Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989.
45
pv ________________Bridge
íslandsmótid í tvimenningskeppni:
45 einstaklingar
hafa imnið titil-
inn frá upphafi
íslandsmótiö í tvímenningskeppni,
sem haldiö var á dögunum var hið
35. í röðihni, en alls hafa 47 einstakl-
ingar unnið titilinn frá upphafi. Alhr
nema tveir hafa verið félagsmenn í
Bridgefélagi Reykjavíkur.
Þetta var í fyrsta sinn sem Aðal-
steinn Jörgensen og Ragnar Magnús-
son vinna þennan eftirsótta titil en
htlu munaði í þetta sinn að titillinn
lenti utan Reykjavíkur eða th Arnars
G. Hinrikssonar og Einars Vals
Kristjánssonar frá ísafirði.
Þessir einstaklingar hafa unnið tit-
Uinn oftast:
Ásmundur Pálsson 7 sinnum
Hjalti Elíasson 7 sinnum
Símon Símonarson 4 sinnum
Jón Baldursson 4 sinnum
Þorgeir Sigurðsson 3 sinnum
Þórarinn Sigþórsson 3 sinnum
Bridge
Stefán Guðjohnsen
í síðasta þætti sáum við titilinn
renna út úr höndum Arnars og Ein-
ars þegar þeir ghmdu við íslands-
meistarana. Hér er annað afdrifaríkt
spil frá sömu lotu.
Bridgefélag Hafnarfjarðar
Laugardaginn 22. apríl fór fram hin
árlega keppni milli bridgefélaganna
á Selfossi og í Hafnarfirði og var spil-
að í félagsheimilinu á Garðaholti.
Keppt var nú í fjórða sinn um vegleg-
an farandbikar sem gefinn var af
Setbergsbúinu.
Einnig var keppt um sérstök auka-
verðlaun en þau hlaut sú sveit sem
sigraði með mestum mun. Töluverð
forföll voru í liðum beggja félaganna,
meðal annars vegna úrslitakeppni
íslandsmótsins í tvímenningi. Hafn-
firðingar báru sigur úr býtum að
þessu sinni með 103 stigum saman-
lagt gegn 77 stigum Selfyssinga. Úr-
sht á einstökum borðum urðu þessi:
1. Þröstur Sveinsson
-Kristján Gunnarsson.....13-17
2. Þórarinn Sófusson
-Sigurður Hjaltason.......24-6
3. Kjartan Markússon
- Leifur Leifsson........17-13
4. Ólafur Torfason
N/N-S
♦ KD76
V G863
♦ K743
+ 2
♦ 985
V ÁKD1095
♦ 1085
+ 4
♦ ÁG1043
V 7
♦ -
+ KDG9873
Með Ragnar og Aðalstein n-s en
Einar og Amar a-v gengu sagnir á
þessa leiö :
Norður Austur Suður Vestur
pass 2hjörtu 31auf 3tíglar
pass pass 3 spaðar pass
4 spaöar 5 tíglar 5 spaðar dobl
pass pass pass
Dobl vesturs var afar óráðlegt því
eftir sagnirnar var ólíklegt að rauðu
htimir gæfu tvo slagi. Sextíglafórnin
er líka mjög góð og ef suður byrjar
ekki á spaðaás má jafnvel vinna þá.
Við fimm spöðum var hins vegar
engin vöm og Aöalsteinn skrifaði 850
í sinn dálk og íslandsmeistaratitilinn
í kaupbæti.
- Valdimar Bragason.......18-12
5. Erla Sigurjónsdóttir
-Grímur Arnarson..........16-14
6. Sigurður Lárusson
- Guðmundur Sæmundsson 15-15
Bridgefélag Hafnarfjarðar
Síðustu keppni starfsársins, sem
var fjögurra kvölda butlertvímenn-
ingur, lauk mánudaginn 24.. apríl.
Þátttaka var góð en bar þó merki
þess að vorhugur var kominn í suma
þrátt fyrir lítil hlýindi.
Keppnin var spennandi frá byrjun
og skiptust menn á um forystuna en
þegar upp var staðið að lokinni síö-
ustu umferðinni kom í Ijós að staða
efstu para var þessi:
1. Kristófer - Guðbrandur....178
2. Ari-Gylfi.................163
3. Jón-Jens..................156
4. Ólafur - Sverrir..........136
5. -6. Björn-Ólafur..........129
5.-6. Kristján - Ingvar......129
Ólafur Haukur
Ólafsson læknir
Nýlega lést gamall vinur og með-
spilari, Ólafur Haukur Ólafsson
læknir. Við Ólafur vorum makker-
ar og sveitarfélagar í Bridgefélagi
Reykjavíkur í nokkúr ár og árið
1956 unnum við okkar fyrsta ís-
landsmeistaratitil með þremur
heiðursmönnum, Brynjólfi Stef-
ánssyni, forstjóra Sjóvá, Kristjáni
Kristjánssyni söngvara og Eggert
Benónýssyni útvarpsvirkja.
Ólafur var ákaflega skemmtileg-
ur og hugmyndaríkur bridgemeist-
ari og hafði yndi af spilinu. Hann
var sókndjarfur spilari og átti til
að villa um fyrir andstæðingum
sínum með hugmyndaríkum
blekkisögnum. Sveit okkar háði
einvígi um landsliðsréttindi við
hina frægu „Haröarsveit" en við
töpuðum naumlega og sameiginleg
landshðsþáttaka okkar varð ekki
að veruleika.
Um þessar mundir lauk Ólafur
læknaprófi frá Háskóla íslands og
eftir það gafst lítill tími til spila-
mensku. Síðar hvarf hann til starfa
erlendis og gafst okkur ekki tími
til þess að spila meira saman.
Ég sendi fjöldskyldu hans og vin-
um innilegar samúðarkveðjur.
Stefán Guðjohnsen
V 42
♦ ÁDG962
-1. ÁlACC
íþróttapistilL
Útrýmum
ofbeldi
Nú nýverið var frá því sagt í DV
að svo gæti farið að landsliðsmað-
urinn Ólafur Þórðarson af Skagan-
um, sem nú er í herbúðum Brann
í Noregi, lenti í útistöðum við þar-
lenda knattspyrnudómara á því
leikári sem fer í hönd.
Er þessi fregn höfð úr norsku
dagblaði en þar segir að Ólafur
þyki harður leikmaður og að í ís-
lenskri knattspyrnu sé heimiluð
meiri harka en tíðkast í þeirri
norsku.
Ekki er mér kunnugt um hvort
þessi samanburður norskra stall-
bræðra minna sé réttur en þetta
er ekki fyrsta ábending sögunnar
um grófa útfærslu á þessari
íþróttagrein hér á íslandi.
Arnar Grétarsson, efnilegur
knattspyrnumaður úr Kópavogi,
bendir til aö mynda á ólíka framm-
göngu dómara í tveimur þjóðlönd-
um er hann ber saman íslenska og
belgíska knattspyrnu í viðtali við
DV fyrir fáeinum dögum:
„Það er áberandi að dómarar eru
mun strangari hér í Belgíu en
heima á íslandi," segir Arnar í
samtalinu við blaðið.
Breytingar
Sumir íslenskir dómarar eru
ósáttir við ástand mála og telja að
forða megi leikmönnum frá
íþróttaslysum í sumar með hertum
aðgerðum af þeirra hálfu.
„Við ræddum málin vítt og breitt
en einkum og sér í lagi um hertar
aðgerðir dómara gegn leikmönnum
sem verða uppvísir að grófum brot-
um. Það er meiningin að útrýma
alveg ofbeldi úr knattspyrnunni.“
Þetta sagöi Steinn Guðmundsson,
einn forsvarsmanna íslenskra
knattspyrnudómara, í viðtali við
DV fyrir skömmu. Haföi hann þá
setið ráðstefnu um málefni dómara >
en samtvinnað henni voru sérstök
próf sem landsdómarar þreyttu.
Það er vissulega ánægjulegt að
íslenskir dómarar ætli að samein-
ast um aðgerðir gegn grófum brot-
um því fátt er mikilvægara en að
taka fullt mið af þeim reglum sem
marka íþróttinni farveg.
Öllum þeim sem tengjast knatt-
spyrnu ætti að vera Ijóst að brot
eru gegn eðli hennar.
Mikhvægt er því að dómarar
samræmi aðgerðir sínar fyrir kom-
andi leikár og taki af festu á ásetn-
ingsbrotum. Aukaspyrnur eru ekki
í öhum tilfellum nægar bætur þeim
sem verða fyrir broti af ásetningi.
Þá má ætla að hertar aðgerðir gegn
slíkum brotum verði til þess að
draga úr eða nærri útrýma dólgs-
legri framgöngu leikmanna á kapp-.
velli.
Hertarreglur
Alhr landsdómarar gangast und-
ir þrekpróf með fjölþjóðlegu sniði
og þreyta jafnframt skriflegt próf
til að sanna hæfni sína.
Gott er til þess að vita að forvígis-
menn dómaramála hyggjast ekki
heimila þeim að starfa sem skortir
til þess þrek og þekkingu á knatt-
spyrnunni.
Fátt orsakar frekar vonda dóm-
gæslu en kunnáttuleysi og slælegt
líkamsform þess sem í flautuna
blæs.
Ætla má að úthaldsleysi geri hin-
um bestu dómurum erfitt fyrir því
ekki verður yflrferðin aðeins af
rýrara taginu heldur er dóm-
greindarskortur oft fylgifiskur
þreytunnar.
Verða góðir
dómararbetri?
Það er von flestra að góðir ís-
lenskir dómarar verði betri á þeirri
knattspyrnuvertíð sem nú er að
hefjast. Leggi dómarar hart aö sér,
sem þeir án efa gera, við að halda
leiknum innan þess ramma sem
honum hefur verið skapaður er
víst að sumarið verður þeim og
leikmönnum áfallalítið.
Megi fullyrðingar norsku blað-
anna um íslenska knattspyrnu, og
aðrar á svipuðum nótum, falla
dauðar og ómerkar.
Jón Örn Guðbjartsson
M
íslenskir knattspyrnudómarar búa sig undir starfsárið. Gott líkamsform er einn þeirra þátta sem dómgæsian
grundvallast á.