Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Síða 20
20
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988.
Líkamsrækt
f 1 íkamsræktinni eða í vinnunni:
Grundvallaratriðin
verða að vera rétt
Þrátt fyrir aö þú stundir reglulega
líkamsþjálfun og teljir þig í ágætis
líkamlegu formi getur veriö að lík-
amlegu ástandi þínu sé samt ábóta-
vant. Þaö gæti lýst sér í því aö eymsli
eöa vanlíðan i öxlum, hálsi eða baki
hrjái þig oft á tíðum. Ástæða þess
getur átt djúpar rætur.
Líklegast er aö þú hreyfir og notir
likamann á rangan hátt, í fjölda ára
setið hokinn við skrifborðið, stifur
undir stýri og þar fram eftir götun-
um. Með beinum orðum sagt: hrein-
lega kunnir ekki aö nota skrokkinn.
Og ekki nóg með aö röng notkun
líkamans leiði til líkamlegra kvilla.
Það var fyrr á þessari öld sem
breskur piltur í leiklistarnámi, F.M.
Aiexander, þjáðist sífellt af mikilli
hæsi sem óneitanlega kom sér illa
fyrir hann á fjölum leikhússins. Þeg-
ar læknar gátu ekki gefið honum
nokkurt ráð fór hann sjálfur að íhuga
hvað valdið gæti þessari gegndar-
lausu hæsi. Eftir mikla íhugun komst
Alexander að því að vandinn stafaði
af röngum hreyfingum og stöðum
sem hann tileinkaði sér daglega á
sviðinu. Ómeðvitað álag og spenna á
líkamann og starfsemi hans fylgdi í
kjölfar allra þeirra hreyfinga og til-
burða sem hann sem leikari þurfti
að beita. Hann fór að gefa því gaum
að er hann las úr verkum Shakespe-
ares á sviði þá beygði hann sig mjög
mikið aftur og af því leiddi mikil
spenna í hálsi. Þar sem hann kunni
ekki að halla höfðinu eðlilega aftur
stóö hann þarna við mjög óþægilegar
aðstæður og þuldi upp úr verkum
meistarans. Þessari óeðlilegu stöðu
fylgdi röð aukaverkana að mati Alex-
anders. Hann sagði að einungis væri
verið að misbjóða líkamanum þegar
hann væri notaður á máta sem væri
honum ekki eðlilegur né þægilegur.
Slíkt væri að bjóða hættunni heim.
Alexander lagöi mikið á sig til að
breyta til hins betra. Hann taldi að
spurningin væri ekki að læra að gera
hlutina öðruvísi heldur hvernig ætti
að fara að því að hætta aö gera þá
vitlaust.
Pilturinn uppgötvaði fljótt hversu
mikilvægt er að staða höfuðs, háls
og hryggjar sé sem eðlilegust við
hvaða aðstæður sem er. En Alexand-
er þróaði þessar hugmyndir sínar og
fór að gefa öðrum leiðbeiningar. Ráð-
leggingar hans urðu skjótt mikils
metnar enda kenndi hann fólki
hvernig það mætti fá meira út úr líf-
inu með réttri beitingu líkamans viö
hinar hversdagslegustu aðstæður.
Enn þann dag í dag er hans minnst
og aðferðir hans notaðar þótt rúm
þrjátíu ár séu síðan hann sjálfur lést.
íþróttakennarar eru enda óþreyt-
andi að benda nemendum á að rétta
nú úr bakinu viö æfmgarnar og allt
það. En þá hluti verður ekki síður
að hafa í huga í vinnunni, heima eða
hvar sem er annars staöar. Það er
ekki nóg að friða samviskuna með
því að stökkva í leikfimi tvisvar í
viku og ganga svo skakkur og skæld-
ur þar fyrir utan.
Heilsuræktarstöðvarnar leggja þó
talsvert mismunandi áherslu á þessa
grundvallarþætti viö notkun líkam-
ans. Sums staðar erlendis þykja þessi
atriði skipta öliu máh sem og annað
Eróbikkþjálfun hefur góð almenn áhrif á allan líkamann en er fyrst og fremst
hjartastyrkjandi. Hlaup og skokk eru algengustu tegundir þjálfunar af þessu
tagi.
Áður en tekið er til við að beygja skrokkinn og teygja i hinar ýmsu áttir er mikilvægt að kunna grundvallaratriðin
við beitingu hans rétt. Þannig má koma í veg fyrir hryggskekkju og ýmis meiðsl.
mikilvægt atriði; að kunna að anda.
Því er skylda í sumum þessum stöðv-
um að ganga í gegnum sérstaka dag-
skrá sem kennir grundvallaratriðin,
sem lýst er, áður en viðkomandi get-
ur farið að stunda leikflmi eða lík-
amsrækt af öðru tagi. Allt er gert til
að koma í veg fyrir meiðsli eða aðra
erfiðleika sem'stundum koma upp
samhliða rangt geröum æfingum og
er þá oft betur heima setið en af stað
farið. En það má ná tökum á þessu,
eins og öllu öðru, með réttum leið-
beiningum og aðstoð.
Er eróbikk fyrir þig?
Sá sem er í góðu formi og hefur
gott þol hefur atorkusamt hjarta og
lungu og mjög virkt blóðrásarkerfi.
Sá hinn sami á því auðvelt með að
fá súrefni í líkamann, leiða það út í
vöðvana og þannig framleiða heil-
mikla orku sem kemur í veg fyrir
þreytu og slen og býr viðkomandi í
alla staöi vel undir aö takast á við
hvað sem er.
Eróbikkþjálfun er ein áhrifaríkasta
leiðin til að öðlast þol og eru ýmsar
leiöir til í því sambandi. En það er
ekki nóg með að þohð aukist heldur
minnka hkur á hjartabhun, blóð-
þrýstingurinn helst eðlilegur sem og
blóðfitumagnið. Beinin styrkjast,
einnig vöðvar og liðamót. Auðveld-
ara er að vdðhalda kjörþyngd og
fleira mætti eflaust til telja. Sálfræði-
legar kannanir hafa og sýnt að þeir
sem stunda reglulega einhvers konar
eróbikkþjálfun eru betur á sig komn-
ir andlega en þeir sem ekki iðka þess
háttar íþróttir. Þeir hafa að jafnaði
meira sjálfstraust og sjálfsvirðingu
en ella. Eróbikkþjálfun er einnig not-
uð í sífellt auknum mæh í þjálfun
og uppbyggingu fólks sem á vdð geð-
ræn vandamál að stríða.
Iðkendur eróbikks segjast hka sofa
betur en áður og á vdssan hátt vera
orðnir háðir þjálfuninni. (Kannski
aö endorfinmyndun í líkamanum
hafi þar sín áhrif eins og fjallaö var
um hér áður.)
í þolþjálfun eða eróbikkþjálfun er
reynt á stærstu vöðva líkamans. Við
þjálfunina á sér stað reglubundinn
samdráttur í þessum meginvöðvum
sem notaðir eru. Við eróbikkþjálfun-
ina er öndunin eitt mikilvægasta at-
riðið. Þaö er að segja að hún sé reglu-
bundin og þægileg og í takt vdð æfing-
arnar sem stundaöar eru. Vinsæl-
ustu tegundir þjálfunar af þessu tagi
eru hlaup, skokk, hjólreiðar, sund
og eróbikkleikfimi.
Er eróbikk
fyrir þig?
Eróbikkpjálfun reynir mjög á lík-
amann og er alls ekki fyrir hvern
sem er. Að minnsta kosti skal varast
að fara of geyst í upphafi. Þeir sem
hyggjast taka til við þjálfun af þessu
tagi og stefna á æfmgar tvdsvar til
þrisvar í viku ættu að fara yflr eftir-
farandi lista áður en lagt er í’ann.
1. Ég er passlega þungur.
2. Ég hef stjóm á mataræði mínu sem
og reykingum og drykkjuvenjum.
3. Ég get hlaupið nokkra metra eða
stiga upp á þriðju hæð án þess að
vera að yfirliði kominn.
4. Hjartsláttur minn er eðhlegur.
5. Blóðþrýstingurinn er eðhlegur.
6. Hjart-, lungnaveiki eða sykursýki
er ekki í ættinni.
7. Ég á ekki vdö neinar meltingar-
truflanir aö stríða.
Þeim sem geta merkt „rétt“ við all-
an hstann ætti að vera óhætt að fara
út að skokka eða hjóla strax í dag en
annars skal huga betur að málunum.
Fyrir fólk
á öllum aldri
Fólk á öllum aldri getur stundað
eróbikkþjálfun af einhveiju tagi. En
þó fer það vissulega eftir aldri og
ásigkomulagi líkamans hvað hægt
er að bjóða honum upp á mikla þjálf-
un.
Ef fólk er undir þrítugu er þvd leyfi-
leg hvaða þjálfun sem er, svo lengi
sem það á ekki vdð nein veikindi að
stríöa og er vel á sig komið.
Sama gildir fyrir fólk á aldrinum
30 ára til fimmtugs en samþykki
læknis er æskilegt ef ætlunin er að
taka það geyst.
Fólki á aldrinum 50-59 ára er ráð-
lagt að bytja þjálfunina á því að fá
sér langa og frísklega göngutúra
fyrst um sinn. Þá er best aö leita
læknisráða og hefja svo hlaup eða
skokk eða hvað sem áhugi er á.
Þeim sem eru yfir sextugu er bent
á göngu, sund eða hjólreiðar á stöðv-
arhjóh. Þegar fólk er komið á þennan
aldur skiptir mestu hvort og hvaða
líkamsþjálfun það hefur stundað áð-
ur. Sértu á þessum aldri og mjög vel
á þig kominn líkamlega ætti ekkert
aö vera því til fyrirstöðu að þú farir
út að hlaupa eins og þeir sem yngri
eru.
En hafið í huga að það tekur tíma
að öðlast góða þjálfun. Og takið það
rólega. Það vinnst ekkert með því að
byija á því að hlaupa nokkra kíló-
metra í einni lotu fyrsta daginn. Þá
er hætta á að þú verðir svo uppgefinn
á eftir að þú treystir þér ekki aftur
út að hlaupa næstu vikurnar, ef þá
nokkurn tíma aftur. Bytjið bara
hægt og rólega, þá er líka miklu hk-
legra að þið gefist ekki upp eins og
skot. En mikilvægt er að æfa reglu-
lega ef einhver árangur á að nást.