Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsifigastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1)27079, SlMI (1)27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Húsbréf í höfn
Jóhanna Sigurðardóttir þarf væntanlega ekki að segja
af sér ráðherradómi. Húsbréfafrumvarpið virðist vera
í höfn. Þetta virðist gerast vegna stuðnings Kvennalist-
ans. Lengi var ekki unnt að afgreiða frumvarp Jóhönnu
vegna efasemda Alþýðubandalagsins. En þær efasemdir
munu einnig að hverfa. Jóhanna lagði mikið kapp á að
þetta frumvarp yrði samþykkt á yfirstandandi þingi.
Enda var gamla kerfið hrunið. Kerfið, sem aðilar vinnu-
markaðarins samþykktu og Alexander Stefánsson, þá-
verandi félagsmálaráðherra, kom á sumarið 1986, var
framfaraspor á sínum tíma. Áður höfðu íbúðakaupend-
ur og húsbyggjendur einungis fengið htinn hluta af
kaupverði íbúðanna að láni hjá Húsnæðisstofnun. Nú
hækkaði þetta mikið. En vandi kom brátt í ljós. Eftir-
spurn eftir húsnæðislánum varð margfalt meiri en
menn höfðu búizt við. Biðtíminn lengdist stöðugt. Nú
er biðtíminn eftir lánum orðinn allt að 37 mánuðum.
Þegar kerfið tók gildi, var reiknað með 3800 umsóknum
um lán á ári fyrstu tvö árin. En 18000 umsóknir hafa
borizt. Tíu þúsund manns eru enn á biðlista.
Það er augljóst, að þessi biðlisti er óþolandi. En Alex-
ander Stefánsson þingmaður á ekki að líta á það sem
niðurlægingu við sig, þótt kerfmu verði breytt. Hann
gerði sitt, en í ljós kom, að betur þurfti. Því ber að fagna
því, að tilraun verði gerð með nýtt kerfi. Vel að merkja
yrði um tilraun að ræða. Húsbréfamálið verður sett í
mihiþinganefnd. GUdistaka laganna á að verða fimmt-
ándi nóvember. Jóhanna Sigurðardóttir hafði lagt
áherzlu á, að gildistakan yrði fyrr. Nánast einsdæmi er,
hvernig hún gekk fram í málinu. En vissulega er nauð-
syn á breytingum.
Alþýðubandalagsmenn virðast munu sætta sig við
þessa afgreiðslu málsins, verði vextir húsbyggjenda,
sem lán hafa hjá húsnæðisstofnun, lægri en markaðs-
vextir. Vissulega væri eðlilegast, að allir sætu við sama
borð um vexti. Þó ber að skUja, að lántakendur hjá
Byggingarsjóði ríkisins þurfi einhverja vernd. Þeir hafa
tekið lán á mikið niðurgreiddum vöxtum og miðað áætl-
anir sínar við það.
Rétt yrði af Kvennalistanum að samþykkja þá máls-
meðferð, sem hér hefur verið rakin. Sú var raunin, að
ýmsir stjórnarandstæðingar höfðu tekið málinu vel í
byrjun. En síðar hefur ekki annað sést en að pólitískir
sérhagsmunir hafi ráðið ýmsu um afstöðu sumra stjórn-
arandstæðinga - ekki tilfmning þeirra fyrir málinu.
Ýmsir stjórnarandstæðingar hafa komið auga á þann
möguleika, að stjórnin færi frá eftir afsögn Jóhönnu,
ef málið féUi. Þessi afstaða virðist hafa valdið mestu um,
hvernig sumir stjórnarandstæðingar hafa snúizt við
húsbréfamálinu í seinni tíð þrátt fyrir fyrri afstöðu.
Húsbréfakerfið lofar um margt góðu. En enn er auð-
vitað margt óséð um, hvernig það mun verka. í fyrstu
lotu ætti að felast í húsbréfakerfinu, að útborgun í íbúða-
viðskiptum minnkaði í 35 prósent. Kaupandi fær 65 pró-
sent verðsins að láni tU allt að 25 ára. Biðtíminn eftir
þessu ætti að geta orðið nokkrar vikur í stað meira en
þriggja ára. Seljandi íbúðar ætti auðveldlega að geta
komið bréfunum í sölu, enda yrðu þau tryggð í fasteign
og hjá hinu opinbera. Þetta eru miklir kostir. Það sem
við sjáum ekki fyllUega fyrir, er hvernig markaðurinn
mun verka í slikum viðskiptum. En reynslan sýnir, að
yfirleitt er markaðurinn bezti mæhkvarðinn.
Því ber að gera þessa tilraun.
Haukur Helgason
Ný Fjórða-maí-
hreyfing fær fyrir-
heit um árangur
Fjóröa-maí-hreyfmgin meðal kín-
verskra námsmanna, kennd við
þann dag árið 1919, var undanfari
að stofnun Kommúnistaflokks
Kína. Flokkurinn hefur ráðið
landinu í fjörutíu af þeim sjötíu
árum sem síðan eru hðin og á af-
mæli Fjórða-maí-hreyfmgarinnar
hefur skorist í odda milli náms-
manna í helstu háskólaborgum og
kínversku flokksforustunnar.
Svo er að sjá að flokksforustan
hafl tekið þann kost að láta undan,
að minnsta kosti í orði. í stað að-
varana og hótana í garð náms-
manna, sem í fyrstu gætti í opin-
verum málgögnum, er komið fyrir-
heit um að verða við réttmætum
kröfum þeirra og birting óvilhallra
frétta af kröfufundi námsmanna á
Torgi hins himneska friðar í Pek-
ing 4. maí 1989 í útbreiddustu blöð-
um Kína.
Námsmenn í Peking vöktu hreyf-
inguna, sem nú er risin í kjölfar
fráfalls fyrrverandi flokksforingja,
Hú Jaobang, um miðjan apríl. Hú
var vikið úr embætti aðalritara
flokksins í janúar 1987 eftir víðtæk
mótmæli námsmanna við ríkjandi
ástandi. Andlát hans varð náms-
mönnum tilefni til að halda á lofti
minningu leiðtoga sem ekki hafði
fengið að framkvæma þær umbæt-
ur í lýðræðisátt sem hann vildi fyr-
ir ofríki þeirra sem ríghalda í al-
ræði flokksins í stjórnmálum. Ekki
fer milli mála að þar er einkum
vegið að Deng Síaoping, aðalleið-
toga flokksins síðasta áratug.
Atburðarásin nú minnir í mörgu
á það sem gerðist í Peking eftir frá-
fall Sjá Enlæ foAætisráðherra
1976. Hann naut virðingar og þess
orðspors að hafa stýrt landinu út
úr ógnum og upplausn menningar-
byltingarinnar. Fyrir útförina var
Torg hins himneska friðar gert að
minningarreit Sjá til heiðurs. Þeg-
ar fjórmenningaklíkan gerði út lög-
reglusveitir til að fjarlægja kransa,
myndir og önnur minningartákn
kom til bardaga á torginu. Það at-
vik var uphafið á atburðarás sem
hóf Deng Síaoping til valda.
Undir forustu Dengs og sam-
starfsmanna hans hefur Kína tekið
stökkbreytingu. Hömlum ríkisaf-
skipta og flokksstýringar hefur
verið aflétt í miklum hluta atvinnu-
lífs, einkum landbúnaði, léttiðnaði
og kaupsýslu. Árangurinn hefur
verið undraverður. Á einum áratug
hefur meðalkaupmáttur milljarðs'
Kínverja tvöfaldast. Hagvöxtur á
síðasta ári er talinn hafa numið 11
af hundraöi.
En hlutfallslegri velmegun er
ójafnt skipt og þýðingarmikil svið
hagkerfisins lúta enn miðstýringu.
Ójafnvægi af þessum sökum varð
til þess að verðbólga tók snöggan
kipp á síðasta ári. Við það skelfdist
almenningur og kaupæðis tók að
gæta. Stjórnvöld tóku í taumana
með miðstýringaraðgerðum sem
enn er óljóst hvern árangur bera.
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
Samfara þessari ókyrrð og vaxandi
óvissu í efnhagsmálum hefur
flokksforustan allt frá 1987 gert sér
far um að herða tökin á opinberum
fréttaflutningi og skoðanaskiptum.
Hafnað er með öllu hugmyndum
Hú Jaobang um að frjálsara hag-
kerfi og frjálsari skoðanaskipti
þurfl að haldast í hendur. And-
stæðan við giasnoststefnu Mikhails
Gorbatsjof og hans manna í Sovét-
ríkjunum sker í augun þegar sovét-
leiðtoginn er væntanlegur í opin-
bera heimsókn til Peking 15. maí.
Það er því margt sem hvatti kín-
verska námsmenn til að láta enn
einu sinni frá sér heyra með kröf-
um um aukin lýðréttindi, sér í lagi
málfrelsi og skoðanafrelsi. Ofan á
allt annað bætist að stjórnvöld háfa
gert sig líkleg til að svipta útskrif-
aða nemendur framhaldsskóla ný-
fengnum rétti til að leita starfs á
sínu sviði á eigin spýtur. Gefið hef-
ur verið til kynna að upp verði-tek-
inn á ný sá háttur að yfirvöld skipi
fólki með framhaldsmenntun til
starfa að sínum geðþótta. Væri þar
með fest í sessi á ný sú óheillaskip-
an að flokkshlýðni en ekki hæfi-
leikar ráði hverjir veljast í eftir-
sóttustu stöður.
Kröfur námsmanna á fjöldafund-
um í Peking og fleiri borgum und-
anfarinn hálfan mánuð eru marg-
víslegar og sumar staðbundnar. Á
oddinn eru settar kröfur um frjáls-
an fréttaflutning og skoðanaskipti
á opinberum vettvangi, áfellis-
dómur verði opinberlega kveðinn
upp yfir kúgunaraðgerðum gegn
fyrri frelsisbaráttubylgjum meðal
námsmanna, endurmat fari fram á
stefnu og ferli Hú Jaobang, aðgerð-
ir til að uppræta fjármálaspillingu
í embættiskerfi og flokki og afnám
forréttinda fyrir börn valdamanna.
Það hefur vakið athygli erlendra
fréttamanna í Peking hversu vel
skipulagðar aðgerðir námsmanna
eru og hvílíka alúð þeir leggja við
að halda uppi reglu í sínum röðum.
Þrátt fyrir mannsöfnuð, sem kom-
ist hefur upp í hundrað þúsund,
hafa alls engar óspektir fylgt sam-
komum á Torgi hins himneska frið-
ar. Lögreglulið hefur að vísu verið
sent á vettvang og að nafninu til
reynt að verja straumum náms-
manna veginn inn á torgið en vikið
til hhöar fyrir mannmergðinni án
átaka nema í eitt skipti í upphafi
aðgeröa námsmanna.
Áberandi er að vegfarendur á
götunum, sem göngur námsmanna
fara um, láta í ljós samúð með
málstað þeirra. í göngunni og á
fundinum mikla 4. maí var sérstök
fylking fréttamanna frá fjölmiðlum
höfuðborgarinnar sem kom fram
undir kjörorðinu: „Við viljum fá
að geta sagt sannleikann.11
Og 4. maí kvað líka við nýjan tón
hjá kínverskum valdhöfum. Þá
ávarpaði Shaó Síjang flokksritari
fund Þróunarbanka Asiu í Peking.
Hann vék þar að baráttu náms-
manna og hét því að réttmætum
kröfum þeirra yrði sinnt. Flokks-
ritarinn lýsti yfir að lýðræðislegar
umbætur væru á dagskrá póli-
tískra ráöstafana í Kína um þessar
mundir og að röð og regla í þjóð-
félaginu yrði að byggjast á öðru og
meira en valdbeitingu.
Daginn eftir birtu svo blöðin í
Peking, þar á meðal flokksmál-
gagnið, ítarlegar frásagnir með
myndum af fundi námsmanna á
Torgi hins himneska friðar. Var
þar rakin kröfugerð og málflutn-
ingur námsmanna. Slíkur frétta-
flutningur af ijöldaaðgerðum til að
beita stjómvöld þrýstingi á sér
ekkert fordæmi frá því kommún-
istar tóku völd í Kína.
Ailt er þetta í hrópandi mótsögn
við viðbrögð flokksforustunanr
framan af aðgerðum námsmanna.
Þá var þeim borin á brýn háskaleg
starfsemi, sem ógnaði ró þjófélags-
ins, og hótað hörðum aðgerðum ef
þeir létu ekki af kröfugöngum og
mótmælafundum.
Erlendir fréttamenn í Peking
hafa á orði að nú sé útbreidd skoð-
un í Kína að tími sé kominn til fyr-
ir Deng Síaoping aðalleiðtoga,
hálfníræðan manninn, að draga sig
í hlé. Hann hefur verið réttur mað-
ur á réttum stað fyrir áratug til að
hrinda af stað endurbótastefnunni
eftir hervirki maóismans á kín-
versku þjóðfélagi en nú þurfa yngri
menn og víðsýnni að taka við.
Leiðtogar lýðræðishreyfingar stúdenta i Peking kunngera félögum sínum
ákvörðun um að efna til göngu og fjöldafundar 4. maí þrátt fyrir bann
yfirvalda.