Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. 25 Popp Umsjón: Ásgeir Tómasson lag þar og ég lagði mikla áherslu á að lag og texti kæmu saman og styddu þá hvort annað. Svo varð erf- iðara að semja eftir því sem á leið. Síðast stóð ég uppi með éitt ósamið lag. Lokalagið. Ég var í nokkra daga að voga mér að byrja á því. Þá þurfti ég að koma svo mörgu að sem ekki hafði verið pláss fyrir í öðrum lögum. Það átti líka að verða eins konar slaufa á mitt framlag til söngleiksins. Þetta lokalag er einmift dæmi um að þegar mikið liggur við getur manni annað hvort hlaupið kapp í kinn eða hreinlega lamast.“ - Hefur þig nokkurn tíma langað til að taka gömul lög eftir þig og semja þau upp? „Stundum kemur það fyrir, eftir á, að mér finnst að lag hefði getað gengið betur upp. í hita augnabliks- ins fer eitt og annað í gegn sem mað- ur heyrir seinna að hefði getað hljómað betur. Hjá Stuðmönnum var mikil verka- skipting. Ég hafði undir það síðasta sáralítil afskipti af lögunum mírnun eftir að ég hafði samið þau. Ég fmn það best núna eftir að hafa tekið upp Sannar sögur og Góða íslendinga. Auðvitað er best að hafa engan við að sakast nema sjálfan sig ef lögin hljóma ekki eins og þau áttu að gera. Enginn bannaði mér að fylgjast með upptökum á Stuðmannaplötum - ég gerði það bara ekki.“ Galdur hljómleikanna - Spurningin sígilda: Eru Stuðmenn hættir? „Það hefur hreinlega ekki verið tekin nein ákvörðun um það. Stuð- menn eru komnir út um hvippinn og hvappinn og tíminn verður bara að leiða 1 ljós hvort við eigum eftir að koma saman að nýju. Ég verð að játa að ég hugsa voðalega lítið um það.“ - Hefurðu hugsað þér að spila eitt- hvað opinberlega á næstunni? „Ég ætla að halda útgáfutónleika á Góðum íslendingum í óperunni 4. desember. Þar ætla ég að hafa mér til fulltingis mína ágætu samstarfs- menn, samherja og vini, Ásgeir Óskarsson og Björgvin Gíslason. Auk þess ætla ég að verða einn á ferð með gítarinn. Það er í rauninni það form sem ég er hvað hr'ifnastur af.“ Valgeir hikar og hugsar sig um. „Já, þar gerast hlutirnir." - Þú ert þá ekki bara ryþmaleikari sem fær að syngja stundum? „Einmitt. Fólk hefur mikiö talað um galdur nú á síðustu árum um alla mögulega hluti. Ef ég ætti að lýsa þeirri stemningu sem getur orð- ið til þegar maður spilar einn fyrir fólk sem er komið til að hlusta á manninn með gítarinn, en ekki að drekka brennivín eða tala saman, þá er hún eiginlega ólýsanleg þegar best lætur. Hreinasti galdur. Ég hef gert dálítið af þessu og það hafa komið upp ótrúleg augnablik.“ - Hvað myndar hana? Tónlistin, brandararnir eða hvort tveggja? „Sko,“ segir Valgeir og veifar te- skeiðinni góðu svo hressilega að hún hendist út í hom. „Ég segi aldrei brandara á sviði. Hins vegar tala ég heilmikið og kem fólki stundum til að hlæja. Það er náttúrulega bara af því góða því hlátur er hollur. Við erum alltaf að leita okkur að ástæðu til þess að hlæja. Það er eins með hláturinn og ástina að hann gefur okkur jákvæðan kraft. Ég legg þó áherslu á að ég vil ekki vera brand- arakarl." - Þá gildir þar sem oft er kallað að vera spontant. „Einmitt. Þetta er enn eitt dæmið um það að grípa gæsina þegar hún flögrar framhjá. Heimurinn er jú fullur af, af ...“ Valgeir hikar og leit- ar að orði. - Gæsum? „Já, gæsum. Skemmtilegum gæs- xun og líka leiðinlegum gæsum. Þá er kúnstin sú að geta greint þar á milli og einbeita sér að skemmtilegu gæsunum þó að hinar séu góðar í bland.“ Fjórtán prósent - Eftir að Stuðmannasamstarfmu lauk hafið þið félagamir farið hver í sína áttina og orðið mismikið áber- andi, bæði á tónlistarsviðinu og í þjóðlífi. Mér virðist þú eiginlega vera að byrja að blómstra núna ef svo má að orði komast. Varstu undirokaður í hljómsveitinni? „Ha, nei. Ég held að Stuðmenn myndu ekki taka undir það. Og ég ekki heldur. Jafnvel þótt ég hafi lengi verið fyrirferðarmesti lagasmiður hópsins samdi ég samt fleiri lög en rúmuðust í hópstarfinu. Núna, þegar ég er ekki að hugsa um Stuðmenn," Valgeir hugsar sig um. „Já, það má sjálfsagt alveg eins kalla það að blómstra eins og hvað annað. Ég hef verið iðinn við að semja tónhst sl. ár. Það bætast núna þrjátíu lög við þau sem ég hef áður samið. Fjórtán prósent aukning sýnist mér í fljótu bragði án ábyrgðar," segir hann og glottir. „í Stuðmönnum var unnið undir ákveðnum formerkjum sem settu manni vissar hömlur. Þegar ég er einn get ég gert það sem mig lystir. Hömlulaus. Taktu orð mín samt ekki þannig aö mér hafi liðið neitt illa í Stuðmönnum. En ég finn það núna að ég kann betur við einlífið.“ - Þú fékkst allt annars konar at- hygh þegar þú fórst í söngvakeppn- ina til Brussel en áður, meðan þú varst söngvari og lagasmiður í hljómsveit. Allt í einu var það per- sónan Valgeir Guðjónsson sem allir vildu vita aht um. Kunnirðu þessu vel eða iha? „Það er nú svona með þessa bless- uðu athygli aö hún er bæði af hinu góða og slæma. Fólk í mínum spor- um, sem er með sjálft sig og sínar afurðir undir markaðnum komið, verður að vera sýnhegt upp að \issu marki. Það hefur bæði kosti og galla.“ Þjófnaðir - Eftir öll þessi ár í framlínunni, fylgistu þá með öðrum íslenskum dægurtónhstármönnum? „Það er frekar óbeint en beint. Ég fer sjaldan á tónleika og hlusta sjálf- sagt of htið á tónlist yfirleitt. Það er helst að ég hafi útvarpið opið í bíl og þegar ég er að þvo upp. Eitthvað segir mér að ég megi ekki hlusta of mikið á tónhst. Maður veit aldrei hvenær maður byrjar að stela.“ - Þú ert þá ekki undir áhrifum frá neinum sérstökum? „Ekki beint. Auðvitað er ég undir áhrifum héöan og þaðan. Ég er áhrifagjam maður. Ef ég heyri eitt- hvert lag í útvarpinu er ég strax far- inn að raula eitthvað á svipuðum nótum. Þetta sest í meðvitundina, undirvitundina og jafnvel þá vitund sem þar er undir. Maður veit aldrei hvenær maður er að semja sitt eigið lag eða er að nota hehu línumar frá einhveijum öðmm. Einhvem tíma í gamla daga, þegar við vomm með Sphverkið, samdi ég lag sem ég var nokkuð án- ægður með. Við vomm farin að æfa þetta lag fyrir plötuna ísland og þá kom napur sannleikurinn í ljós. Ég man nú ekki lengur hvert bítlalagið var en það var mjög auðvelt að rekja slóðina," segir Valgeir hlæjandi. „Rokkið og poppið lúta ákveðnum lögmálum rétt eins og kveðskapur- inn okkar. í honum eru vissir brag- arhættir sem skáld notfæra sér. Segj- um bara aö þú ætlir aö semja tólf takta blús. Það eru litlar líkur til þess að hann verði stórkostlega frumlegur. Ég hef reynt að fara mínar eigin leiðir í lagasmíðum. Það fer í taug- amar á mér þegar menn setjast niður og ætla að elta einhverjar tískusveifl- ur. Það er einhvern veginn ekki mín deild þótt ég hafi gert það sjálfur. Ég er ekkert feiminn við að vera gamal- dags eða hallærislegur. Eg er alinn upp við Bítlana, Hauk Morthens, Ingibjörgu Þorbergs, Erlu Þorsteinsdóttur og Cliff. Þetta fólk var í útvarpi þegar ég var krakki. Það hefur sjálfsagt mótað núg og gert að verkum að ég hrífst fyrst og fremst af hinu einfalda formi. Eitt sinn gekk ég með í maganum að læra að semja stærri verk. Einhverra hluta vegna höfðar þetta form dægurlagsins til mín. Það fer alltaf í taugarnar á mér þegar fólk vill afgreiða dægurtónlist sem eitthvert fyrirbæri. Fólk segir þið popparar, eins og um einhvern einlitan hóp manna sé að ræða. Það er fráleitt að setja Megas og Geir- mund Valtýsson undir sama hattinn. Þeir eru að búa til gerólíka tónlist fyrir ólíkt fólk. Það er enginn þess umkominn að segja að annar sé betri en hinn. Nema bara fyrir sig prívat og persónulega. Ég er orðinn þreyttur á að heyra fólk afgreiða þessa poppmenningu sem annars hokks fyrirbæri. Þeir sem best standa sig eru að gera mjög góða hluti innan síns forms og ekk- ert minna verða en rithöfundar, myndlistarmenn eða „alvarleg tón- skáld“. Málar sá sem málar með olíu betri mynd en grafíklistamaðurinn?" Raunir poppara - „Bara poppari“ er sem sagt ekki sérstaklega hátt skrifaður nú frekar en áður? „Þetta er gallað orð sem er notað yfir ákveðinn hóp af mönnum en setur þá ekki bara í bás heldur hefur það líka neikvæða merkingu. Þetta angrar mig því ég skammast mín síst fyrir að vera poppari. Þetta eru leifar af einhverjum steinaldarhugsunar- hætti frá fólki sem telur sig hafa vit á öllum hlutum." - Er yngra fólkið ekki skárra að þessu leyti? „Sá hugsunarháttur er ótrúlega útbreiddur að þegar menn hafi náð ákveðnum aldri skuli músiksmekk- ur þeirra og sköpun breytast. Gunn- ar Þórðarson er kallaður afi íslenska poppsins, rétt rúmlega fertugur. Fólk gengur með þær grillur að tónlistar- menn skuli fást við aðra hluti þegar1 þeir eldast. Þótt Atli Heimir Sveins- son sé nýorðinn fimmtugur dettur engum í hug að halda því fram að hann skuli breyta sínum vinnu- brögðum og tónlistarsmekk. Ég er orðinn hálffertugur og rúm- lega það og fólk er að orða við mig hvort ég fari nú ekki að hætta því að vera poppari. Svo sjáum við mann eins og Leonard Cohen sem er kom- inn vel á sextugsaldurinn. Popparar og rokkarar gera mis- jafnlega merkilega hluti. Ekki ætla ég að setja mig í dómarasæti en allir vita að sumt sem kemur út fær að lifa lengur en annað. Hvort sem þeir sem það skapa eru merkilegri eða ómerkilegri menn en hinir, það er önnur saga. Fátt yeit ég hvimleiðara en menn sem halda að þeir séu orðn- ir klassískir." Valgeir glottir sínu stríðnislegasta glotti og neitar að skýra orð sín nánar. -ÁT Smælki Heil og sæl!... Á meðan fræg- asta rokkhljómsveit heimsins, Rolling Stones, heldur mönnum i óvissu um það hvort hún sé hætt eða ekki verða menn að láta sér nægja að berja liðs- menn hennar augum hvern í sínu lagi. Þeir trekkja augljós- lega ekkert síður þannig því á dögunum þegar miðasala á fyrstu tónleika Keith Richard hófst i New York seldust allir miðarupp á 17 minút- um!... Félagi hans i Rolling Stones, Ron Wood, er líka staddur vestanhafs þar sem hann hefur reyndar hafið at- vinnurekstur í Florida. Hann á þar næturklúbb, Woody's At The Beach, og opnaði i síðustu viku til viðbótar sundlaug og tilheyrandi. Við það tækifæri tróð hann upp ásamt gamla rokkbrýninu Jerry Lee Lew- is... George Michael lauk um síðustu mánaðamót heimsreisu sinni um tónleikasali sem farin var undir nafninu Faith. Undir- tektir manna hafa verið hinar bestu eins og sjá má á því að platan Faith hefur selst i meira en sex milljón eintökum í Bandarikjunum einum og hvert lagið af öðru hreiðrað um sig i efstu sætum bandariska vin- sældalistans... Robert Palmer og félagar hafa verið á tónleika- ferð um Bandarikin að undanförnu og á einum tón- leikunum ákváðu þeir að bregða á leik. Þeir brugðu sér i liki annarra þekktra poppara og tróðu þannig upp. Palmer brá sér í gervi George Mic- hael og þótti ná bæði útliti og töktum kappans bærilega vel. . . Billy Idol er nú önnum kafinn upp fyrir haus við vinnslu á nýrri breiðskifu. Að sögn hans sjálfs verður inni- haldið rokk og ról í hrárri kantinum.. . Hljómleikaplata með Sting sem átti upphaf- lega að koma út nú i nóvemb- er hefur tafist i vinnslu og kemur ekki út fyrr en með vorinu. .. Bandariski lista- maðurinn Hugh Syme er kom- inn i mesta klandur vegna tveggja plötuumslaga sem hann skreytti af miklu list- fengi. Annað varfyrir hljóm- sveitina Survivor, hittfyrir hljómsveitina Night Ranger. Sá hængur er á hinni glæsi- legu hönnun Symes að lista- verkin sem skreyta plötuums- lögin eru nánast eins. . . allt erþaðeins. .. -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.