Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Side 52
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988.
fi8
Sunnudagur 20. nóvember
SJÓNVARPIÐ
15.20 Magnús Jónsson kvikmynda-
gerðarmaður. Brynja Benedikts-
dóttir leikstjóri kynnir Magnús og
síðan verða sýndar myndir hans:
Tvö hundruð og fjörutiu fiskar fyr-
ir kú, heimildarmynd um útfærslu
landhelginnar 1972. Em eftir
aldri, mynd gerð í tilefni 1100 ára
afmælis landnáms á Islandi
16.10 Tvær óperur eftir Ravel. Tvær
stuttar óperur eftir Ravel teknar
upp í Glyndenbourneóperunni á
leikárinu 1987-88. Óperurnar eru:
A. Bamandspænistöfrum. (L'En-
fant et les Sortiléges). Tónlistar-
stjóri Simon Rattle. Aðalsöngvar-
ar Cynthia Buchan, Francois Lo-
up og Thierry Dran. Óperan er
byggð á Ijóði frönsku skáldkon-
unnar Colette og segir frá þvi er
leikföng ungs drengs lifna við og
mótmæla illri meðferð.
B. Spænska stundin. (L'Heure
Espagnole) Tónlistarstjóri Sian
Edwards. Aðalsöngvarar Anna
Steiger, Francois de Roux, Rémy
Corazza, Francois Loup og Thi-
eny Dran. Gamanópera um
spænskan úrsmið sem fer í viku
hverri og vindur upp ráðhúsklukk-
una en verður að skilja unga og
fríða frú sina eina eftir heima í
klukkustund. Filharmoníuhljóm-
sveit Lundúna leikur í báðum
óperunum.
17.50 Sunnudagshugvekja. Haraldur
Erlendsson læknir flytur.
18.00 Stundin okkar. Umsjónarmaður
Helga Steffensen. Stjóm upptöku
Þór Elis Pálsson.
18.25 Unglingamir i hverfinu (18).
Kanadiskur myndaflokkur um
krakkana í hverfinu sem eru búnir
að slíta barnsskónum og komnir
í unglingaskóla.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Bleiki pardusinn. Bandarisk
teiknimynd.
19.20 Dagskrárkynning.
19.30 Kastljós á sunnudegi. Klukku-
tima frétta- og fréttaskýringaþátt-
ur.
20.40 Hvað er á seyði? Þættir í um-
sjá Skúla Gautasonar sem bregð-
ur sér út úr bænum og kannar
1» hvað er á seyði í menningar- og
skemmtanalifi á landsbyggðinni.
Þessi þáttur er tekinn upp í Festi
i Gríndavík. Stjórn upptöku Kristin
Björg Þorsteinsdóttir.
21.25 Matador Fjórði þáttur. Danskur
framhaldsmyndaflokkur í 24 þátt-
um. Leikstjóri Erik Balling. Aðal-
hlutverk Jorgen Buckhoj, Buster
Larsen, Lily Broberg og Ghita
Norby.
22.25 Feður og synir. Fimmti þáttur.
Þýskur myndaflokkur i átta þátt-
um. Höfundur og leikstjóri Bern-
hard Sinkel. Aðalhlutverk Burt
Lancaster, Julie Christie, Bruno
Ganz, Dieter Laser og Tina Engel.
23.10 Úr Ijóðabókinni. Edda Heiðrún
Bachman og Valdimar Öm Flyer-
ing flytja kvæði Halidórs Laxness
Únlingurinn i skóginum. Formála
flytur Ámi Sigurjónsson. Stjórn
upptöku Jón Egill Bergþórsson.
23.25 Útvarpsfréttir i dagskrárlok.
8.00 Þrumufuglamir. Ný og vönduð
teiknimynd.
8.25 Paw, Paws. Teiknimynd.
8.45 Momsumar. Teiknimynd.
9.05 Alfi og ikomamir. Teiknimynd.
9.30 Benji. Leikinn myndaflokkur
fyrir yngri kynslóðina um hundinn
Benji og félaga hans.
9.55 Draugabanar. Teiknimynd með
íslensku tali.
10.15 Dvergurinn Davið. Teiknimynd
_. > með íslensku tali.
10.40 Herra T. Teiknimypd.
11.05 Sigildar sögur. Skyttumar þrjár.
Teiknimynd gerð eftir sögu Alex-
andre Dumas.
12.00 Viðskipti. Islenskur þáttur um
viðskipti og efnahagsmál i umsjón
Sighvats Blöndahl og Úlafs H.
Jónssonar.
12.30 Sunnudagsbitinn. Blandaður
tónlistarþáttur meó viðtölum við
hljómlistarfólk og ýmsum uppá-
komum.
13.05 Synir og elskhugar. Myndin er
gerð eftir sögu D.H. Lawrence og
fjallar um átakamikið Irf fjölskyldu
nokkurrar sem býr við kröpp kjör
í kolanámubæ i Englandi. Myndin
hefur hlotið mikið lof fyrir Kvik-
myndatöku. Aðalhlutverk: Dean
Stockwell, Trevor Howard og
Wendy Hiller.
15.15 Frá degi til dags. Day by Day.
Bandarískur gamanmyndaflokk-
ur. Aðalhlutverk: Doug Sheehan,
Linda Kelsy og C.B. Barnes. Þýð-
andi: Ragnar Hólm Ragnarsson.
ParamounL
16.15 Kisa min. I maí siðastliðnum
var haldin athyglisverð sýning á-
Kjarvalsstoóum sem bar yfirskrift-
ina Börn hafa hundrað mál og var
þar kynnt ný uppeldiskenning
sem upprunnin er á Norður-ltalíu.
Dagheimilið Marbakki hefur eink-
um aðhyllst jjessa upeldisaðferð
. hérlendis og verður í þættinum
greint frá daglegum störfum á
Marbakka og leitast við að skýra
hugmyndafræðina sem aðferðin
byggist á.
16.45 A la carte. Skúli Hansen kenn-
ir áhorfendum að matreiða Ijúf-
fenga rétti.
17.15 Smithsonian. I þessum þætti
verða skoðaðir nokkrir sögulegir
dýrgripir og söfn, bæði í Banda-
rikjunum og Englandi og farið
verður i heimsókn til Miriam
Rothschild.
18.10 Ameríski fótboltinn. Sýnt frá
leikjum NFL-deildar ameriska fót-
boltans.
19.19 19:19. Fréttir, íþróttir, veður og
friskleg umfjöllun um málefni lið-
andi stundar.
20.30 Á ógnartimum. Áhrifamikil og
vönduð framhaldsmynd í 7 hlut-
um sem gerist á dögum seinni
heimsstyrjaldarinnar. Ung, ensk
hjón ferðast um Austur-Evrópu
vegna fyrirlesarastarfa eigin-
mannsins. Áhrifa stríðsins gætir i
öllum löndum Evrópu og setur
einnig svip sinn á samband ungu
hjónanna. 2. hluti.
21.40 Áfangar. Landið skoðað í stutt-
um áföngum. Umsjón Björn G.
Björnsson.
21.50 Helgarspjall. Gestir Jóns eru
Svanhildur Konráðsdóttir, Sigrún
Hjálmtýsdóttir, Hildur Pedersen
og Hólmfríður Karlsdóttir.
22.30 Rútan rosalega. i aðalhlutverki
er 32ja hjóla kjarnorkudrifinn
trukkur, 75 tonn að þyngd og
gólflagður með sprengiefni sam-
kvæmt hugviti vísindamanns
nokkurs. Ætlun vísindamannsins
og dóttur hans, sem er fararstjóri,
er að aka í einni lotu frá New
York til Denver. Til halds og
trausts hafa feðginin fengið til liðs
við sig réttindalausan ökumann
og leiðsögumann sem þjáist af
minnisleysi. Aðalhlutverk: Joseph
Bologna, Stockard Channing,
John Beck, Jose Ferrer, Larry
Hagman og Sally Kellerman. Leik-
stjóri: James Frawley.
23.55 Draugahúsið. Legend of Hell
House. Spennandi hrollvekja um
fólk sem dvelst i húsi sérviturs
auðkýfings þar sem ekki er vært
sökum reimleika. Aðalhlutverk:
Pamela Franklin og Roddy Mac-
Dowall. Leikstjóri: John Hough.
Alls ekki við hæfi barna.
1.25 Dagskrárlok.
SK/
C H A N N E L
7.00 Gamansmiðjan. Barnaþáttur
með teiknimyndum o.fl.
11.00 Niðurtalning.
Vinsældalistatónlist.
12.00 Poppþáttur. Tónlist og
viðtöl við poppstjörnur í Þýska-
landi.
13.00 Poppþáttur. Amerískt popp.
13.30 [þróttir. Innanhússfótbolti.
14.30 Iþróttaþáttur
15.30 Tískuþáttur.
16.00 Vofan og frú Muir.
Gamanþáttur.
16.30 Vinsældalisti Sky. 50 vinsæl-
ustu lögin í Evrópu.
17.30 Eftir 2000. Vísindaþáttur.
18.30 Bionic konan. Sakamálaþáttur.
19.30 Lies,
bandarisk kvikmynd frá 1983.
21.15 Fréttir úr skemmtána-
iðnaðinum.
22.20 BilasporL
22.45 Popp. Evrópuvinsældalistinn
24.00 I vespri Siciliani. Ópera eftir
Verdi.
2.30 Tónlist og landslag.
Fréttir kl. 17.28,18.28, 19.28 og
21.13.
Rás I
FM 92,4/93,5
7.45 Morgunandakt. Séra Hjálmar
Jónsson prófastur á Sauðárkróki
flytur ritningarorð og bæn.
8.00 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Dagskrá.
8.30 Á sunnudagsmorgni með Val-
geiri Guðjónssyni. Bernharður
Guðmundsson ræðir við hann um
guðspjall dagsins, Matteus 24,
15-28.
9.00 Fréttir.
9.03 Tónlist á sunnudagsmórgni
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.25 Veistu svariö?. Spurningaþátt-
ur um sögu lands og borgar.
Dómari og höfundur spurninga:
Páll Líndal. Stjórnandi: Helga
Thorberg.
11.00 Messa i Fella- og Hólakirkju.
Prestur: Séra Guðmundur Karl
Ágústsson.
12.10 Dagskrá.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
Tónlist.
13.30 Aldarminning Helga Hjörvar.
Pétur Pétursson tók saman. (Áður
flutt 21. ágúst sl.)
14.30 Með sunnudagskaffinu. Sígild
tónlist af léttara taginu.
15.00 Góðvinafundur. Jónas Jónas-
son tekur á móti gestum í Duus-
húsi. Meðal gesta eru Martial
Nardeau flautuleikari, Bergsteinn
Sigurðsson formaður Félags eldri
borgara í Reykjavík og nágrenni
sem voru gestir í sal, Hjálmar
Gíslason og Kristín Lilliendal. Trió
Guðmundar Ingólfssonar leikur.
(Einnig útvarpað aðfaranótt
sunnudags að loknum fréttum kl.
2.00.)
16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Kappar og kjarnakonur. Þættir
úr islendingasögunum fyrir unga
hlustendur. Vernharður Linnet bjó
til flutnings í útvarpi. Áttundi og
lokaþáttur: Úr Njálu, hefnd Kára.
(Einnig útvarpað á Rás 2 nk.
fimmtudagskvöld kl. 20.30.)
17.00 Frá tónleikum Filharmóníu-
hljómsveitar Berlinar 30. mai sl.
Stjórnandi: Seji Ozawa. a. „Leo-
nora", forleikur nr. 2 í C-dúr op.
72 eftir Ludwig van Beethoven.
b. Sinfónía nr. 4 í f-moll op. 36
eftir Pjotr Tsjaíkovskí.
18.00 Skáld vikunnar - Gylfi Grön-
dal. Sveinn Einarsson sér um þátt-
inn. Tilkynningar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.33 Um heima og geima. Páll
Bergþórsson spjallar um veðrið
og okkur.
20.00 Sunnudagsstund barnanna.
Fjörulíf, sögur og söngur með
Kristjönu Bergsdóttur. (Frá Egils-
stöðum)
20.30 Tónskáldatími. Guðmundur
Emilsson kynnir íslenska tónlist.
21.10 Austan um iand. Þáttur um
austfirsk skáld og rithöfunda.
Umsjón: Arndís Þorvaldsdóttir og
Sigurður Ö. Pálsson. (Frá Egils-
stöðum)
21.30 Útvarpssagan: „Heiður ættar-
innar" eftir Jón Björnsson. Herdís
Þorvaldsdóttir les (4.)
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundags-
ins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Norrænir tónar.
23.00 Frjálsar hendur. Umsjón: lllugi
Jökulsson.
24.00 Fréttir. Næturútvarp á sam-
tengdum rásum til morguns.
9.03 Sunnudagsmorgunn með
Svavari Gests. Sígild dægurlög,
fróðleiksmolar, spurningaleikir og
leitað fanga I segulbandasafni
Útvarpsins.
11.00 Úrval vikunnar. Úrval úrdæg-
urmálaútvarpi vikunnar á Rás 2.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Spilakassinn. Pétur Grétarsson
spjallar við hlustendur sem freista
gæfunnar í Spilakassa Rásar 2.
15.00 Vinsældalisti Rásar 2. Stefán
Hilmarsson kynnir tíu vinsælustu
lögin. (Endurtekinnfráföstudags-
kvöldi.)
16.05 Á fimmta timanum. Halldór
Halldórsson fjallar um danska
tónlistarmanninn Sebastian í talí
og tónum. (Einnig útvarpað að-
faranótt fimmtudags að loknum
fréttum kl. 2.00.)
17.00 Tengja. Kristján Sigurjónsson
tengir saman lög úr ýmsum áttum.
(Frá Akureyri)
19.00 Kvöldfréttir.
19.33 Áfram ísland. Islensk dægur-
lög.
20.30 Útvarp unga fólksins - Að
leggja drög að framtíðinni. Þáttur
um náms- og starfsráðgjöf. Við
hljóðnemann er Sigriður Arnar-
dóttir.
21.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu
tagi.
22.07 A elleftu stundu. Anna Björk
Birgisdóttir á veikum nótum i
helgarlok.
01.10 Vökulögin.Tónlistafýmsutagi
í næturútvarpi til morguns. Sagð-
ar fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum kl. 5.00 og 6.00. Véður-
fregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og
4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 8.00,
9.00,10.00,12.20,16.00,19.00,
22.00 og 24.00.
9.00 Haraldur Gislason á sunnu-
dagsmorgni. Notalegt rabb og
enn notalegri tónlist.
12.00 MargrétHrafnsdóttirogsunnu-
dagstónlistin i bíltúrnum, heima
og annars staðar - tónlistin svikur
ekki.
16.00 Ólafur Már Björnsson: Hér er
Ijúfa tónlistin allsráðandi. Bylgju-
hlustendur geta valið sér tónlist
með sunnudagssteikinni ef hringt
er í sima 611111.
21.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson:
Sérvalin tónlist fyrir svefninn.
2.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
10.00 Líkamsrækt og næring. Jón
Axel Ólafsson leikur létta og
þaegilega sunnudagstónlist.
14.00 ís með súkkulaði. Gunnlaugur
Helgason kroppatemjari á sunnu-
dagsrúntinum.
18.00 Utvarp ókeypis. Engin afnota-
gjöld, engin áskriftargjöld, aðeins
góð og ókeypis síðdegistónlist.
21.00 Kvöldstjörnur. Vinsæll liður á
sunnudegi, tónlist sem kemur öll-
um til að liða vel.
1.00-7.00 Næturstjörnur.
ALFA
FM-102,9
14.00 Alfa með erindi til þin. Blessun-
arrikir tónar og fleira sniðugt til
að minna á nærveru Jesú Krists.
20.15 Á hagkvæmri tíð. Lesið úr Orð-
inu og beðið. Umsjón: Einar Ara-
son.
20.50 Vikudagskráin lesin.
21.00 Alfa með erindi til þin. Frh.
24.00 Dagskrárlok.
11.00 Sigildur sunnudagur. Leikin
klassísk tónlist.
13.00 Prógramm. Tónlistarþáttur i
umsjá Sigurðar Ivarssonar. Nýtt
rokk úr öllum heimsálfum.
15.00 Bókmenntir.
16.30 Mormónar. E.
17.00 Á mannlegu nótunum. Umsjón:
Flokkur mannsins.
18.00 Úr ritverkum Þórbergs Þórðar-
sonar. Jón frá Pálmholti les úr
Bréfi til Láru.
18.30 Opið. E.
19.00 Sunnudagur til sælu. Umsjón:
Gunnlaugur, Þór og Ingó.
20.00 Fés. Unglingaþátturinn.
21.00 Bamatimi.
21.30 Gegnum nálaraugað. Trúarleg
tónlist úr ýmsum áttum. Umsjón:
Óskar Guðnason.
22.30 Nýi tíminn. Umsjón: Bahá’í-
samfélagið á Islandi.
23.00 Kvöldtónar.
23.30 Rótardraugar.
24.00 Poppmessa í G-dúr. Tónlistar-
þáttur í umsjá Jens Guð. E.
2.00 Dagskrárlok.
12.00 FÁ. „TwoAmigos“íumsjálnga
og Egils.
14.00 MH.
16.00 MR. Ragnheiður Birgis. og
Dóra Tynes.
18.00 MK. Skemmtidagskrá að hætti
Kópavogsbúa.
20.00 FG. Hjálmar Sigmarsson.
22.00-01.00 FB. Elsa, Hugrún og
Rósa.
Hljóðbylgjan
Akureyii
FM 101,8
10.00 HaukurGuðjónssonáþægileg-
um nótum með hlustendum fram
að hádegi.
12.00 Ókynnt sunnudagstónlist með
steikinni.
13.00 Einar Brynjólfsson í sunnu-
dagsskapi.
16.00 Þráinn Brjánsson leikur alls-
kyns tónlist og meðal annars úr
kvikmyndum.
19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist.
20,00 islensk tónlist í fyrirrúmi á
Hljóðbylgjunni. Kjartan Pálmars-
son.
22.00 Harpa Benediktsdóttir.
24.00 Dagskrárlok.
Mýsla mundar mjólkurflöskuna. Hún aðstoðar við kynning-
ar ásamt úlfinum.
Sjónvarp kl. 18.00:
Stundin okkar
Þetta er Stundin okkar
sem er einn af elstu dag-
skrárliðum sjónvarpsins.
Yngsta kynslóðin raðar sér
upp fyrir framan imbann og
horfir hugfangin á.
í þessum þætti verður sagt
frá því hvernig úlfurinn
náði sér í jóladagatal. Hekt-
or kemur og segir Lilla sög-
una um þvottapokann en
sagan sú er eftir Gyðu Ragn-
arsdóttur. Og síöast en ekki
síst verður sýnt atriði úr
leikritinu Mér er alveg sama
þó einhver sé að hlæja að
mér, en það er eftir Guð-
rúnu Ásmundsdóttur. Úlf-
urinn og Mýsla hafa lofað
að aðstoða Helgu við kynn-
ingamar eftir megni.
-Pá
Drengurinn óþægi sem lendir í einkennilegum ævintýrum
ásamt leikföngum og innanstokksmunum.
Einn af mörgum einkennilegum farþegum með rútunni
rosalegu.
Stöð tvö kl. 22.30:
Þetta er stórkostleg skop-
stæling á öllum stórslysa-
myndum sem gerðar hafa
verið. í aöalhlutverkinu er
32ja hjóla kjarnorkuknúinn
tmkkur, 75 tonn að þyngd
og hlaðinn sprengiefhi.
Honum stýrir vísindamaður
sem hyggst aka í einni lotu
frá New York til Denver.
Ökumaðurinn er réttinda-
laus og leiðsögumaðurinn
þjáist af minnisleysi. Meðal
farþega eru hjón sem eru að
halda upp á skilnaö sinn,
hempulaus prestur, rétt-
indalaus dýralæknir,
drykkfellt kerlingarskar og
kynbomba.
Kvikmyndahandbókin
gefur henni tvær og háifa
stjörnu og er sögö bráð-
fyndin. Leikstjóri er James
Frawley. -Pá
Sjónvarp kl. 16.10:
Bam í álögum
Þessi athyglisverði þáttur
frá hollenska sjónvarpinu
ætti að vera hvalreki á fjör-
ur allra dansunnenda. Hér
er á ferðinni ópera eftir Co-
lette færð í hallettform við
tónhst Ravels.
Það er Hollenska dans-
leikhúsið sem flytur söguna
af stráknum sem í uppreisn-
arhug brýtur og bramlar
allt lauslegt í herberginu
sínu. En innanstokksmun-
irnir öðlast líf og snúast
gegn honum.
Stjórnandi er Jiri Kylian
sem hlotið hefur einróma lof
gagnrýnenda fyrir hæfi-
leika sína á þessu sviði.
-Pá