Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1989. MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1989. 25 Iþróttir íþróttir Unglingameistaramótiö í ftjálsum: Mörg góð afrek unnin í Dalnum - FH, HSK og Armann báru nokkuö af Unglingameistaramót Islands fór fram í Laugardalnum um helgina. Mörg góð afrek voru unnin á mótinu sem haldið var í blíðskaparveðri á laugardag og simnudag. Helstu afrekin í karlaflokki á mót- inu unnu Jón Amar Magnússon, HSK, Einar Kristjánsson, FH, Árni Jensen, ÍR, og Einar Einarsson, Ár- manni. Jón Amar náði frábærum árangri bæði í kringlukasti og í 110 m grinda- hlaupi. í grindahlaupinu setti hann reyndar innanfélagsmet en hann hljóp á 15 sek. sléttum. Þá vann hann einnig sigur í stangarstökki og spjót- kasti. Einar Kristjánsson sigraði með glæsibrag í hástökki karla, stökk 2,06 m. Nafni hans úr Ármanni sigraði í 100 m hlaupinu á mjög góðum tíma, 11 sek. sléttum. Hann sigraði einnig í 200 m hlaupinu á tímanum 22,5 sek. Ámi Jensen vann sigur í kúluvarpi og kastaði 16,23 m sem er mjög góður árangur og reyndar 12. besta kast sem Islendingur hefur náð. Af öðrum sigrum í karlaílokki má nefna að Steinn Jóhannsson, FH, sigraði í 800 m hlaupi og 400 m grindahlaupi. í langstökki sigraði Ólafur Guðmundsson, HSK, og Snorri Steinsson, ÍR, sigraði í þrí- stökki. Kristján Ásgeirsson, ÍR, vann 1500 m hlaupið eftir spennandi keppni. Jón Sigurjónsson, UBK, vann sleggjukastið með yfirburðum. FH-ingar unnu síðan sigur í 4x400 m boðhlaupi og sveit HSK sigraði í 4x100 m hlaupi eftir æsispennandi keppni við Hafnfirðinga þar sem reyndar gekk á ýmsu. Hjá kvenfólkinu voru mest áber- andi afrek þeirra Súsönnu Helga- dóttur, Margrétar Brynjólfsdóttur, Bryndísar Guðnadóttur, Geirlaugar Geirlaugsdóttur, Hafdísar Sigurðar- dóttur og Halldísar Höskuldsdóttur. Súsanna, sem keppir fyrir FH, vann sigur í 100 m hlaupi kvenna og hljóp á 12,2 sek. og hún vann einnig gull í 200 m hlaupinu. Halldís Hösk- uldsdóttir, Ármanni, sigraði í 100 m grindahlaupi á 16,5 sek. Margrét Brynjólfsdóttir, UMSB, sigraði í 800 m hlaupi. Hafdis Sigurðardóttir, Ár- manni, vann ömggan sigur í 400 m hlaupinu. Bryndís Guðnadóttir, ÍR, sigraði í kringlukasti og spjótkasti. Stúlkumar úr Ármanni urðu sig- urvegarar í 4x100 m hlaupinu. Þó engum sé verið aö hallmæla þá bar í heiidina frjálsíþróttafólk frá lið- um FH, HSK og Ármanni nokkuð af öðru. Þátttakan á mótinu var mjög góð og tókst mótið mjög vel. Það vom Ármenningar sem sáu um alla skipu- lagningu og stóðu sig mjög vel í því. -RR Gulir og svartir KR-búningar Sennilega hafa nokkur gömul röndum! KR-hjÖrtu misst úr slag þegar leik- KR-ingar hafa verið félaga fast- menn KR hlupu inn á Kaplakrika- heldnastir á sinn búning, þann völlinn til leiksins gegn FH í gær- hvít- og svartröndótta, og yfirleitt kvöldi. KR-ingar klæddust nefni- ekki flíkaö varabúningi. En svo lega nýjum búningi, þar sem gult bregðast krosstré sem önnur og til haiði leyst hvítt af hólmi og peysur að forðast árekstur við hvítan og þeirra því gul- og svartröndóttar. svartan búning FH-inga var breytt Buxur vora hvitar í stað svartra til í þetta skiptið. og sokkarnir gulir með svörtum -VS ' . > • Rúnar Kristinsson lék vel með KR í gærkvöldi og hafði betur i mörgum návigjum á miðjunni. Hér stekkur hann hærra en einn Hafnfirðinganna og skallar að marki þeirra. DV-mynd Brynjar Gauti KR-kvöld í Kaplakrikanum Það var KR-dagur í vesturbænum í gær og mikið um dýrðir. í gær- kvöldi héldu síðan 1. deildar leik- menn KR hann hátíðlegan í Kapla- krika með því að sigra þar FH-inga, 3-0, og skutu þá þar með af toppi deildarinnar. Þetta var annar 3-0 sig- ur KR-inga í röð og þeir em nú komn- ir í toppbaráttuna eftir köflótt gengi í fyrstu fimm umferðunum. „Við verðskulduðum þennan sigur og ég er mjög ánægður með hvemig liðið lék. Það hef ég ekki oft getað sagt í sumar! Ég er að vona að við séum á réttri leið en þetta var aðeins einn leikur og það er ekki nóg,“ sagði - KR-ingar skutu FH-inga af toppnum með' sannfærandi sigri í Hafharfirði, 0-3 Ian Ross, þjálfari KR-inga, viö DV eftir leikinn. „Við vorum sterkari aðilinn lengi vel í fyrri hálfleiknum en þeir voru mun betri í þeim síðari. Þessi ósigur kemur okkur niður á jörðina, við vorum sennilega heldur hátt uppi eftir góða byrjun. Hann þjappar okk- ur líka saman, ég er ekki í vafa um að við getum haidið okkar striki í efri hluta deildarinnar og nú þurfum við að ná hagstæðum úrshtum á Akranesi um næstu helgi,“ sagði Guðmundur Hilmarsson, varnar- maðurinn reyndi hjá FH. Það var aðeins fyrsta korterið sem FH-ingar sýndu sannfærandi leik, í átt við það sem við er aö búast af efsta liði 1. deildar. Þá gerðist þaö að KR komst í sína fyrstu alvörusókn - Jóhann Lapas lyfti boltanum lag- lega inn á markteig FH þar sem þrír KR-ingar stukku upp - Sigurður Björgvinsson var þeirra frekastur og skallaði af krafti í mark FH, 0-1. Mjög dró af FH-ingum við þetta og á næstu tíu mínútum heföu KR-ingar getað bætt við mörkum. Hafnfirðing- ar tóku þó við sér á ný og ógnuðu marki vesturbæinga þrívegis fyrir hlé - besta færið átti Hörður Magnús- son sem komst í gegnum flata KR- vörnina en Þorfinnur Hjaltason varði gott skot hans á glæsilegan hátt. í síðari hálfleik tóku KR-ingar völd- in og vart er hægt að segja að FH hafi nokkurn tíma náð að ógna marki þeirra. Mark númer tvö kom á 65. mínútu þegar Sigurður Björgvinsson sendi laglega á Björn Rafnsson - sem lagði boltann fyrir sig 25 metra frá marki og skoraði með hörkuskoti, sem Halldór Halldórsson hefði þó átt að verja, 0-2. Rétt fyrir leikslok innsiglaði Gylfi Dalmann Aöalsteinsson sigur KR, 0-3, þegar hann skallaði í mark FH af stuttu færi eftir fyrirgjöf Sæbjöms Guðmundssonar. Pétur Pétursson fékk síðan gott færi til að skora fjórða markið mínútu síðar en þá skaut hann í þverslána. Leiki KR-ingar áfram á þennan veg hafa þeir ekki sagt sitt síðasta orð í toppbaráttunni. Þeir voru mun heil- steyptari en FH-ingar í flestum sín- um aðgerðum og munaði mikið um vinnslu Siguröar og Rúnars Kristins- sonar á miðjunni. Sigurður er mikil kjölfesta í liöinu og Rúnar var geysi- lega baráttuglaður. Bjöm og Pétur vinna vel í sókninni og Þorfinnur er ömggur í markinu. FH-ingar léku vel í byrjun en þoldu greinilega mótbyrinn illa og eftir annað mark KR var leikurinn þeim endanlega tapaður. Margt gott býr þó í liðinu og það virðist hafa burði til að ná betri árangri í deildinni í sumar en þeim Hafnfirðingum hefur lánast til þessa. Guðmundur Hilm- arsson komst einna best frá leiknum en flestir aðrir voru mistækir og sumir hreinlega eins og þeir væru ekki með. rómari: Sæmundur Víglundsson ■Mf Maður leiksins: Sigurður Björg- vinsson. -VS Saudi-Arabia vann heimsmeistaratigni na Saudi Arabía varð á laugar- daginn heimsmeistari drengjalandsliða í knatt- spymu eftir óvæntan 5-4 sig- ur á Skotum í úrslitaleik á Hampden Park í Glasgow. Skotar höfðu leikinn í hendi sér en þeim mistókst að skora úr vítaspyrnu þegar staðan var 2-1. Saudi-Arabar jöihuðu rétt á eftir, 2-2, en síðan var einn þeirra rekinn af leik- velli. Samt náöu Skotar ekki að knýja fram sigur í framlengingu og í víta- spymukeppni hafði arabíska liðið bet- Portúgalar höfnuðu í þriðja sæti eftir 3-1 sigur á Bahrain en það kom mjög á óvart að tvær arabaþjóðir skyldu kom- ast alla leið í 4 liða úrslit keppninnar. Dregiö í riðla fyrir EM í körfubolta Á laugardag var dregið í riðla fyrir 16 liða úrslit Evrópu- keppninnar í körfuknattleik sem fram fer árið 1991. í A- riðli leika Grikkir, Búlgarar, Svíar og Rúmenar, í B-riðli ítalir, Hollendingar, Belgar og Pólverjar, í C-riöli Júgóslav- ar, Spánverjar, Vestur-Þjóðverjar og Englendingar og í D:riðli Sovétmenn, Frakkar, Tékkar og Israelsmenn. Tvö efstu lið í hveijum riðli komast í úrslita- keppnina. Dortmund bikarmeistari Borussia Dortmund vann óvæntan stórsigur á Werder Bremen, 4-1, í úrslitaleik vestur-þýsku bikarkeppninn- ar á laugardaginn. Norbert Dickel, sem hafði verið frá í sex vikur vegna meiðsla, skoraði tvö glæsimörk og þeir Frank Mill og Michael Lusch gerðu eitt hvor. Fyrsti Sovétmaðurinn i NBA-deíidína Samnas Marciulionis varð á laugardaginn fyrsti sovéski körfuknattleiksmaðurinn til að skrifa undir samning við bandarískt atvinnulið. Hann mun leika með Golden State Warriors í NBA- deildinni næsta vetur en þar er fyrir amiar utlendingur, hinn gríðarlangi Manuta Bol frá Súdan. Marciulionis er 25 ára gamall örvhentur bakvörður og Don Nelson, framkvæmdastjóri Warri- ors, segir hann vera besta körfuknatt- leiksmann heimsins, utan Bandaríkj- anna. Fimm stiga munur Fimm stig skildu aö spænsku stórveldin Real Madxid og Barcelona á toppi þarlendu 1, deildarinnar. Real vann Valencia,, 2-1, og Barcelona malaði Malaga, 4-0, í lokaumferðinni um helg- ina. Nokkrir snjallir leikmenn kvöddu deUdina í lokaumferöinni. Gary Line- ker lék ekki með Barcelona en kora inn á völlinn tU að kveðja stuðningsmenn liðsins, Juanito, fyrrum stjama hjá Real, lék sinn síðasta leik fyrir Malaga og markvörðurinn frægi, Luis Arc- onada, sinn síðasta fyrii' Real Sociedad. Dnjepr bikarmeistari Dnjepr varð í gær sigurvegari í fyrstu deUdabikarkeppninni í Sovétríkjunum. Liðið sigr- aði Torpedo frá Moskvu, 1-0, í úrslitaleiknum og skoraði Anton Shokh sigurmarkið á 34. mínútu. Coeekki hættur Breski hlauparinn Sebastian Coe sýndi það í gær að harai er ekki dauður úr öllm æðum. Hann sigraði þá í 800 metra hlaupi á móti í Birmingham og sagði síðan að hann stefndi að því aö komast í breska landsliöið fyrir Evrópubikar- keppnina sem fram fer í Englandi í ágúst. Coe komst ekki í ólympíulið Breta í fýrra og lýsti því þá yfir að harrn myndi aldrei framar keppa fyrir hönd þjóðar sinnar. UM MANAÐAMOTIN FELLUR DRIÚGUR SKILDINGUR í HLUT KJÖRBÓKAREIGENDA: GÓDIR VEXTIR OG VERDTRYGGINGARUPPBÓT AD AUKIS Rétt einu sinni geta Kjörbókareigendur glaðst nú um mánaðamótin. Þá leggjast vænar uppbætur við innstæður Kjörbókanna vegna verðtryggingarákvæðisins sem tryggir að innstæðan njóti ávallt bestu kjara hvað svo sem verðbólgan gerir. Samkvæmt nýjum lögum um verðtryggingu verða bankarnir nú að breyta ákvæðum skiptikjarareikninga að hluta. Það er gert á þann veg að verðtryggingarviðmiðunin gildir fyrir þann hluta innstæðu sem staðið hefur óhreyfður heilt samanburðartímabil. Samanburðartímabilin eru frá 1. 1. til 30. 6. og 1. 7. til 31. 12. Þrátt fyrir þetta geta Kjörbókareigendur treyst því að Kjörbókin verður sem fyrr fyrirmynd annarra bóka. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.