Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1988. Popp____________________________________________________ Plata Bítlavinafélagsins selst best um þessar mundir: „Arangur þrotlausrar vinnu síðustu mánaða" - segir Jón Ólafsson. Nýr bassaleikari er genginn til liös við hljómsveitina Plöturnar seljast og seljast þessa dagana enda eru að koma jól. Sumar fara í stórum upplögum og auka sí- fellt við sig. Öörum er farið að dapr- ast flugið. En engin plata virðist ætla að slá metsöluskífum síðustu jóla við, Dögun Bubba Morthens og í fylgd með fullorðnum Bjartmars Guðlaugssonar. Miðað við vinsældalista dagblað- anna virðist Bítlavinafélaginu og 12 íslenskum bítlalögum ætla að vegna best fvrir jólin ’88. Platan kom út þann sautjánda síðasta mánaðar og hefur verið nær óslitið á toppnum síðan. „Við vorum komnir í 4.500 eintök í byrjun vikunnar og miðað við gang mála ættum við að vera í fimm þús- undum núna um helgina," segir Jón Ólafsson Bítlavinur. Hann og féiagar hans hafa nú tekið sér hvíld frá spilamennsku. „Við hefðum þó haldið áfram iangt fram í desember ef Stefán gitarleikari hefði ekki þurft að fara til Ameríku." Böll eftir böll Jón Ólafsson telur velgengni 12 ís- lenskra bítlalaga meðal annars vera því að þakka að hljómsveitin hefur víða komið fram að undanfornu. „Við spiluðum um allar helgar frá 23. september til þriðja desember, samtals 26 sinnum. Og á liðnum árum höfum við gert mjög víðreist um landið. Ætli við eigum nokkurn stað eftir nema Grímsey. Við höfum meöal annars nokkrum sinnum spil- að í Hrísey þótt ekki verði maður ríkur á dansleikjahaldi þar, vinni sér rétt fyrir gistingu og gallowaysteik. Auðvitað hlýtur það að hafa áhrif að hafa verið duglegur að koma nafni hljómsveitar sinnar á framfæri þótt stundum hafi ekki verið nema fimm- tiu til sjötíu manns á böllum hjá okk- ur." Jón Ólafsson: Við spiluðum um hverja helgi í tvo mánuði í haust. Að sögn Jóns var Bítlavinafélagið duglegast við spilamennskuna í júlí í fyrra. í þeim mánuöi kom hljóm- sveitin samtals 26 sinnum fram. „Þá vorum við líka búnir að fá okkur fullsadda.“ Skrifað á plötur Jón og félagar hans eru aldeilis ekki aðgerðalausir þessa dagana þótt ekki standi þeir uppi á hljómsveita- palli. „Við þeytumst í öll viðtöl sem okk- ur er boðið að koma í. Ætli þau séu ekki orðin um tíu vegna nýju plöt- unnar - ellefu með þessu! Svo höfum við verið í myndbandaupptökum og gerðum nýlega snöggsoðinn sjón- varpsþátt fyrir ríkissjónvarpið. Ekki má gleyma því að um hverja helgi erum við á fullu við að árita plötur. Skrifum og skrifum í stórmörkuðum og plötubúðum þar til blóð drýpur undan nöglunum á okkur. Ætli við séum ekki búnir að skrifa nöfnin okkar á einar tvö hundruð plötur það sem af er og eigum vonandi eftir að skrifa á nokkrar í viðbót.“ Popp Ásgeir Tómasson Viöurkennt af Rafmagnseftírlití ríkisins 1 ÁRS ÁBYRGÐ Hefur þú verki í baki, hnakka, eða öxlum. Viðbótarsending á kr. 3.900}” }áður kr. 5«430}“ Hitateppi hcntar öllum, ungum scm öldnum. Pantið strax. Dregur úr vöðvaspennu með hita. Vinnur séretaklega gegn verkjum í baki og hnakka og almennri þreytu. Ver úr 100% bómull sem hægt er að þvo. Tvær hitastillingar. Tengi fyrir 60/30 W. 220 volt. Stærðca 37x55 cm. Póstverslunin Príma Pöntunarsími 62-35-35. Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00. S VISA S EUROCAMJ Fótóhúsið - Príma - ljósmynda- og gjafavöruverslun, Bankastræti, sími 21556. ÍI Jón segir þaö mun skemmtilegra og líflegra aö árita í stórmörkuðum en plötubúðum. „Maður þarf helst að vera innan um kóteletturnar. Þangaö kemur líka miklu breiðari hópur en í plötu- búöirnar. Viö áritum plötur fyrir fólk á öllum aldri - allt frá tíu ára upp í Haraldur Þorsteinsson hefur nú sagt skilið við félaga sína i Bítlavinafé- laginu. sjötugt. Það gerist oft eitt og annað skemmtilegt þarna. Um daginn kom til dæmis einn og bað okkur að árita plötu með Síðan skein sól! Við skrif- uöum auðvitað snarlega nöfnin okk- ar á hana. Ég skrifaði mitt þvert yfir andlitið á Helga Björns.“ Næsta ár Jón Ólafsson og Bítlavinirnir halda áfram að koma plötunni sinni á framfæri til jóla. „Auövitað erum við ánægðir með viðtökurnar. Platan er komin í gull og stefnir í platínu. Við getum ekki annað en verið ánægðir með slíkt núna þegar salan yfir línuna er ekk- ert til að hrópa húrra fyrir, að minnsta kosti ekki ef miðað er viö árið í fyrra. Við tókum 12 íslensk bítlalög upp í vor og ætluöum aö koma henni á markað snemma sumars og snúa okkur svo að frumsaminni tónlist. Útgefandinn, Steinar Berg, ákvaö að salta plötuna fram á haustiö - sagði að hún myndi seljast miklu betur þá en að sumri til. Hann hafði auðvitað rétt fyrir sér eins og vant er!“ Eyjólfur Kristjánsson og Rafn Jónsson árita plötu í Kaupstað. Þær eru nú orðnar um tvö hundruð sem þeir hafa skrifað nöfn sín á. Bítlavinafélagið leikur á Hótel ís- landi á gamlárskvöld og nýársfagn- aöinum á nýárskvöld. Hvað tekur svo við? okkar eigin stúdíói - eða hljóðveri eins og það heitir víst á góðri ís- lensku. Svo spilum við bara og spil- um sem víðast eins og venjuiega." Stund milli stríða á Bítlafélagsdansleik. Stefán Hjörleifsson og Eyjólfur Kristjánsson slaka á. DV-myndir ÁT Jón Ólafsson segir það hafa sitt að segja fyrir hljómsveitina að hafa kom- ið sem viðast við á landinu á liðnum árum. Það er svo undarlegt með unga menn. Bítlavinafélagiö skrýðist ávallt glímubúningi undir lok dans- leikja sinna. „Þá er það frumsamda tónlistin okkar sem er búin að bíöa nokkuð lengi,“ svarar Jón. „Við förum að vinna að henni á útmánuðum og byrjum að taka upp í mars eða apríl. Við eigum orðið nokkuð af frum- sömdu efni sem við erum eiginlega famir að bíða eftir aö vinna með í Nýrbassaleikari Þegar Bítlavinafélagið kemur sam- an að nýju eftir jól veröur nýr bassa- leikari mættur til leiks í stað Haralds Þorsteinssonar. Hann heitir Björn Vilhjálmsson og lék meö Rokkabilly- bandi Reykjavíkur, Lolu, Eglu og Svefngölsum, svo nokkrar séu nefnd- ar. Haraldur er genginn til liðs við Brimkló sem einmitt kemur fram á nýárskvöld í Broadway eftir langt hlé. „Nú, og svo er ég búinn að fá mér hirðskáld, ekki má gleyma því,“ seg- ir Jón Ólafsson. „Viö Sigmundur Ernir Rúnarsson skáld og fréttamað- ur ákváðum það einhvern tíma að prófa að semja saman. Ég lögin og hann textana. Sigmundur var ein- mitt aö skila þeim fyrstu og mér líst þrælvel á þá. Þeir eru á talsvert merkilegra plani en Þrisvar í viku sem við félagarnir hnoðuðum saman hér um árið.“ Sem sagt, nóg um aö vera hjá Bítla- vinafélaginu á næstunni. En hvað um daginn í dag, laugardag? „Ja, það er nú það.“ Jón klórar sér í hrokknum kollinum. „Ætli það verði ekki fyrst Mikligarður og svo Hagkaup... ne-ei, það var kannski öfugt.“ -ÁT-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.