Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989. 15 Síðasti bæriiin í dalnum Einu sinni fyrir löngu, löngu tók ég þátt í því aö gera Fossvoginn aö íbúöahverfi. Þar bjuggu reyndar nokkrar fjölskyldur fyrir, hist og her um dalinn, höfðu hreiðrað um sig í óleyfilegum vistarverum, sum- arhúsum, kartöfluskúrum og bóndabýlum upp á gamla móðinn. Þetta var þjóðfélag út af fyrir sig sem lifði í sátt og samlyndi við ver- öldina án þess að skipta sér mikið af henni né heldur veröldin af því. Fossvogurinn var vin í vaxandi borg, nokkurs konar athvarf þeirra sem flúðu skarkalann og voru ekki ónáðaðir af vaxtarverkjum Reykja- víkur. Mest voru þetta erfðafestulönd þar sem fjölskyldur áttu sín griðl- önd mann fram af manni og kyn- slóð eftir kynslóð, börn að leik og ær í haga. Laus við norðangarra, laus við amstur og angur rétt eins og hæði fólkið og vogurinn hefðu gleymst mitt á milli byggðarinnar fyrir austan og vestan. Ekkert raskaði rónni nema þá helst kosn- ingasmalar fjórða hvert ár sem gengu að atkvæðunum vísum án þess að þurfa að fletta upp í kjör- skránni. En svo kom að því að Fossvogur- inn var skipulagður og skurðgröf- umar réðust til atlögu við túngarð- ana og timburhúsin. Lóðarhafar gerðu innrás og ég fékk það hlut- verk sem fullmektugur skrifstofu- stjóri hjá borginni að semja frum- býhngana út úr óðalssetrum sín- um, meta eignirnar og ganga til bols og höfuðs á þessum sælureit einyrkjanna. Þetta var löngu áður en menn höfðu fundið upp um- hverfisverndina eða uppgötvað náttúrufegurðina og land var bara land til að byggja á en ekki til að horfa á. Grænar grundir og hjörð í haga þóttu ekki mikil bæjarprýði. Trjálundir voru réttlausir og sauð- kindur réttdræpar. Það var ekki alltaf létt verk að koma þessu jarðlífi fyrir kattamef. Enda þótt pappírarnir væru mín megin var æran þeirra megin, stol- tið og foðurlandsástin. Því hvað er það annað en fóðurland þar sem menn hafa sest að eins og landnem- ar, byggt í trássi við byggingarsam- þykktir, búið eins og kóngar í ríki sínu, ræktað og girt og brotist til byggða á veglausum víðáttum mýr- arinnar og moldarinnar sem átti bæði að fæða þá og grafa? Ný mannkynssaga Á gönguferðum mínum um þetta sérstæða svið mannlífsins kynntist ég fólki og búsetu sem tilheyrði Reykjavík áður en hún breyttist úr bæ í borg. Áður en malbikið valt yfir sveitabæina og alla kyn- legu kvistina sem settu svip á bæ- inn. Áður en umferðaræðar urðu að umferðarhnútum og meðan bæjarbúar komust leiðar sinnar án þess að valda borgarastyrjöldum. Þá lærði ég að samfélagið fer ekki alltaf eftir reglustrikum og lóða- mælingum og htill skúr í litlum reit getur verið stærri höh en heimsins mestu skýjakljúfar. Mað- ur hitti þetta fólk ekki í budduna, heldur í hjartastað, þegar tilkynn- ing var gefin út um niðurrif og fjar- lægingu á fjóshaugum og endur- minningum þeirra fótspora sem lágu um þennan dal. Fossvogurinn varð raðhúsum og einbýlishúsum að bráð. Gamli, góöi Víkíngur fékk nýtt líf í Hæðargarð- inum og Stjömugrófinni og fékk liðsauka í kaupbæti. Nýir land- nemar vora komnir til skjalanna, strákar af Bræðraborgarstígnum, stelpur úr Þingholtunum, ný kyn- slóð Reykvíkinga var komin niður í húsgrunnana, fuh af metnaði og sjálfsbjargarviðleitni og gekk á vit þeirra landlægu örlaga að eignast eigið þak yfir höfuðið, jafnvel sumt með tvær hendur tómar, en hvað gera menn ekki þegar skyldan kall- ar og lóðin bíður og landrýmið inn- an Hringbrautar er fullsetið og full- byggt? Þá riðlast allar fylkingar Austurbæinga og Vesturbæinga og stíflan brestur. Menn létu ekkert stöðva sig, ekki einu sinni mann- hæðarháa, botnlausa grunnana þar sem mýrin virtist liggja bæði út á við og niður á við og mér er til stöðugrar undrunar að húsin skuli ekki ennþá hafa sokkið og skekkst niður fyrir sjávarmál. Upp skaltu sögðu lóðahafamir með samanbitnar varir og húsin risu eitt af öðru. Straumurinn lá í Foss- voginn og enginn vissi. eða skildi að skurðgröfurnar ruddu burt arf- leifð sögunnar í einu vetfangi. Ný mannkynssaga var hafin. Klondyke í þá daga þurfti enginn að hafa áhyggjur af Kópavoginum sem lá þama afskekktur í einskis manns landi hinum megin dalsins. Það eina sem menn vissu var að Geir í Eskihlíð var fluttur í Lund en var samt ennþá kahaður Geir í Eski- hlíð. Sjálfsagt vegna þess að Lund- ur var Kópavogsmegin og þetta sambland af bæjarfélagi og klondyki var varla til á landakort- inu. Gott ef þeir höfðu síma og alla- vega ekki skjalfesta samninga um heitt vatn og slökkvilið. Sorpið í Kópavogi var ekki nefnt á nafn og efast ég þó ekki um að sorphreins- un hafi verið stunduð handan við Fossvogslækinn. Það átti hver með sig. Stjórnmálasamband var víst til staðar að nafninu til en Kópavog- urinn hafði orð á sér fyrir að vera róttækur meðan Reykjavík var stolt íhaldsins, hin sanna ímynd hreinna borga og fagurra torga. Enda stuðlaði Fossvogsbyggðin að áframhaldandi velgengni meiri- hlutans sem úthlutaði lóðum til væntanlegra kjósenda af ýtrustu póhtískri nákvæmni. Atkvæðin vom launin fyrir lóðina, lóðirnar vora ávísun á atkvæðin. Sameigin- legir hagsmunir, kaup kaups. Eini munurinn er kannski sá að kosningasmalarnir í dag þurfa að hafa fyrir því að fletta upp nöfnun- um á kjörskránni í stað þess að þekkja þá af úthtinu og staðarheit- unum í gamla Fossvoginum. Hafa menn nokkurn tíma velt því fyrir sér að skýringamar á pólitískri undanvillu Kópavogsbúa geta ein- mitt legið í þeirri staðreynd að lóðalausir Reykvíkingar með vafa- sama pólitíska fortíð feðra sinna áttu ekki annarra kosta völ en flýja yfir lækinn til að geta sinnt þeirri þjóðarskyldu að eignast þak yfir höfuðið? Stjórnmálafræðingar hafa þarna áhugavert rannsóknarefni en til þess þurfa þeir að fá merktar kosningaskrár til skoðunar. Það er nú önnur saga. Aldarfjórðungi síðar Já, sagan líöur og lífið heldur áfram. Fyrir kaldhæðni örlaganna hefur það jafnvel orðið hlutskipti mitt að vera allt í einu sestur að í þessu sama Fossvogshverfi og hitta þai' fyrir sömu andlitin og höföu horfið ofan í húsgrunnana. Aðeins aldarfjórðungi eldri og örhtið ráð- settari. Og svei mér ef ekki er þarna sami andinn yfir vötnunum og forðum daga. Norðanáttin i sömu bhðunni og neðan byggðarinnar hggur dalurinn sjálfur, nánast ós- nortinn, fullur af mýrarpyttum og frárennshsskurðum. Einskis manns land sem veit ekki af því að það er skyndilega orðið að bit- beini í borgarastyijöld. Hvað hefur þessi dalur til saka unnið? Jú, sök Fossvogsdalsins er sú að hann hefur legið þarna fyrir hunda og manna fótum, einn og yfirgef- inn, og bíður þess að verða að umferðaræð fyrir ahar þær þús- undir bíla sem geysast til og frá vinnu eins og þeir eigi lífið að leysa. Það er hald vísustu manna að borg- arbúar komist alls ekki leiðar sinnar, verði innlyksa í hverfum sínum og umferðarhnútum ef Foss- vogurinn verður ekki malbikaður og mengaður í logninu. Mikill er hans máttur og mikil er sú gæfa að eiga þessa lífæð th reiðu svo bílarnir komist heim til sín á kvöld- in. Það verður að minnsta kosti ekki önnur ályktun dregin en aö heilsufar bílanna og taugar bílstjó- ranna séu mikilvægari heilsu þeirra sem búa í Fossvoginum. Það verður sjón að sjá nágranna mína ganga um dalinn á síökvöldum með súrefnisgrímur sér til heilsubótar. Svo ekki verði nú talað um það þegar Kópavogsbúar grípa til neyð- arráðstafana í sorphreinsunarmál- um sínum með því að moka skítn- um yfir lækinn og landamærin! Það var þá til einhvers að rífa erfðafesturnar upp með rótum. Það var þá til einhvers að úthluta lóð- unum til réttlátra kjósenda. Það var þá til einhvers að skýla sér fyr- ir norðanáttinni í lygnum dalnum og bjóða Víkingunum knattspyrnu- völl í vininni í Stjörnugrófl Það dugar víst ekki að eitra móður- mjólkina með díoxíni, það verður að strádrepa Víkingana í kolsýr- ingi! Svona getur gæfan verið fall- völt í Fossvoginum þegar bílarnir þurfa að komast leiðar sinnar. Gazasvæðið Sú borgarastyrjöld, sem nú geisar um þetta saklausa land og þennan yfirlætislausa dal, er með öfugum formerkjum. Davíð á að vernda dahnn, ekki malbika hann. Kópa- vogsbúar, sem aldrei hafa skihð hvernig skipulagt bæjarfélag lítur út, eiga ekki að þurfa að vera mál- svarar Fossvogsins. Enda skilst manni af fréttum að Davíð hafi alls ekki tekið neina ákvörðun um bíla- braut í Fossvoginum. Það hvarflar heldur ekki að mér að hugur hans standi til þess. Það er bara þetta að bæjarstjórnin í Kópavogi, sem enginn vissi að væri til, hefur stol- ið glæpnum frá honum og Davíð er ekki vanur að láta stela frá sér glæpunum. Né heldur landinu. Og veshngs Fossvogurinn, sem á sér einskis ills von og hefur smám saman verið að theinka sér vin- samlegt andrúmsloft fyrri tíðar, situr uppi sem eins konar Gaza- svæði og vígvöllur ófriðar og áfloga. Nú ætlar skipulagsstjórn að gera vísindalega könnun og mælingar á andlegu og líkamlegu atgervi Foss- vogsins. Þorleifur jarðfræðingur vill leysa vandamálið með því að leggja járnbrautarteina fyrir metró. Fossvogurinn er með öðrum orðum skyndilega orðinn mið- punktur pólitískra og vísindalegra , framfara og veldur því á endanum að Kópavogsbúar hverfa aftur til uppruna síns, vatnslausir og slökkvhiðslausir og með sorpið í tunnunum. Öll þessi vísindi og öh þessi stríð era fróðleg til afspumar. Jafnvel býsna skemmtileg meðan ekki kemur th manndrápa. Hins vegar era þau með öllu óþörf vegna þess að ég get sagt þeim öllum og það strax í dag að það verður aldrei nein umferðaræð lögð í Fossvogin- um. Ekki nema þá að þeir finni upp bíla sem geta ekið í botnlausu díki og fljótandi götum. Svo mikið lærði ég af gönguferðum mínum um Fossvoginn forðum, nógu langt sá ég lóðarhafana hverfa ofan í hús- grunnana sína í Kvistalandinu th að vita að enginn vegur fær fast undir fót, hversu lengi sem þeir grafa. Og hversu lengi sem þeir ríf- ast. Ehert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.