Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989. 47 LífsstíU Danmörk: Tívolí og Bakkinn Dyrehavsbakken var opnaöur fyrir gesti eftir vetrardvalann þann 21. mars síðastiiðinn. „Bakkinn" er elsti skemmtigarður í heimi og nú á að gera enn betur en áður til að ná fram aftur þeim anda sem ríkti í garðinum hér á árum áður en þetta er 406. sinn sem Bakkinn opnar hlið sín fyrir gestum. 2 milljónir gesta í fyrra Það eru sett met þessa dagana á Bakkanum. í fyrra sóttu tvær millj- ónir gesta þennan gamla skemmti- garð heim, og það sem enn betra er - verðlagið helst óbreytt frá fyrra ári. Sérstakur Bakka-passi eða „Bakke-turpas“ kostar enn 98 danskar krónur eða rétt rúmlega 700 ísl. krónur. Innifalið í þessum passa er meðal annars heilmikiö kalt borð. Miði í hinn fræga rússíbana kostar 12 danskar krónur eða um 85 krón- ur. Annars er aðgangur að Bakkan- um ókeypis og allt gert til þess að fjölskyldur geti skemmt sér þar sam- an. Mörg tækjanna í garðinum hafa verið endurnýjuð og eitt er alveg nýtt en það er svokallaður „Break- Dancer" sem er nýtt sveiflutæki þar sem htiir vagnar á löngum örmum sveifla gestunum í ahar áttir, upp og niður og á milh hvers annars, oft með snöggum beygjum. Nú í lok maí bætist nýr útsýnis- staður við á Bakkanum en þá verður tekið í notkun nýtt parísarhjól fyrir hörn sem John Sigurdsson er að reisa við Maríuhænuna sína. Hann á lika skotbakkann F16 sem verður 100 ára gamah þann 16. júní næstkom- andi. Þeir spilaglöðu fá nóg við sitt hæfi því gamla „Bláa-húsið“ hefur verið rifið og annað nýtt risið í þess stað. Þar inni eru spilamaskínur af öhum mögulegum gerðum. Úrmörgu aðvelja Margir veitingastaðanna hafa ver- Leiktækin í Tívolí eru fjölmörg og sum hver kitla magann ærlega. ið endurnýjaðir. Ved Linden er kom- inn með renniþak sem hægt er að setja yfir garðinn í rigningu og síðan opna aftur þegar sólin fer að skína. Veitingastaðurinn Showboat hefur verið endumýjaður að innan og nú er búið að bæta við útbyggingu úr gleri en þaðan er hægt að virða fyrir sér umhverfið, dýrin og trén. Það verður hins vegar án efa loðið furðudýr, sem þeir á Bakkanum kaha Olfert, sem kemur til með að halda athygh flestra. Þessi loðna gula furðuskepna htur út fyrir að vera frændi píanóleikarans í Prúðuleik- urunum og líkt og hann er hún hrif- in af tónhst. Dúkkan er stútfuh af tónhst, rokki, sveitatónhst og nýj- ustu topplögunum. Þessi spiladúkka er komin á Bakkann frá Dallas í Bandaríkjunum með 30 diska í mag- anum auk þess sem hún er með eigiö rafmagnsorgel. Ferðir Það er úr 40 mismunandi veitinga- stöðum aö velja á Bakkanum, 21 skemmtistað, 11 sjálfsalasamstæð- um, 12 ísbúðum auk skotbakka og ótrúlegs fjölda sphabása. Heimamönnum þykir sjálfsagt aö sjá sýningu hjá Cirkusrevyen þegar þeir fara á Bakkann, en þann 25. maí byijar revían sýningar á þessu sumri og meðal leikenda eru margir af bestu revíuleikendum Dana. Þar á meðal má nefna Lisbet Dahl, Ulf Phgaard, Claus Ryskjær, Kirsten Norholt auk Ahan Olsen. Að sjálfsögðu er trúðurinn pjerrot á sínum stað fyrir framan htla húsið sitt en hann tekur auk þess þátt í hinum hefðbundnu miðvikudags- hátíðahöldum sem eru fyrir aha fjöl- skylduna. Tívolí Tívoh í Kaupmannahöfn var opnað Verðlag á Bakkanum hefur staðið í stað síðan í fyrra svo það ætti að véra tiltölulega hagstætt að skreppa þangað núna. síðastla vetrardag og er það 147. sum- arið sem þessi þekkti skemmtigarður er opinn. Garðinum verður lokað aftur þann 25. september. Rúmlega fjórar mihjónir gesta heimsóttu garðinn á síðasthðnu sumri eða jafnmargir gestir og skoð- uðu þann fræga Eiffelturn í París allt síðastliðið ár. í vor skartar Tivoh sínu fegursta og hefur hlómahafið sjaldan eöa aldr- ei verið jafnmikilfenglegt og í ár, enda veturinn óvenjumildur. í Tívolí er fjöldinn allur af leiktækj- um, sphabásum, skotbökkum og söluturnum, auk þess sem hægt er að velja á mihi 29 veitingahúsa eða skreppa í leikhús eða á tónleika í tónleikasalnum. Kometen Eitt nýtt leiktæki hefur bæst í leik- tækjaflota garðsins en það er „kom- eten“ sem má segja að sé ný gerð af rússíbana. Þetta mun vera hið mesta ævintýratæki sem spinnur sig hátt í loft upp og raunar hljóðar auglýsing- in fyrir „kometen“ á þá lund að hald- ið sé á fullri ferð beint th stjarnanna. Reyndar stóð th að taka „kometen" í notkun síðasthðið sumar en af óum- flýjanlegum orsökumn varð að fresta því. Þessu nýja tæki er spáð miklum vinsældum þó að menn efist um að" það muni nokkum tímann verða jafnvinsælt og gamh rússíbaninn en hann hefur frá upphafi verið vinsæl- asta leiktækið í Tívolí. Margir frægir skemmtikraftar munu sækja Tívolí heim á þessu sumri. Má þar meðal annars nefna Dönsku útvarpshljómsveitina, Se- bastian, Monu Larsen, Svend As- mussen, Tom Jones, Johnny Mads- en, Dodo and the Dodos, Anne Lin- net, Sanne Salomonsen ásamt mörg- um öðrum. Hvað kostaríTívolí? Tívolí er opið daglega frá kl. 10.00- 24.00. Aðgangseyririnn fyrir kl. 13.00 er 17 danskar krónur fyrir fuhorðna eða tæpar 125 íslenskar krónur og fyrir böm undir tólf ára aldri kostar 7 danskar krónur eöa tæpar 60 krón- ur íslenskar. Efdr klukkan 13.00 hækkar að- gangseyririnn og kostar þá 27 dansk- ar krónur fyrir fuhorðna eða tæpar 200 krónur íslenskar og 13 krónur fyrir börn eða um 95 krónur íslensk- ar. Börn undir fjögurra ára aldri fá frítt inn. Hægt er að kaupa afsláttar- miða fyrir hópa. Afsláttarkort með átta aðgöngumiðum kostar 190 krón- ur danskar eða tæpar 1400 krónur íslenskar, árstíðarkort kostar 210 krónur eða 1525 krónur íslenskar og kort fyrir ellilífeyrisþega kostar 160 krónur danskar eða 1160 krónur ís- lenskar. Leiktækin Aðgangur að hverju einstöku leik- tæki kostar 7 krónur danskar eða 51 krónu íslenska, hægt er aö kaupa tíu miða saman á 60 krónur danskar eða á 435 krónur íslenskar og spara með því 10 krónur danskar eða 73 krónur. Hægt er að kaupa sérstakan passa, „tur-pas“, sem ghdir í 25 leiktæki og hægt er að fara eins oft í hvert tæki og hvem og einn langar th, þessi passi kostar 125 krónur danskar eða rúmar 900 krónur. Flugeldasýningar em fastur hður í starfsemi Tívoh og era þær á mið- vikudags-, fostudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum, auk þess sem þær era á öhum helgi og frídögum. -JR/-J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.