Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 2
\
2 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989.
Fréttir 'V,'/- , " ■- ■ ••• _• . . -1 .- 1 ; DV
ÞórarLnn Hjaltason, yfirmaður umferðardeildar borgarinnar:
Lagning Fossvogsbrautar
kostar 400 milljónir
- neðanj arðarkerfi borgar sig ekki 1 minni borgum
„Þær kostnaðartölur, sem nefndar
hafa verið varðandi byggingu Foss-
vogsbrautar, 3-4 milljarðar, eru allt
of háar. Þessi tala kemur fram í
skipulagsskýrslu og gildir fyrir bygg-
ingu alls stofna- og tengibrautakerf-
isins í skipulaginu fram til ársins
2004. í verðbólgunni er sú tala reynd-
ar orðin 3-4 milljarðar. Bygging
Fossvogsbrautar mun ekki kosta
meira en um 400 milljónir," sagði
Þórarinn Hjaltason, yfirmaöur um-
ferðardeildar borgarverkfræðings, í
samtali við DV.
DV sagði í gær frá hugmyndum
Þorleifs Einarssonar jarðfræöings
um neðanjarðarsamgöngukerfi í
Reykjavík. í þeirri frásögn komu
þessar tölur fram.
„Fossvogsbraut mun kosta um 400
milljónir hvort sem hún verður lögð
beint á jörðina eða grafin niður með
hljóðvamarmúrum. Inni í þessari
tölu er bygging mislægra gatnamóta
að helmingi til í báðum endum Foss-
vogsbrautar, slaufa og helmingur
brúar. Helmingur þessnra mann-
virkja reiknaðist á brautirnar í fram-
haldi af Fossvogsbraut í austri og
vestri. í áætluninni er reiknað með
aö brautin verði yflrbyggð að einum
þriðja. Ef Fossvogsbraut verður al-
veg yfirbyggð mun lagning hennar
hins vegar kósta rúmlega einn og
hálfan milljarð."
Þórarinn vildi einnig gera athuga-
semdir við hugmyndina um neöan-
jarðarkerfl. Sagði hann að reynslan
hefði sýnt að shk samgöngukerfi
borguðu sig ekki fjárhagslega nema
í borgum með minnst um milljón
íbúa. Væri Osló reyndar í minni
kantinum, með 800 þúsund íbúa, en
þar er neðanjarðarjárnbraut. í Los
Angeles byggju 11,5 milljónir manna
og þar væri áætlað aö taka fyrstu
neðanjarðarbrautina í notkun 1993.
Væri ekki raunhæft að byggja slík
kerfi í rúmlega 140 þúsund manna
borg. -hlh
ísfirðingabragginn hruninn. DV-mynd Guðmundur
Siglufjörður:
ísfirðingabragginn hrundi
Guðraundur Davíðsson, DV, Siglufirði:
ísfirðingabragginn hér á Siglufirði,
þar sem ótaldir eiga ljúfsárar minn-
ingar úr leik og starfi síldaráranna,
er allur. Þak braggans hrundi að-
faranótt fimmtudags 4.mai, sökum
spjóþyngsla eftir að rigning miðviku-
dagsins haföi aukið mjög snjóþyngsl-
in á þcikinu.
Alþjóðleg matvælasýning var opnuð í Laugardalshöllinni i gær. Sýningin
stendur yfir dagana 5. til 12. maí. Þarna sýna yfir 50 fyrirtæki hinar ýmsu
gerðir matvæla, meðal annars gefur að lita margar gerðir tilbúinna sjávar-
rétta sem ekki hafa sést hér á landi áður. í einum sýningarbásnum hefur
verið byggt upp hlóðaeldhús eins og þau voru í torfbæjum hér á landi
áður fyrr. í eldhúsinu gefur einnig að líta sams konar eldhúsáhöld og not-
uð voru í gamla daga. Hér er verið að kveikja undir hlóðarpottinum rétt
áður ensýningin var opnuð í gær. DV-KAE
Tæpast þurfa Siglfirðingar að ótt-
ast fleiri hremmingar af völdum
snjóa í vor því í góðviðrinu þessa
dagana tekur hann óðum upp.
Fltí:
Mótmælir fyrir-
hugaðri hækk-
un á bensíni
Félag íslenskra bifreiöaeigenda
mótmælir fyrirhugaöri bensín-
hækkun. FÍB segir að ef af átta
prósenta hækkun á bensíni veröi
auki það tekjuþörf meöalijöl-
skyldu um allt að 1100 krónur á
mánuðL
Þá áréttar FÍB fyrri kröfu sína
um aö ríkisvaldiö slaki á skat-
taklónni. Nú renna um 30 krónur
af hverjum bensinlítra í ríkissjóð.
-sme
Strokufangi
úr kvenna-
fangelsi
Fangi strauk úr kvennafangels-
inu í Kópavogi í gærdag. Lögregl-
an leitaöi konunnar i gær. Lög-
reglan í Reykjavík, sem stjómar
leitinni, varðist frekari upplýs-
inga þegar DV leitaöi þeirra í
gær. -sme
Baráttufundur um
Fossvogsdalinn
Bæjarstjórn Kópavogs og Samtök-
in um verndun Fossvogsdalsins hafa
boðað til baráttufundar í íþróttahúsi
Snælandsskóla klukkan tvö í dag.
Samkvæmt fréttatilkynningu mun
markmið fundarins vera aö kynna
sjónarmið þess hóps fólks í Reykja-
vík og Kópavogi sem vill að Foss-
vogsdalurinn verði um alla framtíð
athvarf og skjól fyrir íbúa svæðisins
og aðra þá sem njóta vilja úivistar.
Verða haldnar ræður á fundinum
og skipulagshugmyndir að Fossvogs-
dal framtíðarinnar kynntar. Auk
þess verður tónlist og söngur.
í fréttatilkynningu er einnig bent á
könnun Netendasamtakanna frá því
í fyrra þar sem 71 prósent aðspurðra
landsmanna reyndust andvígir því
aö Fossvogsdalurinn yrði lagöur
undir vegamannvirki.
-hlh
Rækjunes hf. 1 Stykkishólmi opnað aftur:
Starfsfólkið hyggst
taka f yrirtækið á leigu
Fiskvinnslufyrirtækinu Rækju-
nesi hf. í Stykkishólmi var lokað með
fógetavaldi á dögunum vegna van-
goldinna skatta. Sú skuld verður
greidd og eftir helgina verður fyrir-
tækið opnað aftur. í nokkurn tíma
hefur Rækjunes hf. átt í miklum
rekstrarerfiðleikum og hefur neyðst
til aö selja þrjá af fimm bátum sem
það átti. Helga Siguijónsdóttir, sem
nú annast um rekstur fyrirtækisins,
sagði í samtali við DV að með söl-
unni á þessum þremur bátum teldi
hún að fyrirtækinu hefði verið bjarg-
að.
„Annars stendur til að starfsfólkið
hjá Rækjunesi hf. taki fyrirtækið á
leigu í sumar, eða frá 1. júní. Þeir
tveir bátar, sem fyrirtækið á eftir,
munu leggja upp hjá því, sem og einn
af þeim bátum sem seldur var frá
fyrirtækinu. Vandinn er að fá fleiri
báta til að leggja upp,“ sagði Helga.
Hún sagði að í haust tæki svo eig-
andinn, Sigurjón Helgason, aftur við
fyrirtækinu og yrði það þá allt minna
í sniðum en verið hefur til þessa.
Rækjunes hf. er stór vinnustaöur í
Stykkishólmi og hafa rekstrarvand-
ræði þess komið til kasta atvinnu-
málanefndar kaupstaðarins. En sam-
kvæmt því sem Helga segir ætti mál-
ið aö vera leyst hvað sumarið varðar.
-S.dór
Þegar hungurvöku framhaldsskólanemanna i húsakynnum fjármálaráðu-
neytisins lauk í gær afhentu krakkarnir þeim Svanfríði Jónasdóttur, aðstoð-
armanni fjármálaráðherra, og Wincie Jóhannsdóttur, formanni HÍK, trefla
að gjöf um leið og þeir yfirgáfu húsið og fengu sér duglega að borða.
DV-mynd BG
Vitni vantar:
Skemmdarverk við Seiðakvísl
Aðfaranótt síðastliöins fimmtu- Skráningarnúmer bílsins er R-67489.
dags var brotist inn í nokkra bíla sem Þeir sem geta gefið upplýsingar um
stóðu við Seiðakvísl í Reykjavík. Auk skemmdarverkin eða ferðir stolna
þess var einum bíl stohð. Það var bílsins eru beðnir um að láta lögregl-
vínrauð Honda Accord árgerð. 1980. ._.unaj_Reykjavík_vita._