Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Page 36
52 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. LífsstHI DV f verslimarhugleiðingum: Meginlandið sækir á íslendingar eru farnir aö horfa til íleiri átta en áður þegar þeir halda út í heim til að versla. Nú eru það ekki bara vöruhúsin í Glasgow og London sem lokka heldur líka Ham- borg, Amsterdam, Frankfurt, Lúx- emborg og Trier. Dublin er einnig komin inn á kortið, eftir að farið var > að bjóða upp á dagsferöir þangað í haust. Innkaupaferðavertíðin stendur nú sem hæst. Yfirleitt byrjar fólk aö fara í slíkar ferðir í október en eftir 1. nóvember, þegar gisting í stórborg- um Evrópu lækkar verulega í verði, fjölgar farþegum allt fram undir miöjan desember. Ásókn í þessar ferðir er stöðug og mikil. Einkum njóta styttri ferðir, svo sem helgar- ferðir, mikilla vinsælda en minni ásókn er í lengri ferðir. Það sannað- ist áþreifanlega í síðustu viku þegar ný ferðaskrifstofa, sem bauð upp á vikuferðir til Skotlands, hætti starf- semi áður en fyrsta ferðin var farin. „Það er samdráttur í þessu eins og öðru,“ sagði einn ferðaskrifstofu- maður í samtali við blaðið. London hefur lengi verið ofarlega, ef ekki efst á lista yfir þær borgir þar sem hvað hagstæðast hefur verið fyr- ir íslendinga að versla. Glasgow bættist i hópinn sem verslunarborg fyrir áratug, eöa því sem næst, þegar segja má að innkaupaferðaæðiö hafi byrjað. Þar má finna svipaðar versl- anir og í London, með sambærilegri vöru, en yfirferð búðaráparans er ekki eins mikil. Þessar tvær borgir eru enn vinsælastar en borgir eins og Amsterdam og Hamborg hafa mjög sótt á aö undanförnu. Islend- ingar eru líka farnir að heimsækja aðrar borgir í Þýskalandi til að versla, Frankfurt og Trier. í þýsku borgunum er yfirleitt hægt að gera góð kaup í fatnaði og ýmiss konar rafmagnsvörum og þýsku vörurnar þykja vera í mjög háum gæðaflokki. Svipaða sögu er að segja af Amster- dam þar sem gæðavara er mun ódýr- ari en á íslandi. Þá er nokkuð um að fólk fari til Lúxemborgar þar sem verðlag er tiltölulega hagstætt, þó ekki eins og í Þýskalandi. En þótt styttri ferðir til útlanda njóti mikilla vinsælda um þessar mundir telja ferðaskrifstofumenn að minna sé um hreinar verslunarferðir en oft áður. Fólk fari í æ ríkari mæli til þess að skemmta sér í leiðinni og njóta þess að vera til, sækja leikhús og aðra menningarviöburði. Og er það ekki einmitt skemmtilegasta blandan? -gb Verslað í Hamborg: „Búðimar svo fallegar að maður gleymir sér" Sýnishorn af vörunum sem Ásta keypti í Hamborg. Þar er hægt að gera mjög góð kaup á vandaðri vöru ef maður veit hvert á að fara. Leikstjorastoll, kr. 1.985,- Sjónvarpsborð, kr. 6.600,- Glerskápur, kr. 36.580,- Sófaborö, 130x60 cm, kr. 14.900,- w?w»Hffwr m VISA EUROCARD AFSLA TTARKORT Pöntunarlisti og póstverslun um land allt. Hringdu strax! ©91-625870 Hljómtækjaborð, kr. 5.850,- Innskotsborð, 3 stk., kr. 12.670,- Glerborð, 75x75 cm, kr. 11.490,- Hjónarúm, 140x200 cm, m/dýnu, kr. 26.875, LAUGAVEGI 13, REYKJAVIK, húsgögn 91-625870. Vönduð og falleg húsgögn í miklu úrvali. Ásta er nýkomin úr fimm daga ferð til Hamborgar þar sem hún verslaði á sig og eiginmanninn. En hvers vegna skyldi hún hafa farið til Hamborgar eða útlanda yfir- leitt til að versla en ekki bara niður á Laugaveg eða í Kringluna? Svarið er einfalt: „Það er allt svo dýrt á íslandi,“ segir Ásta. Hamborg getur líka verið dýr verslunarborg, engu síður en Reykjavík, og búðirnar eru flottar. En þótt margt sé þar dýrt segir Ásta að líka sé hægt að finna ódýra vöru. En það þarf að leita vel. Og hún fann það sem hún leitaði að. „Núna fyrir jólin er mjög mikið um tilboðsverð í verslunum en þar er ekki um að ræða neitt rusl eins og er svo oft hér. Það er hægt að gera mjög góð kaup.“ Sérstaklega fannst Ástu það eiga við um karlmannsfatnað enda segist hún aðallega hafa keypt á manninn sinn. Bestu kaupin voru í venjuleg- um hversdagsfotum sem eru dýr á íslandi. Sem dæmi nefndi hún flau- elsbuxur sem hér kosta hátt í þijú þúsund krónur. Fyrir sambærilegar buxur borgaði hún ekki nema 800-1000 krónur í Hamborg. Áður en hún fór utan hafði hún verið að skoða staka jakka á manninn sinn en ekki fundið neinn undir tíu þús- und krónum. í Hamborg fann hún aftur á móti jakka á 5-7 þúsund og þannig mætti lengi telja. Ásta segir að í Hamborg sé kven- fatnaður aðeins dýrari en karl- mannaföt en engu að síður miklu ódýrari en hér heima. Sem dæmi nefnir hún peysusett, jakkapeysu og aðra til að vera í innan undir, mjög vandaða og góða flík, sem kostaði fimm þúsund krónur. „Maður fengi hana aldrei fyrir sama verð hér,“ segir hún. Ásta segist hafa keypt fyrir 40-50 þúsund krónur í ferðinni. Hún vissi að hún mátti aðeins koma með varn- ing fyrir tuttugu þúsund krónur inn í landið án þess að greiða af honum gjöld, og þess vegna var hún dálítið óstyrk þegar hún fór í gegnum toll- skoðun á Keflavíkurflugvelli. „En ég lenti ekki í neinum vandræðum þar, sem betur fer,“ ségir hún. Hamborgarferðin kostaði Ástu um 80 þúsund krónur með öllu. Hún seg- ir að leiðangurinn hafi ekki borgað sig í þeim skilningi að mismunurinn á verði þess sem hún keypti þar og verðinu á sambærilegum varningi hér heima var ekki nógu mikill til að borga ferðina og uppihaldið í fimm daga. Ferðin var líka öðrum þræði hugsuð sem frí og skemmtun. Og hún væri alveg til í að fara aftur í svona ferð. „Ég gæti vel hugsað mér það og þá aö vera lengur. Þetta er allt of stuttur tími. Ég myndi mæla með einni viku. Þetta er svo geysilega stórt og búð- irnar svo fallegar að maður gleymir sér alveg yfir þessu,“ segir Asta. -gb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.