Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Síða 29
28 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. 45 „Albert elskar Frakka nærri því eins mikið og mig,“ segir Brynhildur Jóhannsdóttir sem hefur fylgt manni sínum í blíöu og stríðu í gegnum árin. DV-mynd Brynjar Gauti Nú á Albert að hætta í pólitík - segir eiginkona hans, Brynhildur Jóhannsdóttir, og er reiðubúin að flytja til Frakklands aftur Brynhildur Jóhannsdóttir er hin dæmi- gerða eiginkona sem fylgir manni sínum í blíðu og stríðu. Hún hefur mátt þola að eiginmaðurinn sé hvað eftir annað bendl- aður við Hafskipsmálið, ásakaður um skattsvik vegna afmælisgjafar og vikið úr ráðherrastól sem leiddi til þess að hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum, svo eitt- hvað sé nefnt. Hún segist oft hafa verið sár en oftar reið. „Albert er heiðarlegur maður og það mættu vera fleiri Albertar í stjórnmálum hér á landi,“ segir hún. Henni finnst rétt að Albert Guðmunds- son endi feril sinn sem sendiherra í Frakklandi og segist hafa hvatt hann til að taka embættið að sér. Hann hefur ekki ennþá tekið endanlega ákvörðun. Reyndar vildi Brynhildur aldrei að Albert færi í pólitík og er enn þeirrar skoðunar aö það hafi verið rangt. En hún segist fylgja manni sínum hvert sem hann fer. Kynntust á dansleik Brynhildur var í Verslunarskólanum er hún kynntist manni sínum. Hann var í Samvinnuskólanum og var dyravörður á dansleik sem hún ætlaði sér inn á ásamt vinkonum sínum. „Ég var ekki með miða og hann ætlaði að visa mér á dyr,“ segir hún sposk á svip. „Að sjálfsögðu vann ég sigur eins og alltaf." Hún segist ráða innan veggja heimilisins og þar eru hennar sigrar. „Maður verður að eiga sitt eigið litla konungsríki.“ Pólitík er ekki hennar sérsvið og því síður áhuga- mál. „Ég hef aldrei haft neinn áhuga á pólitík," segir hún, „og skipti mér heldur aldrei af henni. Yfirleitt eru stjórnmál ekki rædd meðal fjölskyldunnar nema þá helst af þeim Albert og Inga Birni. Mér er þá venjulega sagt að skipta mér ekki af málinu, ég hafi ekki vit á því,“ segir Brynhildur. Hún þykir einstaklega ritfær og ómiss- andi í þingmannaveislum þar sem hún stendur iðulega upp og fer með ljóð um þingmennina, „þeim til mikillar hrelling- ar,“ segir hún og viðurkennir aö hún sé pínulítiö stríðin. „Ég hef alltaf samið sak- laus ljóð því mér hefur ekki fundist ástæða til að særa fólk eða móðga." Brynhildur hefur ort ljóð allt frá því hún var barn enda voVu foreldrar hennar báð- ir ritfærir. Móðir hennar var skáldkona og faðirinn hagyrðingur mikill. Brynhild- ur á safn af ljóðum en ekki hvarflar að henni að gefa þau út. „Æth það komi ekki nógu mikið á prenti sem má missa sig,“ segir hún og telur af og frá að hún eigi eftir að setjast niður og skrifa ævisögu sína. „Ævisögur á ekki að skrifa fyrr en hundraö árum eftir að fólk er dáið.“ Skrifar ekki ræður Margoft hefur því verið haldið fram að Brynhildur skrifi allar ræður fyrir Albert en hún segir að það sé vitleysa. „Ég hef líka heyrt að ég eigi að skrifa ræður fyrir Inga Björn en þetta er ekki rétt. Það hefur aldrei hvarflað aö mér að skrifa ræður fyrir þá og það hef ég ekki gert. Ég efast þó ekki um að ég gæti gert það,“ segir hún með áherslu. „Ég reyni ekki að skipta mér af því sem Albert gerir þó maður geti látið skoðun sína í ljós svo lítiö beri á; þá í þeim tilgangi að eftir því verði farið en ég er ekki viss um að svo sé.“ Stuttu eftir að þau kynntust fór Albert til Glasgow í skóla og lék sem áhugamaður með Glasgow Rangers og síðan með Ar- senal. Hann kom heim til að spila árið 1946 og þá giftu þau sig. Brynhildur fór á eftir honum út en um það leyti var Albert að flytja til London. Brynhildur segir að ef hún hefði ekki gift sig á þessum tíma hefði hún líklegast haldið áfram námi. „Ég hefði helst farið að læra tungumál," segir hún og bætir við að hún hafi síðan lært frönskuna eins og páfagaukur en farið i nám í ítölsku. Ensku og þýsku hafði hún lært í Verslunarskólanum. Mikið ein heima Eftir dvölina í London kom Brynhildur heim og eignaðist sitt fyrsta barn en Al- bert fór til Frakklands. Þegar Helena var tveggja mánaða fluttu þær mæðgur til Nancy. Brynhildur segist hafa verið mikið ein heima en hafði íslenska stúlku hjá sér fyrsta árið. „Albert var mikið á keppnis- ferðalögum. Stundum var hann á ferðalagi þrjár vikur í senn. Ég get ekki neitað að mig langaði alltaf heim og beið eftir því að komast til íslands." Þau voru erlendis í átta ár en þá sagði Brynhildur að kvótinn væri búinn. „Ég ætlaði mér aldrei að vera lengur. Albert var búinn að lofa aö við færum heim eftir ákveðinn árafjölda. Helena var orðin sjö ára og farin að ganga í skóla og læra frönsku og þá fannst mér tími kominn að fara heim,“ segir hún. Albert var fyrsti íslendingurinn og Norð- urlandabúinn sem gerðist atvinnumaður í fótbolta. Brynhildur segir að fólk hér heima hafi ekki gert sér grein fyrir allri vinnunni sem fylgdi fótboltanum. „Fólk hélt að við værum að skemmta okkur á næturklúbbum og síðan skryppi Albert á völlinn til að spila. Fótboltinn var erfið vinna. Atvinnumennirnir þurftu að hlýöa ströngum reglum, máttu lítið fara út og skemmta sér og þurftu að fara snemma að sofa, sérstaklega fyrir leiki. Kröfurnar voru ekki minni en þær eru í dag.“ Hann elskar Frakka „Það stóö aldrei annað til en Albert færi út í einhvers konar verslunarrekstur þeg- ar hann kæmi heim,“ segir Brynhildur, „en hann hélt alltaf tryggð viö Frakkland. Hann hefði aldrei komið heim ef það hefði ekki verið að minni ósk. Hann elskar Frakka nærri því eins og mig,“ segir hún og hlær. „Þeir reyndust honum vel og dáðu hann mikið. Auk þess eru Frakkar skemmtilegt fólk.“ Brynhildur kynntist vinnufélögum Al- berts lítiö og segist sjaldan hafa farið á völlinn. Hún rifjar þó upp broslegt atvik er hún fór að sjá knattspyrnuleik í fyrsta skipti í Frakklandi. „Ég kunni ekkert í frönsku þá,“ segir hún. „Þar sem ég sat á vellinum og horfði á leikinn furðaði ég mig á því aö áhorfendur æptu hver í kapp við annan Alla, Alla, en Albert var kallað- ur Alli í Frakklandi. Ég var ægilega glöö yfir hvað hann var frægur og vinsæll maður og þegar ég minntist á þetta, er við komum heim, hló Albert mikið því Frakk- arnir voru að kalla allez, allez, sem þýðir áfram, áfram á frönsku. Það er oft búið að hlæja að þessu atviki,“ segir hún. Áhugamálið er lestur „Annars er það eins með knattspyrnuna og stjórnmál, ég hef áhuga á hvorugu. Mitt áhugamál er að lesa, vera heima og hugsa um íjölskylduna. Ég hef alltaf lesiö mikið. Þegar ég var fjórtán ára las ég bækur sem ég hafði þroska til aö lesa fer- tug. Foreldrar mínir lásu einnig mikið og sögðu mér frá öllu sem þeir lásu. Mér finnst ég þess vegna hafa lesið meira en ég hef gert.“ Mörg ár liðu frá því Brynhildur og Al- bert fluttu heim og þangað til hann fór að skipta sér af stjórnmálum. Albert hafði í millitíðinni staðið í ýmsum málum sem vöktu athygli. Hann reif upp FH, var franskur konsúll, breytti gamla Sjálfstæð- ishúsinu ásamt fleirum og stóð að bygg- ingu þess nýja. Það var hins vegar ekki fyrr en í kringum 1970 að hann fór að. skipta sér að borgarmálefnum og árið 1974 var hann kosinn á þing. Alltaf var mikið um að vera í kringum Albert og gest- kvæmt var á fallegu heimili þeirra. „Jú, það var alltáf mikill gestagangur á heimil- inu. Frakkar komu hingað í heilum hóp- um. Veisluhöld voru tíð í húsinu meðan ég var og hét,“ segir Brynhildur. Þótt Brynhildur hafi ekki hrifist af því að eiginmaðurinn sneri sér að pólitík hafði hún engin afskipti af því. „Ég hef alltaf leyft honum að ráöa sínu,“ segir hún. Þau hjónin- hafa verið mikið í sviðsljósinu í gegnum árin og Brynhildur segist hafa kunnað ágætlega við það. Hins vegar finnast henni fjölmiðlar matreiða efni á annan hátt nú en áður. „Þeir hafa verið bæði ágengir og frekir við okkur. Oft er hringt hingað fram eftir nóttu og byrjað aftur snemma á morgnana," segir hún. „Stundum er setið fyrir Albert hér fyrir utan. Mér finnst þetta brot á friöhelgi heimilisins." Illar aðfarir og ódrengilegar Brynhildur segir aö það snerti hana mikið þegar illkvittnar og ósanngjarnar fréttir eru að birtast, eins og hún orðar það. „Ég get alltaf tekið heilbrigðri gagn- rýni,“ segir hún, „íslendingar eru bara margir illkvittnir þegar þeir taka sig til.“ Henni fannst það afleit framkoma við Al- bert er honum var vikið úr Sjálfstæðis- flokknum. Þegar hún er spurð hvort hún hefði kosið að hann yrði áfram í flokknum svarar hún lágt: „Nei, ekki eftir það sem á undan var gengið. Mér þóttu þetta illar aðfarir, ódrengilegar og óréttlátar. Þeir gátu losnað við hann, ef þeir vildu, við kosningar sem áttu að vera mánuði síðar. Þetta var óþokkabragð ef maður má nefna það svo. Þetta hefur áreiðanlega skemmt flokkinn innanfrá sem utan," seg- ir Brynhildur. Henni þótti rétt hjá Albert að stofna nýjan flokk. „Ég er ánægð með Borgaraflokkinn eins og hægt er að vera ánægð meö lítiö barn sem er að byrja að ganga. Hann getur auðvitað ekki sýnt sama styrk og flokkur sem er orðinn fimmtugur. Ef hann fær tíma til að þrosk- ast þá er ég viss um að honum á eftir að vegna vel.“ Brynhildi finnst stórskemmtilegt aö Ingi Bjöm, sonur hennar, skyldi skyndilega verða þingmaður. „Hann hafði aldrei skipt sér af pólitík og þetta gerðist allt í miklum fljótheitum. Ég held að enginn hafi orðið meira hissa en hann sjálfur. Mér þykir hann hafa staðið sig vel. Ingi Björn er bara of friðsamur til að vera í pólitík," segir hún. . Hæfur í sendiherrastöðu Brynlnldur er þess fullviss að Borgara- flokkurinn muni starfa áfram þótt Albert fari úr honum. Hvort sendiherrastaöan bjóöist honum til að flokkurinn splundrist vill hún ekkert um segja en er sannfærð um að margar illkvittnisraddir eigi eftir að heyrast ef hann tekur stöðunni. „Ég veit bara að hann er mjög hæfur maður til að gegna þessari stöðu. En hann lætur ekki kaupa sig. Að mínum dómi væri það mjög skemmtilegt fyrir Albert að enda sinn feril í Frakklandi og það er mín ósk að hann geri það. Ég myndi „druslast" með eins og ég er vön,“ segir hún hæversk þegar hún er spurð hvort hún vilji fara. „Ég treysti mér alveg til þess." Brynhildur viöurkennir þó að það yrði erfitt að rífa sig upp frá heimili og börn- um. „Það er erfitt að taka ákvörðun sem þessa. Það er svo margt sem þarf að ganga frá. Pólitíkin getur verið þreytandi og er mjög slítandi. Það væri ágætt að fá frið frá henni,“ segir Brynhildur. Yngsti sonur þeirra, Jóhann, er lögfræð- ingur hjá Seðlabankanum og Helena, eina dóttirin, er búsett í Bandaríkjunum. Þau Brynhildur og Albert eiga íjórtán barna- börn og eitt barnabarnabarn. „Helena er dugleg við allt sem hún tekur sér fyrir hendur," segir Brynhildur. ,,Ég vildi bara að hún byggi hér á landi. Ég sakna þess að hafa ekki einkadóttur mína hjá mér." Þau Helena og Ingi Björn eru bæði i póli- tíkinni en Brynhildur vonar að Jóhann láti hana alveg vera. Brynhildur hefur átt við veikindi að stríða undanfarin ár. Hún fékk parkinson- veikina fyrir tíu árum en fann ekki fyrir sjúkdómnum fyrstu árin. Hún lítur vel út í dag og segist vera hress. Albert gaf kost á sér til forsetaembættis- ins árið 1980 eins og flestum er kunnugt. Brynhildi fannst það skemmtilegt tímabil. „Við ferðuðumst um allt land, sáum mikið og kynntumst góðu fólki. Ég myndi samt ekki nenna slíku aftur." Hún segist ekki liafa orðið fyrir vonbrigðum þó að hann sigraði ekki. „Hann fékk gott fylgi," segir hún. „Ég hefði viljað sigur hans vegna,“ bætir hún við, „en mig langaði aldrei að verða forsetafrú. Ég vil bara vera í friði heima hjá mér. Ætli ég sé ekki sjálfri mér nóg." Brynhildur er ekki hætt að fara í kokk- teiiboð og veislur þótt hún segi að það hafi minnkað mikið hin síðari ár. „Maður er farinn að eldast," segir hún. „Ég er í frönskum lesklúbbi og búin aö vera í hon- um í tuttugu og fimm ár. Það er eini félags- skapurinn sem ég hef áhuga á.“ Húsmóðir af heilum hug Þótt Brynhildur hafi ekki áhuga á stjórn- málum þá fylgist hún vel meö því sem er að gerast og segir að sér lítist illa á ástand- ið eins og það er. „Mér sýnist þetta allt vera í vitleysu." Hún telur að Albert hefði getað gert gagn í ríkisstjórn. „Hann vinnur alls staðar vel og gerir það af heilum hug.“ Þegar hún er spurð hvort hann sé frekur svarar hún því játandi. „Allir dugmiklir menn eru frekir. En hann er blíðlyndur og notalegur fyrir því. Hann fær samt engu að ráða hér á heimilinu,“ segir hún ákveðin. Brynhildur hjálpaði ætíð börn- unum með heimanámið og hafði gaman af. „Mér er sagt að ég hafi tekið landspróf með Jóhanni og síðan stúdentspróf," segir hún og hlær. Brynhildur segir að Albert sé einstak- lega rausnarlegur og gestrisinn maður. „Hann má ekki hitta einn Frakka, þá er hann búinn að bjóða heilli rútu hingað heim. Minnisstæðasti gesturinn er þó fyrrum Frakklandsforseti, Pompidou. „Þegar hann kom hingað til lands aö hitta Nixon bjó hann hér í húsinu í þrjá daga. Við fluttum til bróður míns á meðan. Mér fannst ekkert mál þegar franski sendi- herrann bað um húsið. Þetta varð heilmik- iö mál. Við þurftum að tæma alla skápa í húsinu og þeir fóru með leitartæki um allt. Stjórnstöð var sett upp í kjallaranum og beinn sími til Élysée-hallarinnar var settur upp á skrifstofu Alberts. Forsetinn var með allt meö sér: kokk, mat, vatn.og meira að segja saltið í grautinn." Brynhildur segist ekki vera eins félags- lynd og eiginmaðurinn en hún hefur gam- an af að ferðast og eftirminnilegasta ferðin er til Bermúda. „Við höfum aðallega ferð- ast um Evrópu og forum á hverju ári til Frakklands. Ég hef aðeins einu sinni kom- ið til New York og Washington. En ég hef heimsótt dóttur okkar í Tulsa,“ segir hún. Lucy orðin gömul Tíkin Lucy er farin að láta í sér heyra yfir samræðum okkar og það vekur upp þá spurningu hvað verði gert við hana ef Albert ákveður að taka sendiherrastöð- unni í Frakklandi. „Spurðu mig ekki að því,“ svarar Brynhildur, „Lucy er orðin gömul, fimmtán ára.“ Þegar Brynhildur er spurð að því í lokin hvort hún hafi átt von á að Albert yrði ákærður í Hafskipsmálinu svarar hún: „Nei, Albert er heiðarlegur maður og það hefur verið farið harkalega með hann. Þaö var eins og það væri enginn í Hafskipsmál- inu nema Albert." Brynhildur, viðurkennir að öllu verra hafi verið þegar Albert hætti í Sjálfstæðis- flokknum. „Það kom mér reyndar mjög á óvart 'hversu mikið fylgi Albert fékk í Borgaraflokknum. Þetta hefði enginn ís- lenskur stjórnmálamaður getaö leikið eft- ir. Nú finnst mér rétti tíminn kominn fyr- ir Albert að snúa baki við pólitíkinni enda er hann kominn á þann aldur. Hann á þó næga starfsorku eftir og er ágætlega hraustur. Albert fékk eina af æðstu heið- ursorðum Frakka frá Frakklandsforseta í sumar og það hlýtur að segja sitt um hann,“ segir Brynhildur Jóhannsdóttir. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.