Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989. Þessi mynd var tekin í fyrradag á æfingu á sviðinu í höllinni Palais de Beaulieu í Lausanne. Þannig munu þau koma okkur fyrir sjónir í kvöld. Reuters-mynd láta okkur litla skipta atkvæða- greiðsluna því manni sýnist að smekkur íslendinga fari ekki mikið saman við smekk annarra þjóða hvað varðar tónlist. Við gerum okk- ur far um að hafa sem minnstar áhyggjur af þessu öllu saman. Það er fullt af fólki sem hefur áhyggjur af þessu og það er nóg,“ sagði Val- geir. íslenska sveitin, sem reyndar hefur ekkert eitt nafn, hefur fengið heldur litla umijöllun í blöðum hér heima. Áhugi á keppninni virðist í algjöru lágmarki og menn eru í fyrsta skipti ekki sigurvissir fyrir íslands hönd. Þó er fullvíst að flestir munu fylgjast með útsendingunni í kvöld. Valgeir hefur ekki miklar áhyggjur af þessu áhugaleysi landans. „Ef við hefðum viljað meira þá hefðum við lagt okkur eftir því,“ sagði hann. „Það er ekki spurning að það vantaði vissa stemmningu heima. En ég er þeirrar skoðunar.að þegar maður er kominn á staðinn, þar sem keppa 22 þjóðir, að stórir hlutir verða ekki gerðir með blaðaviðtölum. Það er búið að láta svo mikið með þessa keppni á undanfórnum árum heima að það er allt í lagi að fara hina leið- ina einu sinni.“ Góður matur Fyrir ári, er keppnin fór fram í Dyflinni, kvartaði Sverrir Stormsker mikið yfir matnum. Sagöi að írar væru smekklausasta þjóð í heimi í. matargerð. Valgeir hefur ekki sömu sögu að segja frá Sviss. „Maturinn er mjög góður. Hér eru frönsk áhrif ríkjandi og þeir gera góðan mat. Við þurfum síður en svo að kvarta. Við erum með leiðsögumann, hérlenda, konu sem heitir Erna, og bílstjóra að nafni Piers, þau hafa reynst okkur gríðarlega vel og það hafa engin vandamál komið upp til að fást við. Hér eru alltaf boð og við höfum ekki einu sinni komist í þau öll. Eftir- minnilegust er sigling á Genfarvatni. Það var siglt á þremur glæsilegum skipum og mikil veisla um borð. Eins var mjög gaman að keyra hér um fjallahéruðin. Sviss er geysilega fall- Daníel Ágúst Haraldsson og Valgeir Guðjónsson eftir sigurinn hér heima. Þeir klæðast íslenskum fötum í kvöld, hönnuðum af Tex-Stíl. DV-mynd GVA egt land og allt mjög myndarlegt. Við höfum fengið mikið af ostum og sum- ir hafa fengið sig fullsadda af þeim. Hér eru miklir ostagerðarmenn." Valgeir sagðist ekki hafa horft á sjónvarp þessa viku en bjóst við að talsvert hefði verið fjallað um kepp- endur. Þá sagðist hann ekki hafa fylgst með öðrum keppendum á sviði en þeim sem eru næst þeim í röð- inni. „Við horfðum á gríska konu, Þjóðverja og Júgóslava, annað höf- um við ekki séð.“ Valgeir sagði að Daníel væri ekki kvíðinn kvöldinu því í rauninni væri þetta ekkert frábrugðið því að syngja í Miðgarði í Skagafirði þegar allt kæmi til alls. Haldið ró ykkar „Ég hið bara íslendinga að halda ró sinni yfir þessari keppni," sagði Valgeir er hann var spurður hvort hann vildi senda einhver skilaboð. „Maður veit ekkert hvar maður lend- ir í röðinni í þessari keppni enda ,er hún óútreiknanleg. Best er að hafa engar áhyggjur af þessu, keppnin skiptir engu máli,“ sagði Valgeir Guðjónsson í símtali frá Lausanne. Til gamans má geta þess 'að veð- bankar f Dyflinni á írlandi spáðu Sverri Stormsker 21. sætinu daginn fyrir keppnina í fyrra. Valgeir getur þvi allt eins lent í því sextánda og þar með haldið okkar sæti fjórða árið í röð. Stigagjöfin í Eurovision hefur alltaf komið okkur íslendingum talsvert á óvart og í fyrra var beinlínis rætt um sölu á stigum. Þá buðu Tyrkir okkur tíu stig gegn því sama. Ekki hefur verið rætt um sölu á stigum þetta árið. íslendingar hafa aldrei verið neitt sérstaklega stigaháir. Sviss- neska lagið í fyrra sigraði á 137 stig- um á móti 136 sem Bretar fengu. Aðeins eitt stig skildi á milli þeirra. Sverrir Stormsker sat uppi með 20 stig. Til samanburðar má geta þess að Valgeir Guðjónsson fékk 28 stig fyrir Hægt og hljótt í Brussel og Magnús Eiríksson fékk 19 stig fyrir Gleðibankann. Öll eiga þessi lög það sameiginlegt að eiga sextánda sætiö og nú er bara að sjá hvað gerist í kvöld. Vinnings- lagið gleymt Varla eru margir sem muna eftir sigurlaginu í fyrra enda hefur það ekki heyrst hér á landi síðan í keppn- inni sjálfri. Það var Celia Dion sem sigraði fyrir Sviss en sjálf er stúlkan kanadísk. Veðbankar spáðu henni sigri alla vikuna fyrir keppnina og sú spáð stóðst á endanum. Reglur Eurovision segja einungis að laga- höfundur skuli vera frá því landi sem tekur þátt í keppninni og þess vegna hafa söngvarar komið frá öðrum löndum. Hins vegar verður að syngja lagið á því tungumáli sem talað er í viðkomandi landi. Væntanlega á Daníel Ágúst eftir að standa sig prýðilega í kvöld með lagið Það sem enginn sér. Væntingar eru ekki miklar og íslendingar munu sennilega kyngja því hávaðalaust að þessu sinni að vera í einu af neðstu sætum keppninnar. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.