Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989. 9 dv Fréttir Sumarbúðir í Staðarsveit Valdiinar Hreiðaisson, DV, Stykkishólmi; Nú í vor verða starfræktar sumar- búðir að Lýsuhóli í Staðarsveit. Það er Héraðssamband Snæfellssnes- og Hnappadalssýslu sem stendur að rekstri búðanna og hefur sambandið rekið sumarbúðir á þessum stað mörg undanfarin ár. í samtali við Þóru Kristínu Magn- úsdóttur, ritara sambandsins, kom fram að margt verður sér til gamans gert í sumarbúðunum. Heimsóttur verður m.a. svéitabær en mörg börn úr þéttbýh hafa ekki átt þess kost. Enn fremur verður farið í veiðiferð, bátsferð og fjöruferð. íþróttir verða stundaðar af kappi, skroppið á hest- bak og farið í leiki. Á kvöldin verða kvöldvökur. Sundlaug er á staðnum. Boðið verður upp á fjögur nám- skeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. 30 börn geta dvalið í búðunum í senn. Þóra Kristín sagði að þegar hefðu borist margar pantanir og teldi hún líklegt að búðimar yrðu fullsetnar í ár eins og jafnan fyrr. Jörð sviðin eftir gæsina Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstööum; Gæsin er farin að flykkjast inn í land og er nú í stórum flokkum þar sem auð jörð er. Á Egilsstaðanesinu er hún svo þúsundum skiptir á tún- um bænda. Gæs fer miklu verr með jörð en sauðfé þar sem hún slítur upp gróðurinn. Jörð er sem sviðin þar sem hún heldur sig mikið. Hannes Jónsson: Það sem sann- ara reyndist Dr. Hannes Jónsson sendiherra hefur bent ritstjórninni á að villandi frásögn sé um sig í grein Gunnars Smára Egilssonar um póhtíska skip- un sendiherra, en grein þessi birtist í DV 12. apríl sl. ásamt myndsjá af .pólitíkusum sem skipaðir hafa verið beint í sendiherraembætti án fyrri embættisstarfa í utanríkisþjón- ustunni aht frá árinu 1941 og fram th dagsins í dag. Hannes bendir á að hann hafi verið skipaður fuhtrúi í utanríkisþjón- ustunni 1. mars 1954 eða fyrir 35 árum. Hann hafl svo unnið sig upp í utanríkisþjónustunni með eðhleg- um hætti og starfað sem sendiráðs- ritari, deildarstjóri, sendiráðunaut- ur, viðskiptaráðunautur, varafasta- fulltrúi hjá SÞ og blaðafulltrúi ríkis- stjórnarinnar í tímabundnu láni úr þjónustunni hjá ríkisstjóminni, að- allega til kynningar á rökum íslend- inga í landhelgismálinu fyrir erlend- um fjölmiðlum. í bréfi utanríkisráð- herra til Hannesar um þetta tíma- bundna frí er tekið fram að starfið muni teljast til embættisreynslu hans í utanríkisþjónustunni. Þegar Hannes var skipaður sendiherra árið 1974 hafði hann því starfað 20 ár sem embættismaður utanríkisþjón- ustunnar og ríkisins. Hann telur því rangt að leggja skipun sína í sendi- herraembætti að jöfnu við skipun stjórnmálamanna sem aldrei hafa nærri störfum í utanríkisþjón- ustunni komið. Hannes gat þess einnig að í árs- byijun 1969, þegar viðreisnarstjórnin fór með völd, hafi verið í ráði að skipa hann sendiherra en ekki orðið af því þá vegna alvarlegra veikinda hans sem hindruðu þá framkvæmd að sinni. Loks gat Hannes þess að það sé rangt að Ólafur Jóhannesson hafl skipað hann sendiherra. það hafi Kristján Eldjárn forseti gert ásamt , Einari Ágústssyni utanríkisráð- herra. Margþætt 20 ára embættis- reynsla hafi ráðið þeirri skipan en ekki pólitík enda sé hann ekki og hafi ekki verið félagsbundinn í pólit- ískum flokki um áraraðir. HAPPDRÆTTIDVAIARHEIMILIS ALDRADRA SJÓIMNNA IAIþjóðlega matvælasýningin lcefood ’89 er hafin. Sýningin stendur yfir til 12. maí n.k. Hér er á ferðinni átta daga fjölskylduveisla þar sem bryddaö verður m.a. upp á skemmtilegu kynningarefni, bragðbætt með Ijúffengum mat og drykk frá fjölmörgum innlendum og erlendum fyrirtækjum. Á sýningunni kennir ýmsra grasa. Meðal annars sér Klúbbur matreiðslumeistara um sýnikennslu í sérstöku sviðseldhúsi alla sýningardagana frá kl. 18.30 til 21.30 (1/2 klst. í senn). Þar verða daglega uppákomur og m.a. koma þarfram tveir heimsþekktir matreiðslumeistarar, þeir Roiand Czekelius og Bent Stiansen. Einnig bregða ýmis þekkt andlit úr íslensku þjóðfélagi á sig betri svuntuna og kenna landanum t.d. að sjóða velling á nýstárlegan máta. Á hverjum degi verður dreginn út veglegur vinningur sem er kvöldverður fyrir tvo á góðu hóteli eða veitingastað fyrir upphæð allt að kr. 6.000,-. í lok sýningar verður dregið úr öllum seldum aðgöngumiðum og er í verðlaun stórkostleg sælkeraferð til Parísar fyrir tvo. í tengslum við sýninguna verða eftirfarandi hótel og veitingastaðir með sérstaka sjávarréttahátíð sem nefnist "lceland seafood festival". Þau eru: Hótel Hott, Hótel Saga, Café Ópera, Livingstone Mávur, Gaukur á Stöng, Arnarhóll og Vetrarbrautin. Þess skal getið að Flugleiðir bjóða sérstakan afslátt á innanlandsflugi fyrir sýningargesti utan af landi (aðgöngumiði innifalinn). Nánari upplýsingar fást hjá ferðaskrifstofunum, söluskrifstofum og umboðs- mönnum Flugleiða um land allt. Sýningin er opin almenningi sem hér segir: Föstudaginn 5. maí frá kl. 18.00 - 22.00. Laugardaginn 6. maí og sunnudaginn 7. maí frá kl. 14.00 - 22.00. Frá og með mánudeginum 8. maí til föstudagsins 12. maí verður sýningin opin almenningi frá kl. 18.00 - 22.00. „Et, drekk ok vergladr!“ ALÞJÓÐLEG MATVÆLASÝNING í Laugardalshöll 5. — 12. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.