Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989.
45
DV
Skák
um hann er að finna frá skákinni
Vaganjan - Mestel, Hastings
1974-75. Mestel svaraði með 8. -
f5!? 9. h5 fxe4 sem leiddi til snarpra
átaka. Speelman ætlar ekki að láta
h-peðið vaða yfir sig mótþróalaust.
8. - h6 9. Be2 f5
Til greina kemur að hróka stutt.
Svartur vill gjaman 1 þessu af-
brigði svara 10. exf5 með 10. - Bxd4
11. Bxd4 Rxf5 en nú hangir hrókur-
inn á h8.
10. exf5 Rxf5 11. Rxf5 Bxf5 12. Dd2
Dd7 13. 0-0!?
Varla var þetta Uður í áætluninni
er hvítur lék h-peðinu fram. Svart-
ur leikur nú best 13. - h5 og hrókar
síðan stutt. Leikur Speelmans er
dálítið glæfralegur.
13. - 0-0-0 14.1)4!
Fljótur að grípa tækifærið og
hefja sóknaraðgerðir.
14. - Rxb4?!
Speelman slær sjaldan hendinni
á móti flækjunum. Honum er ekki
að skapi að tefla vömina með 14. -
Kb8 15. b5 Re7 en þetta hefði þó
verið skárri kostur.
15. Rb5! Rc2?
Betri kostur er 15. - Bxal 16.
Rxa7+ Kb8 17. Dxb4 Be5 og það er
erfitt að finna rakta vinningsleið
fyrir hvítan. T.d. 18. Bf3 c5 19. Da3
Dc7 20. Rb5 Db6; eða 18. Rb5 c5 19.
Da4 Dc6 og svartur er enn á lífi.
* I I
i i á Jl
A A á
É.
A A
jk,
A 4 W I A A
2 2
ABCDEFGH
16. Bf3!!
Bráðskemmtilegur leikur, sem
Speelman hefur varla tekið með í
reikninginn. Eftir 16. - Rxe3 17.
Rxa7+ Kb8 18. Rc6+! Kc8 (18. -
bxc6 19. Db4+ Kc8 20. Da4 lýkur
með máti eða drottningartapi) 19.
Da5 hefur hvítur sterka sókn og
hlýtur að vinna hð. Betra er 16. -
Rxal og taflið er ekki alveg ljóst,
þótt hvítu sóknarmennimir séu
óárennilegir.
16. - d5(?) 17. Bxd5 Rxal 18. Rxa7+
Kb8
Hugmyndin með peðsfóminni í
16. leik er að svara 19. Rc6+?? með
19. - Dxc6! o.s.frv. en flen-a hangir
á spýtunni.
19. Db4!
Svartur er nú vamarlaus. Ef 19.
- c6, þá 20. Rxc6+ Kc8 21. Ra7+
Kb8 22. Bf4+ Ka8 (22. - Kxa7 23.
Da5 mát) 23. Rc8! svo ein vinnings-
leið sé rakin.
19. - Dxd5 20. cxd5 Rc2 21. Da5 Rxe3
22. fxe3 Hhe8 23. Rb5 Hxd5 24.
Dxc7+ Ka8 25. Da5+
Og Speelman gafst upp.
Skoðum að endingu eina sigur-
skáka Shorts frá mótinu. Hér legg-
ur hann ungverska stórmeistarann
RibU eftir fjörlega skák.
Hvítt: Nigel Short
Svart: Zoltan Ribli
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
RfiB 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. f3 b5 8. g4
h6 9. h4 b4 10. Rce2 e5 11. Rb3 d5 12.
Rg3 d4 13. Bf2 Be6 14. Bd3 h5?!
Svartm- hefur teflt af krafti en
nú leggur hann of mikið á stöðuna.
Betra er 14. - Rc6.
15. g5 Rfd7 16. f4! Bg4 17. Be2 exf4
18. Rxh5 Bxe2 19. Dxe2 d3
RibU reynir að hrista upp í stöð-
unni, því að annars ætti hann vont
tafL
20. cxd3 f3 21. Dxf3 Re5 22. De2
Rxd3+ 23. Kfl Rxf2 24. Kx£2 Rc6 25.
Kg2
Hvíti kóngurinn viröist skjólUtiU
en svartur fær ekki sótt að honum.
í næstu leikjum bætir Short stöðu
sína smám saman og herðir tökin.
25. - Db8 26. Haci Re5 27. Rf4 Bd6
28. Rd4 0-0 29. Rd5 He8 30. Rf5 Rg6
31. Hcfl Rf4+ 32. Rxf4 Bxf4 33. Df3
Be5
sX W X
7 A A
6 A 5 Jl 4^ A
4 A A A
3
2 A 1 A A B C D E 2 F G S H
34. Rxg7!
Og RibU gafst upp. Eftir 34. -
Bxg7 35. Dxf7+ Kh7 36. Dh5+ Kg8
37. g6 blasir mátið við.
-JLÁ
Bridge
mennsku a þessum vetri. Stigahæstu
menn em:
Óskar Karlsson..............485
Sveinn Sigurgeirsson........477
Lárus Hermannsson...........437
JörundurÞórðarson...........381
Hjálmar S. Pálsson..........359
JónStefánsson...............344
Gestur Jónsson..............303
Friðjón ÞórhaUsson..........291
AntonR. Gunnarsson..........252
Þorfinnur Karlsson..........242
Hannes R. Jónsson...........222
Hrólfur Hjaltason...........212
Jón Þorvarðarson 201
Bridgesamband íslands:
Bridgesamband íslands hefur ráð-
ist í úgáfu sagnkeppna þar sem menn
geta spreytt sig á sögnum og fengið
uppgefin stig fyrir árangurinn. Sagn-
keppni hefur löngum þótt góð af þeim
sem reynt hafa til að bæta skilning
miUi félaga og bæta sagntækni. Rit
þetta er í tveimur handhægum
möppum, austur- og vesturhendur,
og fylgja úrlausnir annarri möpp-
unni. Hendurnar eru alls 480, eða
keppa má 48 sinnum, og ætti það aö
duga flestum tU margra mánaða,
jafnvel ára. Ritið er til sölu hjá
Bridgesambandinu á 1.500 kr. Félög-
um innan BSÍ er bent á að hafa sam-
band við Bridgesambandið ef þau
hafa áhuga á að panta eitthvert magn
af þessu riti.
Bridgefélag Barðstrendinga:
Mánudaginn 10. apríl lauk aðaltví-
menningi félagsins með barómeter-
sniði, en 32 pör tóku þátt í henni.
Keppni var hörð lengst af miUi
tveggja para um fyrsta sætið en GísU
Víglundsson og Þórarinn Árnason
tryggðu sér sigurinn með góðum
endaspretti. Lokastaða efstu - para
varð þannig:
1. GísU Víglundsson-
Þórarinn Árnason 336
2. Helgi Einarsson-
Gunnlaugur Thorsteinsson 295
3. Leifur Jóhannsson-
EUsabet Jónsdóttir 182
4. Friðbjöm Guðmundsson-
GísU Sveinsson 181
5. Ragnar Bjömsson-
Skarphéðinn Lýðsson 170
6. Vilhelm Lúðvíksson-
Kristín Pálsdóttir 133
Bridgefélag Hafnarfjarðar
Lokið er 6 umferðum í Butler-
tvímenningi félagsins sem verður
síðasta keppni vetrarins. Staða efstu
para er nú þessi:
Jón - Jens 84
Kristófer - Guðbrandur 79
Björn - Ólafur 70
Bragi - Árnína 68
Gylfi - Ari 66
Keppnin heldur áfram næsta
mánudagskvöld.
íþróttapistill
• Erlendir leikmenn settu skemmtilegan svip á körfuknattleikinn þegar þeir léku hér á landi fyrir nokkrum
árum. Þessi mynd var tekin er KR varð íslandsmeistari en þá lék John Hudson meö liðinu. Jón Sigurðsson
sést hér fagna meö honum.
Leika erlendir
leikmenn hér
á næsta hausti?
Þeir sem hafa fylgst með körfu-
knattleik hér á landi í nokkum
tíma muna þá tíð er körfuknattleik-
urinn var leikinn fyrir troðfuUum
húsum áhorfenda á síðasta áratug.
Þetta vom mikU uppgangsár hjá
körfuknattleiknum og vart hægt
að bera þau saman við síðustu ár
þegar oftast hefur verið leikið fyrir
hálftómum áhorfendapöUum,
nema e.t.v. á Suðurnesjum. Það
sem dró að sér þennan áhorfenda-
íjölda á sínum tíma var ekki síst
það að erlendir leikmenn léku með
Uðunum, oft Utríkir leikmenn sem
sópuðu að áhorfendum. Nægir að
nefna Jimmy Rogers, Ármanni,
Dirk Dunbar, ÍS, John Hudson, KR,
Tim Dwyer, Val, og Mark Christen-
sen, Þór/ÍR, í því sambandi.
Umhugsunarefni má þaö vera í
dag þeim mönnum, sem beittu sér
á sínum tíma fyrir því að vera þess-
ara leikmanna hér var bönnuð,
hvaða skaða þeir hafa unnið körfu-
knattleiknum. Um leið skyldu
menn gera sér grein fyrir því hvað
olU því á sínum tíma að þær tiUög-
ur náöu fram að ganga að banna
þessum mönnum að leika og þjáUa
hér á landi.
Launin sprengd upp
Það er hægt að byija á því að
spyija þá menn hvað hafi valdið
því að félög þeirra tóku upp á því
að sprengja upp þau laun sem þess-
um mönnum voru greidd. Þegar
erlendir leikmenn komu hingað
fyrst var það óskráð regla að greiða
þeim 800-1000 doUara á mánuði,
auk húsnæðis, og skyldu þeir þjálfa
og leika með meistaraflokki og auk
þess þjálfa yngri flokka.
Menn fóru ýmsar leiðir í vaU á
þessum leikmönnum og var m.a.
farið til Bandaríkjanna og þessir
menn skoðaðir og rætt við þá áður
en þeir fengu samning. En þetta
var því miður ekki reglan. Til að
spara gripu sum félaganna tíl þess
að ráða til sín leikmenn eftir öðrum
leiðum. Erlendir leikmenn, sem
hér voru, voru gjaman beðnir inn
að útvega leikmenn frá heimalandi
sínu, sem þeir gerðu, og var oftar
en ekki um að ræða kunningja sem
þeir sögðu vera frábæra leikmenn
og þjálfara.
Það reyndist oftar en ekki rangt.
Hitt var hins vegar öUu verra að
þegar þessir kunningjar og vinir
fóru að ná hér fótfestu fóru þeir að
mynda þrýstihóp sem krafðist
hærri launa og sum félaganna létu
undan. Voru dæmi þess að einstaka
leikmanni væru greiddir um eða
yfir 1500 doUarar á mánuði þegar
hægt hefði verið að komast af með
að greiða 800-1000 doUara. Svo
komu forráðamenn þessara félaga
grátandi á ársþing og kröfðust þess
aö bann yrði sett á útlendingana
vegna þess að kostnaður vegna
þeirra væri aUt of mikiU.
Hafa menn lært?
Á ársþingi Körfuknattleikssam-
bandsins, sem fram fer um helgina,
ber stjóm sambandsins fram þá tU-
lögu að erlendum leikmönnum
verði heimUt að leika hér að nýju
og er reiknað með aö sú tUlaga nái
fram að ganga. Spumingin er því
sú hvort menn hafi lært það mikið
af fyrri mistökum að nú gangi
dæmið upp og tíl starfa fáist fram-
úrskarandi leikmenn sem hafi jafn-
framt góð tök á þjálfun. Ekki síður
má spyija hvort menn hafi nú
þroska tíl þess að veita þessum
mönnum meira aðhald en áður var
á öUum sviðum.
Takist það munu félögin spara
mikla peninga. Það er staðreynd
að þessir menn sópa að áhorfend-
um sem þýðir peninga í kassann
og sé launum þeirra haldið innan
skynsamlegra marka sparast stórfé
í þjálfun. Staðreyndin er nefrúlega
sú að innlend þjálfun hefur ekki
verið ókeypis, langt frá því. Þetta
vita þeir sem tU þekkja og því snýst
málið einfaldlega um það að vand-
að verði tU valsins á erlendum leik-
mönnum nú með því að senda
menn utan til að sjá þá leika og
kynnast viðhorfum þeirra, semja
við þá um sanngjöm laun og sjá tíl
þess að þeir hafi aðhald þegar þeir
koma tU starfa.
Saga Class-ruglið
Eitt það furðulegasta sem blaða-
mönnum hefur verið boðið upp á í
vetur er að eiga að skrifa um Ámer-
íkuriðU, EvrópuriðU og Saga
Class-keppni þegar þeir hafa fjaUað
um íslandsmótið í körfuknattleik.
Það að jafngreindum mönnum og
setið hafa í fomstusveit körfu-
knattleiksins skuh hafa dottið þessi
vitleysa í hug er furðulegt, enda
hefur þetta orðiö aðhlátursefni.
Erfiðan flárhag Körfuknattleiks-
sambandsins verður að leysa með
öðrum hætti en ganga til samninga
við fyrirtæki um fjárstuðning með
slíkum skrípaleik.
Aðstöðumunurinn
Það styttist óðum í vertíð knatt-
spymumanna hér á landi og reynd-
ar er hún hafin í Reykjavík þar sem
höfuðborgarliðin leika Reykjavík-
urmót á gervigrasveUi sínum í
Laugardal. Annars staöar er
ástandið erfiðara. Sem dæmi má
taka Akureyri sem á tvö liö í 1.
deUd. Þar æfa leikmenn enn innan-
húss aUt nema langhlaup, enda
enginn vöUur til sem hægt er að
æfa á á vorin. Fyrirbæri, sem nefn-
ist Sana-vöUur og Akureyringar
kaUa gjaman Wembley sín á miUi,
er að vísu tU staðar en hann er
venjulega eitt druUusvað fram
undir sumar og svo er einnig nú.
TU að fá einhveija leiki verða
noröanUðin að halda suður á
ReykjavíkursvEeðið tU æfingaleikja
með öUum þeim kostnaði sem þvi
fylgir. Er þó ferðakostnaður, þegar
komið er fram í íslandsmót, orðinn
nógu mikiU. En hvað er til ráða?
Aðstaða er ekki fyrir hendi heima
og engin breyting fyrirsjáanleg
nema byggður verði gervigrasvöU-
ur. Það er hins vegar svo fjárfrekt
fyrirtæki í ekki stærra bæjarfélagi
að menn sjá ekki aö af því veröi á
næstu árum. Á meðan eykst getu-
munurinn á milh þessara Uða og
hinna sem búa við þá aðstöðu að
geta leikið knattspymu utanhúss
aUt árið.
Gylfi Kristjánsson