Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Side 41
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989. 57 Afmæli Jón Franklín Franklínsson Jón Franklín Franklínsson, Keldulandi 21, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Jón Halldór Franklín er fæddur á Ytri- Veðrará í Önundarfirði og ólst þar upp. Hann byrjaði sjómennsku íjórtán ára á Flateyri og eignaðist þá hlut í bát. Hann lauk minna fiskimannaprófi í Stýrimannaskóla íslands 1942. Jón var skipstjóri og útgerðarmaður, aðaUega í farm- flutningum á ísafirði, 1940-1944 og í Rvík 1944-1984. Fyrri kona Jóns var Anna Lísa Bemdtsson, f. 24. maí 1920. Þau skildu. Böm þeirra em Guðrún Ingibjörg, f. 6. janúar 1948, hjúkrunarfræðingur, gift Ágústi Fjeldsted hrl., og Guðmund- ur Franklín, f. 19. nóvember 1949, húsasmíðameistari í Rvík, kvænt- ur Kolbrúnu Gestsdóttur þroska- þjálfa. Seinni kona Jóns var Guð- mundína Gígja Bergmann, f. 25. maí 1925, d. 8. október 1988. Böm Jóns og Guðmundínu em Sigrún, f. 7. júní 1955, kennari, gift Úlfari Guðmundssyni flugumferðar- stjóra, og Rósamunda, f. 31. maí 1957, þroskaþjálfi, gift Þórami Andréssyni kerfisfræðingi. Systk- ini Jóns em Guðmundur Hagalín, f. 28. apríl 1915, d. 15. ágúst 1915, og Guðrún Ingibjörg, f. 28. sept- ember 1916, d. 7. desemmber 1916. Systkini Jóns, sammæöra, eru Franklín, f. 25. júní 1921, verkstjóri í Rvík, kvæntur Gyðu Guðj óns- dóttur; Guörúnlngibjörg, f. 11. ágúst 1922, starfsmaður Álþingis í Rvík, fyrri maöur hennar var Sig- uijón H. Siguijónsson pípulagn- ingameistari, seinni maður hennar var Bárður Jakobsson hrl., d. 21. júní 1984; Gróa, f. 23. júlí 1923, var giftÁma Skúlasyni, d. 29. júní 1977, forstjóra; Haraldur, f. 30. septemb- er 1924, d. 20. október 1988, útgerð- armaður á Flateyri, kvæntur Gróu Bjömsdóttur; Oddur Guðmundur, f. 2. janúar 1926, yfireftirlitsmaður Rafmagnsveitu Rvík, kvæntur Emu Jónsdóttur; Stefán, f. 4. júlí 1927, bifvélavirki í Hafnarfirði, kvæntur Björk Jónasdóttur, og Ól- afur, f. 17. júní 1930, trésmiður í Kópavogi, kvæntur Þórhönnu Guðmundsdóttur. Foreldrar Jóns vom Guðmundur Franklín Guðmundsson, búfræð- ingur og b. á Ytri-Veðrará í Önund- arfirði, og kona hans, Jóna Guðrún Jónsdóttir ljósmóðir. Föðursystk- ini Jóns vom Guðný, móðir Guð- mundar Hagalíns rithöfundar og Þorbjargar, konu Sigurðar Helga- sonar borgardómara; Guðmundur Brynjólfur, kaupmaðurá ísafirði, og Oddur, bókbindari á ísafirði. Guðmundur var sonur Guðmund- ai' Hagalíns, b. á Mýrum í Dýra-. firði, Guðmundssonar, dbrm á Mýrum í Dýrafirði, Brynjólfssonar, b. og hreppstjóra á Mýrum, Hákon- arsonar, bróður Ólafs, langafa Margrétar, ömmu Pálma Jónsson- ar, alþingismanns á Akri. Móðir Guðmundar Franklíns var Rósa- munda Oddsdóttir, b. á Lokin- hömrum, Gíslasonar, bróður Ástríðar, langömmu Friöriks, afa Hannesar Hlífars Stefánssonar, heimsmeistara unglinga í skák. Móðir Odds var Maren Guðmunds- dóttir. Móðir Marenar var Sólveig Þórðardóttir, stúdents í Vigur, Ól- afssonar, lögsagnara á Eyri, Jóns- sonar, ættfóður Eyrarættarinnar, langafa Jóns forseta. Móðir Rósa- mundu var Guðrún Brynjólfsdótt- ir, systir Guðmundar, dbrm á Mýr- um. Jóna Guðrún var dóttir Jóns, búfræðings og b. á Veðrará, Guð- mundssonar, b. á Ketilsstöðum, Pantalónssonar. Móðir Jóns var Guðrún, systir Jóns á Breiöaból- stað, langafa Friðjóns Þórðarsonar, fyrrv. ráðherra, og Gests, foður Svavars ráðherra. Guörún var dóttir Jóns, b. á Hallsstöðum á Fellsströnd, Jónssonar og konu hans, Ingveldar Þorkelsdóttur. Jón Franklín Franklinsson. Móðir Jónu var Guðrún Ingibjörg, systir Kristínar, ömmu Sigurgeirs Siguijónssonar hrl. og langamma Jóhanns Gunnars Þorbjömssonar, yfirlæknis í Rvík. Önnur systir Guðrúnar var Gunnjóna, lang- amma Halldórs Jónssonar læknis. Guðrún var dóttir Jóns, b. á Ytri- Veðrará í Önundarfirði, bróður Torfa, afa Haraldar, forstjóra Rannsóknastofnunar bygginga- riðnarins, og Önundar, forstjóra Olís, föður Ragnars.bankastjóra Iðnaðarbankans. Systir Jóns var Þorlaug, langamma Guðmundar Gilssonar organleikara. Jón var sonur Halldórs, b. á Amamesi í Dýrafirði, Torfasonar, b. á Amar- nesi, bróður Magnúsar, langafa Jóns forseta. Torfi var sonur Mála- Snæbjamar, lögréttumanns á Sæ- bóli, Pálssonar. Móðir Guðrúnar var Ingibjörg, systir Ríkeyjar, ömmu Snorra Jónssonar, forseta ASÍ, og langömmu Jónu Gróu Sig- urðardóttir borgarfulltrúa. Bróðir Ingibjargar var Finnur, afi Mars- ellíusar Bemharðssonar, skipa- smiðs á ísafirði, Braga Eiríkssonar, forstjóra Skreiðarsölunnar, og foð- ur Böðvars lögreglustjóra. Ingi- björg var dóttir Eiríks, b. á Hrauni, Tómassonar, bróöur Halldóru, langalangömmu Gunnars B. Guð- mundssonar hafnarstjóra, Magn- úsar Torfa Ólafssonar, blaðafull- trúa ríkisstjórnarinnar, og Dóm Guðbjartsdóttur, konu Olafs Jó- hannessonar forsætisráðherra. Móðir Eiríks var Þuríður Pálsdótt- ir, b. í Álfadal, Hákonarsonar, prests í Álftamýri, Snæbjömsson- ar, bróður Torfa á Amamesi. Jón Franklín tekur á móti gestum á afmælisdaginn á Smiðjuvegi 14, Kópavogi, kl. 16-18. Snoni Sigurðsson Snorri Sigurðsson fagmálastjóri, Hrauntungu 52, Kópavogi, er sex- tugur í dag. Snorri er fæddur á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA1950, prófi í Statens praktiske skogskole í Osen í Noregi 1951 og Statens skogskole í Kongsberg í Noregi 1953. Snorri var í námi í Det norske skogforsöksvesen sumarið 1953 og lauk kandidatsprófi í skógfræði í Norges Landbrukshöjskole 1956. Hann var erindreki Skógræktarfé- lags íslands 1956-1968 og fram- kvæmdastjóri þess 1968-1987. Snorri var deildarstjóri í Skógrækt ríkisins 1979 og fagmálastjóri þar frá 1988. Hann var ritstjóri Ársrits Skógræktarfélags íslands 1962- 1986 og formaður samstarfsnefndar um „ár trésins 1980“. Snorri fór námsferð til Þýskalands 1960 og Finnlands 1983. Hann var í stjóm Félags ísl. náttúrufræðinga 1960- 1963 og Landvemdar 1970-1973. Snorri kvæntist 31. desember 1951 Sigurlaugu Sveiilsdóttur, f. 27. des- ember 1929. Foreldrar Sigurlaugar em Sveinn Bjarman, aöalbókari á Akureyri, og kona hans, Guðbjörg Bjarman. Böm Snorra og Sigur- laugar em Sigurður, f. 12. janúar 1951, dr. í líffræði, kennari í HÍ, kvæntur Hrefnu Siguijónsdóttur, dr. í líffræði, lektors í KÍ; Stefanía, f. 27. mars 1954, d. 18. desember 1968; Þóra, f. 25. ágúst 1957, skrif- stofiístúlka í Rvík; Amór, f. 29. des- ember 1960, skógfræðingur í Kópa- vogi, kvæntur Kristínu HaUgríms- dóttur sálfræðingi; Steinunn, f. 22. júní 1966, líffræðinemi, sambýlis- maður hennar er Högni Harðarson, vélstjóri í Rvík, og Guðrún Margr- ét, f. 26. september 1972, mennta- skólanemi. Systkini Snorra em Margrét Þórunn, f. 4. maí 1915, hjúkrunarfræðingur, gift Olle Her- mannsson lögfræðingi í Hálsing- borg í Svíþjóð; Sigurður, f. 29. okt- óber 1916, listmálari, kvæntur Önnu Kristínu Jónsdóttur; Ste- fanía Guöríður, f. 5. janúar 1918, fyrrv. skrifstofustúlka í Rvík; Ar- Snorri Sigurðsson. nór f. 1. mars 1919, verölagseftirlits- maður á Sauðárkróki, kvæntur Guðrúnu Sveinsdóttur, d. 25. júlí 1981; Stefán, f. 5. október 1920, hrl. á Akranesi, kvæntur Erlu Gísla- dóttur; Hrólfur, f. 10. desember 1922, listmálari í Kópavogi, kvænt- ur Margréti Ámadóttur; Guðrún Ragnheiður, f. 25. júni 1925, listmál- ari í Holte í Danmörku, gift Jens Ump listmálara, og Ámi, f. 13. nóv- ember 1927, sóknarprestur á Blönduósi, kvæntur Eyrúnu Gísla- dóttur hjúkrunarforstjóra. Foreldrar Snorra vora Sigurður Sigurðsson, sýslumaður á Sauðár- króki, og kona hans, Guðríður Stef- anía Amórsdóttir. Föðurbróðir Snorra var Bjami, b. í Vigur, faðir Baldurs, b. í Vigur, Sigurðar, sendi- herra og fyrrv. alþingismanns, og Sigurlaugar, menntaskólakennara ogfyrrv. alþingismanns. Sigurður var sonur Sigurðar, alþingismanns og prests í Vigur, Stefánssonar, bróður Stefáns, skólameistara á Möðmvöllum, fóður Valtýs, rit- stjóra Morgunblaðsins, og Þor- bjargar, konu Bjöms Jónssonar á Veðramóti, fóður Haralds leikara. Móðir Siguröar var Þómnn Bjamadóttir, b. og dbrm. á Kjar- ansstöðum á Akranesi, Brynjólfs- sonar, b. á Ytrahólmi, Teitssonar, vefara í Rvík, Sveinssonar, langafa Þorvalds, afa Vigdísar Finnboga- dóttur. Móðir Þórunnar var Helga Ólafsdóttir Stephensens, stúdents í Galtarholti, Bjömssonar Stephen- sens, stúdents á Lágafelli, Ólafs- sonar, stiftamtmanns í Viðey, Stef- ánssonar, ættfóður Stephensens- ættarinnar. Móðir Ólafs var Margrét, systir Jóns Espólíns, sýslumanns og sagnfræðings. Margrét var dóttir Jóns sýslu- manns á Espihóli Jakobssonar og konu hans, Sigríðar Stefánsdóttur, systur Ólafs í Viðey og ættmóður Thorarensensættarinnar. Móðir Helgu var Anna Stefánsdóttir Schevings, umboðsmanns á Leirá, Vigfússonar Schevings, sýslu- manns á Víöivöllum. Móðir Stefáns var Anna Stefánsdóttir, systir Ól- afs í Viðey. Móðir Önnu Stefáns- dóttur í Galtarholti var Helga Jóns- dóttir vígslubiskups, síðast á Staöa- stað, Magnússonar, bróður Skúla fógeta og konu hans, Þómnnar Hansdóttur Schevings, systur Vig- fúsar á Víðivöllum. Móðursystir Snorra var Margrét, móðir Gunnars Gíslason, fyrrv. prests og alþingismanns í Glaumbæ. Stefania var dóttir Ar- nórs, prests í Hvammi í Laxárdal, bróður Áma, afa Stefáns Bene- diktssonar þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli og fyrrv. alþingismanns. Amór var sonur Áma, b. í Höfnum, Sigurðssonar, bróður Bjöms, foður Sigurðar slökkviliðsstjóra í Reykjavík, foður Siguijóns lög- reglustjóra. Annar sonur Bjöms var Ámi, prófastur í Görðum, lang- afi Jóns L. Ámasonar stórmeistara og Guðmundar Áma Stefánssonar, bæjarsfjóra í Hafnarfirði. Móðir Áma var Sigurlaug Jónasdóttir, b. á Gili í SvaTtárdal, Jónssonar. Móð- ir Jónasar var Ingibjörg Jónsdóttir, b. í Mörk í Laxárdal, Jónssonar, ættfoður Harðabóndaættarinnar. Móðir Ingibjargar var Ingibjörg Jónsdóttir, b. á Skeggsstöðum, Jónssonar, ættfóður Skeggsstaöa- ættarinnar. Snorri verður aö heim- anídag. Til hamingju með afmæliö 15, apríl Sigríður Guðmundsdóttir, Bræðraborgarstíg 41, Reykjavík. Kristm Jónsdóttir, 50 ára Jt'V^iUVlU itOy ivtíiluVLK. Hólmgarði 50, Reykjavik. Greipur Guðbjartsson, Gmndarstíg 2, Flateyrarhreppi. Björk Halldórsdóttir, Gunnlaugsgötu 7, Borgaraesi Ingunn Guðnadóttir, Hlíðarvegi 86, Njarövík. 60 ára 40 ára Sigurlaug Siguijónsdóttir, Skeggjagötu 2, Reykjavík. Kristín Guðmundsdóttir, Hrísholti 16, Selfossi. Sigurjón Jóhannsson, Seþabraut 36, Reykjavík. ulgUIuux viUUjUUabullt Hringbraut 50, HafiaarfirðL Arnljótur Guðmundsson Brúðkaups- og starfsafmæli Ákveðið hefur verið að birta á afmælis- og ættfræðisíðu DV greinar um einstaklinga sem eiga merkis brúðkaups- eða starfsafmæli. Greinarnar verða með áþekku sniði og byggja á sambærilegum upplýsingum og fram koma í afmælisgreinum blaðsins en eyðublöð fyrir upplýsingar afmælisbarna liggja frammi á afgreiðslu DV. Upplýsingar varðandi brúðkaups- eða starfsafmæli verða að berast ættfræðideild DV með mipnst þriggja daga fyrirvara. Það er einkar mikilvægt að skýrar, nýlegar andlitsmyndir fylgi upplýsingunum. Amljótur Guðmundsson húsa- smíðameistari, Beykihlíð 4, Reykja- vík, veröur sextugur mánudaginn 17. aprfl. Amljótur er fæddur í Slétt- árdaí í Svínavatnshreppi í Austur- Húnavatnssýslu og ólst upp við al- menn sveitastörf þar til hann var sautján ára. Hann fluttist til Reykja- víkur 1946, lærði húsasmíði hjá Magnúsi Vigfússyni frá Laugardæl- um og lauk prófi frá Iðnskólanum í Rvík 1949. Árifljótur lauk sveins- prófi í húsasmíði 1951 og fékk meist- arabréf í húsasmíði 1954. Hann hef- ur verið með sjálfstæðan atvinnu- rekstur frá 1954. Kona Anfljóts er Hrefna Magnús- dóttir, f. 20. mars 1934, textflkona. Foreldrar Hrefnu vom Magnús Jónsson frá Breiðholti og kona hans, Hrefna E. Norðdahl frá Hólmi. Böm Anfljóts og Hrefnu em Ásdís Sólrún, f. 20 júní 1957, vinnur hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar, böm hennar em Hrefna Marín, f. 1. mars 1977 og Nökkvi Jarl, f. 3. september 1987; Hulda Anna, f. 2. nóvember 1960, bók- menntafræðingur, vinnur hjá bóka- forlaginu Iðunni, sonur hennar er Unnar Steinn, f. 30. september 1983; Guömundur, f. 30. janúar 1963, vinn- ur hjá Hans Petersen hf„ kvæntur Líneyju Björk Weisshappel, sölu- manni þjá Epal hf„ og Amar Þorri, f. 16. apríl 1968, nemi. Systkini Am- Ijóts em Hannes, f. 4. aprfl 1925, b. á Auðkúlu í Austur-Húnavatns- sýslu; Elín, f. 24. aprfl 1931, bóka- vörður, dóttir hennar er Áslaug Inga Þórisdóttir, f. 6. nóvember 1959. Foreldrar Anfljóts vom Guð- mundur Kristjánsson, b. í Sléttár- dal, og kona hans, Pálína Anna Jónsdóttir. Guðmundur var sonur Kristjáns, ráðsmanns á Hafgríms- Arnljótur Guðmundsson. stöðum í Tungusveit, Kristjánsson- ar, b. á Hólkoti í Staöarhreppi í Skagafirði, Jónssonar, b. og hrepp- stjóra á Kimbastöðum, Rögnvalds- sonar, langafa Sverris, fóður Val- gerðar alþingismanns. Móðir Guö- mundar var Elín Arifljótsdóttur, b. á Syðri-Löngumýri í Blöndudal, Guðmundssonar. Móðursystir Anfljóts var Guðrún, amma Guðrúnar Agnarsdóttur al- þingismanns. Pálína var dóttir Jóns, b. á Brún í Svartárdal, bróður Guð- mundar, prófessors í læknisfræði, og Páls á Guðlaugsstöðum, fóður Bjöms, fyrrv. alþingismanns á Löngumýri, og afa Páls Pétursson- ar, alþingismanns á Höllustöðum. Jón var sonur Hannesar, b. og silf- ursmiðs áEiðsstöðum, Guðmunds- sonar, alþingismanns á Guðlaugs- stöðum í Blöndudal, Arifljótssonar, bróður Elínar, móður Guðmundar í Sléttárdal. Móðir Pálínu var Sigur- björg Frímannsdóttir frá Kárastöð- um á Vatnsnesi. Arifljótur tekur á móti gestum í Kiwanishúsinu, Brautarholti 26, sunnudaginn 16. aprflkl. 16-19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.