Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Qupperneq 22
22
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989.
TILKYNNING
frá Rafveitu Hafnarfjarðar. Skrifstofa Rafveitunnar
er flutt á Strandgötu 6, ráðhús. Almenn afgreiðsla
og innheimta er á jarðhæð. Nýtt símanúmer skrif-
stofudeildar og rafveitustjóra er 53444. Veitukerfis-
deild, eftirlit raflagna og tæknideild verða áfram á
Hverfisgötu 29. Nýtt símanúmer verður 652935.
Utan venjulegs vinnutíma verður bilanasími 652936.
Rafvelta Hafnarfjarðar
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR!
Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á
Egilsstöðum er laus til umsóknar frá 1. maí nk. Einn-
ig óskast hjúkrunarfræðingar til sumarafleysinga á
Heilsugæslustöðina og á Heilsugæslustöðina á
Borgarfirði eystri. Launakjör samningsatriði.
Upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri og yfirlæknir í
síma 97-11400 og framkvæmdastjóri í síma 97-11073.
9
FRÁ GRUNNSKÓLUM KÓPAVOGS
Innritun 6 ára barna (börn fædd 1983) fer fram í
skólum bæjarins mánudaginn 17. apríl og þriðjudag-
inn 18. apríl frá kl. 13-16.
Innritun skólaskyldra barna og unglinga, sem flytjast
milli skólahverfa, flytja í Kópavog eða koma úr einka-
skólum, fer fram sömu daga á Skólaskrifstofu Kópa-
vogs, Hamraborg 12, 3. hæð frá kl. 10-12 og 13-15.
Sími 41988.
Skólafulltrúi
•«« r
O O O n>
FÉLAG STARFSFÓLKS í VEITINGAHÚSUM
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Félags starfsfólks I veitingahúsum verður
haldinn í baðstofunni, Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5,
þriðjudaginn 25. apríl kl. 17.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kjaramál, öflun verkfallsheimildar.
3. Önnur mál.
Stjórnin
TIL SÖLU
húseignir í Reykjavfk og á Blönduósi
Kauptilboð óskast I húsalgnlna Blöndubyggö 10, Blönduósi, samtals 1073 rúmmetrar
aö simrd. Brunabótamat kr. 7.115.000. Húsiö vsröur Ul sýnls I samráöi vlö Kristinu
Ágústsdóttur, simi (95) 4101.
Kauptllboó óskast i signarhluta Póst- og simamálastofnunarinnar að Amarbakka 2,
Reykjavlk, samtals 375 rúmmetrar aö stærö. Brunabótamat kr. 4.856.000. Húsiö veröur
tli sýnis i samráöi vló Sofflu Jónsdóttur, siml 74325
Tllboösblöö eru afhent hjá ofangrelndum aöilum og á skrtfstofu vorri.
Tltooö veröa opnuö mlövlkudaglnn 26. april nk. kl. 11.00. f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
___ BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
Mér finnst æskilegt að íslensk böm reyni að bölva á íslensku á erfiðum augnablikum.
Um grút og shit:
Þegar málhaltur
leiðir orðblindan
Þórðargleði er sú árátta kölluð
að kætast yfir óforum annarra.
Þórðargleði mundi það til dæmis
vera að sitja inni í strætisvagni og
hafa ánægju af því að sjá konu með
smábam og innkaupapoka í fang-
inu koma hlaupandi og missa af
vagninum en þó í tæka tíð til að fá
yfir sig væna forargusu ískalda og
svalandi upp úr göturæsinu.
Þórðargleði er það líka að lesa
auglýsingar um nauðungaruppboð
í blöðunum með vaxandi kátínu
þegar kemur að öðru og síðara
uppþoði og óhömdu flissi við þriöja
og síðasta.
Þórðargleði er undanþegm
skemmtanaskatti og ef til vfil þess
vegna aUútbreidd með þjóðinni.
Orðið sjálft er hins vegar tUtölulega
sjaldan notað, enda er íslendingum
ekki tamt að tala um tilfinningar
sínar og allra síst um tilfinmngar
af því tagi sem Þórðargleðin er.
Fyrir nokkrum dögum rifjaðist
þetta orð upp fyrir mér þegar ég
varð var við þessa tilfinningu inn-
an rifja. Ég var þó hvorki að lesa
tilkynningar um nauðungarupp-
boð né heldur sá ég konu missa af
strætisvagni. Ég var að hlusta á
útvarpið. Rás tvö - held ég - gott
ef ekki Dægurmálaútvarpið.
Ekki veit ég hver aðdragandinn
var aö þessu atviki, en þegar ég
kveikti á útvarpinu í bílnum mín-
um heyrði ég að fiölmiðlakona var
á kreiki með hljóðnema úti í þjóð-
félaginu og var að spyija Pétur og
Pál hvort þeir vissu merkingu
orðsins „sínkur“.
Sumir höfðu ekki hugmynd um
merkingu orðsins, en aðrir svör-
uðu eins og upp úr Orðabók Menn-
ingarsjóðs: Nískur, fégjam, aðsjáll,
samheldinn. Og svo kom hijúf mið-
aldra rödd í útvarpið og sagöi: Sá
sem er sínkur er líka kaUaður grút-
ur. Og þá hváði fjölmiölakonan og
virtist hafa tapað áttum.
Þama var kominn maöur sem
útskýrði lýsingarorð með nafnorði
og það virtist koma flatt upp á hana
aö heyra haldið fram einhveijum
skyldleika milli orðanna grútur og
sínkur.
Ég fann Þórðargleðina læsast um
mig. Þetta var hárrétt hjá hijúfu
röddinni. Sá sem er sínkur er bæði
grútur, svíðingur og nirfiU, og mér
var dillað þegar fiölmiðlakonan
með hijóðnemann varð klumsa.
Þama hafði hfjóðneminn á einu
augabragöi afþjúpaö ekki aðeins
Fjölimðlaspjall
Þráinn Bertelsson
takmarkaðan orðaforða og mál-
skilning þjóðarinnar heldur einnig
málfátækt útsendara sjálfs Ríkisút-
varpsins. Það sem helst hann var-
ast vann varð þó að koma yfir
hann.
Að visu skammaðist ég mín ofur-
lítið fyrir að vera svo lágkúrulega
innréttaður að hafa ánægju af því
að heyra fulltrúa hins opinbera
rekinn á stampinn af nafnlausri 'og
ofurlítið hrjúfri rödd úr þjóðar-
djúpinu.
Tilgangurinn var sjálfsagt góður.
Ekki veitir af málfarslegiun leið-
beiningum í ljósvakamiölunum, en
til að kennsla komi að einhveiju
gagni þarf lærimeistarinn helst aö
vera töluvert miklu fróðari en læri-
sveinninn. Það er ekki við miklu
að búast þegar haltur leiðir blindan
eða málhaltur orðblindan.
Þóröargleöin er nú af mér runnin
og ég biðst afsökunar á því að ég
skuli vera svona ómerkilegur.
Auðvitað ber mér að gleðjast í
hvert sinn sem ég verð var viö að
fjölmiðlar geri tilraun til að hressa
upp á íslenskukunnáttu þjóðarinn-
ar. Ekki veitir af, því aö íslensk
tunga er í stöðugri útrýmingar-
hættu ekki síður en hvalimir í haf-
inu umhverfis okkur.
Um daginn heyrði ég á að giska
níu eða tíu ára strákpatta lýsa geðs-
hræringu sinni með því að tvinna
saman orðunum „shit“ og „fucking
shit“ af mikilli tilfinningu. Ég geri
ráð fyrir því að þessi drengur hafi
verið venjulegur íslenskur drengur
en ekki bandarískur CIA-maður í
dulargervi, og mér finnst æskilegt
að íslensk böm reyni að bölva á
íslensku á erfiðum augnablikum
(þótt auðvitað sé æskilegra aö þau
reyni að stilla skap sitt eins og full-
orðna fólkið og fari með faðirvorið
tíu sinnum).
Mér þótti leiðinlegt að heyra
þetta. Ég hélt að fólk gæti þó altént
ennþá bölvað á móðurmálinu. Mér
var skapi næst að leggja árar í bát
og fara heim og semja erfðaskrána
mína - á ensku.
Maður verður stimdum óendan-
lega svartsýnn þegar maður fer að
hugsa um framtíð tungunnar, en
það er sennilega ekki ástæða til að
örvænta. Að minnsta kosti ekki svo
lengi sem hijúfar raddir úr þjóðar-
djúpinu heyrast ennþá í fiölmiðlum
þegar minnst varir með mergjuðu
tungutaki, jafnvel þótt götustrákar
bölvi og ragni á tungumáli andans
manna á borð við Rocky og Rambo.
En samt fmnst mér íslensk tunga
vera á undanhaldi. Ef til viU er
þetta skipulagt undanhald, her-
bragð sem leiða mun til mikiUa
sigra þótt síöar verði. Einn Uður í
undanhaldinu var að fóma bók-
stafnum Z. Hann var tekinn af lífi
fyrir allmörgum ámm af því að
hann þótti svo frekur til fiörsins
að hans vegna var ekki svigrúm til
þess í skólakerfinu að bólusetja
fólk gegn þágufaUssýki, né heldur
þóttu níu ár í grunnskóla duga til
þess að kenna nemendum að nota
á réttan hátt orð eins og „læknir“
eða „hönd“.
Kannski lýkur þessu undanhaldi
einhvem tímann á næstunni og
sigurganga íslenskrar tungu hefst.
Kannski hefst hún í fiölmiðlum
þegar þar kemur til starfa fólk sem
ekki hefur vankast á þvi að læra
um z-una.
Þá verður gaman að Ufa.
Þráinn Bertelsson