Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR; 15, DESEMBER 1988.
15
DV
Lesendur
„Best að framleiða jólabækur eftirleiðis í kiljuformi."
Slæmur frágangur jólabókanna:
Ætti að koma
fram í verði
Torfi hringdi:
Ég er fyllilega sammála þeim sem
hafa verið að gagnrýna lélegan frá-
gang á jólabókunum í ár. Flestar
bækurnar eru illa bundnar, en verð-
ið hefur lítið lækkað til samræmis
við það. Þetta ófullkomna band
sumra bókanna er það sama og notað
er við kiljuframleiðslu. Eini munur-
inn er sá að þessar nýju bækur eru
með hörðum spjöldum i stað pappírs-
kápu.
Heiðarlegra hefði verið af útgef-
endum að notast bara við kiljuformið
og koma þá bókunum í það verð sem
þeim hæfir. - Nú er meðalverð á
þessum nýju bókum kr. 2.600 til 3.000
og þær sem eru með límdan kjöl en
ekki heftan eru afar „lausblaða" svo
ekki sé meira sagt. Ég leit t.d. á báð-
ar þessar bækur sem nú eru einna
mest í sviðsljósinu, Ein á forsetavakt
og Bryndísarbókina, og gat ég ekki
betur séð en báðar þessar bækur
væru meö þessum hætti.
Nú er ekkert að því að ganga þann-
ig frá þessum bókum, bara að það
sé ekki verið að láta fólk halda að
þetta band sé jafngott og annað hefð-
bundið bókband, en það er það alls
ekki. - Þess vegna ættu bókaútgef-
endur að lækka verðið á bókum með
þessu handverki til jafns við
kiljubækur eða hafa það kannski lít-
ið eitt hærra vegna hörðu spjald-
anna.
Það sem verst er þó að þegar þéss-
ar nýju bækur hafa verið lesnar og
handfjallaðar af mörgum og blöðin
fara að losna, og það gera þau alltaf,
þá er ekki hægt að senda bækurnar
til bókbindara og biðja um band að
nýju vegna þess að þær hafa engar
arkir til að hægt sé að sauma eins
og áður var.
Best væri að framleiða þessar jóla-
gjafabækur eftirleiðis í kiljuformi,
þær eru ekki merkilegari en þaö
flestar. Síðan geta eigendur þá látið
binda þær bækur inn sem þeim verða
svo kærar að þeir telja þær þess virði
að setja þær á til að skarta í bókahill-
um um ókomna tíma.
Dagur vonar - von-
laus kvikmynd
Hallgrímur hringdi:
Ég var einn af þeim sem álpaðist
til að horfa á kvikmyndina Dagur
vonar í íslenska sjónvarpinu, sem
ég kalla stundum ríkissjónvarpið.
Þar gaf nú á að líta maður! Eins
mikið svartnætti, hörmung og
hrottaskapur, ásamt bölvi og ragni
og maður gat í.sig látiö. En hætt
er við að margir hafi ekki getað
látið þetta ofan í sig og gengiö frá
kassanum, lítið mettir af menning-
unni. Fáir hafa þorað að íjalla um
þessa sjónvarpskvikmynd, aðrir en
þeir sem eru í skýjunum af hrifn-
ingu!
En þetta fellur kannski prýðilega
að þjóðarsáhnni, sál ímyndaðrar
skáldaþjóðar? En hvernig ríkis-
sjónvarpið getur leyft sér að taka
þetta leikrit til sýningar fyrir þá
sem enn hafa geð til að greiða af-
notagjöld til ríkisins er óskiljan-
legt. Uppistaða verksins var þvílík
eymd og ógeð að því verður vart
trúað að þjóðin vilji í alvöru velta
sér upp úr þessum sora.
Það mátti ekki einu trufla verkið
með fréttum kl. 23 eins og venjan
er og engar seinni sjónvarpsfréttir
það kvöldið fyrir bragðið. Það mega
allir menningarvitar þjóðarinnar
hæla svona leikverki, ef verk
skyldi kalla, en ég fordæmi það
harðlega. - En það er kannski eng-
in furða þótt hér sé allt á afturfót-
unum þegar þjóðin lætur bjóða sér
þetta og svipað sjónvarpsefni.
FÁST í NÆSTU VERSLUN POTTÞÉTTAR
•.PFNÆMISPRÓFAÐAR
' ,EI
TVÆR
SfiymnifMHii i
EWCW
Vlkuverð frá kr.
19.900
* Allar náiiari upplýsingar faerdu á ■vöIuski-iÉ'f.toi'nin iijá
iinihoásnuiinmiii og i'cráaskrii'sáoi'iini.
Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Krínglunni. Upplýsingar og
farpantanir í síma 25 100.
Við ajúgum
svo létt í hutdu
FLUGLEIÐIR
§kí<k- ot> áciiiiuiiMíi'
íAlprn
Beiut Stug tíl SAL/JtVRG
íillíi laugardaga í vetur
Jólamynd frá Getreidegasse í Salzburg, heimsfræg verslunargata.
Skíða- eða skemmtiferö í Alpana er jafnframt heimsókn á nokkra af fallegstu og
rómantískustu staði heimsins.
í Salzburgerlandi má finna góð hótel, hlýlegar krár, diskóstaði, stórfenglega matsölu-
staði og feikn öll af mjög góðum verslunum.
Þið njótið góðs af íslenskumælandi starfsfólki Fiugleiða, hvort sem um skemmtiferð
eða skíðaferó er að ræða.