Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989.
Söngvakeppnin í kvöld:
Okkur þykir
Tyrkland best
- segir Valgeir Guðjónsson sem biður íslendinga að halda ró sinni
Daníel Agúst Haraldsson, tvitugur
nemandi úr Reykjavík, mun í kvöld
syngja í beinni útsendingu frá sviss-
neska sjónvarpinu fyrir 600 milljónir
áhorfenda í Söngvakeppni evrópskra
sjónvaipsstööva. Daníel Ágúst heföi
átt að vera í stúdentsprófum en verk-
fall kennara auðveldaði honum að
fara til Sviss til aö keppa fyrir ís-
lands hönd.
„Frá því að .við komum hingað á
mánudag höfum við verið í alls kyns
boðum og móttökum sem fram fara
á kvöldin. Það er dæmigert til að
leyfa blaðamönnum að nálgast fólk-
ið. Við höfum ferðast um nágrennið
og farið á fallega staði og inn á milli
eru æfingar," sagði Valgeir Guðjóns-
son er DV hafði samband við hann.
íslendingarnir búa á litlu en faliegu
hóteh niður við Genfarvatnið en það-
an er fimm til tiu mínútna akstur að
tónleikahöllinni Palais de Beaulieu
þaðan sem keppninni verður sjón-
varpað í kvöld. Útsendingin hefst
klukkan sjö að íslenskum tíma en
Svisslendingar eru tveimur tímum á
undan okkur eins og önnur Evrópu-
lönd.
Eins og risa-
stór Akureyri
Keppendur búa á víð og dreif á
hótelum í borginni Lausanne sem
Valgeir segir að sé eins og risastór
Akureyri. Þegar DV ræddi við Val-
geir í gær höfðu tvær æfingar farið
fram, önnur í fimmtíu mínútur en
hin hálftíma. í gær áttu að vera tvær
æfingar og lokaæfing fer fram í dag.
Þá á allt að vera klárt fyrir beinu
útsendinguna. Sjónvarpsvélarnar
þurfa að vera á réttum tíma á réttum
stað og því skipta æfingarnar miklu
fyrir myndatökumenn ekki síður en
tónlistarmennina sjálfa.
Æfingar
gengið vel
„Æfmgarnar hafa gengið ágætlega.
Við höfðum æft okkur talsvert áður
en við fórum að heiman," sagði Val-
geir. „Tónleikahöllin er auðvitað
komin á annan endann vegna sjón-
varpsútsendingarinnar. Mikið er
lagt upp úr tækni, sviðiö er stórt og
mjög djúpt þar sem ef fullkominn
ljósabúnaður sem gerir þeim kleift
að breyta um útlit á skammri stundu
með ljósaspili."
Valgeir sagði að öryggisgæsla væri
mjög ströng í höllinni og þar færi
enginn inn án ítarlegrar skoðunar,
svipað og gerist á alþjóðaflugvöllum.
„Þeir gæta þessa fyrirbæris eins og
þeir væru með alþjóðlegan fund.“
Sumir slá um sig
Eins og ávallt þegar söngvakeppn-
in fer fram er mikið af fjölmiðlafólki
samankomið, frá öllum þeim löndum
sem standa að keppninni. íslenski
hópurinn hefur ekki fengið mjög
mikla athygh enda segir Valgeir aö
þeir hafl ekki mikið reynt til þess.
„Við höfum ekki reynt að vekja á
okkur neina athygli. Sumir eru hér
hlaupandi og stökkvandi að reyna
að slá svohtið um sig. Breski söngv-
arinn gengur hér um með kúreka-
hatt og með stóran vindil í munnin-
um. Menn taka þetta ákaflega alvar-
lega.“
Meðal keppenda í ár eru tvö börn,
ellefu ára phtur frá ísrael, sem
reyndar er spáð sigri í keppninni,
eftir því sem breskir veðbankar
segja, og unglingsstúlka frá Frakk-
landi. Valgeir sagðist ekki hafa orðið
mikið var við þessi börn í Lausanne.
Þó hafa blaðamenn spurt aðra kepp-
endur hvað þeim finnist um aö börn
séu látin troða upp í keppninni. Með-
al annarra voru Islendingar spuröir
þeirrar spumingar á blaöamanna-
fundi sem þeir héldu.
Vel heppnaður
blaðamanna-
fundur
„Margir keppendanna halda sér-
staka móttöku en við höfum' ekki
gert það. Okkur fannst aö það væri
bara samkvæmi þar sem gestir koma
og borða snittur," sagði Valgeir.
„Blaðamannafundur okkar gekk
hins vegar prýöilega og við vorum
spurð spjörunum úr um skoöanir
okkar á keppninni. Við svöruðum
því bara skilmerkilega. Daníel var
spurður hvers konar tónlist hann
syngi venjulega og hvort keppnin
breytti einhverju fyrir hann. Við
sögöum eins og var að þessi keppni
breytti litlu í sjálfu sér fyrir okkur.
Einnig reyndu þeir að veiða menn,
hveijir okkur þættu bestir af öðmm
keppendum."
Valgeir sagðist ekki mikið hafa
fylgst með veðbönkum öðru en því
sem hann heyrði heimanfrá að þeir
væm í næstneðsta sæti. „Við höfum
ekki heyrt af neinum veðbönkum hér
í Sviss. Hins vegar er staðreyndin
með breska veðbankann að lagið sem
okkur þykir best í keppninni er í
neðsta sæti - Tyrkland. Það er lang-
áhugaverðasta tónlistin sem kemur
frá því landi að okkar mati,“ sagði
Valgeir og bætti því við að menn
væru alltaf að spá og spekúlera.
Lítil bíómynd
í fjallaþorpi
„Lausanne er skemmtileg borg og
ákaflega falleg það sem við höfum
séð af henni. Við höfum ekki haft
neinn óskaplegan tíma til að fara í
skoðunarferðir. Tekin var lítil bíó-
mynd af okkur og var þá farið í lítið
þorp hér í grenndinni. Við vorum
mynduð með börnum og manni sem
bar fjörutíu kílóa ost á höfðinu. Þessi
mynd verður sýnd áöur en lagið okk-
ar fer í loftið,“ sagði Valgeir.
Þetta er í fjórða skiptið sem íslend-
ingar taka þátt í Eurovision keppn-
inni og í öll skiptin hefur verið mikið
rætt og ritað um klæðnað okkar
manna. Valgeir sagði að þau heföu
leitað til fyrirtækisins Tex-Stíls sem
m.a. rekur verslunina Punkturinn.
„Við vilduin helst vera í íslenskum
klæðnaði og leituöum því til Helgu
Rúnar Pálsdóttur hjá Tex-Stíl og hún
ásamt konu minni, Ástu Ragnars-
dóttur, fann út úr því máli. Útkom-
una sjá áhorfendur í kvöld," sagði
Valgeir og vildi lítið úttala sig um
fatnaðinn en sagði að litlir stælar
væru í honum.
Með Valgeiri og Daníel Ágúst í
Sviss eru söngkonurnar Eva Ásrún
Albertsdóttir, Eva Banite, Karl Örv-
arsson og Kristján Viðar Haraídsson.
Valgeir situr við flygilinn, Karl á
trommum og Kristján á hljómborði.
Smekkur íslend-
inganna öðruvísi
„Kvöldið leggst ágætlega í okkur.
Ég held að við og þjóðin ættum að
j im
Jjm
vÆ <4fÉK á
•SaLiáí. dL
DV sló því upp í fyrra, sama dag og keppnin fór fram, aó Sverrir Storm-
sker mundi lenda í 21. sætinu.
Valgeir í 20. sætinu
Ef marka má álit þeirra Lund-
únabúa, sem veðja á lögin í Söngva-
keppni sjónvarpsstöðva, þá blæs
ekki byrlega hjá Valgeiri og Daníel
Ágúst í keppninni. Hjá SSP veð-
bankanum í Lundúnum er lagi
þeirra spáö 20. sætinu og sigurlíkur
lagsins aöeins taldar 60:1.
Ef þetta fer eftir er 16. sætið tap-
að. Menn ættu þó aö minnast þess
að Sverrir Stormsker var í 21. sæt-
inu hjá veðbönkunum þegar veð-
málum lauk fyrir keppnina í fyrra.
Honum og Stefáni Hilmarssyni
tókst þó með harðfylgi á úrslita-
stundu að veija sætið okkar. Hver
veit nema okkar mönnum takist
enn aö leika það eftir?
Síðustu fréttir af veðmálum eru
annars þau að lag ísraelsmanna er
enn í fyrsta sætinu eins og verið
hefur undanfama daga. Svíar eru
í öðru sætinu og fast á hæla þeim
fylgja Þjóövetjar og Austurríkis-
menn.
£__________u_________I_________£_________s__________c s v i s s e
CH ANSON 89¥~jLAUSANNE CH A NSON 89thLAUSANNE