Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Side 22
22 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. Nauðungaruppboð Eftir beiöni Björns Jónssonar hdl., f.h. Verslunarbanka íslands hf., fer fram nauðungaruppboð á gervihnattarsjónvarpskerfi af gerðinni NEC í eigu Raf- eindar hf„ sem staðsett er að Þverbrekku 4, Kópavogi, mánudaginn 28. nóvember 1988 kl. 16.00. Uppboðið verður haldið í anddyri hússins að Þverbrekku 4, Kópavogi. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi SÓKNARFÉLAGAR ATHUGIÐ Vegna 36. þings ASÍ vikuna 21.-25. nóv. verður skrifstofa Sóknar, Skipholti 50 A, opin sem hér segir: Mánudaginn 21. nóv. lokað, þriðjudaginn 22. nóv. opið frá 9-17, miðvikudaginn 23. nóv. lokað, fimmtudaginn 24. nóv. opið frá 13.30-17, föstudaginn 25. nóv. opið frá 9-13.30. Starfsmannafélagið Sókn. Hreinsa kísil og önnur óhreinindi af hreinlætis- tækjum og blöndunartækjum. Sértilboð á stykkjafjölda. Fljót og góð þjónusta. Verkpantanir daglega milli kl. 1 og 6 í síma 985-28152. I Hreinsir hf. ) -.......... Skrifstofu- húsnæði óskast Dómsmálaráðuneytið óskar eftir að taka á leigu 250-300 fermetra skrifstofuhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík fyrir Fangelsismálastofnun ríkisins. Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast snúi sér til dóms- málaráðuneytisins, Arnarhvoli, fyrir 28. nóvember nk. Lýsing á húsnæði fylgi og upplýsingar um staðsetn- ingu, aldur, verðhugmyndir o.fl. sem máli kann að skipta. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 16. nóvember 1988. Múrarar/smiðir Eigum fyrirliggjandi stillanlega búkka. Breidd 1,20 m Hæð 1,10-1,95 m Fallar bf. Vesturvör 7, sími 42322 Fjölmiðlar DV BW'M'.'Vu’Sftu, 'Sl'í') '' rf'VvWfiK’V ní |§S£ f : W ' u ' V "Wtfír-'f«í Eftir að skipaður hafði verið sérstakur saksóknari til þess að fara með málið tók fyrir allan leka til að byrja með og hann virtist ráða þvi hvað fréttist og hvað ekki. fslenskir lekar og danskir ljósgeislar Nú fer svartasta skammdegið í hönd og sá tími er dæmigerður fyrir flakk gróusagna og tilbúinna stórtíð- inda í þjóðfélaginu. Þetta er sjálfsagt ekki nýtt fyrirbæri, menn hafa alltaf kunnað að segja frá tíðindum á ís- landi, og úr því menn ræða ekki leng- ur í alvöru um jólasveina, álfa og tröll þurfa menn að fmna sér eitt- hvað annað umræðuefni. Raunar fer skammdegisfárið ekki nema á stund- um í efnislega fjölmiðla nútímans, heldur er það hinn ódrepandi gamli fjölmiðill, almannarómur, sem yfir- leitt sér um að dreifa því um byggðir og ból. Líklega þurfa íjölmiðlar heldur ekki á skammdegisfárinu aö halda þetta árið. Nóg virðist af áþreifanleg- um hlutum sem hægt er að fjalla um. Togaramir þrír, einn fyrir norðan og tveir fyrir sunnan, ásamt þorsk- unum sem þeim fylgja, hafa verið dijúgt umræðuefni síðustu vikuna og svo upphófst herleg íjölmiðla- veisla um síðustu helgi þegar ijóst var að á borðinu lægi ákæra í Haf- skipsmálinu en það hefur lengi reynst fjölmiðlum notadrjúgt. Lekarnir í einni af fyrri greinum mínum fór ég nokkrum orðum um það fyrir- bæri, sem blaðamenn kalla gjarna „leka“. Þá er átt við þá aðila í fyrir- tækjum eða stofnunum sem miðla upplýsingum til fjölmiðla án vitund- ar yfirmanna sinna, stundum i al- gerri óþökk þeirra. Stundum geta þessir lekar raunar verið mjög hátt- settir menn, sem telja sig hafa ávinn- ing af því að einhverjar upplýsingar komi fyrir almenningssjónir, annað hvort vegna þess að þeir hafi beinan hag af því eða vegna þess að aðrir hafi óhag af því. Á stundum vita blaðamennimir meira að segja ekki hveijir lekarnir eru. Slíkum mönn- um treysta þeir varlega til að byrja með, en smám saman myndast ákveðið trúnaðartraust, ef upplýs- ingamar reynast réttar. Ég hef til dæmis heyrt einn af reyndustu blaðamönnum landsins lýsa því að ámm saman hafi ákveðinn maður hringt þýðingarmiklar upplýsingar til þess blaðs sem hann starfaði á. Hann lét aldrei nafns síns getið og enginn á blaðinu vissi hver hann var en röddin þekktist og smám saman komust menn að því að öllu því sem hann „lak“ var óhætt að treysta. Eft- ir nokkur ár hætti maöurinn að hringja og enn þann dag í dag veit enginn á blaðinu hver hann var. Það hefur verið mjög einkennandi fyrir allt hið svokallaða Hafskipsmál að kerfið hefur hriplekið upplýsing- um af gangi mála. Þessir lekar voru greinilega í ýmsum homum og höfðu einnig greinilega misjafnra hags- muna að gæta. Eftir að skipaður hafði verið sérstakur saksóknari til þess að fara með málið tók fyrir allan leka til að byija með og hann virtist ráða því hvað fréttist og hvað ekki. Fjölmiðlar Magnús Bjamfreðsson Hins vegar var málið ekki fyrr kom- iö úr hans höndum en allt fór af staö. Svo leit út á laugardagskvöldið að forsetar Alþingis hefðu látið það vera sitt fyrsta verk að hringja í frétta- stofu Sjónvarps til þess að tilkynna henni að beðið hefði verið um að pólitískur andstæðingur yrði sviptur þinghelgi til þess að unnt yrði að ákæra hann. Líklegt var að ekki aðr- ir en þeir og saksóknarinn vissu um málið. Nú skal ég ekki dæma um það hvaðan lekinn kom að þessu sinni. En grandvar maður hefur sagt mér að þegar á fimmtudegi hafi hann vit- að nákvæmlega hverjir yrðu ákærð- ir, svo einhvers staðar hefur lekið áður en þingforsetar fóru að sýsla með málið. Látum svo útrætt um leka að sinni. Vafalaust reyna ein- hverjir að grafast fyrir um hvaðan hann kom, en slíkt er vita vonlaust og miklu nær að krefja fjölmiðla sagna um meðferð lekans en upp- sprettur. Batnandi mönnum ... Ég er búinn að agnúast hér talsvert mikið út í innlenda dagskrá Ríkisút- varpsins-Sjónvarps vegna þess hve mér hefur fundist hún nöturleg upp á síðkastið. Þess vegna er einnig skylt að geta þess sem þar er vel gert, og nú um stundir finnst mér bera mun meira á því en hinu, enda boð- aöi dagskrárstjórinn batnandi tíð er hann kynnti vetrardagskrána. Ég skal viðurkenna að ég var dálít- ið tortrygginn út í þá uppriíjun á atburðum liðinna ára sem birtíst á skjánum undir fyrirsögninni „Á því herrans ári“. í slíkum þáttum veltur ákaflega mikið á umsjónarmönnum og smekk þeirra og vissulega sitja þar engir aukvisar við stjórnvölinn, þau Árni Gunnarsson og Edda Andr- ésdóttir, bæði marghert í fréttastríði. Satt best að segja held ég að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt ágætíega. Auð vitað verða alltaf skiptar skoðan- ir um áherslur í svona þáttum, en þær aðfinnslur sem ég hefi heyrt eru bæði smávægilegar og þar að auki matsatriði. Helsta gagnrýnin sem ég hefi heyrt er að allt of mikið hafi verið gert úr Hljómunum sællar minningar, því satt best aö segja voru þeir enginn heimsviðburður, sé litíð tuttugu ár um öxl! Sjónvarpsveisla á sunnudögum Sunnudagskvöldin hafa ekki alltaf verið skemmtilegustu sjónvarps- kvöldin hér, en nú er hrein sjón- varpsveisla hjá RUV þessi kvöld. Þáttur Kolbrúnar Halldórsdóttur síðasta sunnudagskvöld var frábær, og þar var á líflegan hátt tekið á máli sem skiptír okkur meira máli en margt annað sem meira púðri hefur verið eytt á. Og svo er það danski þátturinn Matador. Ekki veit ég hvemig í ósköpunum stendur á því aö þessi þáttur skuli í tíu ár hafa leynst ís- lenska sjónvarpinu í öllum þeim kynstrum af hundleiðinlegu og nauðaómerkilegu norrænu efni sem á okkur saklausum neytendum hefur dunið. En svona er þetta nú samt. Þættimir framleiddir 1978 að því er stendur á skjánum! En kominn er þessi myndaflokkur til okkar og það er vel. Það er ekki nóg með að mynda- flokkurinn sé vel gerður heldur sveiflast hann milli þess að vera notalegur og drepfyndinn. Hann iðar af danskri kímni um leið og hann tekur miskunnarlaust á snobbi, klíkuskap ogstéttamun. Þýsk-banda- ríski þátturinn um feður og syni á eftír danska þættinum er líka mjög góður, í það minnsta fyrir minn smekk. En væntanlega höföar hann misjafnlega tíl aldurshópa, menn þurfa ef tíl vill að þekkja eitthvað til sögu Evrópu á fyrri hluta aldarinnar tíl þess að njóta tíl fulls ýmissa blæ- brigða hans. Nú ef menn vilja hvorki pjóta danskrar kímni né þýskrar nákvæmni með Burt Lancasterf!), þá em menn ekki á flæðiskeri staddir. Stöð 2 býður líka upp á góðgæti á sunnudagskvöldum. Breski mynda- flokkurinn um ógnartíma virðist lofa góðu og þar á eftir kemur Jón Óttar til skjalanna með viðtöl í ýmsu formi. Það er sem sagt sjónvarpsveisla á sunnudögum! Magnús Bjarnfreðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.