Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989. Breiðsíðan Mikil samkeppni í bæklunarskósmíði ( - segir Kolbeinn Gíslason, sá fyrsti er lýkur meistarapróíi í greininni „Ég tók meistarapróf í bæklunar- skósmíði í Danmörku í mars sl. og er fyrsti íslendingurinn sem lýk því námi,“ sagði Kolbeinn Gíslason, orthopaediskur skósmíðameistari, í samtali við DV. Kolbeinn starfar með fóður sínum, Gísla Ferdínandssyni, sem hefur starfrækt fyrirtækið í þrjátíu og þrjú ár. „Við byrjuöum með bæklunarskó- smíði árið 1981,“ sagði Kolbeinn. Hann sagði að tveir aðrir íslendingar hefðu farið í sams konar nám en þeir hefðu einungis lokið sveinsprófi í greininni. „Námið felst í því að fyrst þarf að taka sveinspróf í skósmíði, handsmíðuðum skóm, síðan þarf maður að starfa í þrjú ár hjá meist- ara og þá er hægt að fara í meistara- próf í bæklunarskósmíði. Sú grein er ekki kennd hér á landi og ég valdi að fara í námiö í Danmörku,“ sagði Kolbeinn ennfremur. „í meistara- náminu þarf maður að læra allt um vöðva og upppbyggingu beina frá mjöðm og niður, hreyfingar og al- gengustu bæklunarsjúkdóma. Ég hef unnið við bæklunarskó- smíði í tíu ár. Ég tók sveinsprófið hjá Ferdinand Róbert Eiríkssyni í Hafn- arfirði. Áriö 1981 hóf ég störf hjá Gísla Ferdínandssyni. Við höfum haft þýska meistara starfandi hjá okkur í rúm þrjú ár. Það var tals- verður áróður gegn mér fyrir að starfa í greininni ómenntaður og þess vegna dreif ég mig í að klára. Þrátt fyrir að þeir bæklunarskósmiö- ir, sem hér eru starfandi, hafi hafið áróður gegn mér, hafa þeir lítil efni á því þar sem þeir sjálfir eru einung- is með sveinspróf, mér vitanlega," sagði Kolbeinn. Meistarastykki Kolbeins, annars vegar iþróttaskór fyrir lióagigtar- sjúkling og hins vegar skór fyrir konu sem er með annan fótinn sex sm styttri en hinn vegna sjúkdóms i mjöðm. Hann fékk hæstu umsögn í meist- araprófinu. Kolbeinn sagði að námið færi fram á helgarnámskeiðum og hann flaug á milli fyrir hvern kúrs. Samtals fór hann tíu ferðir á milli frá því síðasta sumar. „Þetta eru mis- munandir kúrsar og maður tekur áfangapróf úr hverjum þeirra. Síðan þurfti maður að sitja sveittur alla vikuna og læra heima.“ - En 'er svona mikil samkeppni í þessari grein? „Já, því stoðtækjasmiöir eru komnir inn á okkar svið þó þeir séu ekki menntaðir í greininni. Trygg- ingastofnunin hefur verið að spara og dregið saman vinnu hjá okkur öllum.“ - Hvað er það helst sem fólk þarf á aö halda þegar það leitar til þín? „Það er misjafnt. Við erum mest í sérsmíðuðum skóm, fyrir þá sem geta ekki gengið nema vera í þess konar skóm. Einnig smíðum við inn- legg fyrir börn og fullorðna. Það er geysilega mikið sem við smíðum af innleggi fyrir börn. Við vorum með meðferðarskó fyrir böm en þeir eru ekki lengur fáanlegir. Trygginga- stofnunin hefur skorið niður greiðslu á meðferðarskóm og hætti að borga barnainnlegg fyrir all- nokkru. Nú fá engir sérsmíðaða skó nema þeir séu mjög bæklaðir." Þegar Kolbeinn tók meistaraprófið smíöaði hann tvö pör af skóm. Aðrir voru fyrir liðagigtarsjúkling en hinir fyrir sjúkling sem þjáðist af sjúkdómi í mjöðmum. Annar hafði verið í hjólastól i tvö ár en þegar hann fékk skóna gat hann loks komist á fætur, þannig að skórnir geta skipt miklu máli. Algengt er að fólk, sem þarf á misháum skóm að halda, láti hækka annan skóinn í stað þess að láta sér- smíöa á sig. Kolbeinn sagði að meistaraprófið heföi verið mjög erfitt. „Skóhnn er ekki langur en prófið er þannig að það fer enginn í gegnum það nema sá er getur unnið við fagið. Ein mis- tök fella nemandann umsvifalaust," sagði Kolbeinn Gíslason. -ELA Kolbeinn Gislason, fyrsti íslenski meistarinn í bæklunarskósmíði, mátar hér innlegg á viðskiptavin. DV-mynd GVA Þú ert 2000 krónum ríkari! Nemendur framhaidsskólanna hafa skemmt sér undanfarið í miðbænum, þrátt fyrir að skólastarfiö sé svolítið öfugsnuið þessa dagana, svo ekki sé meira sagt. Þessi ungmenni voru fyrir utan Menntaskólann í Reykjavík er Ijósmyndari DV rakst á þau. Ekkert skal sagt um búninga menntskælinganna en ekki verður annað sagt en að hugmyndaflugið sé i lagi hjá æsku landsins. Við verðlaunum eitt þessara ungmenna að þessu sinni með tvö þúsund krónum. Sá er hér hefur hring um höfuð sér má vitja peninganna á ristjórn DV, Þverholti 11. -EI A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.