Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1989. 5 Fréttir Fékk fullvirðisrétt út á eyðijörð við Hellu: Iðnaðarmaður með á annað hundrað fjár - Stéttarsamband bænda gengst við mistökum „Maðuninn starfar sem iðnaðar- maður en hefur á annað hundrað fjár á landskika sem er að hluta í eigu RangárvaUahrepps, rétt aust- an við Hellu. Er féð í húsum og í girðingu á veturna. Það finnst mörgum afskaplega óeðlilegt að launamaður í fullri vinnu eigi á annað hundrað fjár án þess að eiga nokkra aðstöðu fyrir þaö og sé síð- an að framleiða kjöt á yfirfullan markað. Það er sjálfsagt að lofa framtak fólks en erfiðleikamir eru það mikhr hjá bændum að ekki er á bætandi. Það furða sig hka marg- ir á því hvernig hann fékk þennan fullvirðisrétt þar sem um er að ræða eyðijörð sem ekki hefur verið yrkt nema sem sumarbeitiland í nær tvo áratugi," sagði viðmælandi sem ekki vildi láta nafns síns getið í samtiah við DV. DV hafði samband við Árna Jón- asson hjá Stéttarsambandi bænda til að spyrjast fyrir um hvemig maðurinn gat fengið fullvirðisrétt og hvort ekki heföi verið gert eitt- hvað í máhnu af hálfu stéttarsam- bandsins. „Það kom fram að hann byggi á þessari jörð þegar við fengum framtahð hans. Við létum það nægja þegar hann lagði fram nótur frá sláturhúsinu frá áranum 1976-8, sem búmark var reiknað eftir, og sem stílaðar voru á býhð. Býhð var á lögbýlaskrá. Það má kenna okkur um mistökin en svona fengum við gögnin í hendurnar.“ Árni sagði að nú væra öh völd í svona málum komin heim í hérað en stéttarsambandið hefði gert nefndinni, sem fjallar um þessi mál og ræður þeim í Rangárvahasýslu, grein fyrir þessu. Mun nefndin ekki hafa vhjað gera neitt í málunum þó einhver vhji væri fyrir því í sveitinni þar sem mönnum þætti þessi búskapur iðnaðarmannsins óeðhlegur. „Við getum tekið undir þau sjón- armið og höfum bent nefndinni á að fullvirðisrétturinn væri hlutur sem þeir gætu tekið af manninum ef þeir vhdu. Við göngumst við okkar mistökum þar sem við könn- uðum ekki nánar þau gögn sem við fengum. En nefndin verður að taka ákvörðun en gerir ekki. Reyndar stakk ég upp á því við þá í fyrra aö þeir gerðu manninum tilboð th að losna út úr þessu þannig að hann bæri ekki skaða af en það gerðist ekkert. Það er erfltt að hætta fjárbúskap nema að komast að samningum við framleiðendur um leið. Sláturhúsin taka við öhu ef menn skuldbinda sig til að hætta alveg.“ Ejárhúskapur iðnaðarmannsins mun ekki vera einsdæmi þar sem ekki ósvipað dæmi mun hafa átt sér stað austur á Vopnafirði án þess að nefndin á staðnum hefðist nokkuð að. -hlh ísafjörður: Vörubílstjórar hindruðu akstur Bilstjórarnir færðu ekki bíla sína frá malarhaugnum fyrr en lögreglan kom á staðinn. Fjórir bílar frá Vörubílastöðinni óku á hægri ferð fram- an við þá sem verkið unnu fyrir Steiniðjuna og töfðu þannig aksturinn. Vilborg Davíðsdóttir, DV, ísafirði: BUstjórar frá Vörubílastöðinni á ísafirði gripu th þess ráðs nýlega að nota bha sína th að tefja og stöðva í tvo tíma akstur á steypuefni fyrir Steiniðjuna hf. á ísafiröi th þess að mótmæla því að einstaklingur utan félagsins hefði fengið verkið eftir út- boð en ekki Vörabhastöðin. Bílstjórar óku á hægri ferð á undan þeim sem verkið áttu að vinna og lögðu síðan vörabhunum framan við hauginn og stöðvuðu þannig aha vinnu þar th yflrlögregluþjónn kom og fékk þá til að hætta aðgerðum. Einstaklingur sá sem verkið fékk hefur fengið tvo bílstjóra, sem eru á stöðinni og í félaginu, til akstursins. Samkvæmt lögum mega engir vinna þessi verk nema að hafa leyfi frá stöð. „Við ætlum okkur að stoppa þetta og munum reyna að fá lögbann á verkið því þetta er ólöglegt sam- kvæmt því sem lögfræðingur okkar félags í Reykjavík segir," segir Ólaf- ur Halldórsson, bhstjóri hjá Vöru- bhastöðinni, í samtali við DV. „Mað- urinn má bjóða í verkið en ekki aka sjálfur og þess vegna fær hann félaga okkar með sér og fer þannig í kring- um lögin. Hér á ísafirði segja lög- fræðingar hins vegar við hann að hann megi keyra.“ „Þessi einstaklingur átti lægsta th- boðið og munaði um 5 krónum á rúmmetra þannig að ég gekk að því og þá komu engar athugasemdir fram hjá Vörubílastöðinni," sagði Hahdór Antonsson, framkvæmda- stjóri Steiniðjunnar, í samtah við DV. Lítið hefur verið að gera í vörubíla- akstri á ísafirði í vetur og sumar. HEIMSMET SEM KEMUR ÞER TIL GOÐA! Á siðasta ári seldust hvorki meira né minna en 400 Chrysler bílar á Islandi og markaðshlutdeild Chrysler var sú hæsta í heimin- um utan Bandaríkjanna. Vegna þessa árangúrs náðust sérsamníngar um verð á einni sendingu á Dodge Aries bílum sem nú eru komnir til Iandsins. DODGE ARIES - Qöískyldabíllinn sem slegíð hefar í gegn á Íslandí enda vel útbúínn rúmgóðar bill á frábæra verðí, frá kr. 977.200,- Bunaður m.a.: Sjálfskipting * afistýri * afihemlar * 2,2L 4 cyl. vél með beinni innspýtingu * framhjóladrif * Iitað gler * stereo útvarp með 4 hátölurum og stöðvamínni o.fi. o.fl. JOFUR HF Nýbýlavegi 2 • Sími 42600 VERÐ FRA KR. 977.200,- JÖFUR-ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.