Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989. 17 Vísnaþáttur Sumarvindar fjöllum frá Ekki veit ég hvort sanngjarnt er að sleppa þessum liðna vetri með tómum bUðmælum. Ég ætla því að setja hér nokkrar veðurháttavísur þar sem hið stríða í íslensku fari fær að koma í ljós ekki síður en hið bhða. En ég ætla að velja vís- umar nokkuð af handahófi úr ljóðabókum Páls gamla Ólafssonar. Nýlega voru í útvarpi eða sjón- varpi vangaveltur meðal ungra bókménntafræðinga um það hvort nokkrir höfundar, m.a. Páll, Bólu- Hjálmar og Sigurður Breiöfjörö ættu að kallast skáld og við að hætta að flokka menn í hópa eftir því hvort þeir hefðu verið mennta- menn aö dómi samtíðar, leggja nið- ur heitin alþýðdskáld. Þessu vil ég svara svona: Dómar manna um þessi efni fara aðeins eftir smekk. Þeir sem bera skáldsnafn eru oft undarlega fljótir að gleymast. Eftir suma lifir ein eða nokkrar vísur, oft fylgir þeim nafn, stundum ekk- ert. Vor og haust Þrjár vorvísur um spóann. Þú ert fugla fjörugastur að fljúga og syngja allan daginn. Og vitlauslega vanafastur aö vella einlægt sama braginn. Þóttú syngir sama rómi og sömu kvæðin eyrum mínum, uni ég þó engum hljómi og engum kvæðum nema þín- um. Kvæðin öll sem einstök vísa eru jafnt að minu geði sömu ást og lofgjörð lýsa, hfandi von og hjartans gleði. Þetta mun vera ort fyrir rúmri öld í íslenskri sveit. Og næsta haust: Þú ert á förum fughnn minn, að flýja snjó og veturinn. Hver veit nema í hinsta sinn ég hlýði á þýða róminn þinn. Að ég fljúgi, en ekki nú, ætli spá mín rætist sú, upp í loftið eins og þú 1873? Þangað sem að sólin skín, sumarblíðan aldrei dvín, . betri dagar bíða mín og betri kvæði heldr’en þín. Þegar Páll yrkir þetta er hann 46 ára og átti eftir að lifa í 32 ár því að hann dó ekki fyrr en 1905 suður í Reykjavík. Svo eru þessar stökur. Gluggar frjósa, glerið á grefur rósir vetur. Falda ljósu fjöhin há, fátt sér hrósar betur. Sunnanvindar fjöllum frá fönnum hrinda síðar. Grænum linda gyrðast þá grundir, tindar, hlíðar. Þessi kvöldvísa verður fyrir mér og ég get ekki stillt mig um að setja hana hérna þótt lítt hermi hún frá íslenskri veðráttu: Undarlega er undir mér orðið hart á kvöldin, seld því undirsængin er í sýslu- og hreppagjöldin. Eigum við aö trúa því að umboðs- maður konungsjarða hafi verið svona auralaus, eða yrkir hann í orðastað annars manns? Og úr því veðurfarslýsingarnar urðu nú ekki nákvæmari en reyndin varð er best að ég ljúki tilvitnunum í Pál Ólafs- son með tveimur úr mýkri efniviði: Vísnaþáttur Mitt veika hjarta vefst um þig, hvort vakirðu eða sefur, líkt og kringum landið sig landagjQrðin vefur. Sjórinn kyssir sí og æ sínar kæru strendur, eins ég fullkyst aldrei fæ andlit þitt og hendur. Teitur Hartmann orti - Fyrir nokkru var hér þáttur um bræðurna Teit Hartmann og Magn- ús Jónsson frá Skógi. Þeir eru fæddir og uppaldir í Rauðasands- hreppi. Var hringt til mín vestan af Patreksfirði og sagt að hvorugur þeirra bræðra hefði fæðst að Skógi eins og ég hafði haldið. 1. Enda þótt ég yrki ljóð um allan fjandann. Veröur engin vísan góð, Það vantar andann. 2. Gott að blási móti mér, meðbyr þola fáir. Hjálpa skyldi sjálfur sér, sá er aðstoð þráir. 3. Brást sú von er brjóstið ól, best fór að ég svæfi. Þessi myrku þurru jól þykja mér bragðlaus ævi. 4. Dómari í sinni sök síst á neinn að vera. Fyrr en varir ruglast rök, rétt þó vilji gera. 5. Fyrr en að ég fell í gröf, fýsir mig að vinna, inna af höndum eina gjöf: úrval vísna minna. 6. Hinir sáu ávöxt af öllu sem þeir gjörðu. Hálfpundið sem guð mér gaf gróf ég djúpt í jörðu. Til einnar konu orti hann svo: Þú varst draumadísin mín, drottning vona minna. Mér er heilög minning þín, meira en allra hinna. Undur heitt ég unni þér, en var sviptur ráðum. - Örlög reyndust andstæð mér, okkur reyndar báðum. Saman okkar lá ei leið, lán er tíðum baldið. Förunautur beggja beiö og brúðkaup tvöfalt haldið. Nú eru liöin ótal ár, allt er breytt að vonum, gamall ég og grátt mitt hár, gleymdur flestum konum. Legg ég senn í svaðilfor, sæki djarft til mótsins. Bíður mín með bros á vör brúður handan fljótsins. Enginn veit hvort mikil alvara fylgdi þessu kvæði, líklega ekki. Stúlka, Ása að nafni, bað Teit að yrkja um sig vísu. Hann svaraði: „Þess vildi ég óska, að Ása gæti fengið maka, ef hún þráir það, þá mun vaxa gengið.“ Stúlkan var ekki ánægð, kvaðst hafa verið að biðja um vísu. Teitur tók þá þegjandi pappírsmiða og krotaði á hann þessar línur: Þess ég vildi óska, að Ása gæti fengið maka, ef hún þráir það, • þá mun vaxa gengið. Jón úr Vör Þó enn séu nokkrar mínútur þang- að til fyrstu laxveiðiárnar verði opn- aðar og enn sé mikill snjór víða við árnar, eru margir farnir að spá fyrir með veiðina í sumar. Siguröur Már Einarsson fiskifræð- ingur spáir því að það veiöist 500 stórlaxar í Norðurá í Borgarfirði, auk allra hinna laxanna sem veiðast. Ingvi Hrafn Jónsson spáir 1600 til 1800 löxum á land í Langá á Mýrum en þar hafa farið fram skipulegar rannsóknir og ræktun á ánni síðustu árin. í Laxá í Kjós eru fróðir menn farn- ir að spá því að áin fari yfir 4000 laxa í sumar og það yrði frábært. Veiði- menn vona allavega að áin slái metið í fyrra og gott betur. En það sem veiðimenn hafa verið að ræða um í hálfum er hvert allur regnbogasilungurinn fari, sem slopp- ið hafi í Hvalfirðinum í vetur. Þetta er ekkert smávegismagn af fiski, nokkur tonn. Hverjir vilja fá þennan fisk? Engin sjóbirtingsveiði í Laxá í Leirársveit Eftir 25-30 ára veiði á sjóbirtingi í Laxá í Leirársveit hefur þvi verið hætt og segja menn að of margir lax- ar láti lifið í vorveiðinni. Þykir mörg- um þetta miður sem hafa rennt fyrir sjóbirting í ánni í mörg ár. Á næsta ári á að fá fiskifræðing til að athuga málið og hvað svo? Við ræddum við veiðimann sem hefur rennt þarna í íjölda ár og hann hefur aldrei veitt lax í vorveiðinni, þótti honum ráð- stöfunin einkennileg. Þetta er kannski framtíðin að banna vorveiði í fleiri ám. í Laxá í Kjós hefur þetta verið gert og núna í Laxá í Leirár- sveit. Ódýr veiðferð til Norður-Skot- lands Svo virðist sem veiðiferðir út fyrir landsteinana séu farnar að færast í aukana og núna á næstunni verður farið til Norður-Skotlands. Þessi ferð er áætluð 20. til 27. maí og losnuðu þrjú sæti. Þekktur flugukastkennari, Arthur Oglesby, mun ásamt fleirum leiðbeina hvað viðkemur yeiðistöð- um og eins um fluguköst. Á þessum Veiðin er viða hafin í vötnum landsins þar sem hægt er að renna. Við Elliðavatnið hafa veiðimenn fjölmennt siðan opnað var og á myndinni sjást nokkir renna fyrir bleikjur og urriða. DV-mynd G.Bender Veiðieyraö: Spáð yfir 4000 löxum í Laxá í Kjós í sumar ~ 500 stórlaxar í Norðurá í Borgarflrði slóðum í Skotlandi er víst hægt að lega við þetta allt saman að allur eru veiðileyfm hka meðtahnn. Ótrú- laugur Kristmanns í síma 689055. fá væna laxa og kannski er það ótrú- pakkinn kostar ekki nema 62.500 og legt. Frekari upplýsingar getur Guð- G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.