Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Síða 26
26
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988.
Sérstæð sakamál
Ótrúlegt áhiifavald
Lífiö varö Hans ekki það sem hann
haföi búist viö. Hann haföi ætlað sér
aö verða læknir eins og faðir hans
en stóð sig ekki nógu vel í skóla.
Nokkru síðar kynntist hann Jurgen
sem átti eftir aö hafa ótrúleg áhrif á
hann.
Landau
er borg í Vestur-Þýskalandi. Er sá
atburður geröist, sem nú verður lýst
og er aðeins einn þátturinn í sorgar-
sögu unga mannsins sem hún fjallar
aðallega um, Hans, var hann aðeins
fimmtán ára. Það var kvöld og hann
hafði gengið út á eina af aðalgötum
borgarinnar til þess að veifa í leigu-
bíl. Eftir nokkra stund bar hann að.
Ökumaðurinn opnaði afturdyrnar
fyrir honum og Hans settist inn.
„Hvertáað aka?"
spurði leigubílstjórinn. Hans hall-
aði sér aftur á bak í sætinu og svar-
aði ekki strax. Loks leit hann fram
og sagði að hann ætlaði til kirkju
skammt fyrir utan borgina. Leigubíi-
stjórinn vissi vel hvar hún var en
fannst ekki beinlínis árennilegt að
aka þangað því hún stóð á fáförnu
svæði og það var komið niðamyrkur.
Loks ákvað hann þó að gera það sem
pilturinn bað um. Ungi maðurinn
leit heldur ekki út fyrir að vera neitt
illmenni.
Skammbyssa
á lofti
Á leiðinni til kirkjunnar sagði pilt-
urinn ekki neitt og leigubílstjórinn
gerði enga tilraun til þess að halda
uppi samræðum við hann. Svo var
komið á áfangastað og þá sneri bíl-
stjórinn sér viö til þess að segja far-
þeganum hvað aksturinn kostaði. En
um leið fann hann að ískalt skamm-
byssuhlaup var lagt aö hnakkanum
á honum.
„Láttu mig hafa alla peninga sem
þú ert með og lyklana að bílnum,“
sagði ungi maðurinn. Um leið reyndi
hann aö gera sig eins ógnvænlegan
í framan og hann gat.
Ulrich
Hornberger
leigubílstjóri gerði sér strax grein
fyrir því að hann hefði ekki nema
tvær eða þrjár sekúndur til umráða
ef hann ætlaði ekki að láta undan
kröfum piltsins í aftursætinu. Og
hann ákvað að snúast til varnar,
þrátt fyrir aö byssuhlaupið væri við
hnakka hans, því hann treysti á að
hann væri sneggri en ræninginn.
Hornberger hafði rétt fyrir sér þótt
vart geti hugrekki hans talist til eftir-
breytni. Honum tókst aö víkja sér
undan hlaupinu, ná taki á handlegg
piltsins og snúa byssuna úr hendi
hans. Síðan yfirbugaði hann ræn-
ingjann og kom honum í hendur lög-
reglunnar.
Pilturinn
reyndist heita Hans C. (sakir þess
hve ungur hann er hefur eftirnafni
hans að mestu verið haldið utan
skrifa um mál þetta ytra). Hann ját-
aði þegar að hafa reynt að ræna
leigubílstjórann. Er mál hans fékk
sína meðferð í réttarkerfinu var
hann sendur í sérstakan skóla. Þar
meö var sögunni þó ekki lokið þvi
þetta var aðeins fyrsti þátturinn í
afbrotasögu Hans og félaga hans
Júrgens sem var á svipuðum aldri
og á eftir að koma við sögu sem aðal-
áhrifavaldurinn í lífi Hans.
Foreldrarnir
skildu
Segja má að það sem fór á undan
afbrotaferh Hans sé hrein sorgar-
saga. Hann ólst upp í Sachsen þar
það tii þess að sverja eiðinn en hug-
myndin mun hafa verið sú að líkin
væru vitni að athöfninni.
Næst fékk Júrgen undirsáta sinn
Hans til þess að stela jafnvirði tæp-
lega tvö hundruð þúsund króna frá
frænda sínum, slátraranum, og
sömuleiðis skammbyssu sem hann
átti og Hans hafði sagt Júrgen frá.
Ströng fyrirmæli
Áður en amrotaferill Hans hófst gaf
Júrgen honum ströng fyrirmæli um
hvemig hann skyldi hegða sér ef svo
illa skyldi fara að lögreglan hefði
hendur í hári hans. „Þá verður þú
að taka einn á þig alla ábyrgðina,“
sagði Júrgen.
Fyrir peningana sem Hans stal
keypti Júrgen sér hljómflutnings-
tæki. En hann þurfti líka á bfi að
halda, eða svo leit hann á, og því gaf
hann Hans fyrirmæli um að stela
bíl. Og Hans var einmitt að fram-
fylgja þeirri skipun þegar leigubíl-
stjórinn í Landau yfirbugaði hann
og kom honum í hendur lögreglunn-
ar.
Hans flyst til
Karlsruhe
Að loknu námi á sérskólanum fékk
Hans fullt frelsi. Hélt hann þá til
Karlsruhe og fékk starf í brauðgerð-
arhúsi. Var það ætlun hans að vera
langt frá Júrgen og lifa heiöarlegu
lífi.
Ekki hafði Hans lengi verið bak-
arasveinn er „vinurinn" Júrgen kom
að heimsækja hann. Kvaðst hann
þurfa á peningum að halda og lagði
til að í sameiningu fremdu þeir félag-
arnir bankarán eða hæfu viðskipti
með eiturlyf. Hans reyndi að leysa
vandann með því að afhenda Júrgen
laun sín og sagðist jafnframt vera
hættur öllum afbrotum.
Heilaþvotturinn
hélt hins vegar áfram og eftir nokk-
urn tíma tókst Júrgen að sannfæra
Hans um að þeir gerðu réttast í því
að ræna fé úr kassa á miðasölu á
járnbrautarstöð. Þá hafði Júrgen líka
haft í hótunum við Hans.
„Miðasalinn er aleinn í klefanum,“
sagði Júrgen. „Þú þarft ekki annað
en lauma þér inn til hans en verður
bara að vera með hnífinn á milli
tannanna. Og reyni hann einhver
undanbrögð veröurðu að stinga
hann.“ Er hann hafði fengið þessar
leiðbeiningar hélt Hans á járnbraut-
arstöðina til þess að ræna miðasöl-
una.
Miðasalinn
sem var á næturvakt er Hans lét
til skarar skríða hér Arno Brader-
mann, fimmtugur aö aldri. Lítið var
að gera og mun hann hafa verið hálf-
dottandi er Hans læddist inn til hans.
Hann hrökk þá við, leit við og sá
Hans.
Á sama augnabliki fylltist Hans
örvæntingu og tók að stinga Brader-
mann með hnífnum. Hætti hann ekki
fyrr en stungurnar voru orðnar þrjá-
tíu. Lá Bradermann þá lífvana á gólf-
inu.
Hans greip kassann og hljóp burt.
í kassanum reyndist vera jafnvirði
þrjú hundruð króna. „Við verðum
að fiýja," sagöi Júrgen er hann
heyrði hvenig farið hafði. Hans fékk
að halda einum þriðja af þýfmu og
tók lest til næsta bæjar. Daginn eftir
handtók lögreglan hann.
Það var þó ekki fyrr en við réttar-
höldin að Hans leysti loks frá skjóð-
unni. Þar skýrði hann frá því hvern-
ig Júrgen hefði ógnað sér til að ræna
miðasöluna. „Ég var alltaf hræddur
við hann,“ sagði hann.
Hans fékk tíu ára fangelsisdóm fyr-
ir morðiö á Branderman en Júrgen,
sem talinn var hafa verið sá sem
glæpinn skipulagði, fékk fimmtán
ára fangelsisdóm.
Júrgen.
Frændinn, slátrarinn, kom þá með
þá hugmynd að Hans fetaði í sín fót-
spor. Hans geröist þvi lærlingur hjá
honum en hann grét á hverjum degi
því hann tók svo nærri sér að sjá
dýrunum slátrað. Jukust nú veru-
lega erfiðleikarnir í lífi Hans sem
hafði fram að þessu haft á sér orð
fyrir að vera stilltur og prúður piltur.
Örlagavaldurinn
í lífi Hans var á næsta leiti án þess
að nokkurn grunaði hvað í vændum
var. Hann hét Júrgen og nokkru eft-
ir að Hans fór að vinna í sláturhúsi
frænda síns tókust kynni með þeim
Hans. Júrgen var þá lærlingur hjá
bakara einum í Pfalz.
„Júrgen var ofurmenni," sagði
Hans síðar. „Orð hans voru mér sem
lög.“
„Heilaþvottur"
er það orð sem ýmsir hafa gripið
til þegar þeir hafa lýst þeim áhrifum
sem Júrgen hafði á Hans á meðan
kynni þeirra stóðu.
Júrgen var um þetta leyti búinn
að fá þá hugmynd að hann væri arf-
taki Hitlers og væri þaö hlutverk
hans aö frelsa heiminn frá kommún-
ismanum. Talaði hann mikið um
köllun sína við Hans og tókst á til-
tölulega skömmum tíma að gera
hann að auösveipum fylgisveini sín-
um. Um leið lagði hann grundvöllinn
að starfsemi leynifélags og átti ýmis-
legt sem tengdist stofnun þess, sem
taldi í fyrstu aðeins tvo félaga, Hans
og Júrgen, sér aðeins hliðstæður í
spennusögum.
Hollustueiður
var þannig eitt af því sem Júrgen
setti aö skilyrði fyrir aöild að félag-
inu en hann varð að sverja á réttum
stað. Og hann var aðins einn í Pfalz.
Líkhúsið. Brutust þeir félagar inn í
Hans í réttarsalnum.
Arno Bradermann.
sem faðir hans var kunnur læknir
og einn virtasti borgarinn. En hann
var talsvert upp á kvenhöndina og
því kom til erfiðleika í hjónabandinu
og því lauk með skilnaði. Höfðu þau
hjónin þá rifist mikiö um alllangt
skeið.
Skilnaðurinn og undanfari hans
höfðu mikil áhrif á Hans og þegar
foreldramir höfðu fengið skilnaö
hætti hann að vera eins félagslyndur
og hann hafði verið og var mest einn
með hugsanir sínar.
Vildi verða læknir
Móðir Hans fluttist til Pfalz og
hann með henni en þar rak móður-
bróðir hans sláturhús. Var það ætlun
Hans að verða læknir og næstu þtjú
árin hélt hann áfram námi sínu en
þá varö honum ljóst að hann stóð sig
ekki betur í skóla en það að hann
myndi aldrei geta náð þeim námsár-
angri sem þarf til að verða læknir.