Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989.
Popp
DV
Elías Bjamhéðinsson hljóöritar plötu:
Reyni að hafa húmorinn
aldrei langt undan
„Ég hef aldrei spilað opinberlega,
nema handbolta, en það er nú önnur
saga,“ segir Elías Bjarnhéðinsson frá
Vestmannaeyjum. En þrátt fyrir
reynsluleysi á tónlistarsviðinu er
Elías eigi að síður að vinna að hljóm-
plötu í Studio Stemmu um þessar
mundir og ætlar að gefa hana út sjálf-
ur fyrripartinn í sumar. Á plötunni
erutólflög. „Égsamdibróðurpartinn
sjálfur," segir Elías.
„Tvö lög eru þó eftir Hlöðver
Guðnason og eitt eftir Högna Þór
Hilmisson. Þeir eru báðir úr hljóm-
sveitinni 7und og spila með mér á
plötunni ásamt Páli Viðari Kristins-
syni og Sigurði Ómari Hreinssyni
sem einnig leika með 7und. Nú, og
svo á Jóhannes Ágúst Stefánsson
Gústi einnig eitt lag þarna. Upphaf-
lega ætluðum við Gústi að vinna
meira saman að plötunni en hann
dró sig út úr verkinu, hefur sennilega
ekki álitiö sér það samboðið lengur,“
segir Elías.
En hvað um textana? „Þeir eru eft-
ir mig,“ svarar hann. „Ég reyni að
'koma sem víðast við í þeim. Líttu
bara á sjálfur."
Og ekki ber á öðru en að víöa sé
leitað fanga í yrkisefnum. Einn texti
Elíasar Bjarnhéðinssonar heitir
Hempukempan. Þarna er einn um
mann sem missti tönn og annar um
fílapenslabana. Enn einn textinn
nefnist Snyrtivörufár í spegli. „Ég
lagði á mig að dveljast heilan dag í
snyrtivörubúð til að geta ort þann
texta,“ segir Elías. „Eins og þú sérö
fjalla textarnir um allt milli himins
og jarðar. Sumir eru um grafalvarleg
málefni en ég reyni þó að hafa húm-
orinn aldrei langt undan.“ Plötu El-
íasar Bjarnhéðinssonar hefur enn
ekki verið gefið endanlegt nafn. „Mig
langar til aö kalla hana E1 Puerco
og ennisrakaðir skötuselir en sam-
starfsmenn mínir eru eitthvað á
móti því. í nærveru sálar hefur líka
komið til greina. Ætli það nafn verði
ekki ofan á. Þó er aldrei að vita.“
-ÁT
Elías Bjarnhéðinsson: Eyddi degi í snyrtivörubúð til að semja textann
Snyrtivörufár í spegli. DV-mynd ÁT
Bubbi Morthens: Tuttugu og átta tónleikar í maí. DV-mynd BG
bjargar regnskógimum
Um miðjan þennan mánuð
kemur út tveggja laga plata með
miklum stjörnuskara. Má þar
nefna Ringo Starr, Brian Wilson,
Sam Brown, Belindu Carlisle,
Dave Gilmour, Joni Mitchell,
Mick Fleetwood og Jon Ander-
son. Þegar slíkur hópur kemur
saman til að hljóðrita eitt til tvö
lög er ljóst að safna á peningum
til einhvers góðs málefnis. Svo er
líka að þessu sinni. Lagið á A-
hliöinni heitir Spirit of the Forest
eða Andi skógarins. Ágóðinn af
sölu plötunnar á að renna til
stofnana sem beita sér fyrir frið-
un regnskóga heimsins. Þótt
Sting sé ekki í hópi tónlistar-
mannanna, sem flytja lagið Spirit
of the Forest, hefur hann látið
málefni regnskóganna mjög til
sín taka að undanförnu. Þegar
indíánar, sem búa í regnskógum
Brasilíu, efhdu til víötækra mót-
mæla til að vekja athygli á þvi
hvaö veriö væri að gera við heim-
kynni þeirra var Sting í hópi indí-
ánanna. Hann afhenti einnig yfir-
völdum í Brasilíu hugmyndir að
því hvemig hægt yrði að vemda
regnskógana. Sting kvaðst við
það tækifæri hafa búið í tíu daga
meðal indíánanna á Amazon-
svæðinu. Þar kvaö hann tæplega
nokkum mann með vit í kollin-
um fara ínn í skógana um regn-
tímann. „Skorkvikindin þarna
átu mig nærri því lifandi," sagði
hann.
Bubbi Morthens á ferð um landið:
Kynnirmeðal annars efni
tveggja nýrra platna
Það er jafngott að Bubbi Morthens
hafi gaman af að leika á hljómleik-
um. Nú í maí kemur hann nefnilega
28 sinnum fram. Hann er staddur á
Austurlandi þessa dagana. Um miðj-
an mánuð færir hann sig yfir á Vest-
urland og síðan á Vestfirðina. Hljóm-
leikaferð Bubba um landið lýkur síö-
an á Hótel Borg þann fyrsta næsta
mánaðar. Þá hefur hann haldið 45
tónleika á 47 dögum. Sennilega ís-
landsmet. Bubbi sagði daginn áður
en hann lagði í’ann að efnisskráin
yrði blanda af nýju efni og gömlu.
Hann hefur nýverið lokið plötu í
samvinnu við Christian Falk, þann
sama og tók upp með honum plötuna
Ærelsi til sölu. Og rétt í þann mund
sem hljómleikaferðin hófst um miðj-
an síðasta mánuö lauk hann vinnu
við nýja fjögurra laga plötu þar sem
Guðmundur Pétursson gítarleikari
verður í stóru hlutverki. Hreinrækt-
að gamaldags rokk þar á ferð - með-
al annars kraftmikil útgáfa lagsins
Vegir liggja til allra átta eftir þá Sig-
fús Halldórsson og Indriða G. Þor-
steinsson. Lög af þessum tveimur
plötum eru á efnisskránni, svo og
eitt og annað gamalkunnugt. Ferðaá-
ætlun Bubba það sem eftir er tón-
leikaferðarinnar er þessi: 6. maí:
Eskifiörður, 7. maí: Reyðarljörður,
8. maí: Seyðisfiörður, 9. maí: Fá-
skrúðsfiörður, 10. maí: Egilsstaðir,
11. maí: Breiðdalsvík, 12. maí: Djúpi-
vogur, 13. maí: Höfn, 15. maí: Borgar-
nes, 16. maí: Ólafsvík, 17. maí: Stykk-
ishólmur, 19. maí: Búðardalur, 20.
mai: Króksfiarðarnes, 21. maí: Pat-
reksfiörður, 22. maí: Tálknafiörður,
23. maí: Bíldudalur, 24. maí: Þing-
eyri, 25. maí: Bolungarvík, 26. maí:
ísafiörður, 27. maí: ísafiörður, 28.
maí: Súðavík, 29. maí: Suðureyri, 30.
maí: Flateyri, 1. júní: Hótel Borg.
Karl Tómasson, trommuleikari Gildrunnar:
Gerðum þessa plötu
fyrir okkur sjálfa
Tónlistin á nýjustu plötu Gild-
runnar er áreiðanlega fiölbreytt.
Enda eru lögin tíu, sem á henni eru,
tekin upp á síðustu fiórum árum.
„Við erum með þessari nýju plötu
að halda upp á að við þremenning-
amir í Gildrunni erum búnir að leika
saman í tíu ár um þessar mundir,"
segir okkur Karl Tómasson trommu-
leikari. Með honum í Gildrunni eru
þeir Birgir Haraldsson gítarleikari
og söngvari og Þórhallur Árnason
bassaleikari. Nýja platan heitir stutt
og laggott Gildran. Elstu lögin á plöt-
nnni voru hljóðrituð áriö 1985. Þrjú
þau nýjustu voru unnin fyrr á þessu
ári. Meðal laganna tiu eru tvö sem
voru unnin fyrir erlendan markaö,
Good Balance og Put up a Front. Þau
eru vægast sagt ólík því gildruefni
sem við höfum fengið að kynnast á
plötunum Hugarfóstri og Huldu-
mönnum.
„Sumt af elsta efninu er nú líka
dálítið ólíkt því sem flestir þekkja
okkur af,“ segir Karl Tómasson. „Við
vorum nú dálítið harðari í gamla
daga en nú um það leyti sem við
kölluðum okkur Pass. Við vorum hér
áður fyrr nokkuö duglegir við aö fara
í stúdíó og hljóðrita lögin okkar.
Þessar upptökur höfum við geymt
og notum þær nú. Okkur fannst til-
vahð að leyfa fólki að heyra hvernig
við hljómuðum hér áður.“
Gildran heldur tvenna útgáfu-
hljómleika um helgina i skemmti-
staðnum Abracadabra. Þeir fyrri
voru haldnir í gærkvöld og hinir
seinni verða í kvöld. Að sögn Karls
er svo fyrirhugað að fara í hljóm-
leikaferð um landið í næsta mánuði.
„Við erum að vísu ekki búnir að fast-
negla niður neina staði enn. Við
reiknum með að leggja af stað um
miðjan júní og fara í svo sem þriggja
vikna hringferð," segir Karl.
„Landsbyggðarmenn hafa alla
jafna verið okkar bestu stuðnings-
menn. Þeir eiga svo sannarlega ekki
skilið að vera vanræktir mikið leng-
ur.“
-ÁT
Þremenningarnir i Gildrunni. Saman í tíu ár.