Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 30
46 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989. Lífsstm Húsin á eyjunni Kulusuk eru lítil ýmist gul, blá eða rauð. Það er ekki rennandi vatn í neinu íbúðarhúsi í þorpinu heldur verða íbúarnir að bera vatn í hýbýli sín úr þorpsbrunninum. í þorpinu er ein þjónustumiðstöð þar sem er rennandi vatn og þar er hægt að þvo þvott og fara í bað. DV-myndir J.Mar. Kulusuk: Svarthvítur draumur Það var líkt og að lenda inni í miðjum svarthvítum draumi þeg- ar flugvélin lenti á flugvellinum á eyjunni Kulusuk í mynni Ang- magssalikfjarðar. Allt var hvítt yfir að líta en fjöllin voru yrjuö svörtu. Frá flugvellinum og inn tii þorpsins Kap Dan, sem kúrir þarna á eyjunni, er um þriggja kílómetra leið. Á þessum árstíma er farið á hundasleðum inn til þorpsins og það er einmitt þangað sem fór okkar er heitið. Þaö er smábið á ílugvellinum eftir hundasleðunum en svo sjást þeir koma í fjarska og fara ótrú- lega hratt yfir. Fyrr en varir er- um viö lögð af stað í átt til þorps- ins. Það er óneitanlega dálítið sérstök tiifmning sem fylgir því að setjast á hundasleða í fyrsta skipti. Andvarinn leikur við kinn og það er auðvelt að láta hugann reika í takt við marriö í snjónum og köll ekilsins þegar hann hróp- ar á hundana. Við fórum út á ísi lagðan fjörðinn og upp úr ísnum standa tignarlegir borgarísjakar á stöku stað og við sjóndeildar- hring blasa há og tíguleg íjöll. Hundamir viröast vera ákaf- lega vingjarnlegir en feröafólk á víst ekkert að vera að klappa þeim eða kjassa því þeir eru ekki aldir upp sem gæludýr og ef kom- ið er of nálægt þeim eiga þeir það til aö glefsa illþyrmilega. Líkt og lítil dúkkuhús Við höldum fór okkar áfram og brátt blasir þorpið við. Húsin í þorpinu minna dálítið á dúkku- hús, blá, rauð og gul, litil timbur- hús með dökkum pappaþökum. Og við nær hvert einasta hús í bænum eru tjóðraðir hundar. Undirlendiö er lítið og það er líkt og húsunum hafi verð tyllt utan íbrekkurnar. Þegar við komum inn í þorpið taka krakkar og unglingar á móti okkur, safnast í kringum okkur, rétt svona til aö heilsa upp á okk- ur. Þegar maður stendur upp af sleðanum og lítur í kringum sig sést margt fólk á ferli. í þorpinu búa ekki nema um 350 manns og maður hefur það á tilfmningunni aö velflestir þorpsbúar séu úti við. Krakkarnir eru að leika sér á skíðum og sleðum eða með litla boga og örvar en fullorðna fólkið röltir á milli húsa og ræðist við. Kannski eru það húsmæður sem eru að ná sér í vatn í vatnskran- ann því það er ekki rennandi vatn í íbúðarhúsunum eða ef til vill eru þær að ná í olíu á brúsa til að kynda með húsin sín. Úti á firðinum má svo sjá einstaka veiðimann sem er að leggja í veiðifer ð á hundasleðanum sín- um. Þegar kvöldar safnast ungling- ar og krakkar saman og leika fót- bolta en þeir eldri stíga víst gjarn- an dans í samkomuhúsinu. Ferðir Þögnin Það er ákaflega hljótt í þorpinu, svo hlj ótt að maður fer ósjálfrátt aö hlusta á þögnina sem stöku sinnum er rofin af hundgá. Það er eins og við manninn mælt, þegar einn hundurinn byrjar að spangóla þá taka allir hundar þorpsins undir. Fyrstu áhrifin af komunni til þorpsins eru að þar sé allt ósp- illt, vestræn menning hafi ekki náð að festa þar rætur. En allt í einu kemur maöur auga á gerv- ihnattardiska utan á nokkrum húsum og fyrr en varir gengur maður fram á hús sem er merkt „Grill-bar“. Þetta er lítill staður sem aðeins rúmar átta til tíu manns í sæti. Á boðstólum eru meðal annars hainborgarar, pits- ur, samlokur og biximatur. Ekki langt frá Grill-bar er kirkj- an, snotur lítil timburkirkja, ekki ósvipuð íslenskum sveitakirkj- um. Þegar komið er inn í kirkj- una tekur maður strax eftir fall- egu skipslíkani, sem hangir í loft- inu, og stórum bláum krossi fyrir miðju altari. Af klöppunum fyrir ofan þorpið er fallegt útsýni yfir fjörðinn og til fjalla og þar rekst maður á steindysir þar sem burtgengnir íbúar þorpsins hafa verið lagðir tilhinstuhvílu.; jiaur sgsiij Þessar litlu hnátur brostu breitt og sögðust vera búnar í skólanum þann daginn. Krakkarnir geta gengið í þorpsskólann þangað til þau verða fjórtán ára, eftir það verða þau að fara til Nuuk eða Danmerkur hyggi þau á fram- haldsnám. Veðrið í útlöndum ________________HITASTIG f GRAÐUM 0 til - 1p|l til S | 6 til 10 | 11 til is| 16 til 2o| 20tU25 Byggt á veðurfréttum Veðurstofu (slands kl. 12 á hádegi, föstudag Akureyri 5° j * 3 Evróþa Reykjavík 5° Þórshöfn 8° Glasgow13° Bergen 8° 9 Osló 13‘ Helsinki 15° 4 Kaupmannahöfn 13° London 23 Hamborg 16° 'Berlín17° Stokkhólmur 14° _ (\ Frankfurt22° ■x Luxemborg20° Amsterdam21° París 24° Q Vín 20° Madrid23° B|de'ona_20- ^ FeneyJaríT ** © SP Röm'231 Algarve24° <3 V 0 Mal Mallorca 21° Norður - Ameríka (Bk Vancouver13° Montreal13° Ck Winnipeg -7° San Francisco 18° NewYork16° Los Angeles 23' Miami 25° Rigning ^ Skúrir *.* Snjókoma Þrumuveður ~ Þoka Og ofan af klöppunum getur maður svo virt fyrir sér „kaup- félag“ staðarins, litla verslun þar sem seldar eru brýnustu lífs- nauðsynjar og ekki langt frá er banki staðarins. Þar inni sitja tveir menn við skrifborð og horfa alvarlegir hvor á annan, í húsi sem minnir meira á pakkhús en banká. Seiðandi veröld Hún virðist ótrúlega seiðandi, veröldin í þessu litla þorpi þar sem allt virðist ganga svo hljóð- lega fyrir sig. Tilveran í þorpinu á sér þó sínar skuggahliðar, sóða- skapurinn er víða mikill. Sorpi er hent hvar sem er og þar sem snjóa hefur leyst grillir í ýmiss konar rusl. Atvinnuleysi er land- lægt í þorpinu og atvinnutæki- færi fá. Margir þorpsbúar eru á atvinnuleysisbótum frá danska ríkinu og sumum finnst ákaflega niðurlægjandi að framfleyta sér á þeim. En fólkið lifir á sjálfsþurft að eins miklu leyti og unnt er, fer á veiðar og dregur björg í bú en ekki er alfarið hægt að lifa á slíku. Ferðamannaþjónusta Engin skipulögð ferðamanna- þjónusta er í Kulusuk fyrir utan þá þjónustu sem Odin Áir (Flug- skóli Helga Jónssonar) rekur þar. Odin Air mun fljúga fjórum sinn- um í viku til Kulusuk í sumar, auk þess sem flugfélagið er með á sínum snærum tvö gestahús þar sem ferðalangar geta fengið gistingu vilji þeir stoppa lengur í Kulusukeneinndag. -J.Mar Hundasleöar eru mikið notaðir og við nær öll húsin voru tjóðraðir hundar. Það er hægt að ferðast um á hundasleðum fram í júni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.