Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Page 27
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. 27 Hinhliðin Guömundur J. Guðmundsson tekur saltfisk meö kartöflum og hamsatólg og lifrarpylsu meö hrisgrjónagraut fram yfir annan mat. segir Guðmundur J. Guðmundsson í Hinni hliðinni Guðmundur J. Guö- mundsson, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Verka- mannasambandsins, býr sig nú undir þing ASÍ eft- ir helgina. Því er spáð að þetta verði átakaþing en hann hefur kynnst slíku áður. Guðmundur féllst á að gangast undir þá „per- sónulegu krufningu“ sem hann kallar Hina hliðina og tók sér skamman um- hugsunarfrest. „Þaö er sjálfsagt fábrotið líf sem birtist í þessu en við lát- um það nú fara samt sagði Guðmundur. Svör hans fara hér á eftir. Fullt nafn: Guðmundur Jóhann Guðmundsson. Fæðingardagur og ár: 22. janúar áriö 1927. Maki: Elín Torfadóttir. Böm: Fjögur uppkomin. Bifreið: Engin, en ég fæ oft að sitja í hjá konunni minni og stundum að keyra Dagsbrúnarbílimi. Starf: Starfsmaður Ðagsbrúnar. Laun: 101.300 krónur á mánuði. Engin greidd yfirvinna en ótak- raörkuð vinnuskylda. Áhugamál: Bókmenntir. Hvað hefur þú fengið margar tölur réttar í lottóinu? Ég var bindindis- raaður á happdrætti en féll fyrir lottóinu og verð nú reiður um hveija helgi því ég er tapsár. Ég fæ oftast enga tölu rétta, stundum eina en mest þrjár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Gera góða kjarasamninga en fæ sjaldan tækifæri. Hvað finnst þér ieiöinlegast að gera? Vinna húsverk. Uppáhaldsmatur: Saltfiskur með kartöflum og hamsatólg og lifrar- pylsa með hrísgrjónagraut á eftir. Uppáhaldsdrykkur: KafR. Hvaða íþróttamaöur stendur fremstur í dag? Jóhann Hjartarson. Uppáhaldstímarit Hef ekki sér- staka ást á neinu þeirra. Fallegasta kona sem þú hefur séö fyrir utan konuna þína: Dætur mínar. Hlynntur eöa andvígur ríkisstjórn- inni: Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest aö hitta? Jessie Jackson. Uppáhaldsleikari: Gísli Halldórs- son. Uppáhaldsleikkona: Helga Bach- mann. Uppáhaldssöngvari: Kristinn Sig- mundsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Mík- hail Gorbatsjov. Hlynntur eða andvígur hvalveið- mn íslendinga: Andvígur. Hlynntur eða andvígur bjórnum. Andvígur. Hlynntur eða andvigur veru vam- arliðsins hér á landi: Andvigur. Hver útvarpsrásanna fmst þér best? Gamla gufan en ég hlusta á Bibbu á Brávallagötunni þegar ég get. Uppáhaldsútvarpsmaður: Illugi Jökulsson. Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða Sjónvarpið? Ég horfði nær ein- göngu á Sjónvarpið en Stöð 2 sækir stöðugt á og nú horfi ég nokkuð jafnt á báðar stöðvarnar. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ómar Valdimarsson. Uppáhaldsskemmtistaöur: Ég er ókunnugur skemmtistööum. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KR og hefur alltaf veriö. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Já, aö tvíefla Verka- mannafélagiö Dagsbrún. Hvað gerðir þú í sumarfriinu? Sat alþjóðlega ráðstefnu um vinnumál í Genf frá átta til fimm daglega. -GK CADILLAC Til sölu Cadillac de Seville, árg. 1985, ek- inn 40.000 mflur, ljós- brúnn að lit. Tfl sýnis og sölu að Suðurgötu 14. Uppl. í síma 11219. Hafnarfjörður - íbúðalóðir Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar lóðir fyrir: A. Um 20 einbýlishús í Setbergi. B. 24 íbúðir í raðhúsi, parhúsum, fjórbýlishúsum (samkvæmt nýsamþykktu skipulagi sem bíður stað- festingar). Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræð- ings, Strandgötu 6, og þar eru afhent umsóknareyðu- blöð og úthlutunarskilmálar. Umsóknarfrestur er til 30. nóv. nk. Eldri umsóknir ber að endurnýja eða staðfesta. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði VARSIAHF FYRIRIÆKJASALA Skipholti 5, 105 Reykjavík, Sími 622212 BÍLAÞVOTTASTÖÐ Eigin framtíðarrekstur Til sölu er bílaþvottastöð sem þvær og ber bón á allar stærðir bíla. Tæki stöðvarinnar eru af fullkomn- ustu gerð frá Kleindienst í V-Þýskalandi og er allur búnaður stöðvarinnar mjög góöur. Viðskiptavinir velja um undirþvott, forþvott m/tjöruhreinsun, þvott með sápu og að lokum er sérstöku bóni úðað yfir bílinn. Stöðin er seld til flutnings af núverandi rekstrarstað. Húsnæðisþörf er ca 150-200 m2 með góðri lofthæð. Óskað e.r eftir tilboðum í allan búnað stöðvarinnar og eru hagstæð greiðslukjör vel hugsanleg. Stórt úrval rókókó-stóla Mjög gott verð Húsgagnasýning um helgina TMHÚSGÖGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.