Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Side 7
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989. 7 pv_______________________________Fréttir Húsbréfakerfiö: VORTILBOÐ ’89 Framsókn mun standa við samkomulagið - segirJón Kristjánsson, þingmaður flokksins „Framsoknarflokkurinn mun standa viö þaö samkomulag sem formenn stjómarflokkanna geröu um húsbréfafrumvarpið. En það var ljóst, þegar samkomulagiö var gert, aö ekki myndu ailir sætta sig við það og þaö kom strax fram viö fyrstu umræðu málsins að Alex- ander Stefánsson er andsnúinn máiinu. Að öðm leyti stendur þing- flokkurinn við samkomulagið," sagði Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fulltrúi hans í félagsmálanefnd neðri deild- ar ásamt Alexander. Eftir opinbera andstöðu ýmissa framsóknarmanna við húsbréfa- frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, meðal annars fulltrúa flokksins í stjórn Hús- næðisstofnunar, hefur stuðningur stjómarílokkanna við frumvarpið verið dreginn í efa. Miðað við um- mæli Jóns Kristjánssonar virðist Alexander Stefánsson hins vegar vera sá eini í þingflokki Framsókn- ar sem ekki treystir sér til að greiða frumvarpinu atkvæði. Ólafur Ragnar Grímsson íjár- málaráðherra sagði í samtali við DV að allir þingmenn Alþýðu- bandalagsins myndu standa við samkomulag formannanna. Það felur í sér að kaup lífeyrissjóðanna á húsbréfum verði endurskoðuð eftir sex mánuði og kerfið í heild eftir tvö ár. Til þess aö tryggja frumvarpinu meirihluta þarf ríkis- stjórnin að leita til stjórnarand- stöðunnar. Þar sem stjómin hefur ekki meirihluta í neðri deild breyt- ir afstaða Alexanders þar ekki öðm en því að stjómin þarf tvo þing- menn í stað eins. I samtali við DV sögðu bæði Þór- hildur Þorleifsdóttir, þingmaður Kvennalistans, og Geir H. Haarde, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að þingmenn þessara flokka væru flestir fylgjandi frumvarpinu eins og það var lagt fram. Þá hafa þing- menn Borgaraflokksins lýst sig hlynnta þessu máli. Fá mál ríkis- stjórnarinnar hafa því fengið jafn- góð viðbrögð stjómarandstöðunn- ar. Af samtölmn við þingmenn sljórnarandstöðunnar er hins veg- ar ljóst að hún á auðveldara með að samþykkja frumvarpið eins og það var áður en til samkomulags formanna stjómarflokkanna kom. -gse CITROÉNA OPIÐ í DAG laugardag kl. 1-5 Globuse Lágmúli 5, Reykjavík Sími 91-681555 VANTAR ÞIGHURÐIR? Stálhurðir: þykkt 50 mm. Einangrun: Polyurethane "Ú gildi 0,32 W/m2, 7 litir. Með og án mótordrifs. Sendum menn til uppsetningar um land allt. ASTRA AUSTURSTRÖND 8, SÍMI 612244 AÐEINS í NOKKRADAGA \ VIÐ RÝMUM TIL OG SELJUM ÚT SÍÐUSTU EINTÖK AF ÝMSUM HÚSGÖGNUM. EINNIG VERÐA ÝMSAR VÖRUR Á TIÐBOÐSVERÐI. SUÐURLANDSBRAUT 22 • SÍMI 36011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.