Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 26. JÚNt 1989. 31 Fréttir Sumarhátíð í Ólafsvík Árni E. Albertssan, DV, Ólafavik; Enn á ný er sumarhátíð á döfinni í Ólafsvík. Eftír vel heppnaða af- mæhshátið fyrir 2 árum var ákveðið að reyna að hafa það árlegan viðburð að slá upp hátíð þegar komið væri fram yfir mitt sumar. í fyrrasumar var hátíðin haldin helgina eftir versl- unarmannahelgi og þótti takastmeð ágætum. Úrvals skemmtikraftar komu og heimamenn lögðu sitt fram til að árangur yrði sem bestur. Nú í sumar er ákveðið að halda hátíðina 20.-23. júlí meðan enn er hásumar og haustblærinn víðs fjarri. Sem fyrr er margt skemmtilegt á döfinni. Lista- og menningamefnd hefur fengið til liðs viö sig félagasam- tök í bænum, og landskunnir skemmtikraftar munu mæta. Hátíð- in verður sett fimmtudaginn 20. júlí og opnuð myndlistarsýning frá Gall- erí Borg í Grunnskólanum. Við þaö tækifæri syngur ung sönkona frá Ólafsvík en hún heitir því viðeigandi nafni, Ólöf deBont ÓMsdóttir. Á föstudeginum verður á vegiun byggðasafnsnefndar Ólafsvíkur opn- uö sýning á heimilisiðnaði í gamla Pakkhúsinu og um kvöldið verður hljómsveitin Ný-Dönsk með tónleika fyrir alla aldurshópa í félagsheimil- inu á Klifi. Laugardagurinn verður svo hápunktur hátíðarinnar. Ung- mennafélagið Víkingur stendur fyrir kassabílaralli fyrir yngstu kynslóö- ina. Hin árlega grillveisla kvenfé- lagsins verðurí Sjómannagarðinum og félagar úr Leikfélagi Ólafsvíkur verða með uppákomur í veislunni. Um kvöldið verður svo dansleikur á Klifi. Sunnudaginn 23. júlí verður svo Karlakórinn Fóstbræður með tónleika í félagsheimilinu. Auk alls þessa verður ýmislegt merkt og skemmtilegt á seyði alla hátíðardagana. Ingi Hans, myndlist- armaður úr Grundarfirði, verður með myndlistarsýningu, útimarkað- ur verður og sjóstangaveiðimót hald- ið. f athugun er að halda seglskútu- mót, en á afmælisárinu var tilkynnt að á nokkurra ára frestí yrði haldin keppni allra bestu skútna á landinu um svokallaðan Ólafsvíkurbikar. Þá gefst einnig kostur á að bregða sér í ferð á Snæfellsjökul með snjóbíl. Sá möguleiki er háður veðri og vindum.' , ' y 'i Olafsvík. Nú er unnið að lokafrágangi á skipinu í Isafjarðarhöfn. DV-mynd BB, ísafirði Isafjörður: nyn skip fyrir Sandgerðinga Siguijón J. Sigurðssan, DV, ísafirði: Nýlega var sjósett nýtt skip hjá skipasmíðastöð MarsellíusaT hf. Var þar um að ræða 143 rúmlesta skip, smíðað fyrir Njörð hf. í Sandgérði. Skipið hefur ekki hlotið nafn enn, sem er mjög óvenjulegt miðað við hvað smíði skipsins er komin langt. Það er búið 1000 hestafla aðalvél. Þá er það einnig útbúið fyrir heilfryst- ingu um borð. Nú er unnið að lokafrágangi á skip- inu í ísafjarðarhöfn og verður það afhent hinum nýju eigendum í byij- un ágúst. Skipið verður gert út á tog- veiðar og snurvoð. Áætlaður kostn- aður við skipiö fullbúið er um 120 milljónir króna. Dýpkunarpramminn, sem dælt hefur efni úr höfninni í Súðavik síðustu daga, hefur nú lokið verki sínu þar. DV-mynd BB, ísafirði Súöavlk: Höfnin dýpkuð Vflboig Davíðsdóttir, DV, ísafirði; Nýlega var lokið við að dýpka höfnina í Súðavík og dæla upp úr henni með dýpkunarpramma 7000 rúmmetrum af efiú. Verkið hófst 1. júní. Framkvæmd þessi er nauðsynleg vegna nýrrar 40 metra löndunar- bryggju sem byggja á framan við hraðfrystíhúsið Frosta hf. í Súðavík og einnig til þess að hinn nýi Bessi, sem væntanlegur er tíl heimahafnar í október, geti lagst þar upp að. Kostnaður við dýpkunarfram- kvæmdir er áætlaður 3,2 milljónir. Vestfrðingar í Ólafsfjarðarmúla Vflborg Davíðsdóttir, DV, ísafirði: Sveitarstjórnarmenn frá Vestfjörð- um brugðu sér til Ólafsfjarðar nýlega og skoðuðu þar jarðgöngin í Ólafs- fjarðarmúla. Bæjarstjórinn Bjarni Grímsson, og verktakinn, Ellert Skúlason hjá Krafttaki, kynntu breytingar sem gerð jarðganganna hefur í för með sér. Gerð ganganna hefur miðað vel og voru þau orðin 1553 metrar um miðj- an júní. Það þýðir að verkið er hálfn- að og búist er við að gangagerðinni sjálfri verði að mestu lokið í haust. Verkinu lýkur ekki að fullu fyrr en eftir eitt ár. Eftír er að ganga frá slit- lagi, uppbyggingu vegar og gerð veg- skála báðum megin við göngin. Sérstaka athygli gestanna vaktí „álfakirkja" sem sprengd hefur verið inn í bergið út frá göngunum. Að sögn heimamanna var kirkjan gerð eftír að miklar skriður höfðu fallið á svæðinu til að friða ókunna vætti í fjallinu og hafði hún tilætluð áhrif. Sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum að lokinni skoöunarferð um göngin i gegnum Ólafsfjarðarmúla. Bæjarstjórinn, Bjami Grímsson, sala ef álfamir hefðu þá ekki mikið hafði þó á orði að kirkjan yrði ef til á móti því. vill síðar meir nýtt sem miiúagripa- Alþýðusamband Norðurlands: Verðhækkunum harðlega mðtmælt Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri; „Jafnvel ríkisstjórninni má vera ljóst að verkalýðshreyfingin getur ekki tekið slíkum brigðum á nýgerð- um kjarasamningum án harðra mót- mæla“ segir m.a. í ályktun Alþýðu- sambanös Norðurlands vegna verð- hækkana að undanfömu. í ályktuninni mótmælir Alþýðu- samband Norðurlands harðlega þeim hækkunum á verði og þjónustu sem leyfðar hafa verið og síðan seg- ir: „Við gerð síðustu kjarasamninga barst ASÍ bréf frá forsætisráðherra þar sem greint er frá nokkrum veiga- miklum atriðum til að greiða fyrir kjarasamningum. Undir liðnum „verðlagsmál“ segir m.a. í bréfi þessu: „Jafnframt mun ríkisstjórnin veija 500-600 milljónum kr. til auk- inna niðurgreiðslna á verði land- búnaðarvara frá 1. apríl til ársloka þannig að þær verði óbreyttar í krónutölu út árið eða grípa til ann- arra jafngildra aðgerða til lækkunar á verði nauðsynjavöru." Akureyri: Mun fleiri án atvinnu Gylfi Kristjánaaon, DV, Akureyri; Samkvæmt upplýsingum Vinnumiðlunarskrifstofú Akur- eyrarbæjar voru 120 manns á at- vitmuleysisskrá 31. mai sl., 57 konur og 63 karlar. Á sama tíma fyrir ári voru 58 á atvinnuleysis* skrá. svarar tU þess að 94 hafi veriö atvinnnlausir allan mánuðinn. Gefin voru út 256 atvinnuleysis* Selfoss: Sala á mjólk minnkaði mjög Regína Thorarensen, DV, SeKossi; Að sögn Magnúsar Jónssonar, vöruhússtjóra hjá Kaupfélagi Ámes- inga á Selfossi, var tæplega 50% minni mjólkursala hjá þeim þá þrjá daga sem ASÍ og BSRB hvatti fólk til að kaupa ekki mjólk og var svipað hlutfáll hjá öðrum matvöruverslun- um á Selfossi. Aftur á móti var mikil bensínsala, sennilega sjaldan meiri hér, þegar fólk var beðiö um að kaupa ekki bensín. Ferðafólk var þá líka farið að streyma hér í gegn. Mun fleiri nú í unglingavinnunni Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Á fimmta hundrað unglingar eru í unglingavinnunni á Akureyri í sumar og er það um 100 fleiri en gert hafði verið ráð fyrir. Þorsteinn Þorsteinsson, formaður umhverfisnefndar Akureyrarbæjar, sagði að nefndin hefði farið fram á 8-10 milljón króna aukafjárveitingu frá bæjarsjóði vegna þessa fjölda. Þá hefur einnig verið sótt um styrk frá ríkinu til að mæta auknum kostnaði við Vinnuskólann. „Það eru yfirdrifin verkefhi fyrir þessa krakka við að snyrta og fegra bæinn, við gætum þess vegna tekið við miklu fleiri krökkum í vinnu,“ sagði Þorsteinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.