Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989.
Til sölu
eru eftirtaldar eignir þrotabús Prjónastofunnar
Dyngju hf. á Egilsstöðum ef viðunandi tilboð fást:
1. Eignarhluti í Lyngási 12, Egilsstöðum, þ.e. 600
ferm. iðnaðarhúsnæði og hlutdeild í sameign.
2. Vélar og tæki, s.s prjónavélar, saumavélar, press-
ur, ýfingarvélar, sniðhnífar og fleiri tæki viðkom-
andi framleiðslu ullarvarnings, svo og skrifstofu-
búnaður.
3. Efnislagar og unnar vörur.
Allar nánari upplýsingar gefur skiptastjóri, Bjarni G.
Björgvinsson hdl., Hjarðarhlíð 9, Egilsstöðum, sími
97-11313, og skal tilboðum skilað til hans eigi síðar
en þriðjudaginn 23. maí nk.
’ N
UTBOÐ
Austurlandsvegur
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagn-
ingu tveggja kafla á Austurlandsvegi í Suður-
Múlasýslu: Fossárvík - Framnes (12 km) og
Merki - Valtýskambur (3 km).
Helstu magntölur: Fyllingar 33.000 m3, sker-
ingar 36.000 m3, þar af bergskeringar 5.000
m3, burðarlag 54.000 m3og rofvörn 5.000 m3.
Verki skal að fullu lokið 1. júli 1990.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
á Reyðarfirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá
og með 9. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl.
14.00 þann 22. mai 1989.
Vegamálastjóri
__________________ J
FÉLAGSFUNDUR UM
KJARASAMNINGANA
Félagsfundur Iðju, félags verksmiðjufólks verður
haldinn í Sóknarsalnum, Skipholti 50 A, þriðjudaginn
9. maí nk. kl. 17.00.
Fundarefni:
1. Kjarasamningarnir.
2. Önnur mál.
IÐJUFÉLAGAR, FJÖLMENNUM Á FUNDINN.
Stjórn Iðju
Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram að Bjarnarbraut 2, Borgamesi, fimmtud. 11. maí ’89 kl. 10.00. Kveldúlisgata 26, íb. 1-A, Borgamesi, þingl. eigandi Bjöm Jónsson. Upp- boðsbeiðandi er Sveinn H. Valdimars- son hrl.
Kveldúlfegata 7, Borgamesi, þingl. eigandi Júlíus Heiðar Taylor. Upp- boðsbeiðandi er Ingvar Bjömsson hdl. SÝSLUMAÐUR MÝRA- OG BORGARFJARÐARSÝSLU RÚNAR GUÐJÓNSSON
Amarklettur 1, Borgamesi, þingl. eig- andi Ólafur Þór Jónsson. Uppboðs- beiðendur em Veðdeild Landsbanka Islands, Ólafur Gústafsson hrl., Guð- jón Armann Jónsson hdl. og Inn- heimtur sf.
Nauðungamppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, fimmtud. 11. maí ’89 kl. 10.00.
Beitistaðir, Leirár- og Melahreppi, þingl. eigandi Guðmundur Óskarsson. Uppboðsbeiðandi er Jón Ingólfsson hdl.
Bóndhóll, Borgarhreppi, þingl. eig- andi Jón A. Guðmundsson. Uppboðs- beiðendur em innheimtumaður ríkis- sjóðs, Ásgeir Thoroddsen hdl. og Stofiilánadehd landbúnaðarins. Böðvarsgata 2, efri hæð, Borgamesi, þingl. eigandi Byggingarfélag al- þýðu/Anna Jónsd. Uppboðsbeiðandi er Jón Ingólfsson hdl.
Brákarbraut 7, Borgamesi, þingl. eig- andi Eggert Hannesson/Þórey Val- geirsd. Uppboðsbeiðendur em inn- heimtumaður ríkissjóðs. Byggðastofn- un og Landsbanki íslands.
SÝSLUMAÐUR MÝRA- 0G BORGARFJARÐARSÝSLU RÚNAR GUÐJÓNSS0N
Húsafell D, sphda, Hálsahreppi, þingl. eigandi Fiskeldisstöðin á Húsafelli hf. Uppboðsbeiðandi er innheimtumaður ríkissjóðs.
Fjölmiðlar dv
„Fyrst i stað hélt ég að ég hefði orðið bráðkvaddur við bílútvarpið og vaknað upp i verri staðnum og þarna
væri oddviti móttökunefndarinnar mættur að bjóða mig velkominn til nýrra heimkynna."
Lif í tuskunum
- skyggnilýsingar á rás tvö
Fyrir mörgum árum, þegar sá sem
þessa pistla skrifar starfaði sem
blaðamaður á dagblaðinu Vísi, sem
var DV þeirra tíma, og var orðinn
leiður á hinu daglega fréttastússi,
kom honum í hug að gaman væri að
færa lesendum blaðsins fréttir af
öðru tilverusviði þar sem þekkjast
ekki dráttarvextir né gengisfelhngar.
Þá bar vel í veiði. Breskur miðill,
kona á besta aldri, var komin til ís-
lands til að halda skyggnilýsinga-
fundi og miðilsfundi með fólki sem
fýsti að vita hvort ekki væri allt gott
að frétta af því framhaldslífi sem bíð-
ur okkar allra þegar við erum loksins
laus við áhyggjur af kreditkortaút-
tekt síðasta mánaðar.
Svei mér, ef þessi breski miðill hét
ekki Gladys og var sérstaklega geðug
manneskja og bauð ungan blaða-
mann velkominn á skyggnilýsinga-
fund hjá sér - í Garðastrætinu ef ég
man rétt.
Nema hvað, núorðið man ég fátt
eitt frá þessum fundi, utan það eitt
að mér þóttu fréttimar að handan
ekki siður óljósar en þær fréttir sem
við höfum hér í þessum táradal af
daglegri líðan fólks. Enginn af öllum
þeim aragrúa látinna forfeðra, sem
ég hlýt að eiga handan við móðuna
miklu, sá ástæðu til þess að nota
þetta tækifæri til að kasta á mig
kveðju. Hins vegar áttu margir aðrir
á fundinum ræktarsamari ættingja á
æðra tilverustigi heldur en ég og
fengu frá þeim fréttir og skilaboð.
Mér varð um og ó við þetta af-
skiptaleysi forfeðranna og fór jafnvel
að velta því fyrir mér hvort öll mín
ætt, allt frá Haraldi sáluga hilditönn,
hefði lent í einhverri voðalegri Síber-
íuvist fyrir handan og mætti hvorki
tala við miðla né fiölmiðla fyrst eng-
inn þeirra hreyfði legg né lið - ef svo
má að orði komast um framliðna -
til þess að hafa samband við mig á
fundinum.
Þetta voru mér nokkur vonbrigði,
enda hugsaði ég mér að krefiast skýr-
inga á sambandsleysinu, þegar röðin
kæmi að mér að yfirgefa þennan
jarðneska líkama tU að slást í hóp
hins þögla meirihluta.
En öllu þessu var ég löngu búinn
að gleyma hérna um daginn þegar
ég kveikti á útvarpinu í bílskijóðn-
um og lenti allt í einu á beinni út-
varpsútsendingu að handan - hinni
fyrstu „sinnar tegnundar hér á
landi“, eins og Hallbjörn sveita-
söngvari komst eitt sinn svo snilldar-
lega að orði.
Þarna var að verki „Dægurmálaút-
varpið“ og hafði fengið til hðs við sig
breskan miðil, Gladys að nafni, hríf-
andi konu á besta aldri, sem var
FjölmiðlaspjaH
Þráinn Bertelsson
mætt í útvarpssal í framandi landi
án kunnáttu í tungumáli innfæddra
- og var reiðubúin að beita ófreskig-
áfu sinni til að fleyta skilaboðum á
öldum ljósvakans frá látnum íslend-
ingum til lifandi íslendinga. Og ég
gat ekki betur heyrt en þarna væri
lifandi kominn sá sami miðill og forð-
um tíð hélt skyggnilýsingafundinn
sem forfeður mínir skrópuðu á, eins
og áður er getið.
Ég lagöi bílnum mínum við stöðu-
mæh og hlustaði af andakt allt þar
til ég tók eftir því að undarleg vera
með skyggnishúfu á hausnum lagðist
á gluggann hjá mér og hótaöi mér
sektum ef ég reiddi ekki fram fimm-
tíu króna gullpening. Fyrst í stað
hélt ég að ég hefði orðið bráðkvaddur
við bílútvarpið og vaknað upp í verri
staðnum og þarna væri oddviti mót-
tökunefndarinnar mættur að bjóða
mig velkominn til nýrra heimkynna.
En auðvitað var ég sprelllifandi og
staddur í Reykjavík og þetta var vita-
skuld stöðumælavörður úr því ein-
valaliði sem Davíð hefur ráðið til að
elta uppi illþýði sem skirrist ekki við
að leggja bílnum sínum við rándýra
stöðumæla þótt engan eigi það gull-
peninginn.
Meðan ég var að forða mér úr
greipum stöðumælavarðarins missti
ég af niðurstöðu í vandamáli grá-
hærðs manns af æðra tilverustigi
sem hafði verið mjög kuríeis og fá-
máll í lifanda lífi, eiginlega eins og
breskur séntilmaður, og vildi nú
komast í samband við konu sem
hafði hringt í Dægurmálaútvarpið,
en kom þessum kurteisa manni ekki
fyrir sig í fljótu bragði.
En hvað um það. Áður en langt um
leið hafði ég fundiö mér stöðumæla-
varðarlausan stöðumæli og gat hald-
ið áfram að hlusta. Því miður hef ég
ekki náð þeim þjóðfélagslega status
að hafa bílsíma og gat því ekki hringt
í Gladysi á rás 2 til að komast í sam-
band við forfeður mína, enda hafði
ég í skammsýni minni ekki séð fyrir
þá öru þróun í fiarskiptum og fiöl-
miðlum sem nú er komin á það stig
að með því að hafa símtæki innan
seihngar getur maður náð tah af
framliðnum fyrir minni peninga en
kostar að hringja til útlanda.
Ég var ákaflega hrifinn af þessum
þætti. Bæði var Gladys ótrúlega glúr-
in við að para saman lifendur og
dauða, jafnvel þótt þeir sem hringdu
í hana segðu ekki margt annað en
,já, halló“ eða „hvaö á ég að segja“
- og svo voru útvarpsstjörnurnar
Stefán Jón Hafstein og Ævar Kjart-
ansson svo sannarlega í essinu sínu
við að stjórna þessari tímamótaút-
sendingu og túlka og bera boð og
tala framandi tungumál.
Þetta var úrvalsútvarpsefni. Þarna
fengu þeir sem það vildu sönnun fyr-
ir framhaldslífi og hinir sem trúa
bara á myrkrið geta haldið áfram að
trúa á myrkrið, og þeir sem hafa
gaman af spennandi og nýstárlegu
útvarpsefni og framandlegum vinnu-
brögðum gátu setið eins og límdir við
útvarpstækin sín, einkum þeir sem
hlusta á útvarp utan lögsagnarum-
dæmis stöðumælavarða.
Þarna var líf í tuskunum.
Þráinn Bertelsson