Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989.
21
Sæl og blessuð!.. .Söngkonan
Helen Terry sem um langt árabil
gerði garðinn frægan sem bak-
raddasöngkona fyrir hljómsveit-
ina Culture Club hyggur nú á
sólóferil. Er henni spáð mikium
frama og kemur fyrsta smáskífa
stúlkunnar út á næstunni og gef-
ur þar að heyra lagið Fortunate
Fool... China Crisis er vöknuð
úr laogvinnu roti og er smáskífa
með laginu Saint Saviour Square
komin út. Breiðskífa fylgir svo í
kjölfarið og heitir hún Diary of a
Hollow Horse... Á næstunni
kemur út plata með fjögurra
manna hljómsveit sem kallar sig
Tin Machine. Þetta er óþekkt
hljómsveit með sina fyrstu plötu
en samt er búist við að plata
þessi veki mikla athygli. Ástæð-
an er fyrst og fremst sú að for-
söngvari sveitarinnar er enginn
annar en Davíd nokkur Bowíe.
Aðrir liðsmenn Tin Machine eru
bassaleikarinn Tony Sales,
trommarinn Hunt Sales og Ree-
ves Gabrels gítarleikari. Tveir
þeir fyrmefndu eru Bowie ekki
með öllu ókunnir þvi þeir hafa
urn langt árabil leikið með félaga
Bowies, Iggy Pop. Ekki er vitað
hvort þessi hljómsveit muni
starfa eitthvað áfram eða hvort
einungis sé um eitt verkefni að
ræða. Talsmenn Bowies segja
að tónlistin á plötunni sé hrátt
og einfalt rokk, allt að þvi þunga-
rokk... Söngkonan góðkunna
Grace Jones lenti í klóm lögregl-
unnar á Jamaica á dögunum og
varð að gera sér að góðu að
dúsa í steininum i þrjá daga.
Skýringin á þessu eru hertar að-
gerðir lögreglunnar á Jamaica
gegn eiturlyfjasukki og leit lögg-
an meðal annars inn hjá kærasta
Grace Jones og fann þar talsvert
magn af kókafni. Þykja þessi tið-
indi hin verstu fyrir söngkonuna
sem hefur margoft á undanföm-
um árum tekið þátt i baráttu-
starfi gegn eiturlyfjanotkun... K-
ínverski hljómplötumarkaðurinn
er ekki mjög stór enn sem komið
er enda hljómtæki ekki algeng
mubla á heimilum þar eystra.
Þrjár vestrænar poppskifur hafa
komið út i alþýðulýðveldinu,
fyrsta plata Madonnu, plata Mic-
haels Jacksonar, Bad og nú sið-
ast smellasafn stúlknanna i Ban-
anarama... John Lydon og félag-
ar hans í PIL vom að senda frá
sér nýja smáskífu, Disappointed,
og fljótlega kemur svo fareiðskif-
an 9... allt búið...
-SþS-
Nýjar plötur
Andy Sheppard - Introductions in the Dark:
Bresk sveifla
Andy Sheppard er ungur saxófón-
leikari er leikur jöfnum höndum á
altsaxófón og sópransaxófón. Þessi
ungi tónlistarmaður hefur vakið
mikla athygli að undanförnu.
Þegar hlustað er á Introductions in
the Dark, sem er önnur plata hans,
er ekki annað að heyra en að hér sé
á ferðinni þroskaður hljóðfæraleik-
ari sem þrátt fyrir ungan aldur hefur
skapað sinn eigin stíl, stíl sem þó
mótast af John Coltrane. Enda segir
Sheppard að Coltrane sé fyrirmynd-
in.
Samlikingin við Coltrane er þó ekki
alltaf merkjanleg. Önnur áhrif koma
einnig til því þótt áhrif eldri meistara
séu sterk í lagasmíðum Sheppards
þá eru lögin í heild nútímaleg. Kemur
þar til mikil tæknikunnátta Shepp-
ard og félaga. Þessi yfirgripsmikla
tækni í spilamennsku er einmitt ein-
kennandi fyrir unga hljóðfæraleik-
ara í dag er leggja fyrir sig djassinn.
Introduction in the Dark skiptist í
tvo hluta. Á fyrri hliðinni er eitt verk,
Romantic Conversations, sem byrjar
á litlu stefi frá Sierra Leone sem
Andy Sheppard og félagar leggja út
frá í langan ópus sem er á köflum
æði heillandi en leysist þó upp í lok-
in, þannig að í heildina finnst manni
vanta einhvern innblástur sem ætti
að vera fyrir hendi. Samt er það svo
að Romantic Conversations er það
sem undirritaður var hvað sáttastur
við á Introductions in the Dark.
Seinni hliðin byrjar á Rebecca’s
sem er nánast steflaus tækniæfmg
fyrir Sheppard. Glass Slippers,
Forbidden Fruit og Optics eru byggð
á ágætum stefum sem virkilega gam-
an er að hlusta á en þótt allt virki
flott á yfirborðinu skilja lögin samt
ekki nóg eftir.
Þeir hljóðfæraleikarar sem aðstoða
Sheppard kunna sitt fag og eru mjög
flínkir. Engin sker sig þó úr heild-
inni. Hinn kunni bassaleikari Steve
Swallow er upptökustjóri og ferst það
vel úr hendi.
Þrátt fyrir nokkra annmarka þá er
Introductions in the Dark hin ágæt-
asta hlustun fyrir þá sem hafa gaman
af djass, gömlum sem ungum. Andy
Sheppard ásamt Courney Pine, en
margt er líkt með þessum tveimur
blásurum munu örugglega í framtíð-
inn skipa sterka sveit breskra blás-
ara. -HK
Gary Moore - After the War
Með lík í lestinni
Phil Lynott er látinn fyrir löngu
en vofa hans liggur eins og mara á
Gary Moore. Þeir léku um tíma sam-
an í Thin Lizzy sálugu. Síðan. skildu
leiðir. Þráðurinn var tekinn upp að
nýju og samstarf hófst. Það leiddi
m.a. til metsölulagsins Out in the
Fields. Nokkru síðar lést Lynott.
Andi hans svífur þó enn yflr laga-
smíðum Garys Moore og er meira að
segja farinn að verða honum fjötur
um fót.
Gary Moore virðist orðin staðnað-
ur og fyrir vikið áttavilltur mjög.
After the War er ruglingsleg plata
sem skilur ákaflega lítið eftir sig ann-
að en meistaralegan gítarleik Moor-
es. Á þeim vettvangi standast honum
fáir snúning. En er það nóg til að
halda nafni hans á lofti?
After the War hefst á samnefndu
lagi og þaö er hreinlega eins og verið
sé að hlusta á Out in the Fields með
örhtlum áherslubreytingum. Það litla
sem er frábrugðið Out in the Fields
getur að heyra í öðru eldra lagi
Moores, Over the Hills and Far away.
Hin þrjú lögin á fyrri hliðinni eru
líka fremur lítið spennandi. Living
on Dreams er þó hress rokkari en í
laginu, Led Clones, þar sem Ozzy
Osbourne syngur, er farið beint í
smiðju Zeppelins (Kingdom Come?).
Heitið Led Clones segir reyndar allt
sem þarf.
Síðari hliðin rennur álíka átaka-
laust í gegn og það er helst að maður
sperri eyrun í laginu This Thing
Called Love. Svo er það líka búið.
Það er ekki nóg að tefla fram sæg
af þekktum aðstoðarmönnum á plötu
ef neistinn er ekki fyrir hendi. Laga-
smiðurinn Gary Moore á í vanda en
gítarleikarinn í sama manni hefur
aftur á móti engu gleymt.
Sigurður Sverrisson
Gary Moore
Boy Meets Girl - Reel T ife
Örugg uppskrift
Þeir eru ófáir lagasmiðirnir sem
alla tíð hafa staðið í skugganum af
þeim sem flytja lögin. Sumir hafa þó
tekið á sig rögg og tekið skrefið fram
á sviðið eftir að hafa samið hvern
smelhnn á fætur öðrum oní aðra.
Og þetta hafa þau George Merrill
og Shannon Rubicam gert með góð-
um árangri. Þau höfðu um nokkurt
skeið stundað lagasmíðar fyrir aðra
en leiddist þóflð og þar sem þau eru
liðtæk á fleiri sviðum en í lagasmíð-
unum hefur árangurinn ekki látið á
sér standa.
Saman heita þau Merrill og Rubic-
am Boy Meets Girl og hafa verið tíð-
ir gestir á vinsældalistum að undan-
förnu með lagið Waiting for a Star
to Fall. Er þetta lag nokkuð dæmi-
gert fyrir lagsmíðar þeirra, létt og
lipurt popp, sem vissulega ristir ekki
djúpt en er ágætt til síns brúks.
Og það eru einmitt þessar lipurlega
samsettu melódíur sem halda þessari
plötu á floti því að yfirbragð tónlist-
arinnar er ósköp slétt og fellt, iðnað-
artölvupopp sem ekki krefst mikillar
einbeitingar.
Að auki er önnur vinna á plötunni
fyrsta flokks og því ætti frami þessa
dúetts að vera tryggður með sama
áframhaldi. -SþS-
Á Lou Reed New York
Fimm stjörnu borgarrokk
Það má mikið ganga á í dægurmús-
íkinni og gróskan fara langt fram úr
góðu meðalári e'f betri plata en New
York á eftir að koma fram á sjónar-
sviðið á þessu herrans ári.New York
með Lou Reed. Þessum gamla,
þreytta, sem velflestir voru búnir að
afskrifa. Á plötunni er allt til staðar
sem einkenna má góðan rokkgrip.
Lögin eru mátulega einföld. Útsetn-
ingarnar fyrir tvo gítara, bassa og
trommur falla eins og flís við rass.
Lou Reed syngur jafnletilega og fyrr
en hefur þó sennilega aldrei verið
betri en nú. Og kórónan í pylsuend-
anum eru textarnir. Sannarlega ekk-
ert rúsínuraus þar á ferð. Útkoman:
gegnheill fimm stjörnu gripur sem
sómir sér vel í námunda við Born
To Run Springsteens, Blood On The
Tracks Dylans og hvíta albúmsins
með Bítlunum svo að nokkrir gæða-
gripir séu nefndir. Loksins, loksins
kom eitthvað út sem maður getur
hrósað almennilega og kinnroða-
laust. Það spillir ekki gleðinni að
maðurinn að baki plötunni var á
góðri leið meö að verða einn sá von-
lausasti í rokklistum. Það eina sem
maður hélt að hann ætti sér til máls-
bóta var góður sólgleraugnasmekk-
ur. Varla hægt að segja að karlinn
hafi sýnt almennilega takta síðan ’73
er Transformer kom út. Lou Reed er
New York búi og er því á heimavelli
er hann yrkir og syngur um mannlíf-
ið þar á bæ. Skuggahliðarnar. Hann
dregur fram í dagsljósið karaktera
sem lítiö fer fyrir á flmmtu breið-
götu. Að minnsta kosti yfir hádaginn.
Eymdin er augsýnileg en kímnin sem
betur fer aldrei langt undan. Harðn-
eskjulegar lýsingar á fólki stórborg-
arinnar, sem hefur orðið undir, eru
undirstrikaðar með einfóldum og
hörðum gítarslætti og þurrlegum
drafandi söng. Gegnheilt rokk. Og
lögin eru hvorki fleiri né færri en á
SG plötunum í gamla daga. Fjórtán
talsins. Á umslagi segir Lou Reed að
lilusta skuli á plötuna, samtals rúm-
lega 58 mínútur, í einni lotu. Njóta
hennar eins og kvikmyndar eða
skáldsögu. New York platan á það
sammerkt með nöfnu sinni borginni
að það er erfltt að innbyrða hana í
einu lagi. En kannið endilega málið.
Það er ekki á hverju ári sem plata á
borð við New York með Lou Reed
kemur út.
ÁT