Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 28
44 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989. Fegurðarsamkeppni íslands eftir rúma viku: Fegurðin í samkeppni við Vatnajökul Ólafur Reynisson, matreiðslumeistari á Hótel íslandi, hefur verið í heilt ár að undirbúa matseðil fyrir fegurðarsamkeppni íslands. DV-mynd Brynjar Gauti Fegurðarsamkeppni íslands verð- ur haldin á Hótel íslandi eftir rétt rúmlega viku eða mánudaginn 15. maí. Tvisvar höfum við eignast feg- urðardrottningar heimsins og áriö 1987 áttum við stúlku í þriðja sæti í þeirri keppni. Það er því mikið í húfi er valin er fallegasta stúlka landsins, því hver veit hvað hennar getur beð- ið. Fegurðarsamkeppni íslands hefur á undanfornum árum orðiö að glæsi- legasta dansleik ársins þar sem hver einasti gestur skartar sínum bestu fótum. Komið hefur fyrir að skemmtiatriði kvöldsins hafi verið svo glæsileg að ungu stúlkurnar tíu, sem keppa um titilinn, hafi orðiö að aukanúmeri. Þetta hafa forráða- menn keppninnar áttað sig á og þess vegna eru það fegurðardrottningarn- ar sjálfar sem verða aðalnúmer kvöldsins í ár. Stúlkurnar tíu, sem keppa um titil- inn í ár, fá aðeins samkeppni frá matseðhnum en hann hefur verið í smíð.um í heilt ár. Ólafur Reynisson, matreiðslumeistari og rekstrarstjóri eldhússins á Hótel íslandi, hefur á undanfómum mánuðum setið yfir öllum þeim hugmyndum sem hann hefur fengið á heilu ári og búið til matseðil sem tilheyrir kvöldi sem þessu. „Þar sem keppnin er send beint út frá Stöð 2 eru allar tímasetningar mjög hertar og þaö má segja að bar- ist sé um hverja mínútu. Við urðum að taka tillit tú þess er matseðillinn var ákveðinn," sagði Ólafur í sam- tali við Breiðsíðuna. ísklumpar úr Vatnajökli Ólafur sagði að þegar gestir kæmu í húsið fengju þeir Jökuldrykk en hann er óvanalegur að því leyti að í hqnum eru ískubbar úr Vatnajökli. „Ég heyrði í fréttum að bændur á Hala undir Vatnajökli væru að selja til Japans ísklumpa sem væru 30x40 sm á stærð. Þetta eru tvö hundruð ára gamlir klumpar sem þeir söguðu niöur og seldu út. Ég hafði samband viö bóndann og baö hann að selja mér 2000 klumpa sem hann sagaði niður sérstaklega fyrir þetta kvöld. Það sem þessi ís hefur fram yfir aðra ískubba er að loftmagnið er minna og herslan meiri og þegar ísinn fer í vökva þá heyrast smellir og djöfla- gangur sem minnir á jökulskriðu. Við ætlum að færa gestum þennan drykk í upphafi og hafa hann glæran því þá kemur jökulblámi á drykk- inn,“ sagði Ólafur ennfrémur. í forrétt ætlar Ólafur síðan að bjóða upp á kuðungasúpu með hvftvíns- tóni. „Þetta er í öðru orði sniglasúpa en sumum finnst snigill fráhrindandi orð og þess vegna notum við þaö ekki,“7 sagði Ólafur. Hann sagði að það væri ekkert erfiðara að matreiða ofan í mörg hundruð gesti en fáa. „Það er eins og þeir segja flugmenn- imir: Það er jafn auðvelt að fljúga Boing 747 og lítilli Cessnu. Maður þjálfast upp í að matreiða í stóru magni, þá fer maöur einnig aö hugsa þannig og búa til leiðir til aö leysa málið.“ Ólafur sagðist ékki vera kvíðinn því hann væri búinn að undirbúa matseöilinn þaö lengi. „Maður trúir alltaf að þetta takist," sagði hann. Á eftir kuðungasúpunni býður Ólafur upp á rósasorbe sem er búið til úr rósavíni. „Þetta er nokkurs konar ískrap og hugsað sem frískandi milli- réttur og þá er upplagt að stúlkurnar komi inn á sundbolum.“ Sérstæöur eftirréttur Aðalrétturinn á fegurðarsam- keppninni eru nautalundir sem Ólaf- ur hefur valið og safnað á undanfórn- um fimm mánuðum. „Ég pantaði sérstaklega frá Danmörku maís- stöngla með steikinni en Danir hafa verið að gera tilraunir með að pakka þeim ferskum í loftæmdar umbúðir. Mig langaði að prófa þessa stöngla þó þeir væru rándýrir," sagði Ólafur ennfremur. í lokin gefst áhorfendum Stöðvar 2 og gestum á Hótel íslandi kostur á að fylgjast með einstökum eftirrétti sem Ólafur hefur verið lengi aö þróa. „Eftirrétturinn á að vera Vatnajök- ull og ísboltar frá jöklinum. Það verð- ur búið til þónokkuð stórt líkan af Vatnajökli sem unnið er úr tré, járni, gipsi og plasti. Það eru margs konar brautir og taugar sem þurfa að vera í líkaninu og ég hef kallað yfir mikil vandræði við aö koma þessu sam- an,“ sagði Ólafur. „Hugmyndin er að búa til mikla jökuleffekta þannig að jökullinn opnast sjálfur og inn í honum eru ísboltar sem eru fylltir með kremi, velt upp úr kókós og meö þeim er boðin sérstök sósa sem kem- ur í klumpum." Fleiri dökkar en ljósar Tíu stúlkur frá öllum landshornum keppa um titilinn ungfrú ísland að þessu sinni og athyglin mun beinast að þeim. En hefur Ólafur séð stúlk- urnar? „Ég hef kíkt á þær upp úr pottunum,“ svaraði hann en sagðist ekki vilja spá um hvort einhver væri sigurstrangleg á erlendri grundu. Ólíkt fyrri keppnum eru nú fieiri stúlkur dökkhærðar en ljóshærðar en undanfarin ár hafa sigurvegar- arnir verið ljósir yfirlitum. Kynnar verða að öllum líkindum Valdimar Flygenring og Sigrún Waage. „Það getur ekki hver sem er kynnt á slíku kvöldi því menn þurfa að vera hátíðlegir," sagði Ólafur. Hann sagði ennfremur að það væri alltaf jafn undarlegt ár eftir ár að sjá stúlkurnar á fyrstu æfingu og síðan á lokakvöldinu. „Þetta er eins og að horfa á leikrit á æfingu og síðan frumsýningu. Stúlkurnar fá ekki á sig þann þokka sem er á lokakvöld- inu fyrr en eftir miklar æfingar og líkamsþjálfun.“ -ELA Bronssteypur Viðurkenningar En nú gæti þetta farið að breytast því heim er kominn ungur hæfi- leikamaður, Pétur Björnsson, sem lagt hefur fyrir sig bronssteypu í Belgíu með svo góðum árangri að þarlendir hafa séð ástæðu til að veita honum sérstakar viöurkenn- ingar. Pétur heldur nú sýningu á þriggja ára starfi í Ásmundarsal en henni lýkur á sunnudagskvöld, 7. maí. Hann stekkur hér fram á sjónar- sviðið sem sérstaklega frjór og hag- ur myndhöggvari, meðvitaður um aöskiljanlegar náttúrur þess efni- viðar sem hann hefur valið sér til úrvinnslu og sjálfstæður í hugs- unarhætti. í stað þess aö henda á lofti send- ingar að utan hefur hann tekið til við að brjóta til mergjar ýmis nær- tæk, jafnvel-séríslensk, fyrirbæri og skilgreina upp á nýtt: forsöguleg minni og tákn („Likur étur likan", ,,Níð“), forn mynstur í Þjóðminja- safninu (,,Teikn“), óvenjulega útlít- andi hvunndagshluti („Spúnn"), erkitýpur úr dýraríkinu („Hesta- skál“) eöa heföbundin ílát, skálar eða laugar. Bæta við sig merkingum Hugmyndalega séð er vinnumáti Péturs „additífur", það er brons- hlutir hans bæta við sig merking- um í vinnslunni, án þess að hlaða á sig í forminu. Orðið „hestaskál" getur til dæmis af sér grip sem er í senn hestur og skál. Sá gripur, ásamt með sjálfri tækninni, kallar svo aftur á sviplík ker austan úr Kínaveldi sem stækka til muna þann myndheim sem listamaðurinn hefur lagt undir sig. Víðáttumiklar skálar verða í höndum Péturs að nokkurs konar borðliggjandi lágmyndum með margháttuðum munstrum, nöbb- um, jafnvel handfóngum fyrir þá sem haldnir eru kraftadellu. Vísast er Pétur enn að leita fyrir sér, það sýna hin mörgu tilbrigði um keimlík stef sem á sýningunni eru. En þaö er engum blöðum um það aö fletta að þessum þjóðhaga Belg- íufara eru í listgrein sinni flestir vegir færir. -ai. Sérstökum ljóma stafar jafnan af bronssteypu, jafnt af sögulegum ástæðum sem listrænum. Enn í dag bera menn sig að við steypuna eins og Forn-Grikkir eöa alkemistar miðalda: hella bráðnu bronsi í vaxborin mót, slá svo utan af til að opinbera grip sem orðinn er gull, eða að minnsta kosti gulls ígildi. Sérhver bronshlutur er í senn gamall og nýr ásýndar, hrjúfur og Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson skellóttur eins og forngripur en hjúpaður íðilgrænni patínu, spans- grænu, sem sumir halda að þurfi að hreinsa burtu með reglulegu millibili en er hið eiginlega hörund brqnsins. Áður tíðkaðist að hreinsa helstu agnúa af nýsteypu og fægja hana en í dag fær hún að halda sínu grófa yfirbragði, svo og öllum ummerkj- um eftir listamanninn. Til skamms tíma hefur ekki verið hægt að steypa brons á íslandi, nær allar styttur borgarinnar hafa til dæmis verið steyptar annaðhvort í Noregi eða Englandi. Pétur Björnsson - „Líkur étur líkan“, 1987. mt Pétur Björnsson á sýningu sinni i Ásmundarsal. DV-myndir GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.