Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 6. MAI 1989.
23
Sérstæð sakamál
Skammbyssan var úr borgarastríðinu
Ungi maðurinn lá örendur á bak
við útídyrahurðina. Hann hafði verið
skotinn til bana og frumathugun
leiddi í ljós að tvær kúlur höfðu lent
í honum. Það voru gamlar blýkúlur
úr skammbyssu sem alhr voru hætt-
ir að nota fyrir langa löngu. Reyndar
höfðu skammbyssur af þessari gerð
ekki verið í notkun síðan í borgara-
styrjöldinni í Bandaríkjunum. Hver
hafði beitt slíku morðvopni og hvers
vegna? '
David Lewis
varð tuttugu og eins árs. En ekki
deginum eldri því hann fannst skot-
inn til bana á sjálfan afmælisdaginn.
Atburðurinn gerðist í smábænum
Oroville í Kaliforníu og átti eftir að
vekja allmikla athygh, hæði vegna
morðvopnsins og þess hve erfitt mál-
ið var fyrir lögregluna.
Það var rannsóknarlögregluforing-
inn Carl Spinale sem var kvaddur á
vettvang er ljóst varð hvað gerst
hafði á heimili Davids Lewis en hann
bjó einn. Spinale varð fljótlega ljóst
að um var að ræða morðmál sem
erfltt gæti reynst að leysa.
Oroville
er lítill bær og fregnin um að Lew-
is hefði verið skotinn til bana á af-
mæhsdaginn sinn fór um eins og eld-
ur í sinu. Uppvíst varð um morðið
er vinkona Lewis, Becky Dene, sem
var átján ára, kom í heimsókn til
hans til þess að ganga úr skugga um
hvers vegna hann hafði ekki komið
til stefnumóts sem þau höfðu átt.
Hún bankaði á hurðina en enginn
svaraði og þegar hún gerðist óþolin-
móð gekk hún inn fyrir en þá rakst
hurðin í eitthvað. Er hún gáði að
hvað fyrir væri sá hún að það var
hkið af David Lewis.
Morðvopnið
var það sem vakti mesta athygli
Spinales en þó ekki fyrr en líkskoðun
hafði farið fram. Réttarlæknirinn
hafði náð kúlunum úr líkinu, ann-
arri úr höfðinu og hinni úr brjóstinu,
og þegar farið var að rannsaka þær
kom í ljós að þær gátu ekki verið úr
skammbyssu af neinni þeirri gerð
sem í notkun er nú á tímum.
Á kúlunum voru engin sérkenni
eftir hlaupið en í hlaupum nútíma-
byssa eru sérstakar rákir sem fá
kúlurnar til að snúast á leið úr
hlaupinu en snúningurinn gerir þær
markvissari. Engin slík merki var
að sjá á kúlunum sem voru að auki
nær flatar. Ljóst var hins vegar að
skammbyssan, sem þeim hafði verið
skotiö úr, var mjög hlaupvíð. í raun
benti allt til þess að um væri að ræða
gamla skammbyssu af þeirri gerð
sem notuð var í bandarísku borgara-
styrjöldinni á vesturströndinni. En
hver í ósköpunum hafði látið sér til
hugar koma að beita slíku vopni? Það
varð Spinale ærið umhugsunarefni.
Nágrannar
Lewis höfðu ekki heyrt neina skot-
hvelli og enginn þeirra gat gefið lög-
reglunni neina vísbendingu.
Er tæknisérfræðingar rannsóknar-
lögreglunnar komu á vettvang gátu
þeir engin fingrafor fundið sem talist
gætu grunsamleg. Einn tæknimann-
anna, ljósmyndari, tók þó eftir dá-
litlu sem vakti athygli hans þegar
hann tók myndir af líkinu.
Þar sem kúlan hafði gengið inn í
höfuðið voru leifar af brunnu púðri,
og við það var í sjálfu sér ekkert
óvenjulegt því ljóst var að skotið
hafði verið af stuttu færi, en aö auki
fita sem myndaði eins konar himnu
umhverfis sárið. Rannsókn sýndi að
um vaselín var að ræða. Ekki varð
þó neitt af þessu ráðið.
Grunur
féll nokkru síðar á ungan mann.
Scott Thelander að nafni. Spinale
hafði að vísu engar sannanir fyrir
því að hann væri sá seki en hann gat
vissulega hafa haft ástæðu til að
myrða David Lewis því vinkona
Lewis, Becky Dene, hafði áður verið
trúlofuð Thelander en sagt skihð við
hann og farið að vera með Lewis.
Scott Thelander var tuttugu og
þriggja ára og þekktur fyrir aö vera
hégómagjarn, afbrýðisamur og
hrokafullur. Er hann var yflrheyrð-
ur komst lögreglan að þeirri niður-
stööu að hann hefði ekki fengið þetta
orð á sig að ástæðulausu. Þá kom
einnig fram aö Thelander hafði haft
í hótunum við Lewis.
Fjarvistarsönnun
Við yfirheyrsluna lét Thelander
engan bilbug á sér finna. Hann neit-
lega horfið og gæti hún enga skýr-
ingu gefið á hvarfinu.
A1 Dobey gegndi herþjónustu um
þessar mundir og þegar kannað var
hvar hann hefði verið daginn sem
David Lewis var myrtur kom í ljós
að hann hafði þá verið í herbúðum.
Hann hlaut því að vera saklaus.
A1 Dobey
yfirheyrður
Engu að síður þótti rétt að senda
menn til að yfirheyra A1 Dohey. Hon-
um brá í fyrstu er hann var kallaður
fyrir rannsóknarlögreglumennina
en þegar hann hafði heyrt spumingu
þeirra gat hann skýrt frá því hvað
orðið hefði um skammbyssuna.
Hann sagðist eiga vin sem hefði
fengið hana lánaða en aldrei skilað
Gamla skammbyssan.
Scott Thelander.
aði að vita nokkuð um morðið og
þegar hann var að því spurður hvar
hann hefði verið á þeim tíma sem
vitað var að það var framið sagðist
hann hafa verið í litlum bæ nokkuð
frá, Chico. Síðan sagðist hann hafa
farið aftur heim til Oroville þar sem
hann hefði horft á sjónvarp og nefndi
hann þá þætti sem hann hefði séð.
Að vísu var fjarvistarsönnunin ekki
sem best en þó leit ekki út fyrir að
henni yrði hrundið.
Spinale sagðist ekki trúa því að
Thelander segði satt og þvi myndi
hann halda áfram að telja hann lík-
legastan til að hafa framið morðið
því ekki var vitað um neinn annan
sem eldað hafði grátt silfur við Lewis.
/
Enhvarvar
morðvopnið?
Þetta var spurning sem erfitt virt-
ist ætla aö verða aö fá svar við.
Spinale og menn hans hófu nú mikla
leit að því og beindist athygli þeirra
helst að vopnasöfnurum því skamm-
byssur af þessari gerð gengu ekki
kaupum og sölum nema þá helst á
uppboðum.
Sérfræðingar gátu skýrt frá því að
það teldist óvenjulegt að engar
hlauprákir væri að finna í skamm-
byssum frá þessum tíma en skýring-
in hlyti að vera sú að þegar leið að
lokum borgarastyrjaldarinnar hefði
verið orðið svo lítið um byssur meðal
hermanna Suðurríkjanna að menn
hefðu tekið að smíða þær heima hjá
sér. Þessar heimasmíðuðu skamm-
byssur væru nú eftirsóttir safngripir.
Spinale fannst þetta áhugavert, þó
ekki vegna verðmætis byssunnar
sem leitað var að heldur af því þess-
ar upplýsingar kynnu að koma lög-
reglunni á sporið.
Leitað
tilblaðanna
Næsta skref Spinales var að leita
til dagblaðanna. Bað hann þau um
að birta myndir af skammbyssu af
sömu eða svipaðri gerð og talið var
víst að morðinginn hefði notað og
beiðni til þeirra sem um slíkar byss-
ur vissu að hafa samband við lögregl-
una. Ekki leiö á löngu þar til kona
ein í Oroville, frú Dobey, hringdi til
Spinales. Kvaðst hún eiga son sem
hefði átt slíka skammbyssu og hefði
hann fengið hana eftir afa sinn.
Frú Dobey skýrði hins vegar frá
því að skammbyssan hefði skyndi-
Becky Dane.
með vaselíni í baðherbergi Theland-
ers. í krukkunni reyndust vera
brunnar púðuragnir.
Gamlar skammbyssur af þeirri
gerð sem Dobey haföi lánað Theland-
er eru hlaðnar þannig að fyrst er
hellt í þær púðri en síðan er býkúla
sett í hlaupið. Framan við hana er
svo sett vasalín eða einhver önnur
feiti svo að kúlan og hleðslan renni
ekki úr. Það var þetta smáatriði sem
felldi Scott Thelander. Tæknifræð-
ingum tókst að sýna fram á að vasel-
ínið á hki Lewis og púðuragnirnar
við skotsárið væru sams konar og
vaselínið og agnirnar sem fundust í
krukkunni í baðherbergi Theland-
ers.
Thelander fékk ævilangt fangelsi.
Gamla skammbyssan fannst aldrei
en ljóst var að þótt gömul hefði hún
verið orðin hafði hún enn getað orðið
mannsbani.
henni. Er hann var spurður um hvað
sá vinur héti sagði hann nafn hans
vera Scott Thelander.
Rannsóknarlögreglumennirnir
flýttu sér aftur til Oroville og beint
að húsi því sem Thelander bjó í.
Hann sat þá á veröndinni fyrir fram-
an það og var að þrífa veiðistangir.
„Ég var aðveiða"
sagði Thelander til skýringar á því
hvað hann var að gera og bætti því
við að hann hefði farið til Monterey
en aflinn enginn orðið.
Spinale, sem hafði slegist í hóp með
rannsóknarlögreglumönunum sem
fóru á fund Als Dobey, þóttist nú svo
viss í sinni sök að hann leyfði sér að
vera ókurteis við Thelander. „Þetta
með veiðiferðina er tómt kjaftæði,"
sagði hann. „Þú hefur ekki farið til
Monterey til aö veiða heldur til að
kásta gömlu skammbyssunni í sjóinn
því þú myrtir David Lewis.“
„Sannaðuþað"
sagði Scott Thelander þá og enn
fengu rannsóknarlögreglumennirnir
að reyna hve hrokafullur hann gat
verið.
Spinale vissi að hann gat það ekki.
Hann yrði að hafa morðvopnið undir
höndum til að geta sýnt fram á að
þaö væri skammbyssan sem The-
lander hefði fengið lánaða hjá Dobey.
Hann sneri frá og um tíma leit út
fyrir að lögreglan kæmist ekki
lengra.
Meðal þeirra sem unnu að rann-
sókn málsins var maður að nafni
Hottle. Hann haföi fundið krukku