Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1989.
13
Fréttir
Sauðárkrókur:
Betra útlit í húsbyggingum
tæknlfræðmgur. einnig í Hlíðarhverfi svðra. Hlvnur areöhi. nr. 2-4. vnstanvprftn vift Hncninnm hooar
Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki:
„Mér sýnist að 16 íbúðir verði fok-
heldar í ár. Þetta er heldur betra út-
lit með húsbyggingar í bænum núna
en verið hefur undanfarin ár. Það er
eins og þetta sé heldur á uppleið,“
sagi Hallgrímur Ingólfsson bæjar-
tæknifræðingur.
Að sögn Hallgríms er fyrir utan
þessar 16 íbúðir verið að vinna á
vegum verkamannabústaða í fjórum
íbúðum sem urðu fokheldar í fyrra
og koma til afhendingar nú í haust.
Af íbúðunum 16 eru átta í einbýhs-
húsum, mestmegnis í Túnahverfi og
einnig í Hlíðarhverfi syðra. Hlynur
hf ætlar aö byggja tvær raðhúsaíbúð-
ir í Grenihlíðinni og búist er við að
seinni hluta sumars verði hafin
bygging sex kaupleiguíbúða í gamla
bænum. Verða það 2ja hæða hús með
íbúðum á báðum hæðum. Fjórar
íbúðanna verða byggðar upp í Skóg-
argötu, nr. 2-4, að vestanverðu við
norðurenda götunnar. Tvær íbúðir
verða niðri við Freyjugötu á lóðinni
þar sem Báran stóð áður.
Byggingaverktakar virðast samt
sammála um að ekki verði um auð-
ugan garð að greskja í nýbyggingum
í sumar. Sem dæmi má nefna að á
dögunum, þegar hitaveitan bauð út
smíði á fimm brunnum, sem ekki
hefur þótt eftirsóknarvert verkefni
til þessa, buðu fimm aðilar í.
Húsavlk:
Bæjarstjórn vill for-
könnun á varaflugvelli
Jóhaimes Siguijónsson, DV, Húsavík:
Hugsanleg forkönnun vegna vara-
flugvallar í Aðaldal hefur verið mjög
til umræðu í Þingeyjarsýslum í vet-
ur. M.a. fór fram undirskriftasöfnun
til stuðnings varaflugvallargerð.
Bæjaryfirvöld á Húsavík hafa verið
spör á yfirlýsingar vegna þessa máls
og jafnan talað um að fyllri upplýs-
inga um máhð væri þörf áður en
hægt væri að gefa opinberar yfirlýs-
ingar um það.
En á síðasta fundi bæjarstjórnar
upplýsti Bjami Þór Einarsson bæjar-
stjóri aö meirihluti bæjarstjómar
væri einhuga um að mæla með því
að slík forkönnun færi fram. Meiri-
hluti bæjarstjómar er skipaður fuh-
trúum Alþýðuflokks, Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknar.
Fjölbrautaskólinn Selfossi:
43 nemendur
brautskráðir
Regína Thoraiensen, DV, SeKossi:
Að sögn Örlygs Karlssonar, að-
stoðarskólameistara Fjölbrautaskóla
Suðurlands á Selfossi, vom 43 nem-
endur brautskráðir 17. júní frá skól-
anum af ýmsum brautum, þar af átta
stúdentar, nokkrir úr öldungadeild.
Fjölmennasti hópurinn útskrifað-
ist af iðnbraut húsasmíða, eða 11.
Níu nemendur ahs á grunndeildum
málm-, raf- og tréiðna. Fjórir luku
burtfararprófi af iðnbraut netagerð-
ar og fjórir almennu verslunarprófi.
Þrír minna skipstjóraprófi.
25 nemendur frestuðu útskrift á
stúdentsprófi fram í september og
munu þá brautskrást ásámt nokkr-
um nemendum af öðrum brautum.
Þór Vigfússon skólameistari af-
henti prófskírteinin en það var eins
og við skólashtin vantaði sanna gleði,
kennaraverkfalhð sá um það. Það er
mikih sársauki sem einkennir marga
unghnga og foreldra í vor. Það sást
greinilega þegar horft var á andht
fólks við skólashtin.
Akureyri:
Bílasalan Os
beintengd
við bifreiðaskrá
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyii:
Bílasalan Ós á Akureyri hefur
verið tengd við bifreiðaskrá ríkisins
og er Ós eina bhasalan á Akureyri
sem þannig er tengd.
Markmið bhasölunnar með þessari
tengingu við bifreiðaskrá er fyrst og
fremst að koma í veg fyrir ýmis
óþægindi vegna veðbanda og gjalda
sem hvílt geta á bifreiðum. Með
beinu sambandi við bifreiðaskrá er
fljótlegt að komast að því. Þessar og
ýmsar fleiri upplýsingar getur bfla-
salan fengið ahan sólarhringinn aha
daga vikunnar.
Ámeshreppur:
Þrjú börn fermd
Regína Thoraiensen, DV, Gjögri:
Búið er að opna veginn th Hólma-
víkur og fólk farið að koma í Árnes-
hrepp á smábílum og Hótel Djúpavík
er opið.
Sauðburður gekk vel og lamba-
dauði htill sem enginn. Margt tví-
lembt að venju. Ekki er búið að
sleppa fé ennþá, úthagar eru að koma
undan snjónum.
Fermd voru þrjú börn í Árnes-
kirkju 18. júní og er það óvenjumargt
á þessum afskekkta stað þar sem
fólkinu fækkar stöðugt. En römm er
tauginn, margir burtfluttir Árnes-
hreppsbúar að heimsækja uppeldis-
stöðvar sínar. Það hefur verið venja
síðustu 30 árin að unga fólkið hefur
farið fljótlega eftir fermingu í at-
vinnu og nám og ekki komið aftur
til búsetu.
JAFNAR GREIÐSLUR
LÉTTA PÉR RÓÐURIMV
Oft hefur verið óþægilegt að greiða hærri raf-
magnsreikninga á veturna en öðrum árstímum,
einmitt þegar fasteignagjöldin, tryggingaiðgjöldin
og bifreiðagjöldin dembast inn um bréfalúguna
ásamt öllum hinum reikningunum.
Rafmagnsveitur ríkisins vilja nú sem áður létta
þér greiðslubyrðina. Héðan í frá verður aðeins lesið
af mælum einu sinni á ári. Á öðrum tímum verður
orkunotkunin áætluð. Greiðslum verður því að
mestu leyti jafnað á þá reikninga sem þú færð
senda annan hvern mánuð.
Þessi nýbreytni er liður í þeirri stefnu okkar að
veita örugga og hagkvæma þjónustu. Við höfum