði snemma. Hann orti
gamankvæði, sem birtust mörg í
blöðum, einkum Speghnum, undir
dulnefninu Z. Bækur hans eru: „Vér
brosum", „Alþingismannatal",
„Verkin tala“, komu út á árunum
1929-31. Það var hann sem orti t.d.
kvæðið um reiðina miklu að Kleppi,
var meðal frægra Reykjavíkurskálda
á valdaárum Jónasar frá Hriflu, en
fékk vist aldrei skáldastyrk. Hann
var mikhl vinur þeirra skáldbræðra
Tómasar og séra Sigurðar Einars-
sonar. Sá síöarnefndi ritaði minning-
argrein um nafna sinn, þegar hann
Vísnaþáttur
Jón úr Vör
féh frá, og sagði: „Það var hann sem
orti vísuna:
Fátæktín á lífsins leið
lystísemdir bannar."
Meira hef ég ekki eftir prestinum.
En margir kunna framhaldið, enda
óþarfi að það gleymist teprulausu
nútímafólki:
Þó hef ég fengið reið og reiö
rétt eins og hver annar.
Jón úr Vör
Fannborg 7, Kópavogi.
Kverið geymir kvæðin mín
um kæra hðna daga.
í guhnum ljóma löngum skín
lífsins bernskusaga.
Eigi er háfleygt, meitlað mál,
né margræð speki í versum.
En það sem best mér býr í sál
er bundið línum þessum.
Kjörinn féiagi
Vekið, ljóð mín, yl og óm,
unaðskennd í hjarta.
Lifið eins og lítil blóm
í ljósi vorsins bjarta.
Eyvindur og Halla
Margir hafa ort um Eyvind og
HöUu undir áhrifum þeirrar róman-
tíkur sem Jóhann Sigurjónsson
sveipaði harmsögn þeirra. Hér er eitt
slíkt kvæði, helgað einu atviki úr
sögnum um þau. En enginn veit
hverjum þeirra má trúa. Fyrst er
þessi vísa:
Kyngir nú fonn til fjalla,
frostbitur vindur gnýr.
Sterklega strengi alla
stórviðri vetrarins knýr.
En nú grípum við niður í kvæöinu:
Kaldsöm er vist í klettaskor,
klökugar spnmgur gína.
Reynir nú mjög á þrek og þor
að þrauka hér útlegð mína.
Seiddu mig fyrrum fjöllin blá,
fangvíðar reginheiðar.
Af gnípunum háu ég grundir sá,
grösugar, meginbreiðar.
Þá var mér löngum létt um spor
í ljósflóði sumardaga.
Liðið er nú mitt ljósa vor:
Lýkst hér mín raunasaga?
Síðar í kvæðinu er auðvitað vikið
að Höllu, ástkonu Eyvindar og félaga
í útlegðinni. Þaðan tek ég þessa vísu:
Hún var mitt bjarta vonarljós
á vegferð um reginfjölhn,
veittist þó aldrei hefð né hrós,
heldur var líkt við tröllin.
í bókum sem gefnar hafa verið út
á síöustu áratugum eftir eldri sem
unga höfunda er ekki auövelt að
finna stutt kvæði með endarími í öh-
um línum.
Leikur að orðum heitir bók sem
út kom eftir Áma Grétar Finnsson,
miðaldra lögfræðing í Hafnarfirði.
Eftirfarandi vísur eru eftir hann:
Tálbeitan
Ég sá hann syndandi koma
í silfruðu htunum sínum,
andartak álengdar voma
yfir agninu mínu.
NÝTT
HEFTI
Mr
A
BLAÐ-
SÖLU-
STÖÐUM
UM LAND
ALLT
ÁSKRIFT:
o
27022