Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989.
Fréttir
Viðtalið
Kaupfélag Eyfirðinga
tapaði 204 milljónum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
Tap á rekstri Kaupfélags Eyfirð-
inga á síðasta ári nam 204 milljónum
króna á móti 50 milljóna króna hagn-
aði árið áður. Þetta kom fram á aðal-
fundi félagsins sem hófst í gær á
Akureyri.
Á fundinum kom fram að heildar-
velta Kaupfélags Eyfirðinga að sam-
starfsfyrirtækjum meðtöldum var á
síðasta ári 8.453 milljónir króna og
jókst um 14% á milli ára en í aðal-
rekstri félagsins var veltan 6.741
milljón króna og hafði aukist um
17,6% frá árinu áður. Veltuaukning-
in er heldur minni en nemur verð-
bólguþróuninni og er því um magn-
samdrátt að ræða.
í skýrslu stjórnar og kaupfélags-
stjóra segir að afkoma félagsins hafi
versnað á öllum rekstrarsviðum
nema á sviði þjónustu en þar var um
raunaukningu í tekjum að ræða og
munar þar mest um mikla aukningu
hjá Hótel KEA en lokið var við við-
byggingu hótelsins á árinu og 21 nýtt
herbergi tekiö í notkun.
„Það sem gerði árið 1988 svona
óvenjuóhagstætt fyrir félagið, fyrir
utan að fá samdrátt í tekjum á nær
öllum sviðum, er sú staðreynd að
raunvextir voru á sl. ári hærri en
nokkru sinni áður, hærri en raun-
vextir í samkeppnislöndum okkar og
miklu hærri en atvinnulífið getur
staöið undir. Ekki er að undra þótt
atvinnulíf í landinu sé að kikna eins
og sést á fjölda gjaldþrota á sl. ári
og vaxandi atvinnuleysi nú. Pjár-
magnsgjöld umfram fjármagnstekj-
ur hjá félaginu meira en tvöfólduðust
á milli ára og var hækkun þeirra um
219 milljónir króna,“ segir í skýrslu
stjómar og kaupfélagsstjóra.
Þar segir einnig að þrátt fyrir halla-
rekstur á sl. ári sé Kaupfélag Eyfirð-
inga með ákaflega traustan efnahag
og um sl. áramót hafi eignir félagsins
umfram skuldir verið að andvirði
rúmlega tveir milljarðar króna og
eiginfiárhlutfall um 40%. „Fá félög
hér á landi geta státað af svo mikilli
hreinni eign og hefur félagið þar af
leiðandi allar forsendur til þess að
snúa þessum hallarekstri yfir í hagn-
Þeir Arnarflugsmenn fögnuðu því í gær að frá 7. apríl hafa 730 nýir hluthaf-
ar keypt hlutabréf i fyrirtækinu fyrir yfir 50 milljónir króna. Þar með eru
hluthafar i Arnarflugi orðnir 1500 talsins. Hér sker Kristinn Sigtryggsson
forstjóri sneið af rjómatertu handa Magnúsi Oddssyni markaðsstjóra en
tertan var keypt handa starfsfólki í tiiefni þessa áfanga. DV-mynd BG
Þórunn Sveinsdóttir VE:
íslandsmetið komið í höf n
Siguijón Óskarsson, skipstjóri á
netabátnum Þórunni Sveinsdóttur
VE 401 frá Vestmannaeyjum, og
áhöfn hans hafa sett nýtt íslandsmet
í þorskanetaveiðum. Á miðvikudag
kom Þórunn Sveinsdóttir til heima-
hafnar með um 30 tonna afla. Þegar
afla þess róðurs hafði verið landað
hafði verið landaö alls um 1730 tonn-
um úr skipinu frá áramótum.
Fyrra íslandsmetið átti áhöfnin á
Geirfugli, 1707 tonn. Það var sett á
vetrarvertíðinni 1970.
Úr Skarðsvík SH 205 frá Hellissandi
var landað rúmum 1800 tonnum á
vertíðinni 1972. Skarðsvíkin hélt
netaveiðum áfram eftir að hefð-
bundinni vertíð lauk. Á vertíðarlok-
um 1972 hafði skipshöfnin á Skarðs-
víkinni dregið 1522 tonn úr sjó.
-sme
Þórunn Sveinsdóttir VE siglir inn í
Vestmannaeyjahöfn. íslandsmetið í
höfn. Á innfelldu myndinni er Sigur-
jón Óskarsson skipstjóri að ganga
frá borði.
DV-myndir Ómar
Frá aðalfundi Kaupféiags Eyfirðinga sem hófst í gær. Jóhannes Sigvalda-
son stjórnarformaður er í ræðustóli. Magnús Gauti Gautason kaupfélags-
stjóri situr til hægri en stjórnarmenn til hægri á myndinni.
DV-mynd gk.
að,“ sagði í skýrslunni.
Starfsmannaíjöldi KEA og sam-
starfsfyrirtækja þess var á síðasta
ári að meðaltali 1341 og námu heild-
arlaunagreiðslur til þeirra 1.318
milljónum króna. Félagsmenn í
Kaupfélagi Eyfirðinga um síðustu
áramót voru 7689 talsins.
Vinnueftirlitiö að Korpúlfsstöðum:
Efnin lokuð inni
og flátin merkt
„Við fórum upp á Korpúlfsstaði á
miðvikudaginn. Þar voru 9 tunnur
með formalíni og 4 með olíuaf-
göngum. Þessi efni voru búin að vera
í geymslu hjá Eimskipafélaginu en
nú er víst meiningin að safna efnaaf-
göngum saman þarna upp frá og
senda utan til eyðingar þegar safnast
hefur í einn gám. Það er út af fyrir
sig í lagi með tunnurnar á Korpúlfs-
stööum en það sem þarf að gera er
að loka af þeim hluta kjallarans þar
sem efnin eru geymd og síðast en
ekki síst merkja tunnumar eða ílátin
greinilega," sagði Jens Andrésson
hjá Vinnueftirliti ríkisins við DV.
Jens sagði að Korpúlfsstaðir yrðu
notaðir til geymslu efna næsta árið.
Um leiö og sorpböggunarstöð væri
risin þyrfti ekki að geyma efnin þar
lengur.
„Þarna er á ferðinni fyrsta skrefið
til að flokka sorp og úrgang og ekki
nema gott eitt um það að segja. Ég
ætla ekki að tjá mig um samskipti
myndhöggvara og borgarinnar en
einu skilyrðin sem við setjum varð-
andi geymslu efnanna er að ílátin séu
lokuð og kirfilega merkt.“
-hlh
Formaður myndhöggvara:
Viljum leysa
málið í næði
„Nýrri stjórn myndhöggvarafé-
lagsins var falið að finna lausn á
þessu máli. Við höfum átt viðræöur
við borgaryerkfiræðing vegna eit-
ursins sem geymt er að Korpúlfs-
stöðum og einnig skrifað honum
bréf þar sem við óskum þess að
eitrið verði fjarlægt. Viö viljum
umfram allt finna lausn á þessum
málum í ró og spekt,“ sagöi Örn
Þorsteirtsson, nýkjörinn formaður
myndhöggvarafélagsins, í samtali
viðDV.
Myndhöggvarar hafa haft að-
stöðu á Korpúlfcsöðum í rúman
áratug og gert mikið til að koma
þeim eitt þúsund fermetrum, sem
þeir hafa til umráöa, í viðunandi
horf. Þarna eru um 10 myndhöggv-
arar með vinnustofu.
„Því er ekki að neita að okkur
dreymir um að gera Korpúlfsstaði
að félags- og menningarmiðstöð
þegar fram líða stundir. Við höfum
samning um að vera þarna til 1992
og höfum fullan hug á að fram-
lengja hann. -hlh
Visa kærir Euro:
Vísum þessu á bug
Visa íslan’d kærði í gær Kreditkort
hf., Euro, vegna auglýsinga sem
Kreditkort hafa birt undir slagorð-
inu: Láttu ekki vísa þér á dyr/brott.
Visa ísland telur að um meint brot
sé að ræða á siðareglum SÍA og lög-
um um óréttmæta viðskiptahætti.
„Þessi kæra Visa kemur okkur hjá
Kreditkortum á óvart. Við vísum
þessum ásökunum á bug og neitum
því að auglýsingar okkur séu ólög-
legar,“ sagði Gunnar Bæringsson,
framkvæmdastjóri Kreditkorta, í
gær.
„Við munum verja okkar mál en
tökum að sjálfsögðu tillit til þeirrar
niðurstöðu sem siðanefnd SÍA og
samkeppnisnefnd Verðlagsstofnun-
ar kemst að,“ segir Gunnar ennfrem-
ur.
í kæru Visa segir að í auglýsingun-
um sé gefið í skyn að Visa-korthafar
séu ekki velkomnir viðskiptavinir
alls staðar. -JGH
Nafn: Hörður Blöndal
Björnsson.
Aldur: 43 ára.
Staða: Framkvæmdastjóri
Gyffi Kristjáns scoa, DV, Akuxeyri;
„Þetta er spennandi starf og það
leggst vel í mig,“ segir Hörður
Blöndal Björnsson sem tók við
starfi framkvæmdastjóra dag-
blaðsins Dags og Dagsprents á
Akureyri um mánaðamótin.
„Það eru fjársterkir aðilar sem
standa að þessum fyrirtækjum.
Reksturinn er í lagi í dag en mikl-
ar byggingaframkvæmdir und-
anfarin ára hafa verið dýrar,“
sagði Hörður þegar hann var
spuröur hvort rekstur Dags og
Dagsprents væri ekki erfiður um
þessar mundir. En hyggur hann
á einhverjar róttækar breytingar
á rekstrinum?
„Ég er ekki kominn það langt
að ég sé farinn að huga að slíku
en ég hef auðvitað mínar aðferð-
ir.“
Hörður varð stúdent frá MA
árið 1966, lauk byggingarverk-
fræði frá Háskóla íslands 1978 og
stundaði síöan framhaldsnám í
Svíþjóð. Hann hefur starfað hjá
Vegagerð ríkisins og einnig sjálf-
stætt undanfarin ár.
Ólæknandi veiðidella
„Ég hef verið að rölta á göngu-
skíöum,“ segir Hörður, aðspurð-
ur um hvernig hann eyði frí-
stundum sínum. „Ég hef farið
með strákunum mínum, sem æfa
báðir skíðagöngu, og reyndar hef
ég verið aöstoðarmaður og fylgi-
sveinn þess eldri þegar hami fer
í keppni.
Ég hef spilað bridge í nokkuð
mörg ár og nú er ég lagstur í
veiðiskap. Mér var boöið í Laxá
á Ásum fyrirþremur árum ogþað
má segja að síðan hafi ég verið
með ólæknandi veiðidellu."
Hörður er giftur Sólveigu Gísla-
dóttur. Þau eiga þrjú böm, Gísla,
12 ára, Katrínu, 8 ára, og Björa,
7 ára.
Dagsbrún
Mánudags-
fundur
V erkamannafélagið Dagsbrún boð-
ar til almenns félagsfundar á mánu-
daginn klukkan 13.00 í Bíóborg.
Fundarefnið veröur samningarnir
Fundartíminn í miðjum vinnutíma
vekur athygli.
Þegar Dagsbrúnarmenn funduðu
um verkfallsheimild á dögunum var
fundurinn einmitt haldinn klukkan
13.00 á mánudegi. Þá mætti rúmlega
eitt þúsund manns á fundinn. Vel
má vera að fundartíminn nú sé val-
inn með tilliti til þess hve fundurinn
á dögunum þótti takast vel. S.dór