Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989. 11 Uppáhaldsmatur Sumarsmellir .. Grétars Orvarssonar Grétar Örvarsson, hljómsveitar- stjóri Stjórnarinnar, stóð uppi sem sigurvegari Landslagsins ásamt Sig- ríði Beinteinsdóttur og lagahöfund- inum Jóhanni G. Jóhannssyni um síðustu helgi. Grétar er ágætis kokk- ur að auki og ætlar að gefa lesendum DV tvær gimilegar uppskriftir að þessu sinni. Reyndar sagðist Grétar ekki hafa kunnaö að sjóða kartöflur þegar hann fór 18 ára gamall á sjó- inn. En hann er fæddur og uppalinn á Hornafirði. „Ég lærði eldamennsku á sjónum og kunni strax vel við hana. Þess vegna ætla ég að senda hús- mæðrum á Hornafirði sérstakar kveðjur er ég gef þeim uppskrift að humarforrétti sem klikkar aldrei. Þær ættu að geyma uppskriftina til sumarsins því þá er nóg af humri á þeim stað. Menn borða hann jafnvel á mánudögum," sagði Grétar. Hann ætlar auk þess að gefa upp- skrift að æðislegum grænmetispott- rétti sem hann segir vera t.d. fyrir Magga Kjartans sem alltaf er í megr- un. „Þessi grænmetispottréttur er frábærlega góður, sannkallaður sumarsmellur,“ sagði Grétar. Við byrjum á humarforréttinum sem Grétar vill kalla Humarforrétt Stjórnarinnar: Humarforréttur fyrir fjóra: t kg humar 250 g sveppir l rauð paprika 1 græn paprika blaðlaukur krydd eftir smekk: ticanta, karrí, hvítlaukur, steinselja rjómi Aðferðin Humarinn er tekinn úr skehnni, settur í pott og suðan látin koma upp. Athugið að hann má ekki sjóða. Síðan er humarinn kældur. Sveppir, paprikur og blaðlaukur léttbrúnað á pönnu ásamt kryddinu. Humrinum er bætt út í, slettu af hvítvíni og loks rjómanum. Allt þetta er látið sjóða niður í sirka fimm mínútur. Þá er rétturinn settur á fat og saxaöri steinselju stráð yfir. Rétturinn er borinn fram með ristuðu brauði eða hvítlauksbrauði og ekki sakar að hafa hvítvín með. Grænmetispottréttur Matarolía (kornolía) 1 blaðlaukur 1 græn paprika 1 rauð paprika lítið höfuð kínakál 4 gulrætur 14 höfuð blómkál 1 dl rúsínur salt, pipar, Aromat, sojasósa Bachellor hollasúpa Aðferðin Allt grænmetið saxað niður og sett í pott ásamt matarolíunni og látið steikjast. Kryddað með salti, pipar, Aromat og einni til tveimur tsk. af sojasósu. Þá er bætt út í einum bolla af vatni og allt látið sjóða undir loki í tíu mínútur. Hrært í öðru hveiju á meðan. Þá er innihald eins pakka af græn- metisbollasúpu frá Bachellor hrært upp með köldu vatni og sett saman við. Þá er rétturinn látinn malla í fimm mínútur. Þykkja má réttinn með ljósum sósujafnara ef þarf. Að lokum er smásletta af rjóma sett út í. Rétturinn er borinn fram meö hrís- grjónum og nýju brauði. Grétar sagðist oft elda þegar tími gæfist til en vinnutími hans er frem- ur óhentugur sælkerum. Hins vegar mælir hann meö þessum réttum og sagði að þeir gætu ekki khkkað. -ELA Grétar Örvarsson, hljómsveitarstjóri Stjórnarinnar, býður upp á humarfor- rétt með sérstakri kveðju til húsmæðra á Hornarfirði og grænmetispottrétt fyrir Magga Kjartans. DV-mynd Brynjar Gauti 1fíGNQ SOLU HUOA OG ENDURNYJUNAR ARSHillÐA OG FIDKKSHUÐA ÍR AÐAUIHIBOÐIÐ.. TJARNARGOTU10 OPtB IDAG FRÁ KllOniló. HAPPDKXm WAUUtHllMIUS AUHODM SJÓMJUUU Eflum stuðning við aldraða. Miði á mann fyrir hvern aldraðan. FISHER Avallí í fararbroddi umm. MMiSIXS. loksias ... VERÐ sem aíxir raða við iFOáCnON; - CHANNtl ■» RkPiiAl HHK< ♦ «£C — ÍlP*::Sf FARVIla> Pl>»- ?(-► I*'FISHER HQ myndbandstaeki Inníheldur m.a.: ★ VHS — Pal ★ HQ — betri mynd ★ 30 minni ★ 4 tíma upptökumöguleika ★ 14 daga upptökuminni með 4 mögulegum dagfærslum ★ Þráðlausa 13 liða fjarstýríngu ★ Skyndíupptöku ★ Vegur aðeíns 7,2 kg. SYNING Kaupféiag Húnvetninga, Blönduósi, 8. maí. Kaupfél. Skagfirðinga, Skagfirðingabúð, 9. maí. Hljómver, Akureyri, 10. og 11. maí. HFISHER setecc mTEtisa STONVARPSMIÐSTOÐIN HF. -i---SíAinniíla 9 cími RQQnQfl _ T QA COIDQA Síðumúla 2, sími 689090 - Laugavegi 80, sími 621990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.